Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979 Jón G. Sólnes: Afvatnað og útþynnt efnahagsfrumvarp JÓN G. Sólnes (S) mælti fyrir áliti minnihluta fjárhags- og viðskiptanefndar um efnahagsfrumvarp forsætisráðherra, sem birt er í heild á öðrum stað í Mbl. í dag. Sagði hann frumvarpið, eins og það hljóðaði nú, afvatnað og útþynnt, þann veg að gagnslaust væri sem viðnám gegn verðbólgu, enda væri eini samstöðuflötur í hræðslubanda- lagi stjórnarflokkanna sá, að koma þeim undan almannadómi í kosningum. Rikisstjórnin lafir á óttanum einum, sagði hann. Staðreyndir um tebrú- ar—maílög 1978 Þrátt fyrir öll stóru orðin um verkalýðsvináttu, sagði JGS, er nú stefnt í efnahagsráðstafanir til lengri tíma, allt að 2ja ára, án þess að gengið sé frá almennum kjara- samningum aðila vinnumarkaðar- ins. Eðlilegra hefði verið, miðað við yfirlýsingar, að byggja efnahags- ráðstafanir á gerðum kjarasamn- ingum í stað stjórnvaldsákvarðana án samninga á frjálsum vinnu- markaði. JGS rakti efnisatriði febrú- ar—maí ráðstafana fyrri ríkis- stjórnar, sem hefðu leitt til veru- legrar hjöðnunar verðbólgu, ef fram hefði verið fylgt. Nú lægi ljóst fyrir, svo ekki yrði um deilt, að verðbólguvöxtur frá ársbyrjun til ársloka liðins árs hefði orðið á bilinu 25—30%, sennilega nær lægri tölunni, ef ekki hafði komið til verkalýðssamtökum var beitt til að brjóta þessar aðgerðir niður. Jafnframt lægi nú fyrir, að ef kaupmáttur launa hefði verið sett- ur á 100 í ársbyrjun 1978, hefði hann verið í árslok árs 98, eða lítið eitt lægri. Þrátt fyrir allan fyrir- gang núv. stjórnarflokka, væri kaupmátturinn nú, með sömu við- miðun, 99 — eða nær hinn sami og verið hefði. En hvað kostaði stríðs- rekstur hennar? Óstjórnlegar skattahækkanir, skattþrepshækk- un, afturvirkni skatta, lækkun skattvísitölu, stórhækkun vöru- gjalds, auk stórfellds útgjaldaauka ríkissjóðs sem sýnilega leiðir til stórfellds halla í ríkisbúskapnum. Þennan „kostnað" var sem sé hægt að sniðganga. Sagan endurtekur sig JGS rakti síðan bráðabirgðaráð- stafanir núverandi ríkisstjórnar. Fyrst gengislækkun til að styrkja stöðu útflutningsgreina. En í kjöl- far hennar hefðu síðan komið ýmiskonar nýir skattar og skatt- aukar á þennan sama atvinnurekst- ur, sem verkað hefðu í gagnstæða átt. Hinir nýju skattar hefðu og komið við allan almenning í formi skattahækkunar, vörugjaldshækk- unar o.fl. Fjármunir hefðu verið sóttir í vasa almennings til að greiða kaup niður gegnum vísitölu- reikning. Minnti þetta á þau orð núv. forseta ASI, að hin fyrri vinstri stjórn (1971—’74) hefði 12 sinnum á 3ja ára valdaferli krukk- að í gerða kjarasamninga. Sagan endurtekur sig, sagði JGS. Ef febrúar—maí-lögum fyrri ríkisstjórnar hefði verið framfylgt, sagði JGS, væri verðbólguvöxtur nú verulega hægari og grundvöllur fenginn fyrir skynsamlegum, fag- Jón Sólnes legum kjarasamningum, byggðum á hagstæðari efnahagsstöðu. Þá væri nú jafnvægi í ríkisfjármálum í stað viðblasandi rekstrarhalla ríkissjóðs. Skattpíningaraðgerðir núverandi stjórnvalda hefðu ekki komið til. Og þeir stóryrtu stjórn- málamenn, sem á sínum tíma heimtuðu „samninga í gildi" hefðu komizt hjá að eta ofan í sig eigin heitstrengingar. Eínahagssteína í anda frjálshyggju JGS fór loks nokkrum orðum um efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokks- ins, sem nýlega hefði verið kunn- gerð, og byggðist á frjálshyggju og aukinni verðmætasköpun í þjóðar- búskapnum sem raunhæfum grundvelli kjarabóta. Sjálfstæðis- menn vildu stefna að nýju verð- bótakerfi með kjaravísitölu sem undirstöðu, í samkomulagi við aðila vinnumarkaðar. Sjálfstæðismenn vildu og afnema þá skattauka, sem núv. ríkisstjórn gengi fyrir. Af þessum ástæðum gætu þeir ekki stutt þetta