Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979 2 9 - ---- Legg áherzlu á ad sem f lest- ir taki þátt í flokksstarfi og stefnumótun — segir Steingrímur Hermannsson Steingrímur Hermannsson var kjörinn formaður Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundi hans sl. laugardag svo sem skýrt hefur verið frá í fréttum Mbl. Blaðið átti samtal við Steingrím í gær og var hann spurður hvað honum væri efst í huga þegar hann hefði nú verið valinn til að gegna þessu starfi: Steingrímur Hermannsson, nýkjðrinn formaður Framsóknar- flokksins, og Ólafur Jóhannesson fráfarandi formaður. Ljósm. RmiHa. — Ég hef nú verið í flokks- starfinu í mörg ár og sem ritari í nokkur ár og mér þykir vænt um þá samstöðu sem varð um kjör mitt á fundinum. Það er mér mikils virði og styrkir mig í starfinu. En varðandi starf formanns þá hlýtur hver formaður að marka sín spor og þó að ekki séu neinar stórbreyt- ingar í vændum þá vildi ég mega leggja höfuðáherzlu á að sem flestir taki þátt í störfum og stefnumótun flokksins og mitt fyrsta verk verður að skipu- leggja þannig starfshætti. — Framsóknarflokkurinn er tvímælalaust frjálslyndur umbótaflokkur sem byggir á frjálsu framtaki einstaklingsins og samstöðu á félagslegum grundvelli og það á ekki síður við um þéttbýlið en dreifbýlið. Mér finnst varhugavert að þeir sem búi úti á landi séu klofnir frá hinum sem búa í þéttbýlinu og ég vil stuðla að því að samskipti geti orðið þannig að hvor aðilinn taki fullt tillit til hins. Finnst mér t.d. líka verða að móta stefnu flokksins með ríkri hliðsjón af þörfum bænda og þeir mega vissulega ekki einangrast fremur en þéttbýlis- fólk. Steingrímur var spurður hvort einhverjar breytingar verði gerðar á ráðherra- embættum Framsóknarflokks- ins jafnframt formannaskipt- um: — Starfi flokksformanns fylgir ekki endilega það að gegna embætti forsætisráðherra sé um það að ræða og það eru til mörg fordæmi fyrir því að flokksformaður Framsóknar- flokksins hafi gegnt öðru ráðherraembætti en forsætis- ráðherra. Enda lít ég svo á, að störf mín sem ráðherra og formaður flokksins séu að vissu ieyti aðskilin og ég vil starfa að öllum málaflokkum jafnt, sem flokkurinn tekur til meðferðar — A flokksþinginu var sam- þykkt lagabreyting sem gengur í þá átt að auka þátttöku almennra flokksmanna í starfi flokksins og verður t.d. formannskjöri háttað þannig að það á að fara fram á flokksþingi framvegis en ekki miðstjórnar- fundi, en flokksþingið er fimmfalt fjölmennara, en þetta á einnig við um ritara og gjald- kera. Við viljum reyna að starfa í starfshópum eftir því sem það er hægt og fá með því fram sem flest sjónarmið og má t.d. nefna, að varðandi efnahagsmál hefur verið reynt að vinna á sem breiðustum grundvelli, en þetta væri æskilegt að gera í öllum málaflokkum. Að öðru leyti vil ég endurtaka að sem formaður flokksins finnst mér æskilegast að taka á öllum málum en gott væri að komast burt frá þessu kröfukapphlaupi og geta hugað að innri stefnumálum og málum eins og t.d. umhverfismálum og betra mannlífi, sagði Stein- grímur Hermannsson að lokum. Álit minnihluta fjárhags- og viðskiptanefndar: Frumvarpið rís ekki undir að vera umgerð um stióm efnahagsmála NEFNDARÁLIT minnihluta fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar Alþingis á frumvarpi forsætisráðherra um stjórn efnahagsmála o.fl. var lagt fram í gær. Nefndarálitið birtist hér í heild, en tekið skal fram að millifyrirsagnir eru settar inn í álitið af Morgunblaðinu. „Aðdragandi frv. þessa og breytingartillagna meiri hl. fjárhags- og viðskiptanefndar við það er með undarlegum hætti. Á þetta bæði við um það sem gerst