Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAI1979 k HLAÐVARPINN . SVANASÖNGUR 1 EYJUM: Með bugti og beggingum... ENNÞÁ Rerast ævintýri segir í öllum góöum ritum og svo er meö svanina tvo á Tjörninni í Her- jólfsdal í Vestmannaeyjum. Um miðjan si'ðasta mánuð var hand- sömuð álft á flækingi suður við Stórhöfða á Heimaey og nokkr- um dögum síðar önnur vestur á Hamri. Voru þær báðar fluttar á Tjörnina í Herjólfsdal þar sem kynni tókust með bugti og beyg- ingum þegar önnur álftin fór að hressast, en hún hafði augsýni- lega verið sjúk. Síðan hafa þær ríkt á Tjörninni í sátt og sam- i lyndi og menn gera sér jafnvel j vonir um að þær hefji búskap I með hækkandi sól. í hirð svan- anna á Tjörninni hafa þennan tíma verið fjórir hettumávar. Eyjamenn hafa fylgst vandlega með tilþrifum gestanna í Daln- um, en það hefur verið brýnt fyrir börnum og unglingum að leyfa fuglunum að vera í friði f Dalnum. Tilhugalíf á Tjörninni í Herjólfsdal. Ljósm. SigurKeir Notad og nýtt i Betra brókarlaus? í Morgunblaðinu s.l. sunnudag hljóp prent- villupúkinn undir bagga á sfðunni Gamalt og gott með því að bæta um betur í meðferð málsháttar Betra er berfættum en bókarlausum að vera. eins og sézt á meðfylgjandi klausu. jíslenzkir málshætti Betra er berfættum en brókarlausum að vera. Þeim dugir ekki dagur. sem drekka fram á nótt. Sé. sem aldrei er forvitinn. verður aldrei fróður. Sjaldan hlýzt gott af gestum. Illt er að glettast við gæfumanninn. Sjaldar kemur hiksti af huga góðum. Flokkssjóðurinn Fyrrverandi bæjarfulltrúi krata í Reykjavík sem nú er fluttur út á land var beðinn að gefa f flokkssjóðinn fyrir skömmu. Hann sendi eftir- farandi með framlaginu: Enn skal litla færa fórn flokksvélarnar tifa. Valt er undir vinstri stjórn vinur minn að lifa. ÚTSKURÐUR ólafur hjá nokkrum af þcim fuglum sem hann hefur tálgað og skoriö út í tré. Ljósmynd Mbl. Emilfa. „Mesthefég tálgað fugla” Hann er nýlega orðinn fimmtán ára gamall og á ýmis áhugamál eins og gengur hjá ungu fólki, en það sérstæða er að hann grípur stundum í það að tálga og skera út fuglana í fuglaflóru íslands og vinnur verkið listavel, hefur revndar fengist við þetta dútl síðan han var fi—7 ára gamall. Ólafur Sveinsson heitir hann, sonur Sveins ólafssonar myndskera á Skeggjagötunni í Reykjavík. „Ég gríp í það að skera út og tálga, en undanfana mánuði hef ég mest hallað mér að blýantin- um. Áhugi minn fyrir teikningu hefur aukizt. Ég kynntist ungri listakonu, systur vinar míns, og hún kom mér inn á sporið aftur. Ég byrjaði að tálga og fikta á verkstæðinu hjá pabba þegar ég var 6—7 ára gamall. Munstur í spýtur voru fyrstu viðfangsefnin og ég byrjaði meira að segja á mynd af gömlum skútukalli sem var á árabát, en hún er ekki búin ennþá, hefur legið á verkstæðinu síðan. Mér finnst gaman að fást við þetta, grípa í þetta sem fikt þegar áhuginn kallar. Mest hef ég tálgað fugla." Ólafur hyggst fara til Svíþjóð- ar í sumar til að vinna þar þegar Austurbæjarskólanum lýkur. „Ég bjóst við á fá góða vinnu hér heima, en í gær fékk ég hins vegar kolssvart nei og þá þýðir ekki annað en grípa til annarra ráða.“ DANSAÐ AF LÍFI OG SÁL Rokkandi amma Didda með premur dætrum sínum. Frá vinstri: Guðbjörg Hjördís 14 ára, Guöný Erla 6 ára, Didda og Guðrún Ósk 15 ára. Sigríöur Eva 18 ára býr í Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.