Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ1979 fUnippi Utgefandi ttfrlflfrife hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiósla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 3000.00 kr. é ménuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. Kjaramálum verður ekki ráðið með lögum Ekki er um meira rætt á fíötunni eða á vinnustöð- um þessa dagana en þann hnút, sem launamálin og þar með efnahagsmálin eru komin í. Menn gera sér fulla grein fyrir, að ríkisstjórnin og þing- meirihluti hennar bera alla sök á ástandinu. Frá myndun ríkisstjórnarinnar og fram undir þetta hefur laun- þegahreyfingin sem slík sýnt ótrúlega biðlund og sætt sig við síendurteknar skerðingar á ákvæðum kjarasamninga. Þessari biðlund, umburðar- lyndi og þolinmæði var ekki fyrir að fara fyrir 12 mánuð- um. En í staðinn fyrir að nota þetta svigrúm, sem þannig skapaðist, til þess að byggja upp atvinnulífið í landinu, hefur mestur tími ríkisstjórn- arinnar farið í karp og inn- byrðis meting um minni hátt- ar mál, en á hinn bóginn hefur hvert tækifæri verið notað til þess að grafa undan atvinnu- lífinu og þar með stuðla að atvinnuleysi, en óhófseyðsla hins opinbera hefur vaxið verulega. Það er táknrænt fyrir vinnubrögð ríkisstjórn- arinnar, að einmitt nú, nokkr- um dögum eftir að gífurlegar verðhækkunarskriður á opin- berri þjónustu hafa ruðzt yfir þjóðfélagið, skuli ýmsir ráð- herrar reyna að slá sér upp á því að tala um það að banna öðrum að hækka sína þjónustu í samræmi við verðbólguna. Enginn vafi er á því, að hin ömurlega frammistaða ríkis- stjórnarinnar hefur valdið ýmsum forystumönnum kommúnista og krata innan verkalýðshreyfingarinnar verulegum erfiðleikum. Laun- þegum eru í fersku minni kröfurnar og upphrópanirnar, sem þrástagast var á sl. vor, og ætlast til þess, að þeir, sem þá göluðu hæst, sýni lit á því núna að þeir hafi raunveru- lega meint það, að unnt væri að setja samningana í gildi. Ekki fer lengur milli mála, að menn eins og Guðmuadur J. Guðmundsson og Karl Steinar Guðnason eru búnir að missa traust verkamanna. Ef sams konar atkvæðagreiðsla færi fram innan Verkamannasam- bandsins og nýverið innan BSRB yrði niðurstaðan vafa- laust svipuð. Þessa dagana er mikið um fundarhöld hjá stjórnarflokk- unum. Þar ræðast við þreyttir menn og ráðalausir. Annars vegar eru trúnaðarmenn kommúnista og krata í laun- þegahreyfingunni, sem raunar eru komnir í hár saman. Hins vegar reyna svo ráðherrarnir að ganga á milli, af því að þeim þykja ráðherrastólarnir svo mjúkir og svo gaman að láta aka sér um í nýju ráð- herrabílunum, sem voru keyptir í Sambandinu. Á þess- um fundum er ekki lengur talað um „samráð" eða „sam- starf“ við verkalýðshreyfing- una. Þar er heldur ekki talað um „ríkisstjórn hinna vinn- andi stétta". Þaðan af síður dettur nokkrum manni í hug að segja, að einungis þessir menn hafi tök á launamálun- um. Ríkisstjórnin hefur nú reynt að stjórna kjaramálunum með síendurteknum lagasetningum í rúma 8 mánuði. Frá upphafi hefur ríkur þáttur í þessari löggjöf verið margs konar mismunun milli stétta, eins og m.a. sést af því, að ríkisstarfs- menn áttu að vera undir vísi- töluþaki, eftir að búið var að létta því af borgarstarfsmönn- um. I aprílmánuði var sett löggjöf um það að svipta til- teknar stéttir eins og banka- menn grunnlaunum, sem þeir voru búnir að vinna fyrir. Nú hafa opinberir starfsmenn fengið 3% grunnkaupshækkun og farið er að tala um það innan ríkisstjórnarinnar, hvort ekki sé rétt að allir fái 3% grunnkaupshækkun, nema flugmenn. Og svo á að lög- binda kaupgjaldið í landinu. Farmannaverkfallið hefur nú staðið á þriðju viku. Vita- skuld getur Alþingi sett lög um það, að farmenn fari um borð í sín skip eftir að hafa fengið 3% grunnkaupshækkun eins og allir aðrir og engar leiðréttingar á sínum