Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979 h ‘ÍRI' M0RödK/-vV KAFfINU V, 0111111 Vestur Noröur Austur Suður 2 H Dobl P 4 L P 4 H P 4 S P 4 G P 5 L P 6 L allir paHH I í'll_ A \ l ■ AJÞ:/" Ég held ég verði að leyfa þér að byrja að reykja aftur. Mér heyrðist ég heyra að tappi væri tekinn úr flösku? Þessi bók er svo spennandi að hún fær hárið á höfði manns til að rísa! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Góðar sagnir ýta þér og félaga þínum i slemmu í sveitakeppni, lesandi góður. Þú ert með spil suðurs en vestur gaf og aust- ur-vestur eru á hættu. Norður S. ÁD64 H. Á754 T. ÁD8 L. KD Suður S. K97 H. 9 T. 654 L. Á76432 Opnun vesturs var veik, lofaði sexlit í hjarta og minna en 11 punktum í háspilum. Dobl norðurs var til úttektar fremur en sektar og gerði það þér kleift að stökkva í fjögur lauf. Því fylgdu fyrirstöðu- sagnir og félagi þinn ákvað rétti- lega, að slemman væri góður samningur. Vestur spilar út hjartakóng og nú ættir þú að finna þína vinn- ingsleið. Þetta er eitt af þeim spilum, sem virðast auðveld og því betra að vanda úrvinnsluna. Liggi laufin 3—2 fást þar sex slagir og falli spaðarnir 3—3 standa tólf slagir upp í loft. Og bregöist annar hvor liturinn reynir ef til vill á tígulleg- una. Við tökum því hjartakónginn með ás og athugum laufleguna. Báðir fylgja í kóng og drottningu og til að fækka spilum á hendi trompum við hjarta heima. I lauf- ásinn lætur vestur hjarta og frá borðinu látum við tíguláttuna. Næst spilum við spaða á ásinn, trompum aftur hjarta en þá lætur austur tígul og enn eru báðir með þegar við tökum á spaðakóng. En í þriðja spaðaspilið lætur vestur hjarta og nú er spilið búið. Tökum á drottninguna og látum austur síðan fá á spaðann sinn og biðjum um afganginn, þar sem austur á örugglega eingöngu tígla eftir. Snyrtilega og örugglega unnið en þá sýnir vestur þér tígulkónginn og um leið veistu, að græddir impar verða aðeins 10 því á hinu borðinu verður lokasögnin örugg- lega 3 grönd. Segðu mér, hefur þú stundað fjallgöngur að nokkru marki fyrr? • f' í-. ? í f • & "L'Ak Afnám prestkosninga Sagt er að komið sé fram á Alþingi frumvarp um afnám prestskosninga. Víst gat maður búist við þessu eftir allan þann áróður, sem búið er að hafa um þau mál á undanförnum árum. En til hvers er þá verið að þessu. Ég sé ekki nema einn tilgang með því, þ.e. að grafa undan lýðræðinu og skerða mannréttindi. Og hvað er þá eftir í þjóðfélaginu af lýðræðis- legum kosningum, þá er búið verður að afnema prestskosning- arnar. Ég ætla að það sé nú fremur lítið. Allir vitum við hvernig farið hefur verið með alþingiskosning- arnar. Þar er nánast aðeins um að tala að kjósa á milli flokka. Á framboðslistana er raðað af fá- mennum hóp manna, sem almennt eru kallaðir „klíkur“. Það hefur ekki gefist vel og e.t.v. hefur það aldrei komið betur í ljós heldur en í síðustu kosningum svo og á alþingi því er nú situr. Þar þurfa vissulega að koma á breytingar til batnaðar. . gjj '-i. En nú á að fara sömu leið með kosningu prestanna, þeir eiga að ráðast af fámennri „klíku“. Ætli söfnuðir þeirra þynnist ekki veru- lega þá er þetta kerfi verður komið til framkvæmda. En vonandi verð- ur það bara aldrei. Þetta er stefna til afkristnunar og þaðan áfram til einræðis. Þjóðkirkjan og kristinn prestur hennar, ásamt söfnuði sínum, er einn af okkar sterkustu hlekkjum lýðræðisins. Og hann er meira en það, hann er sameiningartákn safnaðarins. Til hans flýr fólk á sorgar- og erfiðleikastundum lífs síns. Trú fólksins byggist á trausti, kærleika, samúð og samhjálp, ekki síður andlega en líkamlega. Til