Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979 Nemendur 2. bekkjar í máluh hjá Sigurði Sigurössyni. Skólastjórí kynnir málaradeild fyrir nemendum 1 og 2. árs. BJÖRGVINSIGURGEIR HARALDSSON: Fjörutíu FimmtudaKÍnn 22. mars s.l. birti Morgunblaðið grein eftir Elínu Pálmadóttur, vara borgar- fulltrúa og fræðsluráðsmann, undir heitinu „Skólaskipan í hvirfilvindi, síðasta atlaga að Námsflokkunum“. Þó að þessi grein Elínar Pálma- dóttur hafi vakið athygli mína vegna yfirskriftar og innskota um ásælni tiltekinna ríkisrek- inna skólastofnana í vannýtt og ranglega nýtt skólahúsnæði Reykjavíkurborgar, er það ekki ætlun mín að andmæla neinum meginatriðum í grein hennar. Mér finnst margt í greininni fullrar athygli vert, þar á meðal hvernig hún ásakar núverandi ráðamenn í skólamálum um alls konar óáran og skipulagsleysi. Hún heldur því m.a. fram, að nú geisi „hvirfilvindur í skipulags- málum skólanna". Það vita allir, sem með breytingum í skólamál- um hafa fylgst undanfarin ár, og efalaust Elín einnig, að sá „hvirfil- vindur" sem hún talar um hefur geisað árum saman, bæði undir stjórn hægri og vinstri afla í stjórnmálum. Skólarnir, sem Elín minnist á í grein sinni og segir menntamála- ráðuneytið í örvæntingarfullri leit eftir húsnæði fyrir, eru Fóstur- skólinn, Leiklistarskólinn og Myndlista- og handíðaskóli Is- lands. Skólinn stofnaður ’39 Myndlista- og handíðaskólinn var stofnaður árið 1939 af hinum kunna athafnamanni og unnanda handverks og fagurra lista, Luðvig heitnum Guðmundssyni, sem rak skólann af elju og dugnaði, fyrst sem einkaskóla, síðan sem sjálfs- eignarstofnun með styrk frá ríki og borg. Það varð ekki fyrr en með lögum frá 1965, að ríkið tók við rekstri skólans að fullu. Reykja- víkurborg hefur einnig veitt árlega talsverðan styrk til skólans, eða 45% af rekstrarkostnaði, að und- anskildum föstum launum. Þau fjörutíu ár, sem skólinn hefur starfað, hefur hann vissulega sannað gildi sitt og tilverurétt þrátt fyrir húsnæðisskort, bábor- inn tækjabúnað, skilningsleysi ráðamanna íslenskra skólamála og þeirra er á ákvarða fjárframlag til rekstrar hans. Sú fjárveiting, sem skólinn hefur fengið ár hvert, hefur ævinlega verið skorin svo við nögl, að aðeins verður þakkað skólastjórum, nemendum og starfsliði skólans, að hann skuli ennþá lifa og rísa undir nafni. Snemma á sjöunda áratugnum, eða eftir að hinn fjölhæfi og reyndi skólamaður, Þjóðverjinn Kurt Zier, tók við skólastjörn, stækkaði skólinn svo ört, að nem- endafjöldinn hefur margsprengt húsnæðið og næst um því að segja hefur þurft að auka við húsrýmið hvert ár. Ber sannarlega að þakka eiganda húsnæðisins, Gunnari Pálssyni, þá velvild, sem hann hefur sýnt skólanum með því að rýma fyrir hverjum nýjum áfanga. Skólinn er nú í þrem húsum á fimm hæðum og húsin ekki tengd saman nema að litlu leyti. Óhentugt húsnæði Það sem veldur skólanum mest- um vanda er það, að húsið er ekki byggt sem skólahúsnæði og hæfir því illa þörfum slíkrar stofnunar og allra síst lista- og verkskóla. Myndlista- og handíðaskólinn