Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ1979 99Ha£skq) stendur á tímamótum” — segir Albert Gudmundsson, ný- kjörinn stjórnarformaður Kílómetra- gjald hækkar Ferðakostnaðarnefnd hefur reiknað út nýtt kíló- metragjaid vegna aksturs opinberra starfsmanna. Bolli Bollason formaður nefndarinnar upplýsti að al- mennt gjald yrði 87 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra en var áður 77 krónur, hækkun 13%. Sérstakt gjald svokallað hækkar úr 88 í 99 krónur eða um 12,5% og torfærugjald úr 110 í 123 krónur, hækkun 11,8%. Nýja kílómetragjaldið tekur gildi frá og með 1. júní n.k. — ÞAÐ hefur farið fram endur- skipulagninK á starfi félagsins að undanförnu og að þvf leyti stendur Hafskip hf. á tfmamót- um, sagði Albert Guðmundsson alþinjjismaður í samtali við Mbl. í KSTkvöldi, en á stjórnarfundi Hafskips hf. í gær var Albert kjörinn stjórnaríormaður. Aðalfundurinn var fjölmennur, segir í frétt frá Hafskip, en frá áramótum hefur verið selt hlutafé í félaginu fyrir rúmar 160 milljónir króna og eru nú hlut- hafar í félaginu hátt á þriðja hundrað, fyrirtæki og einstakl- ingar. — Það hefur verið mikill áhugi hjá nýjum hluthöfum að eignast hlutafé í fyrirtækinu og eldri hluthafar hafa aukið hlutafé sitt og ég vona að almennur áhugi sé fyrir því að eignast hlutafé í Hafskip, sagði Albert. — Ég hef áður komið nálægt skiparekstri, sagði Albert að- spurður. Ég vann nú einu sinni hjá Eimskip og seinna átti ég hlut í Skipaleiðum. Ég hef átt hlutafé í Hafskip um margra ára skeið en aldrei ljáð því eyra fyrr en nú að taka sæti í stjórn fyrirtækisins. Það er vegna þess að mér finnst að nýir straumar hafi komið með nýjum framkvæmdastjórum, við þessir eldri erum umkringdir djörfu fólki nýja tímans og ég hef þá trú að fyrirtækið muni ganga vel. Á fundinum, sem Ólafur B. Thors stjórnaði, voru eftirgreindir menn kjörnir til stjórnarsetu: Formaður, Albert Guðmundsson, alþingismaður. Meðstjórnendur: Ólafur B. Ólafs- son, Axel Kristjánsson, Davíð Sch. Thorsteinsson, Guðbergur Ingólfs- son, Guðlaugur Bergmann, Gunn- ar Þór Ólafsson, Haukur Hjalta- son, Hilmar Fenger, Jón Hákon Magnússon, Jónatan Einarsson, Páll G. Jónsson, Sveinn R. Eyjólfsson, Víðir Finnbogason. Starfsmannafjöldi Hafskips hf. er um 170 talsins og framkvæmda- stjórar þeir Björgúlfur Guð- mundsson og Ragnar Kjartansson. Mynd af nýkjörinni stjórn Hafskips hf. og framkvæmdastjórum: Efri röð frá vinstri: Ragnar Kjartansson, Björgólfur Guðmundsson, Sveinn R. Eyjólfsson, Haukur Hjaltason, Jón Hákon Magnússon, Guðlaugur Bergmann, Víðir Finnbogason, Gunnar ólafsson. Neðri röð frá vinstri: Hilmar Fenger, ólafur B. ólafsson, Albert Guðmundsson, Davíð Sch. Thorsteinsson, Axel Kristjánsson. Á myndina vantar: Guðberg Ingólfsson útgerðarmann, Jónatan Einarsson framkvæmdastjóra, Bolungarvík og Pál G. Jónssön framkvæmdastjóra. Undirmenn gengu af Fjallfossi Samtals hafa 16 skip stöðvazt FJALLFOSS stöðvaðist í gær á Ilöfn í Hornafirði. or undirmonn á skipinu KonKU af því vegna verk: hanns vinnuvoitonda. I skipinu er áburður, som lostaður var í Gufunosi og cr sonnilojíast að okki vorði skipað upp úr skip- inu á Ilöfn, þar sem nauð- synlo>ít mun að hafa und- irmenn á skipinu með í því verki. í gær voru 16 skip stöðvuð. Áætlun Ljósafoss var breytt, þar sem Kópasker er ekki nægilega örugg höfn til þess að láta skipið liggja í. Af þeim 16 skipum, sem stöðvazt hafa eru 4 úti á landi. I dag klukkan 15 var verið að losa 4 skip í Reykjavíkurhöfn á undan- þágu og 11 skip hafa leyfi til ferða út á land, þar með talin Akraborg og Herjólfur og 8 skip eru á leið til landsins. Verða þau flest komin á mánudag og þriðjudag. Þá eru 11 skip erlendis eða á leið til landsins og 5 skip eru í leigu- siglingum. Tvö skip eru í viðgerð erlendis og lýkur viðgerð á þeim 14. og 16. maí. í dag er 18. verkfallsdagur. Loftleiðafiugmenn ræða verkfalÉboðun — LÍTIL hrcyfing hcfur verið á þeim fundum, sem við höfum þegar átt við forráðamenn Flug- leiða, sagði Baldur Oddsson for- maður Félags Loftleiðaflug- manna í samtali við Mbl. í gær. — Við lítum svo á að þeir hafi farið nokkuð frjálslega með sam- Árangurslaus- ir sáttafundir SÁTTAFUNDUR var haldinn í kjaradeilu mjólkurfræðinga og vinnuveitenda í