Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979 Jón Snorri Jónas- son—Minning Fæddur 12. september 1924 Dáinn 22. febrúar 1979 Jón Snorri Jónasson fæddist á Siglufirði og voru foreldrar hans Ragnheiður Guðmundsdóttir frá Flateyri og Jónas A. Sigurðsson, ættaður úr Djúpi. Þau fluttust til Suðureyrar, þegar Jón heitinn var 6 ára að aldri, ásamt okkur börnum sínum þremur. Jón Snorri var aðeins 9 ára að aldri, er hann hóf að sækja sjóinn með föður okkar, sem þá reri til fiskjar á lítilli trillu. Síðar gékk hann, eða öllu heldur reri til prestsins, sem þá sat úti á Stað, er hann gekk til spurninga, og var settur í land í fjörunni fyrif neðan Stað og tekinn aftur um borð, þegar fermingartímanum var lokið. Arin liðu, og Jón heitinn var í skiprúmi hjá ýmsum formönnum, bæði hér vestra og sunnan lands. Bar formönnum hans og skipsfélögum saman um það, að þar væri harðduglegur sjómaður, þar sem hann fór. Hann lauk skipstjórnarprófi því, sem kallað var 30-tonna-prófið og veitti réttindi til skipstjórnar á þeirri stærð báta, sem þá var algengust hér. Aðeins 19 ára að aldri varð hann skipstjóri hér á vetrarvertíð, laginn verkmaður og prýðilega fiskinn. Það hafði löngum verið draumur hans að eignast sína eigin trillu. Og þar kom, að sá draumur rættist. Hann var heppinn og fengsæll, þótt sjálfur teldi hann blessunarríkustu ferð sína vera þá, er hann varð harmþrungnum föður að liði eftir hörmulegt slys, er hann fann son hans í sjónum. I rauninni var Jón heitinn listamaður í eðli sínu. Hann var ákaflega laginn í höndunum og hagur vel. Hann lék prýðilega vel á harmóníku, eins og útvarpshlustendum er kunnugt, því að um verslunarmannahelgina fyrir þremur árum var útvarpað leik hans. Fjöldamörg málverk, sem eftir hann liggja, bera góðum hæfileikum ótvírætt vitni, þótt ekki nyti hann tilsagnar á því sviði. En þessir hæfileikar Jóns Snorra komu byggðarlaginu til góða við svo fjölmörg tækifæri. Oft málaði hann leiktjöld og útbjó búninga. Sérstaka ánægju hafði hann af því, er hann málaði blómamynstur á fjölmarga kjóla fyrir barnaskemmtun. Mynstrið var fjölbreytt og stásslegt, og mikið var þakklæti barnanna og gleði þeirra, og það voru Jóni Snorra næg verkalaun. Má með sanni segja, að hann hafi jafnan verið reiðubúinn til þess að rétta samferðafólki sínu hjálpandi hönd, meðan hann naut fullra krafta. Jón heitinn bjó lengi hjá mér og eiginmanni mínum Guðmundi Elíassyni. Var hann börnum okkar þeim Ragnheiði og Ellert ákaflega góður frændi. Og öll þökkum við honum góðar samvistir og sendum ekkju hans og dætrum hennar innilegustu samúðarkveðjur. Syni átti hann tvo, Ágúst, sem búsettur er á Neskaupstað og kvæntur Birnu Geirsdóttur, og Rafn, sem býr á Isafirði. Syni sína vissi hann í góðum höndum, þótt ekki bæri hann gæfu til að ala þá upp sjálfur, en Ágúst ólst upp hjá Einari Steindórssyni, útgerðarmanni í Hnífsdal og konu hans, Ólöfu heitinni Magnúsdóttur, og Rafn hjá móður sinni, Rögnu Sólberg á ísafirði. Jón heitinn hafði oft orð á því, hversu veikindi hans hefðu lokið upp augum hans fyrir góðvild fólks og hjálpsemi. En það eru orð að sönnu, að hann varð aðnjótandi mikillar velvildar hér í byggðarlaginu af hálfu félagasamtaka, vinnufélaga og