Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ1979 Minning: Sigurður Sigurbjöms- son frá Gilsárteigi Fæddur 27. maí 1920. Dáinn 7. maí 1979. Hann er dáinn hann Siggi. Við vorum sveitungar frá barns- aldri til tvítugs, en þá skildu leiðir um árabil. Sigurður Sigurbjörnsson var fæddur í Gilsárteigi, Eiðaþinghá, sonur hjónanna Sigurbjörns Snjólfssonar og konu hans, Gunn- þóru Guttormsdóttur. Sigurður ólst upp í stórum systkinahópi hjá foreldrum sínum. Þá voru ekki kröfurnar eins og þær eru nú og Sigurður hefur sjálfsagt kynnst í seinni tíð. Þá varð að taka því sem að höndum bar og erfiðleikar oft miklir. Ég man Sigurð best þegar við vorum í skóla, en þá fór kennarinn á ýmsa staði í sveitinni og kenndi okkur. Þar á meðal sat kennarinn oft á tíðum á heimili foreldra Sigurðar, sem var í skóla ásamt börnum úr sveitinni. Það er hægt að ímynda sér að oft hefur verið mikið að gera hjá móður hans með sinn stóra barna- hóp auk aðkomubarna, en ég man hana ekki öðruvísi en glaða og ljúfa. Sigurður var alltaf léttlyndur og glaður hvenær sem maður hitti hann, og enginn sá á honum hvort minna var til þennan daginn eða hinn. Eitt var það sem einkenndi Sigga, það var hans mikla hjálp- semi. Sigurður átti líka láni að fagna, hann átti góða konu, Þór- leifu systur mína, og börn þeirra eru gott og duglegt fólk. Sigurður kvæntist 2. maí 1948 Þórleifu Magnúsdóttur, dóttur Magnúsar Jóhannssonar og Ast- hildar Jónasdóttur á Uppsölum í Eiðaþinghá. Sigurður og Þórleif eiga sjö börn, Ástu, Sigurbjörn, Þorstein, Margréti, Þórhöllu, Sig- ríðu og Helgu. Þau búa öll í Keflavík, en þar hefur verið lengst af bústaður þeirra Sigurðar og Þórleifar. Ég þakka Sigurði fyrir hvað hann var tengdaforeldrum sínum alltaf góður, að öðrum ólöstuðum þá var þeim enginn betri en hann. Nú sjá aldraðir foreldrar á bak einu barna sinna enn. Konu hans, börnum, tengda- börnum, barnabörnum, foreldrum og öðrum ættingjum vottum við Ágúst innilegustu samúð okkar. Ég þakka samferðina í gegnum árin. í guðs friði. Ingveldur Magnúsdóttir. fjölskyldu, hvað þau reyndust Harrý vel á allan hátt. Oft er erfitt fyrir unga menn sérstaklega einhleypa, að standast ýmsar freistingar, og allir erum við mennirnir breyskir, sérstak- lega ef menn hafa mikið til brunns að bera, eins og hann, sVona listrænn og næmur á allt, sem fagurt er í þessum heimi. Mig langar til að kveðja Harrý bróður minn með þessu kvæði Davíðs Stefánssonar, og veit að honum vegnar vel í nýjum heimkynnum. Þú sem eldinn ítt (hjarta óhikandi uk djarfur Kenaur út f myrkrið æKÍsvarta eins ok hetja. ok KÚður drenKur. — Alltaf leKKUr bjarmann bjarta af brautryðjandans helxu Klðð. Orð þfn loKa. allt þitt blóð i undan ferðu. ok treður alóð þeir þurfa ekki um kulda að kvarta sem kunna bll sfn sólarljóð. Soífía. Einar Sveinsson Ólafsvík-Minning Harrý R. Sigurjóns- son — Minning Lýs milda Ijós {Kcxnum þcnnan jfcim. Mík íflepur sýn. því nú er nótt ok harla lanjft er heim. ó. hjálpin mín. styó þú minn fót þótt fetin nái skammt. éjf fejcinn veró ef áfram midar samt. Fæddur 12. október 1946. Dáinn 13. júní 1978. Er ég kom heim úr vinnunni að hádegi þann 13. júní s.l., kom Óli á móti mér, og sá ég strax að eitthvað hræðilegt hafði komið fyrir. Hann bað mig um að tala við sig einslega og sagði: Soffía mín, hanr. Harry er dá':tn, hann lézt snemma í morgun. Mér fannst eins og eitthvað hefði