hefur utan þings og innan. Núverandi ríkisstjórn var mynduð til að leysa þann stjórn- málavanda, sem stuðningsflokkar hennar höfðu magnað að höfði sér með óraunsæjum kosninga- loforðum á s.l. sumri. I starfs- lýsingu hennar kom fram, að ekki var hugsað um efnahagsmál þjóð- arinnar nema nokkra mánuði fram í tímann og því heitið að langtímastefna yrði birt síðar. •Útþynnt og bragðdauft Alþýðuflokksfrumvarp Þær bráðabirgðaráðstafanir, sem gripið var til í byrjun september og desember s.l., urðu annaðhvort til þess að fresta vanda eða skapa nýjan. Ljóst er, að stóraukin skattheimta og þær millifærslur, sem stofnað hefur verið til, hafa ekki megnað að hamla gegn verðbólgunni og árangur er mun minni í þeim efnum en orðið hefði skv. febrúar- og maílögunum 1978. Hið sama er að segja um kaupmátt launa. Ýmsir þingmenn Alþýðu- flokksins létu sem þeim væri ljóst, að ekki yrði sífellt undan því vikist að móta alvörustefnu í efnahags- málum og sýna hana í verki. Uppruna þessa frv. má rekja til þeirra, en þeir lögðu fram drög í Alþýðublaðinu fyrir jól. Þótt þar væri sumt sýndarmennska og annað rangt, eins og enn er í núverandi gerð frv., var um nokkur snörp ákvæði að ræða varðandi stjórn efnahagsmála, kjaramál o.fl. I meðförum ráðherranefndar, forsætisráð- herra og nú síðast ýmissa einka- ráðgjafa stjórnarflokkanna er upphaflega gerðin orðin svo út- þynnt og bragðdauf, að frv. leysir engan vanda og ber úrræðaleysi hæstvirtrar ríkisstjórnar órækt vitni. Má með sanni segja að nú taki steininn úr. Uppgjöf ríkis- stjórnarinnar við mótun árangurs- vænlegrar stefnu í efnahags- málum er algjör. Jafnframt er opinberað, svo að ekki verður um villst, að verið er að knýja fram kjaraskerðingu og taka þannig aftur það, sem stjórnarliðið þóttist veita s.l. haust til að kaupa sér stundarfrið. • Fyrstu 32 greinarnar með öllu óþarfar Fyrstu 32 greinar frv. í I,—VI. kafla eru með öllu óþarfar. Er þar fjallað um atriði, sem þegar eru framkvæmd eða unnt er að framkvæma án lagasetningar. Sumar greinar eru hreinar stefnu- yfirlýsingar eða loforð, sem ekki á að setja Iagaákvæði um. 33.-46. gr. í VII. kafla og ákveði til bráðabirgða í VI. kafla varða verðtryggingu sparifjár og láns- fjár. Nauðsynlegt er að endur- skoða lagaákvæði, er varða þessi málefni. Þetta væri eðlilegt að gera með sérstakri lágasetningu. Margr í þessum kafla frv. gæti verið til bóta, þótt annað sé varhugavert. Stefna sjálfstæðis- manna erskýr í þessum málum. Þeir hafa þegar á Alagt fram tillögur um að gefa verðtryggingu frjálsa og færa ákvörðunarvald um kjör almennra útlána og inn- lána frá Seðlabankanum til viðskiptabanka, sparisjóða og annarra fjármagnsstofnana. Þetta yrði mun haganlegra í framvæmd en sá máti, sem frv. gerir ráð fyrir. • Endurkrafa á hendur launþegum VIII. kafli ber heitið „Verðbætur á laun“. Hér er verið að setja ákvæði um endurkröfu á hendur launþegum vegna fyrri óráðsíu stjórnarflokkanna. Hljóta þeir einir að bera ábyrgð á slíkri lagasetningu. Jafnframt er um þann reginmun að ræða nú og á Jöggjöf fyrrv. ríkisstjórnar í febrúar ogrmaí á s.l. ári, að kjarasamningar eru nú lausir. Auk þess er með breytingartillögu meiri hl. við frv. teknar aftur þegar umsamdar grunnkaups- hækkanir. Þetta eru miklu alvar- legri afskipti af kjarasamningum en skerðing verðbóta. Sjálfstæðismenn telja eðlilegt og sjálfsagt, að leið frjálsra samn- inga um kaup og kjör sé reynd áður en gengið er til lagasetningar um þau atriði. Þeir telja einnig, að taka eigi upp nýtt verðbótakerfi, kjaravísitölu, þar sem hvorki sé tekið tillit til óbeinna skatta né niðurgreiðslna og miðað sé við breytingu viðskiptakjara. • Vafasamt