annarra einstaklinga og síðast en ekki síst frá hendi burtfluttra Súgfirðinga. Var áberandi, hve innilega þakklátur hann var öllu því góða fólki, sem heimsótti hann í sjúkdómslegum og vék góðu að honum á annan hátt. Það mun síst að taka of djúpt í árinni, þótt sagt sé, að ævi Jóns heitins Snorra Jónassonar hafi verið mörkuð andstreymi. Um árabil átti hann við mikla erfiðleika að stríða og mun enginn vita, við hvílíkt ofurefli þar er að etja, nema sá sem reynt hefur. En hann viðurkenndi vanmátt sinn og leitaði sér hjálpar og lækningar, þótt slíkt kæmi að mismiklu gagni. Fyrir átta árum varð Jón heitinn fyrir hinni mestu hamingju lífs síns, er hann kynntist eftirlifandi konu sinni, Ingunni Sveinsdóttur. Gengu þau í heilagt hjónaband hinn 14. september 1974. Settust þau að hér á Suðureyri og gekk Jón Snorri dóttur konu sinnar, Hildi Gunnarsdóttur, í föður stað, og hún vill í dag minnast stjúpföður síns í þökk og í bæn um Guðs blessun alltaf. Þau hjón Jón Snorri og Ingunn eignuðust eina dóttur barna, Heiðu Björgu, sem nú er 4ra ára. Ingunn reyndist manni sínum ákaflega vel á alla lund, en hann henni góður eiginmaður og hjálpsamur í besta lagi, enda góður heimilismaður, glaðlegur og lipur og ágætur kokkur. Fyrir þremur árum kenndi Jón Snorri sér þess meins, er átti eftir að ágerast svo mjög. Þegar hann stóð við beitinguna fann hann fyrir þróttleysi í fótum. Rannsókn leiddi í ljós fótalömun. Það var von hans og ástvina hans, að höndum hans yrði þyrmt, en það var skelfilegt reiðarslag, er í ljós kom, að sjúkdómur hans var hinn sami og móður hans áður, og lýsti sér í allsherjar lömun, er smám saman dregur allan mátt úr sjúklingnum. Þurfti hann eftir þetta mjög að leita lækninga suður í Reykjavík. I öllum þessum miklu erfiðleikum, stóð Jón heitinn ekki einn. Lögðust margir á eitt að létta honum byrðarnar, svo sem verða mátti. Ingunn, kona hans, var óþreytandi að létta undir með honum á alla lund, svo og bróðir hans og mágkona í Keflavík, sem jafnan tóku honum opnum örmum, og er það þakkað hér í dag heitu hjarta. Og synir þeirra, hinn myndarlegi hópur átta röskra drengja, sem ávallt voru reiðubúnir að bera hann á höndum sér, jafnan komnir á flugvöllinn, þegar vélin lenti og reiðubúnir að aka honum hvert sem var, fylgja honum og hjálpa. Að erindi loknu, dvaldi Jón heitinn jafnan nokkra daga á heimili bróður síns í Keflavík í góðu yfirlæti. En hinn skæði sjúkdómur lét ekki undan. Og hversu vel var Jóni ekki kunnugt um einkennin, svo oft sem hann hafði ekið móður okkar í hjólastólnum og mátt horfa upp á erfiðleika hennar, en hún veiktist, þegar hann var 14 ára að aldri, og lést úr þessum sjúkdómi eftir 16 ára baráttu, án þess að mæla þó nokkru sinni æðruorð af munni. Þetta voru erfið ár fjölskyldunni allri, foreldrar okkar meira og minna í ferðalögum að leita lækninga og lítið um gjaldmiðil, meðan enn voru engin sjúkrasamlög til. Öll hjálpuðum við til eftir bestu getu, en ábyrgðin hvíldi á herðum 14 ára pilts, og hann dró sannarlega ekki af sér við beitingu og róðra eftir þvísem til féll. „Það var gott að beita hjá Ibsen Guðmundssyni," sagði Jón heitinn, er hann rifjaði upp þetta tímabil ævi sinnar, „því að konan hans færði mér pela af mjólk á hverjum einasta degi.