kjörum. En ríkisstjórnin átti þá að vera búin að láta setja þessi lög áður en til verkfallsins kom. En að sjálfsögðu gat ekki af því orðið, af því að ríkis- stjórnin vissi ekki þá fremur en nú hvað hún vildi. Dæmið af síðustu ríkis- stjórn sýnir, að verkalýðs- hreyfingin tekur því illa, ef stjórnvöld „krukka“ í kjara- samninga, þótt það sé ein- göngu í verðbótaákvæði þeirra. Þessi ríkisstjórn hefur þegar „krukkað“ í grunnkaup- ið og hlotið rækilega hirtingu fyrir. Jafnvel þótt stjórnir Verkamannasambands ís- lands og Alþýðusambands ís- lands setji stimpil sinn á þær, en þeir sem eru í stjórn BSRB týndu sínum stimpli fyrir skömmu, eins og mönnum er í fersku minni. Birgir ísleifur Gunnarsson: Hið kalda lögmál fjármagnsins Stigakerfi j Annar kafli reglnanna fjallar síðan um það, hvernig þeir skuli | meðhöndlaðir, sem uppfylla skil- yrðin skv. 1. kafla. Þar eru settar reglur um stigagjöf, þannig að menn fá ákveðinn fjölda stiga fyrir ýmsar aðstæður, sem taldar eru skipta máli varðandi lóðaúthlutun. Sem dæmi má nefna að fyrir fimm fyrstu búsetuárin í Reykja- vík frá 20 ára aldri fær umsækj- andi 2 stig fyrir hvert ár, en síðan eitt stig á ári, þar til 20 stigum er náð, en búseta getur gefið hæst 20 stig. Atvinna í Reykjavík með búsetu utan borgar gefur ákveðinn stigafjölda fyrir hvert vinnuár í í síðustu viku voru til umræðu og afgreiðslu í borgarstjórn nýjar reglur um lóðaúthlutun í Reykja- vík, sem vinstri meirihlutinn hefur verið að reyna að berja saman í marga mánuði. Það hefur m.a. leitt til þess, að enn hafa ekki verið auglýstar þær fáu lóðir, sem ætlað- ar eru til úthlutunar á þessu ári. Almenn skilyrði Reglur þessar eru í þremur aðal- köflum. Fyrsti kaflinn fjallar um almenn skilyrði, sem allir þurfa að uppfylla, sem til greina eiga að koma við lóðaúthlutun. Skv. því þurfa menn að vera fjárráða, íslenzkir ríkisborgarar, vera skuld- lausir við borgarsjóð og þurfa að geta sýnt fram á með eignum, eigin fjármunum, lánamöguleikum o.þ.h. að þeir geti fjármagnað byggingar- framkvæmdir. Úr hópi umsækj- enda á fyrst að velja þá, sem uppfylla þessi almennu skilyrði. Aðrir umsækjendur koma ekki til greina. Reykjavík allt að 15 stigum. Heilsuspillandi húsnæði, þröngbýli, leiguhúsnæði gefur 4 stig og þannig má áfram telja. Síðan eru stig hvers umsækjanda lögð saman og skal stigafjöldinn ráða úthlutun. Hlutkesti Þriðji kafli fjallar um ýmis atriði og þar kemur m.a. fram að verði margir umsækjendur jafnir að stigum, skuli hlutkesti ráða röð þeirra. Ymis fleiri atriði koma fram í þessum kafla, sem ekki verða rakin hér. I umræðum um þetta mál í borgarstjórn héldum við Sjálf- stæðismenn uppi gagnrýni á þessar reglur, en vildum ekki standa í vegi fyrir að þær yrðu reyndar og sátum því hjá við afgreiðslu þeirra. ' Fjárhagurinn úrslitaatriði Aðalgagnrýnisefni okkar var það, að nú er fjárhagur umsækj- anda látinn ráða mun meira en áður. Samkvæmt eldri reglum var fjárhagur umsækjanda eitt af mörgum atriðum, sem til athug- unar komu við lóðaúthlutanir. Það atriði var hinsvegar metið til jafns við ýmis önnur, eins og t.d. búsetu. Nú er góður fjárhagur eitt af almennu skilyrðunum, sem litið er á fyrst og enginn kemur til greina í stigagjöf, nema hann hafi sýnt fram á að hann geti fjármagnað byggingarframkvæmdir sínar. Peningarnir í öndvegi Nú er það vitað mál, að margur maðurinn hefur fengið lóð hér í borg og byggt án þess að gera jafnvel sjálfum sér grein fyrir því, hvernig hann geti byggt, hvað þá að hann geti gert öðrum grein fyrir því. Samt byggja menn og það gera menn með eigin vinnu, aðstoð fjölskyldu og vina og ómögulegt er að gera einhverjum yfirvöldum grein fyrir því áður en lóðaúthlut- un fer fram. Nú er þess hinsvegar krafist skv. hinum nýju reglum. Fyrst skal litið á fjármagnið og fjárhagsgetuna og þeir sem