Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979 Utgefandí Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstrœti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. ó mónuði innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakið. Landsáætlun um varanlega vegagerd Fámenn þjóö í stóru og strjálbýlu landi á að sjálfsögðu mikið undir samgöngum komið. Auðlindum, sem verðmætasköpun og lífskjör þjóðarinnar grundvallast á, er þann veg dreift um land og lög, að nauðsynlegt er að halda Islandi öllu í byggð. Öðru vísi verða nytjar okkar ekki nýttar þann veg, að hægt verði að halda sambærilegum lífskjörum hérlendis og með nágrannaþjóðum. Vegakerfið er nokkurs konar æðakerfi í þjóðarbúskapnum, sem gegnir undirstöðuhlutverki, fyrst og fremst að því er varðar atvinnulíf okkar, flutning hráefna og nauðsynja, en jafnframt í fræðslukerfi okkar, félagslegum samskiptum og menningarlífi. Þrekvirki hafa verið unnin í vegagerð og samgöngumálum á liðnum áratugum. Engu að síður er það staðreynd, að aðeins um 200 km af 2.500 km vegakerfi okkar eru fullfrágengnir með bundnu slitlagi. Sú verðþróun, sem orðið hefur á olíuvörum á heimsmarkaði, hefur verulega aukið á nauðsyn stórátaks í varanlegri vegagerð, samhliða rann- sóknum á hugsanlegri nýtingu raforku og eða metanóls á farartæki náinnar framtíðar hér á landi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa nú flutt á Alþingi tillögu um 15 ára áætlun um lagningu hringvegar og vega til allra þéttbýlisstaða í landinu með bundnu slitlagi. Verði þessi landsáætlun um varanlega vegagerð felld að hinni hefðbundnu vegaáætlun, sem Alþingi fjallar um reglu- bundið í tengslum við ráðstöfun fjármuna í ríkisbúskapn- um. Lagt er til að þessi áætlun um varanlega vegagerð verði fjármögnuð með happdrættislánum, að fjárhæð 2 milljarðar á ári, framlagi úr Byggðasjóði, að fjárhæð 1 milljarður á ári og með umframtekjum af sérsköttum umferðar, frá og með næstu áramótum, eigi lægri upphæð en 2 milljörðum á ári. Sérstaklega verði og athugað, hvort hægt sé að stytta framkvæmdatímabilið úr 15 árum í 10. Sverrir Hermannsson, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, benti m.a. á í framsögu fyrir henni, að aðeins 1% vegakerfis okkar væri með bundnu slitlagi en 43—96% vegakerfis annarra Norðurlanda. Fjárveitingar til vegagerðar hér á landi hafi aukizt jafnt og þétt á sjötta og sjöunda áratugnum. En frá 1971 hafi sigið á ógæfuhlið. Minnkun fjárveitingar 1979 frá 1978 sé 11% ef samanburður er gerður á föstu verðlagi. Sérfræðilegar niðurstöður liggi þó fyrir um, að varanleg vegagerð sé þjóðhagslega hagkvæm og verðþróun á eldsneyti farartækja l\afi aukið verulega á arðsemi slíkra framkvæmda. Arðsemi varanlegrar vegagerðar kemur einkum fram með tvennum hætti. í fyrsta lagi í minna vegaviðhaldi, en viðhaldskostnaður malarvega, sem þurfa að bera tiltekinn umferðarþunga, er komin yfir öll skynsemismörk. Bundið slitlag á slíka vegi skilar sér í beinum ávinningi á skömmum tíma. Áætlaður umferðarþungi á síðan að ráða því, hvers konar slitlag er notað, þ.e. hve mikinn kostnað á að leggja í framkvæmdina. í öðru lagi benti Sverrir Hermannsson á þann ávinning, sem fram kemur í minni rekstrarkostnaði bifreiða, sem í senn er sparnaður bifreiðaeigenda og þjóðarbúsins í heild. Vitnaði hann til útreikninga, sem sýndu, að bifreið á vondum malarvegi þarf 19% meira eldsneyti en á bundnu slitlagi, slit á hjólbörðum er 170% meira og varahlutir og viðhald á heildina litið 45% dýrara. Sparnaður í minna eldsneyti, minni viðhaldskostnaði og lengri endingu ökutækja er því umtalsverður og vex í hlutfalli við hækkun bensínverðs á heimsmarkaði. Með einni undantekningu hlaut þessi tillaga sjálfstæðis- manna góðar undirtektir á Alþingi, jafnt úr stjórnarliði sem stjórnarandstöðu. Hér er líka hreyft einu merkasta þingmáli, sem fram hefur komið á 100. löggjafarþingi þjóðarinnar. Það er allra landsmanna hagur en engra tjón ef þessi stórhuga, framsýna og arðgæfa framkvæmd nær fram að ganga. Þessi tillaga sjálfstæðismanna á örugglega hljómgrunn meðal þjóðarinnar allrar, en sá almanna- stuðningur þarf að koma skýrt og ákveðið fram í dagsljósið, svo að málið fái þá meðferð á Alþingi sem það á tvímælalaust skilið. Hljómsveitin Milk and Honey „Hallelúja fyrir nýj- um heiðskýrum degi” Jerúsalem, 1. aprfl. AP. Reuter. ÍSRAELAR unnu söngva- keppni sjónvarpsstöðva í Evrópu annað árið í röð er keppnin var háð í Jerúsalem s.l. laugardag. Verðlaunalagið „Ilallelúja“ var flutt af popp- hljómsveitinni „Milk and Honey“ (Mjólk og hunang) með söng- og leikkonuna Gali Atari f fararbroddi. 