ákvæði 54. greinar. IX. kafli frv., um vinnumarkaðs- mál orkar tvímælis svo að ekki sé meira sagt. í þessu sambandi er sérstök athygli vakin á vafasömu ákvæði í 54. gr. um skyldu at- vinnurekenda til að tilkynna með tveggja mánaða fyrirvara ráðgerð- an samdrátt, sem yrði mjög erfitt í framkvæmd, ef ekki óframkvæm- anlegt. Þess vegna leggst minni hl. á móti 54. gr. X. kafli um verðlagsmál, koll- steypir þegar samþykktum lögum. Minni hl. leggst því gegn þessum kafla frv. Sjálfstæðismenn vilja að lögin um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta viðskipta- hætti komi sem fyrst til fram- kvæmda. • Ávísun á milljarða króna útgjaldaaukningu? 60. gr. í XI. kafla. um Verðjöfn- unarsjóð sjávarútvegsins, felur ekki í sér marktæka breytingu. Sjálfstæðismenn vilja, að Verð- jöfnunarsjóður verði virkt hag- stjórnartæki, þar sem farið verði eftir verðlagi á erlendum markaði og horfum í þeim efnum. XI. kafli frv. fjallar að öðru leyti um Afla- tryggingasjóð sjávarútvegsins. í því sambandi er minni hl. andvíg- ur því ákvæði 63. gr. að gefin séu fyrirheit um víðtækar bætur, þeg- ar draga þarf úr sókn til verndar mikilvægum fiskstofnum. Hér gæti verið ávísað á milljarða króna útgjaldaaukningu með hlið- sjón af þeim aðgerðum, sem þegar hafa verið boðaðar, sbr. einnig reglugerð sj ávarútvegsráðuneytis- ins frá 27. mars s.l. Minni hl. telur hins vegar eðlilegt að lög um Aflatryggingasjóð séu endurskoð- uð, en um það þarf ekki að kveða á í lögum. • Frumvarpið rís ekki undir nafni Frv. er ætlað að vera umgerð um stjórn efnahagsmála o. fl. á næstu árum. Það rís þó engan veginn undir því nafni. Þar er t.d. sleppt að minnast á jafnmikilvæga mála- flokka og skattamál og gjaldeyris- mál. Auk þess er sárafátt bita- stætt í því um atvinnumál. Minni hl. gerir ekki sérstakar breytingartillögur við frv., þar sem þvílíkt klambur getur ekki verið uppistaða heilbrigðrar lög- gjafar. Frv. er einnig í mikilvægum atriðum í andstöðu við þá stefnu frjálshyggju sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur markað í efnahags- málum. Alþingi, 2. apríl 1979. Jón G. Sólnes, Ey. Kon. Jónsson, frsm. Is frá miðjum allt austur að Breiðafirði Kambanesi ÍSINN rak hratt upp að landinu um helgina og í gær voru ísjakar á reki úti af miðjum Breiðafirði og frá Kambanesi milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar bárust fréttir um spangir og staka jaka. Allt á milli þessara tveggja staða var mikill fs og hafnir víða lokaðar. Þannig var Sigluvíkin um tvo tíma í gærkvöld frá Ilafnarbryggjunni í Siglufirði að öldubrjótnum, sem er yzta við- legubryggjan. Lengra komst skipið ekki og var það bundið við bryggju eftir tveggja tfma barning þessa stuttu leið. Landhelgisgæzlan fór í ískönnun- arflug í gær og var ástandið úti af Vestfjörðum kannað, en könnunar- fluginu hætt við Siglunes vegna þess hve skyggni var slæmt. Isjakar voru á reki um 20 mílur suður af Bjarg- töngum og hefur ís ekki sést svo sunnarlega þar í vetur. ísrek var frá Bjargi að Isafjarðadjúpi og stórar spangir í mynni ísafjarðardjúps. Allar víkur voru fullar af ís frá Straumnesi að Drangaskörðum. Sem fyrr var ísinn þéttastur úti af Norðausturhorninu. Til að mynda var ís fyrir öllu mynni Vopnafjarðar og ístunga inn miðjan fjörðinn. Frá Kambanesi bárust þær fréttir að spangir og stakir jakar væru rétt utan við nesið og ræki ísinn hratt suður og að landinu. Að sögn Guðmundar Hafsteins- sonar veðurfræðings er útlit fyrir að í dag dragi úr vindi, en norðlæg átt haldist áfram. Er jafnvel reiknað með að norðanáttin haldist út alla vikuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.