er umfangsmeiri stofnun en flestir aðrir sambærilegir skólar, því starfstíminn í skólanum er frá kl. 9 að morgni til 22 að kvöldi eða 13 tímar flesta daga. Það er í raun svo, að skólinn gegnir fjórþættu hlutverki. í fyrsta lagi er hann fagurlista- skóli fyrir þá, sem ætla að vinna að frjálsri myndlist. I öðru lagi er Hvers vegna Myndlista- og handíða- skólinn ber víurnar í húsnœði Armúla- skóla? ára biö hann listiðnaðarskóli fyrir þá, sem leggja vilja stund á frjálsa hönrn un, listiðnað og iðnhönnun. I þriðja lagi er skólinn kennara- menntunarstofnun, sem veitir réttindi til myndlistarkennslu á grunnskólastigi og í fjórða lagi sinnir skólinn barna- og fullorð- insfræðslu í myndlista- og verk- greinum og kemur sú starfsemi eðlilega að mestum notum fyrir íbúa Reykjavíkurborgar. Með lögunum frá 1965 er kveðið svo á, að Fræðsluráð Reykjavíkur skuli vera umfjöllunaraðili um ráðningu skólastjóra og fastra kennara til skólans. Með þessu er Fræðsluráði veitt þó nokkur aðild að ákvörðunum um starfslið skól- ans, og um leið skyldi maður ætla, að Fræðsluráðið hefði einnig nokkrum skyldum að gegna gagn- vart skólanum, ekki síst vegna þess að skólinn sinnir þeirri barna- og fullorðinsfræðslu fyrir borgarbúa, sem fyrr getur. Elín getur þess í grein sinni, að sú hugmynd hafi komið fram, að M.H.I. flyttist úr núverandi hús- næði, sem er 2500 fermetrar, í húsnæði Laugalækjaskóla, sem hún segir vera 600—700 fermetra. Við Elín og margir fleiri erum áreiðanlega sammála um, að þetta er afleit hugmynd og hefur varla verið mjög hugsað, áður en hún var sett fram. Elín getur þess einnig, að forráðamenn M.H.I. hafi verið að „bera víurnar í Armúla- skólahúsið," og þarna kom að því atriði, sem hvatti mig til að rita þessa grein. Fyrir sex árum í desember 1973 efndi þáverandi skólastjóri Gísli B. Björnsson til blaðamannafundar og lýsti þar mjög ítarlega þeim hörmungarað- stæðum, sem skólinn bjó þá við, bæði húsnæði og tækjabúnaði. Nú sex árum síðar er aðbúnaður hinn sami og ástandið sýnu verra, því að nemendum hefur fjölgað. Þó er rétt að geta þess, að nú þurfa þeir ekki að nota ölkassa. fyrir stóla, sem eru að vísu misjafnir að gæðum, en ennþá mega þeir láta sér búkkaborðin nægja, þar sem einn hristir alla hina, verði honum á að hreyfa sig óvarlega. Það var á þessum sama vetri, fyrir sex árum, að hugmyndin um að komast í Armúlaskólann kom fyrst fram. Reyndar var þessu fyrst í stað aðeins hreyft innan skólans, en seinna færðu menn þessa hugmynd í tal við aðra, þar sem alltaf kom betur og betur í ljós, að húsnæði Ármúlaskóla var ekki nýtt til verknáms. Þar að auki fækkaði nemendum þar stöðugt. Björgvin Sigurgeir Haraldsson. Hver skyldi því lá okkur, nem- endum og kennurum M.H.I., þótt við beindum sérstakri athygli að húsnæði Ármúlaskólans, sem er hannað sérstaklega fyrir verknám. Á þessu skólaári hefur Ármúla- skólinn verið notaður sem nokkurs konar almenningur, þar sem til húsa eru angar frá ýmsum skóla- stofnunum. ítrekaðar tilraunir Núverandi skólastjóri M.H.