frumvarp, þrátt fyrir stöku jákvætt atriði, þar eð frv. gengi sem heild þvert á efnahags- stefnu flokksins og frjálshyggju- sjónarmið; stefndi í aukna miðstýr- ingu, boð og bönn og höft á framtak einstaklingsins í atvinnulífinu. Þorv. Garðar Kristjánsson: Mestur htuti frumvarps- ins marklittar umbúðir Þorv. Garðar Kristjánsson (S) sagði núverandi ríkisstjórn saman- setta af stjórnmálaflokkum, sem hefðu gjörólík sjónarmið í efnahags- málum. enda hefði hún ekki fylgt neinni heildarstefnu í þessum þýðingarmestu málum líðandi stundar í þjóðarbúskapnum, allar götur frá því hún var stofnuð. Aðgerðir hennar hefðu aukið á vandann. Sífclldar breytingar á því efnahagsfrumvarpi, sem nú loks kæmi til umræðu í útvatnaðri og gagnslausri mynd, væri staðfesting á þessu stefnuleysi stjórnarinnar. Aðdragandi núverandi ríkisstjórnar Þorv. Garðar Kristjánsson (S) sagði núverandi ríkisstjórn saman- setta af Framsóknarflokki, sem tekið hefði þátt í að móta efnahags- stefnu fyrri ríkisstjórnar, m.a. febrúar-maílög 1978, og fyrri stjórnarandstöðuflokkum tveimur, sem lagst hefðu gegn þeirri efna- hagsstefnu og gengið til kosninga með gagnstæðum fyrirheitum. Alþýðubandalagið reynir enn, í aðra röndina a.m.k., að halda í óraunhæfa kosningastefnuskrá. Alþýðuflokkurinn hefur tekið upp önnur sjónarmið. Og Framsóknar- flokkurinn hefur gert skoðana- skipti og samstarf þessara fyrri stjórnarandstöðuflokka að sann- kölluðum skollaleik. Og nú er efna- hagsfrumvarpið loksins komið fram, raunar ekki sem stjórnar- frumvarp, heldur flutt af forsætis- ráðherra, sem raunar talar sínu máli um samstarfsheilindin. Efnisatriði frumvarpsins ÞGKr sagði að í frv. kenndi margra gfasa. Sumt í því væru allir sammála um, þó spurning væri, hvort þurfi að lögfesta. Annað væri vafasamara og sumt gengi þvert á grundvallarstefnu Sjálfstæðis- flokksins í efnahagsmálum. Mikill hluti frumvarpsins væri raunar umbúðir einar, sem ekkert erindi ættu í lög, en 'nýtt nánast til að leiða athygli frá öðrum efnisatrið- um. Vitnaði hann til 1. gr. frum- varpsins, sem væri almenn stefnu- mörkun, er allir gætu tekið undir (fyrri málsgrein) en óþarft virtist að festa í lög Þá virtist og óþarft að prenta upp lagaákvæði um gerð fjárlaga, störf hagsýslustofnunar, gerð fjárlaga, lánsfjár- og fjár- festingaráætlana og fleira af því tagi. Sem dæmi um spaugilega orðaleiki væri breyting sú, sem nú væri orðin á 2 mgr. 1. gr., en í upphaflegri mynd hafði verið ákvæði um að „stefnt sé“ að ákveðnum framkvæmdum „án þess að efnahagslegu jafnvægi sé rask- að“. í stað orðanna „án þess“ o.sv. fv. sé nú komið „hæfilegt jafn- vægi“. Hvað er óhæfilegt jafnvægi, spurði ÞGKr. I öðrum kafla frv. væri ákvæði um samráð við samtök vinnu- markaðar, eða vinnubfögð, sem hver ríkisstjórn gætí viðhaft, án þess að festa í lög. Allur bæri þessi kafli vott nokkurrar sýndar- mennsku. Þriðji kaflinn fjallaði og um ríkisfjármál, fjárlög og fjár- festingaráætlanir, vinnubrögð, sem ýmist væru þegar viðhöfð eða hægt að viðhafa, án þeirra ákvæða, sem frv. fæli í sér. Ákvæði 8. gr. um skyldu ríkissjóðs til fjárframlaga til sjóða og einstakra verkefna hefðu naumast nokkra þýðingu, svo útþynnt sem orðin væri í meðferð stj órnarf lokkanna. Búvöruþáttur frumvarpsins 9. gr. 3ja kafla fjallaði um, að niðurgreiðslur búvara skuli ekki vera hærri en svo, að útsöluverð hverrar afurðar til neytenda verði lægri en sem svarar verði til framleiðenda. Ákvörðun um þetta efni er hægt að taka án þessarar frv.