hvers þá að taka það frá fólkinu hvaða prest það velur sér, ef þar er þá um nokkurt val að ræða. Þetta er tilfinningamál og þetta er umfram allt mannréttindamál, um það ætti ekki að þu> fa að deila. Og öll skert mannrét n.di stefna að einu og sama mari þ.e. einræði. Gleymum því ekki. J.S. Hverfi skelfingarinnar 13 þar með féll húsið á Primula- vegi í hlut ciginkonunnar — með óhemju miklum skuldum og gjöldum af öllu tagi áhvfl- andi. Solvej leigði alla neðri hæðina, en fyrir mánuði fluttu leigjendurnir og enn hefur henni ekki tekizt að lcigja hæðina út aftur. Þess vegna hírist hún nú ein í þessu stóra húsi kvöld eftir kvöld. Á dag- inn vinnur hún á sjúkrahúsinu sem iðjuþjálfari en á kvöldin er hún oft ákaflega einmana, enda þótt ákveðinn rithöfundur sem býr í hverfinu, líti inn til hennar öðru hverju og hjálp hcnni um stund að glcyma einmanaleikanum. Sem stendur er Sovej ekki ein. Þó er það ekki Bo að þessu sinni sem r hjá henni heldur nábúi hennar, Dorrit sem á heima í húsinu númer tuttugu og átta. Solvej haíði reyndar ákveðið að fara snemma f rúmið og lesa góða bók. Dún hafði borðað kvöldverð í matsal sjúkrahúss- ins og heim var hún komin um sjöleytið. Stundarfjórðungi síð- ar kom hún úr baði og hafði heizt hugsað sér að fara rak- leitt í rúmið. Þá var hringt dyrabjöllunni og hún kastaði yfir sig slopp og hljóp fram. Hún gáði í gægjugatið hver væri á ferðinni áður en hún lauk upp. — Hæ, Solvej hefur heyrt það — þetta með Ingcr Abil- gaard? — Nei, hvað er með hana? Viltu ekki koma innfyrir? Dorrit kom inn úr kuldanum og neri saman höndunum. Hún beið með að leysa frá skjóðunni unz hún var komin inn í nota- lega stofuna og hafði kveikt f sfgarettunni. Frásögn hennar um þá hörmulegu athurði sem höfðu orðið stóð ekkert að baki þeim lýsingum sem Bo Elmer myndi hafa notað um hinn frábæra spæjara og aðalsöguhetju sfna, hinn harðsoðna og eldklára Mark Winner. Ifún gleymdi ekki einu sinni blóðblettunum á gluggatjöldunum. Svo virtist sem morðinginn hefði þurrkað af hnffnum f Ijós bómullar- gluggatjöldin. Hvaðan þessar upplýsingar voru komnar vissi kannski enginn fyrir vfst en höfðu farið eins og eldur í sinu um hverfið sfðdegis. Soivej starði á vinstúlkuna uppsperrtum augum og var- irnar hvftnuðu af skelfingu. Hún hélt dauðahaldi um stól- arminn eins og hún óttaðist að hún myndi ella detta. í húsinu hjá Cristensen kenn- ara var Hcnriettc steinsofnuð og hafði verið borin inn í rúm. Caja hafði sótt kaffikönnuna og sat í sófanum og lét fara vel um sig. En henni var kalt þótt hitastigið í stofunni sýndi tuttugu og þrjú stig. Hendurn- ar voru kaldar og fingurnir hálfdofnir. Kveikt var á sjón- Eftir Ellen og Bent Hendel Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á íslenzku varpinu, en Caja hafði skrúfað hijóðið niður til að losna við hundleiðinlegan fyrirlestur um neytendamál. Fyrir utan húsið nam bifreið staðar. Caja lyfti höfði og lagði við hlustir. Andartak var grafarþögn og síðan heyrði hún biíhurð skellt. Hún hélt niðri í sér andanum. Svo heyrði hún fótatak sem nálgaðist og kom alveg upp að útidyrunum. Caja stirðnaði upp þegar lykli var stungið í skrána. Hún leit snöggt á úrið sitt. Klukkan var hálf nfu. Janne og Finn gátu ekki verið komin. Hún hnipraði sig saman og reyndi að láta fara sem minnst fyrir sér. Svo nálgaðist fótatakið enn. Ilún grcip höndinni fyrir munninn. Hún varp öndinni af fcgin- leik'og lét hendurnar falla í kjöltu sér, þegar Finn gekk inn. — Gerði ég þér bilt við Caja? Þú .verður að afsaka það. Finn stansaði fyrir innan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.