Í., Einar Hákonarson, hefur gert ítrekaðar tilraunir til þess, að skólinn gæti komist í nýtt húsnæði fyrir næsta skólaár. Fyrirsjáan- legt er að auka þarf rýmið fyrir næsta vetur. Það vantar ekki, að allir, sem hlut eiga að máli, hafa sýnt fullan skilning á þörfum skólans, en lítið hefur orðið úr áþreifanlegum aðgerðum. Meðal annars kom Fræðsluráð Reykja- víkurborgar í heimsókn og lét þá í ljós skilning á vandamálum skól- ans. Það bregður þó svo við, að fulltrúar í ráðinu eru mjög tregir til að veita stuðning til heppilegr- ar lausnar á þessu húsnæðis- vandamáli. Þeir telja líklega, að húsnæði Ármúlaskóla sé betur varið fyrir aðra skólastarfsemi en M.H.Í. Elín bendir á í grein sinni, að þörf sé á að koma upp fjölbrauta- skóla Austurbæjar, jafnvel þótt lög séu ekki til þar um. Nú eru þegar tveir menntaskólar í Aust- urbæ, annar við Hamrahlíð og hinn við Sund. Væri ekki heppi- legra að fjölga þar námsbrautum, svo að þeir skólar gætu tekið við öllum nemendum af Austurbæjar- svæðinu? Að minnsta kosti yrði það ódýrari lausn hvað kennslu- krafta snertir heldur en stofna nýjan fjölbrautaskóla. Þar sem til þess er ætlast, að M.H.Í. taki m.a. við nemendum úr fjölbrautaskólum landsins og veiti þeim trausta sérþekkingu í sjón- menntum, verður að telja það lágmarkskröfu, að M.H.Í. geti boðið nemendum sínum forsvaran- legt húsnæði og tækjabúnað. Þetta er því brýnna, sem nú er keppst við að búa fjölbrautaskólana sem best að öllum tækjum og verkfær- um og ekkert til sparað. Kaldhæöni Miðað við þær aðstæður sem skólinn hefur upp á að bjóða, virðist það nokkur kaldhæðni að ætla honum að taka við fólki, sem þegar hefur vanist góðum aðbún- aði, og veita því áframhaldandi fræðslu og námsaðstöðu. Flestar vélar og tæki hafa verið fengin gömul, ýmist fyrir lítið fé eða gefins. Skólinn á þó nokkur góð tæki, sem gætu komið að miklu gagni, ef þau væru sett upp í rúmgóðu og hentugu húsnæði. Það er staðreynd, sem styðja má með rökum, að M.H.Í. hefur átt stóran þátt í sjónmenntum í ís- lensku þjóðfélagi á undanförnum áratugum og nægir að nefna örfá dæmi þar um. Flestir myndlistarmenn, sem nú eru á miðjum aldri og yngri, hafa öðlast fyrstu myndlistarþekkingu sína innan veggja skólans. Miklar framfarir má svo nefna leirkerasmíði og textilhönnuði, en áhrifa þeirra síðarnefndu má nú glöggt sjá í íslenskum ullafiðnaði. Myndlista- og handíðaskóli ís- lands verður fjörutíu ára á þessu ári. Hann hefur jafnlengi beðið eftir góðu húsnæði. Það er þeirra, sem nú ráða skólamálum, að sjá svo um, að sú bið verði ekki lengri. Reykjavík 29. mars.1979. 1000 ný síma- númer í Breiðholti Að undanförnu hefur verið unnið að stækkun sjálfvirku símstöðvarinnar í Breiðholti í Reykjavík. Laugardaginn 31. marz kl. 17—18 bættust 1000 ný símanúmer við þau 6000 númer sem fyrir eru, það er númera- röðin 77000 til 77999. Um 270 nýir símnotendur munu þá komast í samband og símar 80 aðila, sem beðið hafa eftir flutningi á síma til Breiðholts, verða þá einnig tengdir við Breiðholtsstöðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.