ekki sleppa í gegnum það nálarauga koma ekki til frekari athugunar. Það er kaldhæðni örlaganna að það skuli vera vinstri flokkarnir, undir forystu Alþýðubandalagsins, sem setji reglur um lóðaúthlutanir, þar sem hið kalda lögmál fjármagnsins er leitt til öndvegis. Kerfiskallar Um stigakerfið sjálft er það að segja, að það getur leitt til mjög ósanngjarnrar og óeðlilegrar niðurstöðu. Búseta manna í Reykjavík fram að 20 ára aldri er einskis metin og fjölskyldustærð skiptir engu máli, svo að dæmi séu nefnd. Það sem skiptir þó mestu máli er það, að lífið er flóknara og fjölþættara en svo, að unnt sé að setja aðstæður manna og lífshlaup í eitthvert stigakerfi, sem úrslitum eigi að ráða um mikilvæg atriði eins og lóðaúthlutanir. Það er hinsvegar dæmigert fyrir kerfis- hugsun vinstri manna að fyrst eigi að meta menn eftir krónum og aurum og síðan að leggja á þá mælistiku stigakerfis — og ef það ekki dugar, þá á bara að kasta upp á það. Sjálfstæð hugsun og sjálf- stætt mat fær hvergi nærri að koma. Hver hefur gott af félagsfræði? „Eg vil ljúka máli mínu með því að setja fram nýjasta og e.t.v. síðasta lögmál Parkinsons: Tómið sem myndast þegar tjáningu brestur fyllist fljótt með rangtúlkun, söguburði, slaðri og eitri.“ Með þessum orðum lauk hinn heimsfrægi Parkinson smellnu ávarpi í hádegisverði Stjórnunarfélags íslands í Súlnasal. Prófessor Northcote Parkinson er erfiður maður að tala við. Hann á til að svara í austur ef spurður í norður og beitir yfirveguðu heyrnarleysi hljómi spurningin heimskulega. I báðum tilvikum er viðmælandinn illa svikinn ef hann fær ekki skopsögu í kaupbæti. Þó verður aldrei tóm í viðræðunni. Síðasta lögmál Parkinsons nær ekki að sannast á höfundi sínum. Þvert á móti er tjáningin honum svo töm að hann nýtur þess að gera sér hana að leik. Hann segist sjálfur hafa verið blaðamaður, en aðeins sem mála- liði, „free-lance“, og skrifað dálka í fjölda blaða, m.a. The Guardian. „Hafa dagblöð tekin ábyrgan þátt í að betrumbæta mannleg samskipti, að forðast „slaður" og „rangtúlkun"? „Til þess að dagblöð seljist verða þau að segja frá því sem er fréttnæmt," segir Parkinson, „en það sem er fréttnæmt er það sem fer aflaga. Þess vegna hafa dag- blöð slagsíðu af truflunum. Á hinn bóginn hafa þau geysilegt auglýs- ingagildi og hjálpa til að koma nýjum vörum á markað.“ Parkinson var kominn að einu hugðarefni sínu, sambúð markað- ar við neytendur. I fyrirlestri sínum, sem fjallaði um hvernig ba‘ta mætti mannleg samskipti, vék hann að nauðsyn þess að fyrirtæki efldu tiltrú o/einlægni í viðskiptum. En ef fyrirtæki leggja fyrst og fremst áherzlu á hagnað og sölumennsku hvernig er þá hægt að ætlast til að þau setji sig í spor neytenda til að þjóna raun- verulegum þörfum þeirra? Er ekki allt eins víst að þeir verði blekkt- ir? „Eg fæ ekki séð neina mótsögn milli þarfa neytenda og ávinnings fyrirtækja. Við verðum að gera okkur grein fyrir að heimur okkar daga er sprottinn af viðskiptum. Iðnaðarþjóðfélagið krefst þess að framleiðslan haldi áfram en það útheimtir eldsneyti og vélakost. Þarfir okkar eru margslungnari en nokkru sinni fyrr og lífsgæði eins og bifreiðin og fyrstikistan raunveruiegur hluti þeirra. Þegar menn gagnrýna veldi viðskiptalífs og auglýsinga verða þeir að að- gæta að við lifum á einmitt þess- um tímum en ekki fyrir hundrað árum. Framtíðin veltur á bættum skilningi milli almennings og fyrirtækja. Það er einfaldlega ekki um það að ræða að snúa aftur.“ Tiltrúar verður ekki aflað nema með hreinskilni. Fyrirtæki ættu ekki að draga fjöður yfir mikil- vægi sitt og umfram allt verða þau að brýna fyrir fólki „að fjármagni verður ekki eytt nema þess sé áður aflað.“ „Ég veit ekki hvort ríkisstjórn ykkar hefur upp- götvað þetta lögmál líka. Ég voga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.