19 þjóðir tóku þátt í keppninni en úrslitin réðust ekki fyrr en síðustu atkvæðin höfðu borist og ætlaði fögnuður áhorfenda og íbúa víðs vegar um ísrael allt um koll að keyra. Hundruð manna söfnuðust saman fyrir utan samkomusalinn þar sem keppn- in var háð og þúsundir manna í Tel Aviv fögnuðu sigrinum með því að þeyta bílflautur og syngja og dansa við „Halle- lúja“. Þetta er í fyrsta skipti sem söngvakeppnin var. háð í ísrael en ísraelar unnu keppn- ina sem haldin var í Parfs s.l. ár. Verðlaunalagið, sem er sagt vera smitandi lag til að fagna dásamlegum heimi, var samið fyrir ári síðan en mörgum þykir það vel við hæfi nú, þegar Israelar og Egyptar hafa undir- ritað friðarsamning. „Hallelúja fyrir nýjum heiðskírum degi... fyrir öllu sem var og því sem koma á, hallelúja“, segir í hluta textans. ísraelska lagið sem var sungið á hebresku fékk 125 atkvæði. Gali Atari söng — og lcikkonan sem ásamt popphljómsveitinni Milk and Iloney sigraði í söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu fyrir hönd ísraela. r Israelar sigra í söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu annað árið í röð Spænska lagið „Söngurinn þinn“ sem Betty Missiego söng með hjálp fjögurra barna varð í öðru sæti með 116 atkvæði en Frakk- ar urðu í þriðja sæti með lagið „Ég er barn sólarinnar" sem Anne Marie Davide söng en hún sigraði keppnina fyrir hönd Lúxemborgar árið 1973. Söngvakeppninni var sjón- varpað beint til 22 landa og er búist við að hundruð milljóna hafi fylgst með henni. Vegna öryggisráðstafana var almenn- ingi ekki selt inn á keppnina en 1800 gestir voru í samkomusaln- um er keppnin var háð eftir að hafa gengið í gegnum stranga skoðun. Þótt net öryggisvarða var umhverfis samkomusalinn af ótta við hefndaraðgerðir vegna friðarsamninga Israela og Egypta. Islendingar eru meðal þeirra fáu þjóða sem ekki sáu beina útsendingu frá Israel en upp- taka frá keppninni mun verða á dagskrá íslenska sjónvarpsins á annan í páskum. Strax eftir keppnina til- kynntu sigurvegararnir að þeir myndu halda til Evrópu í þess- ari viku, en nú þegar hefur verðlaunalagið verið þýtt yfir á ýmis tungumál, m.a. arabísku. „Hvers vegna ekki?“ sagði hin 26 ára gamla söngkona, „þetta er lag fyrir alla.“ Israelar hafa enn ekki ákveðið hvort þeir ætla að halda keppn- ina næsta ár, en söngvakeppnin kostaði þá rúma milljón dollara í ár. Búist er við enn meiri kostnaði við keppnina næsta ár, þrátt fyrir tækjabúnað sem þeir hafa þegar aflað sér og reynsl- unnar við að halda slíka keppni. Heildarbolfiskafli á Fá skrúdsf irði 2700 tonn F'áskrúdsf jörður Heildarbolfiskafli á landi kominn um mánaða- mót var 2.700 tonn sem skiptist þannig: hjá Hrað- frystihúsi Fáskrúðsfjarðar hefur verið landað 1.595 tonnum, en hjá Pólarsíld hf. 1.105 tonnum. Hjá Hraðfrystihúsinu landa skuttogararnir Hoffell og Ljósafell. Hoffell hefur afl- að 825 tonn og Ljósafell 770 tonn. í dag landar Ljósafellið 140 tonnum sem hér eru talin með. Hjá Pólarsíld eru 3 bátar, Sól- borg SU, spm aflað hefur 403 tonn, Þorri SU 381 tonn og Guðmundur Kristinn SU 324 tonn. Heildar- loðnuaflinn nam 13.500 tonnum og er ráðgert að bræðslu ljúki fyrir páska. Afskipað hefur verið 815 tonnum af mjöli og afskipanir hafa verið allmiklar á frosnum fiski í mánuðinum og geta má þess að félagar í Lionsklúbbi Fáskrúðs- fjarðar hafa þar komið nokkuð við sögu. Einn lítill bátur hefur byrjað veiðar í net og kom hann inn nú fyrir helgi með 4 tonn. Einig voru menn farnir að leggja net í fjörð- inn, en þá brá svo við að fisk- vinnslufyrirtækin gátu ekki tekið þann afla og báturinn landaði sínum afla á Breiðdalsvík. Þeir sem lagt höfðu í fjörðinn tóku upp netin, en mér er tjáð að nú verði þessi mál tekin til frekari athug- unar. Geta má þess að kaupfélags- stjórinn tjáði undirrituðum að hraðfrystihúsið hjá þeim hefði ákveðið að taka við handfærafiski í sumar. Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Fáskrúðsfjarðar var haldinn í gær og var stjórnin einróma endur- kjörin, en formaður félagsins er Sigurður Þorgeirsson. A fundinum urðu umræður um málefni smá- bátaeigenda á staðnum og var eftirfarandi ályktun samþykkt: Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Fáskrúðsfjarðar, haldinn 1. apríl 1979, harmar það að smábátaeig- endum sé meinað að leggja upp afla hiá fiskverkunarfyrirtækjum staðarins. Félagið fer fram á það að fulltrúar þess í hreppsnefnd Búðarhrepps beini þeim óskum félagsins til hreppsnefndar, að hún taki svo á þessum málum, að ekki komi til þess að smábátaeig- endur hrökklist héðan. Það er ósk félagsins að þetta mál verð tekið fyrir sem allra fyrst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.