Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979 13 Borgarfjörður eystri: Stirðnuð fegurð í ísfullum firði Buncarfirði, 29. marz. í MORGUN, þegar borgfirzkir morgunhanar litu út, mætti augum þeirra fjörður, fullur af hafís, og eins langt og sást til hafs. Hann er landfstur alls staðar, innzt í fjarðarbotni sem við yztu tanga. Undanfarna daga var hér norðanbylur, svo ísinn fékk gott leiði, en í dag er sól og logn og engin hreyfing á honum. Lítið er um stóra jaka, en þó sjást þeir allreisulegir á milli. Eg segi nú ekki, að Borgfirðingar séu farnir að ganga með byssur á milli bæja, en kannski eru sumir farnir að fægja skotvopn sín og afla skota, ef vera kynni að einhver ísbjörn yrði á leið þeirra, annað eins hcfur nú skeð. Hér er snjór yfir öllu og leiðir tepptar nema um loftið. Nú fer að verða hart í búi hjá smáfuglunum og margir sem gefa þeim á kaldan klakann. En fleiri eiga bágt til bjargar og ég hefi nú verið að gefa krummunum mínum, sem ég býst við að sumum finnist kynlegt athæfi, þar sem þeir eru nú ekki einu sinni ætir né nothæfir á nokkurn hátt. En meðaumkun manna með dýrum miðast því miður oft á tíðum við notagildi þeirra. Þótt ísinn sé kaldur og dauða- legur, þá á hann vissa fegurð en yngsta kynslóðin, sem ekki hefur séð slíkt áður, er alltaf sjálfri sér lík og hugsar eins og Jóhannes úr Kötlum, þegar hann var ungur: „Börnin hampa honum/ hjartan- lega um eitt þau semur/ — Hitans hót ei sakna/ hlakka til, er snjórinn kemur./“ Og í augum þeirra er ísinn ekki minna til- hlökkunarefni. En við, sem þekkj- um sögu hans, erum heldur þykkjuþung, er við lítum þessa stirðnuðu fegurð. SverHr. Okkar menn í Englandi Nýr umboðsmaður fyrir H&fskip hefur tekið til starfa í Englandi. Þettaerfyrirtækið: Aquitaine Maritime Agencies Ltd. 2/4 YorkRoad, Felixstowe, Suffolk. Það er þekkt fyrir góða og kröftuga þjónustu og er von okkar að það marki tímamót í flutningamálum allra þeirra sem flytja vörur til eða frá Englandi. í Bretlandi eru nú söfnunarstöðvar fyrir vörur okkar í eftirtöldum borgum, London, Birmingham, Manchester, Leeds, Newcastle. Siglingar okkar til og frá Ipswich eru reglulegar á 12—14 dagafresti. Næstu skip er lesta í Ipswich eru: Rangá 04.04 Skaftá 18.04 Rangá 02.05 Skaftá 16.05 Rangá 30.05 Hafið samband við skrifstofu okkar nú þegar eða við okkar menn í Englandi og við munum leitast við að leysa flutningamál ykkar. maðurinn í Flensborg NEMENDUR Flensborgar- skóla frumsýna í kvöld klukkan 20.30 gamanleikinn „Eftirlitsmaðurinn" eftir N.V. Gogol. Leikritið hefur verið fært til í tíma og rúmi þannig að það höfði betur til nútímans. Leikstjóri er Árni Ibsen og er þetta fjórða leikritið , sem hann setur upp með nemendum skólans. Mikill leiklistaráhugi er í skólan- um og undanfarin ár hafa leikritin „Ó þetta er indælt stríð“, „Indíánar", „Á rúmsjó" og „Undantekningin og reglan" verið leikin af nemendum. Undirbúningur fyrir leikritið hefur staðið í nokkra mánuði og hefur ekkert verið til sparað til að uppfærslan mætti takast sem best. Frumsýningin verður eins og fyrr segir í Flensborgarskóla klukkan 20.30 í kvöld, en mánudag, þriðju- dag og miðvikudag verða einnig sýningar í skólanum á sama tíma. Sýnir lágmyndir úr gipsi í tilefni af 60 ára afmæli Póst- Kópavogs og sýningarsal Eld- mannafélagsins hefur einn af borgar í Hafnarfirði. starfsmönnum Pósthússins í Hér sést Snorri við nokkrar af Reykjavík, sem þar hefur unnið í gipsmyndum sínum. ______OMIC reiknivélin hefur slegið sölumet 23 ár, opnað sýningu á verkum sínum í kaffistofu pósthússins á efstu hæð í Austurstræti. Það er Snorri Helgason, sem þarna sýnir 23 verk, lágmyndir úr gipsi. Snorri hefur áður sýnt þarna málverk. Einnig hefur hann haldið málverkasýningar í Félagsheimili Aquitaine Maritime Agencies Ltd. Aöalskrifstofa: 2/4 York Road. Felixstowe, Suffolk, England Telex 987210 Tel. (03942) 78888 UMSJÓN: David Bloomfield Skrifstofa í London: Peek House, 20 Eastcheap, London EC3M 1EE UMSJÓN: Ray Smith, John Wickham HAFSKIP HF Hafnarhúsinu, v/Tryggvagötu, Sími 21160 - Telex 2034 Eftirlits- argus 312 PD 210PD 210P OMIC reiknivélin kom á markaðinn fyrir einu ári, ný vél sérhönnuð samkvæmt óskum viðskiptavina Skrifstofuvéla h/f. Móttökurnar voru frábærar. A örfáum vikum varð OMIC metsöluvél. í framhaldi af þessum afburða góða árangri bjóða Skrifstofuvélar h/f tvær nýjar gerðir af OMIC reiknivélum: OMIC 210 PD OMIC 210 P OMIC vélar í einfaldari útfærslu en OMIC 312 PD. Komið og kynnist kostum OMIC: HVERFISGATA 53 Við byggjum upp framtíð fyrirtækis þíns. SKRIFSTOFUVELAR H.F. 'db, + _x ^ Hverfisgötu 33 ■ x Simi 20560 | ixKSiOig a «B3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.