gær. Stóð hann í tæpa klukkustund og var gjör- samlega árangursiaus. Hið sama er að segja um aðra sáttafundi. sáttafundur farmanna í fyrradag var árangurslaus. Erling Biöndal Bengtsson Árni Kristjánsson pfanóleikari. sellóleikari. Sellótónleikar í Þjóðleikhúsinu komulagið sem gert var við okkur um stöður hjá Air Bahama og við viljum einnig tryggja okkur fyrir utanaðkomandi að- ilum eins og Arnarflugi og þvf standa þessir fundir nú yfir, og ekki er spurning um launa- samninga heldur atvinnuöryggi. Baldur sagði ennfremur, að stjórn félagsins myndi fjalla um stöðu samningamáls þessa á fundi í dag og síðan yrði boðað .til almenns félagsfundar. Kvað hann þar væntanlega verða borna fram beiðni um verkfallsheimild til handa stjórninni. Tónlistarfélagið í Rcykjavík heldur tónleika f dag, laugardag, í Þjóðleikhúsinu og hefjast þeir kl. 14.30. Þar koma fram Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari og Árni Kristjánsson pfanóleikari. Á efnisskrá eru verk eftir Schubert, Bach, Debussy, Henze og Martinu. Erling Blöndal Bengtsson er af íslenzku bergi brotinn, en fæddur í Kaupmannahöfn 1932. Stundaði hann sellónám við Curtis Institute of music í Fíladelfíu og hefur starfað sem kennari við þá stofn- un svo og Konunglega tónlistar- skólann í Kaupmannahöfn og Tón- listarskóla sænska útvarpsins. Hefur hann og ferðast um heim allan til tónleikahalds og verið veittur ýmiss konar heiður t.d. Dannebrogorðan og Stórriddara- kross hinnar íslenzku fálkaorðu. Tónleikar þessir verða sem fyrr segir í Þjóðleikhúsinu í dag kl. 14.30 og er á vegum Tónlistar- félagsins þegar hafinn undirbún- ingur tónleika næsta vetrar. Hér fer á eftir skrá yfir fyrirhugaða tónleika á næsta vetri: Quintett frá Vínarborg, sem væntanlega mun halda tónleika í september. Ljóðasöngvarinn Hermann Prey. Fiðluleikarinn Wolfgang Sneiderhan. Sigfús Halldórsson tónskáld mun sjá um tónleika með verkum sínum. Sigríður Ella Magnúsdóttir söngkona. Fiðlu- leikarinn Georgy Pauk. Leifur Þórarinsson tónskáld mun sjá um tónleika. Fiðluleikarinn Pina Carmirelli og Árni Kristjánsson píanóleikari munu koma fram. Hörpuleikarinn Osian Ellis. Tríó frá Marlborogh, og söngkonan Jessy Norman ásamt hinum fræga undirleikara Dalton Baldwin. INNLENT 12 þúsund króna sekt ef ekið er á negldum dekkjum EFTIR 1. maí cr bíleigendum óheimilt að hafa neglda hjól- barða undir bifreiðum sínum, en samkvæmt athugun, sem gatnamálastjóri gerði 4. maí s.l. voru 27% bifreiða enn á negldum hjólbörðum. Sama dag í fyrra voru 13,5% bifreiða á negldum hjólbörðum og 13% bifreiða árið 1977. „Við höfum gefið bifreiða- stjórum nokkurra daga frest til þess að taka negldu hjólbarðana undan bílunum en eftir helgi förum við að sekta bílstjóra ef þeir verða ennþá á negldum börðum, sagði Óskar Ölason yfirlögregluþjónn umferðar- mála, í samtali við Mbl. í gær. Það er því vissara fyrir bíleig- endur að drífa sig í því að taka negldu barðana undan því að apnars mega þeir búast við því að verða sektaðir um 12 þúsund krónúr. Áminning fyrir Halleluja kynningu Á FUNDI útvarpsráðs í gær var tekið fyrir bréf frá Pétri Péturssyni þul. þar sem hann kvartar yfir því að talsmenn Andófs '79 hafi ekki fengið að kynna sjónarmið sín í sjón- varpi og útvarpi til jafns við talsmenn BSRB í sambandi við allsherjaratkvæðagreiðsl- una um samkomulag BSRB og rikisins á dögunum. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér, urðu all- miklar umræður um þetta mál á fundi ráðsins og var því m.a. haldið fram að Pétur hefði misnotað aðstöðu sína í morg- unútvarpi, t.d. á þann hátt að senda starfsmönnum sjón- varps tóninn þegar hann kynnti lagið „Halleluja" morg- un einn í þessari viku. Að beiðni Eiðs Guðnasonar al- þingismanns var hluti af um- ræddu morgunútvarpi leikinn af segulbandi og töldu útvarps- ráðsmenn eftir að hafa hlýtt á spóluna að rétt væri að veita Pétri áminningu, og brýna fyrir honum að gæta hlutleysis og sanngirni og var ólafi R. Einarssyni formanni útvarps- ráðs og Andrési Björnssyni útvarpsstjóra falið að ræða við Pétur. Um kvörtunarbréf Péturs er það að segja að útvarpsráð sá ekki ástæðu til þess að grípa til neinna aðgerða vegna þess sem í því stóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.