-greinar. Hitt vekur athygli að í frumvarpinu er í engu tekin afstaða til þess umframfram- Þorv. Garðar Kristjánsson leiðsluvanda, sem nú er fyrir hendi í landbúnaði, en óseldar búvörur munu upp á 5 til 6 milljarða króna, og frv. um breytingu á lögum um „framleiðsluráð landbúnaðarins" velkist í þinginu óafgreitt. Hvar er fyrirmynd að finna? Þá fjallaði ÞGKr um 4. kafla laganna um fjárfestingar- og láns- fjáráætlanir, sem nánast væri lýsing á vinnubrögðum, sem þegar væru viðhöfð. Fimmti kafli þeirra fjallaði um hagræðingu í atvinnu- rekstri, sem væri nýr kafli, er ekki hefði verið í frumgerð þess. Þar væri margt atriði flókið og raunar Öframkvæmanlegt í reynd. Engin sambærileg ákvæði væru í lögum Norðurlanda né annarra vestrænna þjóða og væri fróðlegt að fá upplýs- ingar um, hvaðan fyrirmynd að þessum frumvarpsgreinum væri komin. Ákvæði frumvarpsgreina í 6. kafla laganna séu ýmist fyrir í lögum um Seðlabanka eða innihaldi reglur, sem ríkisstjórnin geti sett sér, án sérstakrar lagasetningar. I 7. kafla laganna, sem fjalla um verðtryggingu sparifjár og láns- fjár, og saminn sé í samráði við Seðlabanka, eru þau ákvæði frum- varpsins, sem bitastæðust eru. Þar sé að finna það jákvæðasta í frumvarpinu. Ákvæði þessi séu hins vegar allflókin og hefðu gjarn- an mátt vera skýrari og afdráttar- lausari. (Er hér var komið ræðu ÞGKr. var gert fundarhlé, vegna þing- flokksfunda, og fundi frestað til kl. 6 síðdegis. Verður skýrt frá fram- haldsumræðum síðar). Jón Helgason Jón Helgason: Stjórnar- flokkar sammála uim breytingar Jón Belgason (F) gerði í gær grein fyrir nefndaráliti meiri- hluta stjórnarflokkanna í fjár- hags- og viðskiptanefnd efri deildar Alþingis, sem mælir með samþykkt á frumvarpi forsætis- ráðherra um efnahagsmál, enda verði samþykktar 10 breytingar- tillögur, sem meirihluti nefndar- innar flytur, auk þess við ákvæði til bráðabirgða bætist ákvæði um gerð kjarasamninga, verðbótavísitölu og trygginga- bætur. Að þessum breytingar- tillögum, sem og nefndaráliti standa allir nefndarmenn stjórnarflokkanna þriggja. Efnisatriði úr nefndaráiitinu eru rakin á öðrum stað i Mbl. í dag. Jón Heigason (F) rakti í löngu og ítarlegu máli þær 10 breyt- ingartillögur, sem meirihluti nefndarinnar flytur við frumvarp forsætisráðherra, og gerði grein fyrir þeim. Síðan sagði hann efnislega: Ég hefi skýrt frá þeim breytingum sem felast í tillögum nefndarinn- ar. Þetta frumvarp ásamt breyt- ingartillögum nefndarinnar, fela í sér merkustu tilraun, sem gerð hefur verið til heilsteyptrar og samræmdrar löggjafar um mótun efnahagsþróunar. Sú skoðun hef- ur komið fram hjá fleirum en beinlínis verður sagt að styðji ríkisstjórnina. Verðbólga fer af stað vegna þess, að jafnvægi hefur raskast í þjóðarbúskapnum. Orsökin er oft sú að einhverjir telja sér ávinn- ing af breytingum, sem því valda. Það er verið að taka forskot á sæluna. Við því er og að búast, þegar draga á úr verðbólgu, að eitthvað þurfi á sig að leggja. Margir vildu, að með þessu frumvarpi væri hægt að ganga lengra í lækkun verðbólgu, en þá yrði álagið þeim mun meira. Það hlýtur að vera matsatriði, og eitthvað skiptar skoðanir eru um það, hvar hinn rétti meðalvegur liggur. En niðurstaða stjórnarfl- okkanna um það liggur fyrir í þessu frumvarpi og þeim breyt- ingartillögum, sem meirihluti fjárlagsnefndar hefur flutt. Það hefur verið mikið rætt um bölvun verðbólgu og allir virðast sammála um nauðsyn þess að ráða niðuriögum hennar. Ég sé því ekki ástæðu til að fjalla um þennan höfuðtiigang frv. nú. En vænti þess að sem flestir fagni því mikla átaki, sem nú hefur verið ákveðið að gera í verðbólgu- hjöðnun, enda var óvanalegur áhugi hjá almenningi í landinu á því, að samkomulag tækist um þetta frumvarp, þannig að nær einsdæmi mun vera, þegar um efnahagsmal er að ræða. Slíkt er mikils virði, því það skiptir tví- mælalaust einna mestu máli, að almenningur hafi trú á því aö verið sé að gera rétt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.