Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979 Krabbameinsfélag Reykjavíkur 30 ára Fræðslustarfið umfangs- meira en nokkru sinni fyrr Aðalfundur Krabbameins- félags Reykjavíkur var haldinn 8. marz, en þann dag varð félagið þrjátíu ára gamalt. Formaður félagsins, Gunnlaugur Snædal yfirlæknir, minntist þessara tímamóta og gerði fundinum grein fyrir starfi og baráttumál- um félagsins á undanfarandi starfsári. Að venju voru megin- verkefni félagsins rekstur happ- drættis og fraeðslustarf. Helmingur af hreinum ágóða happdrættisins rennur til Krabba- meinsfélags Islands. Að viðbætt- um helmingi annarra tekna nam árstillag Krabbameinsfélags Reykjavíkur til landssamtakanna rúmlega 22 milljónum króna sem er að heita má jafnhá upphæð og framlag ríkisins til þeirra á árinu, enda var útkoman úr happdrætt- inu einstaklega hagstæð. Fræðslustarf félagsins var öflugt og margþætt. Umfangsmest er reykingavarnastaríið í skólunum. Sem kunnugt er var sú starfsemi mjög aukin fyrir þremur árum og í vetur er hún viðameiri en nokkru sinni fyrr. Hafa fram- kvæmdastjóri félagsins og fræðslufulltrúi þegar heimsótt alla 6. og 7. bekki og nær alla 8. bekki grunnskólanna í höfuðborg- inni, tólf kaupstöðum öðrum og átján stöðum utan kaupstaða. Víða hafa heimsóknirnar einnig náð til annarra bekkja, bæði eldri og yngri og samtals hafa þær náð til meira en ellefu þúsund nemenda í rúmlega sjötíu skólum. Sýning vandaðra kvikmynda er fastur liður í þessu starfi í skólunum. I mörgum skólum hafa sjöttu- bekkingar (12 ára) unnið að hópverkefnum um áhrif og afleið- ingar reykinga og þá verið lagt til grundvallar ítarlegt fræðsluefni sem Krabbameinsfélagið hefur gefið út í lausblaðaformi og útveg- að skólunum, þeim að kostnaðar- lausu. Ut komu á árinu fjögur tölublöð af blaðinu Takmarki sem er að mestu leyti helgað reykingavarna- starfinu i skólunum. Er það nú sent öllum nemendum í fjórum aldursflokkum grunnskólans, þ.e. 11—14 ára, og dreift í skólunum. Þá voru gefin út tvö litabókarblöð sem dreift var í skólunum til allra 8 og 9 ára nemenda. A skólaárinu 1977—78 tók Krabbameinsfélag Reykjavíkur upp þá nýbreytni að heiðra „reyklausa bekki“, 12—15 ára, með viðurkenningaskjali enda lægi fyrir skrifleg yfirlýsing nemendanna allra, staðfest af bekkjarkennara eða skólastjóra, um að enginn í bekknum reykti. A því skólaári veitti félagið 86 slíkar viðurkenningar en í vetur eru þær orðnar meira en þrefalt fleiri eða um 270. Ríki og Reykjavíkurborg studdu fræðslustarfið í skólunum með fjárframlögum sem samanlagt stóðu undir þriðjungi kostnaðar við fræðslustarfsemina. Nýlega hefur félagið gefið út tvö smárit í nýjum flokki fræðslurita um krabbamein og krabbameins- varnir. Annað þeirra, „Krabba- mein í leghálsi", er eftir Guðmund Jóhannesson lækni en hitt, „Hvernig þú átt að skoða brjóst- in“, hefur Auðólfur Gunnarsson læknir samið. Eru það eins og nafnið bendir til leiðbeiningar um sjálfsskoðun brjóstanna. I tengslum við þrjátíu ára af- mælið stóð félagið að þremur fræðsluþáttum í útvarpi um krabbamein og krabbameinsvarn- ir. Voru þeir fluttir í febrúar og marz undir stjórn Þórarins Guðnasonar læknis en alls tóku þátt í þeim átta læknar og hjúkrunarfræðingar. Níels Dungal form. 1949—1951 Alfreð Gíslason form. 1951 — 1960 Bjarni Bjarnason form. 1960—1966 Formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur er Gunnlaugur Snædal yfirlæknir en aðrir í