brostið í hjarta mínu, hann Harrý, þessi yndislegi maður sem öllum vildi gott gera, og með sinni prúðu og fáguðu framkomu sér alls staðar vel. Hann var ekki bara minn kæri bróðir, heldur mikill vinur okkar beggja og barngóður svo af bar. Ég get ekki lýst því með nógu sterkum orðum hvað ég sakna hans, og við öll, hann var mömmu svo góður sonur, að fá dæmi eru slíks í dag, þar sem hraðinn og spennan er orðin svo mikil, að allt, sem heitir mannlegur kærleikur, er horfið að mestu leyti. Ég þakka honum fyrir hvað hann var elsku- legur við börnin mín, sérstaklega Braga, sem hann þekkti bezt, þar sem hann er elstur minna barna, og ég veit að hann dáðist alltaf að Harry, eins og við öll, fjær og nær. Ég veit að Harry líður vel hjá guði og pabbi hefur tekið honum opn- um örmum. Mig langar til að þakka honum Éyjólfi og hans Fæddur 24. nóvember 1916 Dáinn 7. maí 1979 í dag verður gerð frá Ólafsvík- urkirkju útför Einars Stefáns Guðna Sveinssonar. Einar heitinn var fæddur í Ólafsvík hinn 24. nóv. 1916. For- eldrar hans voru hjónin Þórheiður Einarsdóttir og Sveinn Einarsson sjómaður í Ólafsvík. Hann var elstur 11 barna þeirra hjóna, er öll komust á legg og auk þess ólst ein fóstursystir og frænka upp í þessum stóra barnahópi. Á æskuárum Einars var þröngt í búi víða á landinu en óvíða mun þó harðar hafa þurft að berjast fyrir lífsbjörginni en í Ólafsvík, enda fækkaði mjög íbúum í byggð- arlaginu á þeim árum. Það féll því snemma í hlut elsta sonarins í svo stórum barnahóp að taka myndar- lega til hendinni þegar hann varð einhvers megnugur til þess að styðja foreldra sína við að fram- fleyta svo stóru heimili. Komu þá líka í ljós þeir eðliskostir sem prýddu hann alla ævi, einstök eljusemi og dugnaður til starfa samfara miklu líkamsþreki og orku. Það var ekki margra kosta völ um atvinnutækifæri á æskuslóð- um Einars og réðist hann því um fermingaraldur til sjós, eins og flestir félagar hans og jafnaldrar og stundaði þau störf um árabil — eða þar til hann varð að fara í land vegna erfiðra og þungbærra veikinda. Eftir það vann hann + Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu ÞÓRU SIGFÚSDÓTTUR, Einarsstööum, Reykjadal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahússins á Húsavík. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls BERGS BJÖRGÚLFSSONAR, Eskifirói. Hulda Björgúlfsdóttir. + Þökkum innilega alla hjálp, hlýhug og samúö viö andlát og útför' mannsins míns og fööur ÞORLEIFS JÓHANNSSONAR framk væmdastjóra Þrándarstööum, EióaÞinghá. Fyrir hönd foreldra og annarra vandamanna, Auöur Garóarsdóttir, Garöar Þrándur Þorleifsson. + Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaðír og afi HALLGRÍMUR TH. BJÖRNSSON, f.v. yfirkennari, veröur jarösettur frá Fossvogskirkju, mánudaginn 14. maí, kl. 15. Þeim, sem vildu minnast hans er bent á Styrktarsjóö aldraöra. Lóa Þorkelsdóttir, Heiðar Þ. Hallgrímsson, Halldóra M. Halldórsdóttir, Björn Ól. Hallgrímsson, Helga M. Bjarnadóttir, og barnabörnin. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég vinn heima og gæti fimm barna. Ég er önnum kafin allan daginn og lúin á kvöldin. Þegar maðurinn minn kemur heim úr vinnu, kann hann ekki að meta allt það, sem ég hef gert. Hvað get ég tekið til bragðs? Það er vissulega mjög erfitt starf að vera fimm barna móðir og húsfreyja og mjög eðlilegt, að þér verðið þreytt og þráið samúð. En það er eitt og annað, sem þér gætuð gert í þá veru að efla gagnkvæman kærleika og virðingu. Minnizt þess fyrst, að maðurinn yðar er að verki frá morgni til kvölds. Ef til vill er starf hans líka lýjandi. Komið honum að óvörum, þegar hann kemur heim, með því að spyrja hann um vinnu hans. Sýnið bæði áhuga á því og löngun til þess, að hann uni sér í starfinu. Takið á móti honum í dyrunum með hlýjum kossi. Látið hann ekki koma svo heim, að þér séuð enn í fötunum, sem þér hafið verið í allan daginn. Farið í hrein föt. Segið honum frá einhverju skemmtilegu sem hefur borið við um daginn, einhverju um börnin eða símtal eða heimsókn nágranna. Reynið að hafa heimilið eins snyrtilegt og aðlaðandi og yður er unnt. Hann verður steinhissa, þegar hann kemst að raun um, að hann á sömu unnustuna og hann gekk að eiga fyrir mörgum árum. Sú uppgötvun mun gleðja ykkur öll. Og þegar þér eruð í miðjum klíðum að sinna börnunum eins og það getur nú verið erfitt, þá nemið staðar stundarkorn og þakkið Guði fyrir, að hann hefur gefið yður þessa dýrmætu eign. Reynið að ala þau upp í þekkingu og kærleika frelsarans. Leitizt við að vera sú móðir og eiginkona, sem hann vill, að þér séuð. Byrðarnar, sem nú hvíla á yður, geta, fyrir Guðs hjálp og viðleitni yðar, gert heimili yðar að svolitlu himnaríki á jörðu. lengi sem landmaður við ýmsa báta í Ólafsvik, einkum þó á bátum Halldórs heitins Jónssonar útgerðarmanns, en á síðustu árum vann hann í fiskvinnslufyrir- tækjum i Ólafsvík eftir því, sem heilsa og þrek entist. Ævikjörum manna og aðstæð- um þeirra til lífsnautnar er æði misskipt. Það fékk Einar heitinn að reyna. Frá barnæsku til dán- ardægurs átti hann við ólæknandi sjúkdóm að búa, sem háði honum alla tíð og orsakaði það, að hann átti í raun og veru mjög erfitt að stunda þau störf, sem hann stund- aði, og jafnframt erfiðara með margskonar samskipti við fólk. Þrátt fyrir það lét hann sjúkdóm- inn ekki beygja sig og stundaði ýmis störf sem hættuleg voru eða varasöm fyrir hann, jafnvel tók þátt í leit að týndu fólki í stórhríðarveðri á Fróðárheiði. Kjarkur hans og þrek og áræði var því aðdáunarvert. En oft mun hafa reynt á sálarþrek hans að sætta sig við lífsaðstæðurnar. Árið 1946 byggði Einar húsið Hafnarhvol í Ólafsvík ásamt for- eldrum sínum og systkinum og bjó þar, þar til fyrir þremur árum, er hann var þrotinn að heilsu og kröftum, flutti að Dvalarheimil- inu Ási, Hveragerði, þar sem hann bjó við góða aðhlynningu og undi hag sínum vel. Áhuginn til starfa og athafna var þó samur og áður og kjarkurinn og áræðið fyrir hendi, og lagði hann þá meðal annars í langferð til Spánar og Afríku. Sá er þessar línur ritar kynntist Einari heitnum er hann var orð- inn vel fullorðinn maður. Frá upphafi þeirra kynna eru mér minnistæð virðing hans fyrir sannleika og heiðarleika. Hann hallaði aldrei réttu máli og hann vildi engan svíkja í viðskiptum. Á síðari árum beindist hugur hans mjög að trúarefnum og hann hugleiddi lífið og tilveruna í ljósi þess að skilja við hið jarðneska líf sáttur við Guð og menn. Og það held ég að hann hafi verið er hann kvaddi þetta jarðneska líf á Landakotsspítala aðfaranótt 7. maí s.l. Ég kveð góðan vin minn og mág, og þakka honum vináttu og hjálp- semi á liðnum árum um leið og ég bið honum Guðs blessunar í nýj- um heimkynnum. Ásgeir Jóhannesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.