“ Síðustu ævidagar Jóns Snorra voru honum þungbærir. Það er síst ofmælt, að hann hafi líkt og hrunið niður; hann var að verða ófær til gangs og hendurnar senn máttvana. Hann átti bágt með að kyngja og svelgdist oft á. Þessi viðkvæmi og góði drengur bugaðist undir ofurþunga vanheilsu sinnar. „Ég hef augu mfn til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mfn kemur frá Drottni. Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda aál þfna; Drottinn mun varðveita útgang þinn og inngang héðan f frá og að eílffu. — “ t Maðurinn minn og faðir okkar HREINN ÞORMAR, andaðist aö heimili sínu að morgni 2. apríl. Hulda Þormar, Ottó, Hanna og Hreinn. t Elskuleg móöir okkar, tendamóðir og amma ÓLAFÍA SIGURJÓNSDÓTTIR, Kleppsvegi 26, andaöist í Borgarspítalanum aö kvöldi 1. apríl. Gunnlaugur Þórarinsson, Sigrún Þórarinsdóttir, Geir Þórðarson, Sigurjón Þórarinsson, Klara Bendiktsdóttir. t Systir okkar RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR STOLP Omaha Nebraska U.S.A. lést í sjúkrahúsi 31. marz. F.h. vandamanna. Símon Þorsteinason, Gunnar Þorsteinsson Grindavík. t ÓSKAR SIGURHANSSQN, vélsmiður Irá Brimnesi, Vestmannaeyjum, lést 1. apríl aö Elliheimllinu Grund. Fyrir hönd bræðra hans og annarra vandamanna. Ágústa Einarsdóttir. t Eiginmaöur minn. JÓNAS TRYGGVASON, Norðurgötu 54, Akureyri, andaöist á Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 1. apríl. Hallfríður Björnsdóttir. t MARGRÉT HREFNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Arnartanga 3, Mosfellssveit, veröur jarösungin þriöjudaginn 3. apíl kl. 13.30 frá Bústaöakirkju. Jarösett veröur í Lágafellskirkjugaröi. Cecil Viðar Jensen, Guðrún Helga Magnúsdóttir, Guömundur Davíðsson, Sigurður Davíðsson, Guðrún Helga Gísladóttir, Helga Jensen, Hadda Guðmundsdóttir, Eriendur Þóröarson, Ingi Steinar Jensen, Helga Jensen, Gunnar Þór Jeneen, Hafdís Guömundsdóttir. t Maöurinn minn, ÓLAFUR B. KRISTJÁNSSON, Meðalholti 19. lézt í Borgarsjúkrahúslnu föstudaginn 30. marz. Ásta Markúsdóttir. t Maöurinn minn, er látinn. BJARNI BJARNASON, lögfrssðingur, Jóhanna Haraldsdóttir. t Móöir okkar, LOVÍSA GÍSLADÓTTIR, frá Búastööum Vestmannaeyjum andaöist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja föstudaginn 30. mars s.l. Útför hennar veröur frá Landakirkju þriöjudaginn 10. aþríl n.k. kl. 2 e.h. Börn hinnar látnu. t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, LAUFEY JÓNSDÓTTIR, Safamýri 85, Reykjavík, Veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 4. apríl kl. 13.30. Andrés Bjarnason, Jónína Haraldsdóttir, Hjálmar Haraldsson, Emil Ingólfsson, Hanna Hallfreðsdóttir. Guðrún Emilsdóttir, Laufey Emilsdóttir, Haraldur Emilsson, Helgi Hjálmarsson, Guðjón Pálsson, Andrés Jakob Guöjónsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúö viö andlát og útför litlu dóttur okkar, systur og barnabarns, BERGLINDAR ÓSK VALSDÓTTIR, Hlíðartúní, Mosfellssveit, Regína Úlfarsdóttir, Valur Steingrímsson, Tómas Úlfar, Guðjón Þór, Jóhanna Arthursdóttir, Úlfar Henriksson. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför GUNNARS GUNNARSSONAR Bakka, Hofsóai, Aðstandendur. Inga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.