stjórn, Alda Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur, Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri, Guð- mundur S. Jónsson eðlisfræðingur, Jón Oddgeir Jónsson fyrrv. framkvæmdastjóri, Páll Gíslason yfirlæknir og Tómas Arni Jónas- Frá síðasta stjórnarfundi fyrir aðalfund. Talið frá vinstri: Guðmundur S. Jónsson, Alda Halldórsdóttir, Baldvin Tryggvason, Ásbjörg ívarsdóttir (varam.), Gunnlaugur Snædai, Tómas Árni Jónasson, Guðmundur S. Kristjánsson (varam.), Jón Oddgeir Jónsson og Þorvarður Örnólfsson (framkvæmdastj.). Aðrir í stjórn eru Páll Gíslason og Guðmundur Jóhannesson (varam.). Nýkjörnir heiðursfélagar Krabbameinsfélags Reykjavíkur ásamt formanni félagsins. Lengst til vinstri er Gísli Fr. Petersen, þá Sveinbjörn Jónsson, ólafur Bjarnason og Gunnlaugur Snædal (formaður). Samband ísl. kristniboðsfélaga: Kostnaður við starfið í ár áætlaður um 40 m.kr. SAMBAND íslenzkra kristni- boðsfélaga hefur um 25 ára skeið staðið fyrir kristniboðsstarfi í Konsó í Eþíópi'u og fyrir tæpu einu ári var sendur starfsmaður á vegum þess til Kenya. Er þar nú unnið að uppbyggingu kristni- boðsstöðvar og gert er ráð fyrir að starfsemi S.Í.K. í ár muni kosta kringum 40 milljónir króna, þ.c. starfið í Kenya og Eþíópíu. auk starfsemi sambands- ins hérlendis. Að sögn Gísla Arnkelssonar, formanns Sambands ísl. kristni- boðsfélaga, dvelst Skúli Svavars- son ásamt fjölskyldu sinni í Kenya og Jónas Þórisson í Konsó í Eþíóp-, íu og Jóhannes Ólafsson er yfir- læknir sjúkrahúss á kristniboðs- stöð í Arba Minch þar í landi. Gísli kvað ástandið í Eþíópíu vera þann- ig að ekki hefði verið þrengt að starfi kristniboðanna, en nokkuð hefði verið um fangelsanir inn- lendra og sætu t.d. enn í haldi 20 manns er teknir voru um síðustu jól, eftir að nýr fylkisstjóri tók við völdum í Gamu Gofa-fylki. Fyrir um 2 árum var dregið talsvert úr kristniboðsstarfi í Eþíópíu vegna hins ótrygga ástands þar, en nú kvað Gísli starfið heldur hafa aukist aftur, en fjölmennastir við kristniboðsstarf eru Norðmenn og starfa íslenzku kristniboðarnir í nánu samstarfi við þá. Undanfarnar vikur hefur S.I.K. staðið fyrir árlegum kristniboðs- vikum í Reykjavík og nágrenni þar sem m.a. er greint frá starfsem- inni og kvað Gísli þegar hafa safnazt allnokkra fjárhæð til starfsins á þessu ári. Á kristni- boðsviku í Reykjavík er lauk sl. sunnudag söfnuðust alls um 1.400 þúsund krónur og nemur söfnun á þessu ári alls milli 7 og 8 milljón- um. Kostnaður við starfið í fyrra var um 25 milljónir, en í 40 ár eins og fyrr er greint, og kvað Gísli þessa hækkun aðallega tilkomna vegna byggingar kristniboðsstöðv- arinnar í Kenya, en einnig vegna sílækkandi gengis íslenzku krón- unnar. Gísli sagði viðbrögð vel- unnara starfsins nú í ársbyrjun vera mjög uppörvandi og sagði að þrátt fyrir að 40 milljónir væri há tala myndi hann leyfa sér að vera bjartsýnn og taldi að nást myndi inn það fjármagn sem þarf til að halda úti fyrirhuguðu starfi. Innan Sambands ísl. kristni- boðsfélaga eru milli 30 og 40 félög, aðildarfélög og styrktarfélög og bera þau uppi kostnað við allt starf sambandsins. Sambandsþing er haldið annað hvert ár og að þessu sinni verður það í Vatna- skógi dagana 2.-4. júlí og kvað Gísli þar að venju rætt um starf- semi þess og væru þá jafnan teknar ákvarðanir um öll stærri mál. íslenzka kristniboðið í Kenya hefur haslað sér völl í Vestur-Kenya í héraði sem nefnist Pokot.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.