Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979
21
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR I HANDKNATTLEIKUR
• Reykvísk ungmenni sigra í kjördæmakeppni í • HK-menn iagna. Halda þeir sæti sínu í 1. deild? Sjá opnu,
irjálsum íþróttum, sjá bls. 23. bls. 24—25.
Pétur stendur sig
FRAM’kom í fréttaskeyti AP um helgina. að Pétur Pétursson hefði átt
mjög góðan leik með liði sínu, Feyenoord gegn Go Ahead Eagles frá
Deventer. Feyenoord skoraði fimm mörk í leiknum án svars og skoraði
Pétur eitt mark, hans þriðja í hollensku deildarkeppninni. Hollenski
landsliðsmaðurinn Jan Peters var annars potturinn og pannann í leik
liðsins, skoraði tvívegis sjálfur og lagði tvö hinna upp. Auk þeirra
Peters og Péturs, skoruðu Stanley Brard og Wim Van Till mörk íyrir
Feenoord að þessu sinni. 21.000 áhorfendur voru ánægðir með sína
mcnn að þessu sinni.
Það bar vel í veiði hjá íslensku liðunum í Niðurlöndum um helgina,
sigur hjá þeim öllum. Lokeren og Standard unnu bæði mótherja sína
3—1 og La Louviere vann nokkuð óvænt á útivelli 3—2.
Laugdælir
meistarar
LAUGADÆLIR gerðu sér lítið
fyrir um helgina og tryggðu sér
íslandsmeistaratitilinn í 1. deild-
inni í blaki. Sigurinn tryggðist
með öruggum sigri yfir ÍS, sjálf-
um íslandsmeisturunum. 3—0 í
íþróttahúsinu að Laugarvatni.
Leikmenn Laugdæla. sem flestir
eru nemcndur í íþróttakennara-
skóla Islands, hafa komið geysi-
lega á óvart í blakinu í vetur,
almennt var reiknað með hinni
hefðbundnu baráttu ÍS og Þrótt-
ar, en svo fór þó eigi.
Sannkallaðir rokleikir
BOLTINN er farinn að rúlla fyrir
alvöru og í rokinu um helgina
fóru nokkrir leikir fram. í fyrsta
leik Reykjavíkurmótsins í knatt-
spyrnu skildu Víkingur og Fylkir
jafnir, 1 — 1. Fylkir sótti undan
hávaðaroki í fyrri hálfleik og
skoraði strax á 3. mínútu og var
þar að verki Hilmar Sighvatsson
með fallegu skoti. í síðari hálfleik
sóttu Víkingarnir mun meira og
léku þá nokkuð vel á köflum
þrátt fyrir aðstæður. Um miðjan
hálfleikinn jafnaði Lárus
Guðmundsson fyrir Víking eftir
að hafa fengið góða stungu frá
Hinrik Þórhallssyni. Leikurinn
jafnaðist mjög f lokin.
ÍBK og Haukar áttust við í
Keflavík á sunnudaginn og var
leikurinn liður í litlu bikarkeppn-
inni. Heimamenn unnu mjög
góðan sigur, 3—0, þegar þess er
gætt, að liðið lék með einum
leikmanni færra í heila klukku-
stund eftir að einum leikmanni
liðsins hafði verið vikið af leikvelli
fyrir að tala með hnefunum. Þegar
atvikið átti sér stað var staðan
2—0 og þannig stóð í hálfleik.
Mörkin skoruðu Gísli Eyjólfsson,
sem er nýliði lék með Víði í Garði í
fyrra og Sigurbjörn Gústafsson. í
síðari hálfleik sóttu heimamenn
gegn rokinu, en bættu þó einu
marki við og var þar að verki
Omar Yngvarsson. Þorsteinn
Ólafsson stóð í marki ÍBK og hélt
hreinu af miklu öryggi.
Hvergi var rokið meira en á
Akranesi, þar sem heimamenn
fengu Val í heimsókn. Þar, eins og
í hinum leikjum helgarinnar, var
margt um nýja leikmenn í liðun-
um. Valsmenn unnu örugglega,
3—1, og var tap Skagamanna þeim
mun tilfinnanlegra, þegar hver
boltinn af öðrum hvarf á haf út.
Guðmundur Þorbjörnsson, Grímur
Sæmundsen og Hálfdán Örlygsson
skoruðu mörk Valsmanna, en
Sigþór Ómarsson skoraði fyrir ÍA,
var staðan þá 2—0 fyrir Val.
I hinni svokölluðu stóru
bikarkeppni var leikinn einn
leikur, Afturelding vann Selfoss
3—1. Þá áttu Breiðablik og FH að
leika í Kópavoginum, en leiknum
var frestað.
- gg-
• Joe Jordan
Byrjunin að Laugarvatni um
helgina var verst hjá Laugdælum
og þeir áttu í miklu basli með að
vinna ÍS 15—13. Síðari hrinurnar
unnust báðar 15—8, en ÍS byrjaði
aðra hrinuna mjög vel án þess að
þeim tækist þó að halda forskot-
inu sem þá náðist.
Þróttur átti að leika gegn
UMSE fyrir norðan um helgina.
en liðið komst ekki norður vegna
samgöngutruflana. UMFL hefur
nú hlotið 2G stig í mótinu, en bæði
Þróttur og ÍS hafa 22 stig og
bítast um annað sætið.
Meiðsli hr já
leikmenn Man. Utd.
• Lárus Guðmundsson jafnar fyrir Víking gegn Fylki, eftir að hafa fengið góða stungusendingu frá Hinrik
Þórhalissyni. Tveir fyrrum Vfingar í Fyikispeysum örvænta, en það eru markvörðurinn, Ögmundur
Kristinsson, og Eiður Björnsson (skeggjaði kappinn með vettlingana lengst til vinstri).
Ljósm.: — gg.
ÞRÍR leikmenn Manchester Utd. eiga við meiðsli að stríða eftir leikinn
góða gegn Liverpool á laugardaginn, en liðin leiða saman hesta sína á
nýjan leik á morgun. Það eru Joe Jordan, Brian Greenhoff og Mick
Thomas sem eru meiddir og Greenhoff það illa, að vafasamt er að hann
geti leikið á morgun. Ef hann verður frá, mun Lou Macari taka stöðu
hans og leika þar með sinn fyrsta leik í 7 vikur.
Hjá Liverpool eru allir heilir, en Bob Paisley hefur þó hug á að gera
eina breytingu á liðinu og er sú breyting fólgin í því að láta Steve
Heighway byrja inn á. Heighway kom inn sem varamaður á
laugardaginn og gerði samstundis usla í vörn MU.
Hálmstrá
IR-inga
Einn leikur fer fram í 1. deild karla í kvöld og leika þá í Hafnarfirði
lið Hauka og IR. Er þetta síðasti leikur beggja liða. Nái ÍR jafnteíli. er
það trygging fyrir því liðið haldist í 1. deild. Tapi ÍR, þarf liðið að
leika aukaleik við IIK um það hvort iiðið leiki aukaleiki við Eyjaþór
um sætið í 1. deild. Fyrir Hauka er ekki annað í húfi en að hafna ofar
FH á töflunni. Leikurinn hefst klukkan 21.00.
Þá leika KR og Valur í 1. deild kvcnna og er hér aðeins spurning um
það hvort Val tekst að stela öðru sætinu frá FH. Leikurinn hefst í
Laugardalshöll klukkan 20.00.