Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ1979 37 hluti með augnaráðinu einu sam- an, að sjúkir og skaddaðir líkams- vefir verða heilir á lítilli stundu, og ekki er síður víst um það, að líkamningar komast stjarna á milli á augabragði.“ Einhverjum kann að finnast röksemdafærsla þessi næsta brosleg, og furða ég mig ekki á því. I þessu sambandi má benda á að höfundur ofanfar- andi tilvitnunar segir á öðrum stað: — að óhugsandi sé að andi mannsins væri óháðir líkamanum og gæti starfað án hans, þar eð það væri í mótsögn við alla náttúrufræði! • Verkin tala Ég vil biðja nýalssinna að skilja ekki þessi skrif mín á þann hátt, að ég sé sérstaklega andsnú- inn þeim eða þeirra kenningum. Aftur á móti er ég andvígur öllum órökstuddum og fjarstæðukennd- um kenningum, hvaðan sem þær koma. Ég trúi því, og þar eru nýals- sinnar mér líklega sammála, að ekki skipti meginmáli hvaða trú eð heimspeki hver aðhyllist; heldur séu verkin sem tala. I framhaldi af því, sé ég næsta lítið gagn í hinu sífellda trúboði nýals- sinna, varðandi nauðsyn þess að við jarðarbúar veitum viðtöku „lífgefandi orku“ frá æðri mannkynjum. 5. maí birtist þó jarðbundnari grein hér, sem fjallaði um meðferð humars í veitingahúsi hér í bær. Þó að ég sé að mestu leyti sam- mála því er þar kom fram, vil ég benda á eitt atriði. í þeirri grein stendur m.a.: „Öll grimmd að þarflausu er andstyggileg." Hér mun vera átt við það athæfi, að drepa humra með því að dýfa þeim í sjóðandi vatn. En er til einhver grimmd, sem ekki er and- styggileg? Ég held, að svo sé ekki. Sé grimmdarlegt að drepa humar — sem hefur, að sögn, óþroskað taugakerfi, og ætti, frá því sjónar- miði, að finna lítið til sársaukans — æHti a.m.k. að vera jafn grimmdarlegt að drepa þroskaðri skepnur, s.s. sauðkindur. Ef gengið er út frá því sem stað- reynd, að öll slátrun á dýrum, sé viðurstyggileg, og ekki bjóðandi siðuðum mönnum, virðist vera um SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson A alþjóðlegu skákmóti í Halle í Austur-Þýzkalandi í vetur kom þessi staða upp í skák a-þýzka stórmeistarans Uhlmanns og pólska alþjóðameistarans Skrobeks, sem hafði svart og átti leik. 36. - Hxf4+! (En alls ekki 36. - Hxel?? 37. Hd8+!) 37. gxf4 - Dxf4+, 38. Kg2 - Hxel, 39. Hxf5 — Dd2+ og hvítur gafst upp. Röð efstu manna á mótinuVarð þessi: 1.—3. Uhlmann og Knaak, A-Þýzkalandi og Farago, Ungverjalandi 9 v. af 13 möguleg- um. 4. Vogt, A-Þýzkalandi 8’/2 v. 5.-6. Hort, Tékkóslóvakíu og Holmov, Sovétríkjunum. tvær leiðir að ræða, hvað varðar kjötát. Önnur er sú, að borða aðeins kjöt af sjálfdauðum dýrum (sem fáir munu hafa lyst á) en hin er fólgin í því að hætta algerlega öllu kjötáti, eins og ýmsir hafa gert hérlendis. Hvað sem annars má segja um ýmsa grænmetis- ætur, byrja þær þó á réttum enda, samkvæmt gamla, en sígilda spak- mælinu: Áður en þú byrjar að bæta heiminn, skaltu bæta sjálfan þilí- Friðrik Skúlason. • Lögreglan og ökufantar Bersýnilegt er að lögreglan, fyrst og fremst í Reykjavík, á í vaxandi mæli í höggi við öku- menn, sem væri þó sönnu nær að kalla ökufanta, sem hæglega geta valdið stórslysum á saklausum vegfarendum. Hér er átt við þá ökumenn sem grípa til þess óyndisúrræðis að bjóða umferðar- lögreglunni byrginn er hún ætlar að hafa einhver afskipti af grun- samlegum eða háskafullum akstri þeirra. Hér er átt við þá ökufanta sem undir slíkum kringumstæðum stíga bensínið í botn og reyna að komast undan lögreglubílunum. Um slík atvik má í vaxandi mæli lesa í blöðunum. Sumum hefur tekist þetta. Lögreglunni er mikill vandi á höndum í þessu máli. Almenningur mun vera þeirrar skoðunar að þannig verði um hnútana að búa að viðurlögin við því að stinga lögregluna af séu það ströng að ökumenn geri sér þess ljósa grein að þá kalli þeir yfir sig þyngdar fjársektir miðað við ýmis önnur umferðarlagabrot, auk refs- ingar, m.a. með tafarlausri ökuleyfissviptingu í lengri eða skemmri tíma, jafnvel árum sam- an. Auk þess mun almenningur vera því hlynntur að lögreglunni leyfist að beita hverjum þeim aðferðum sem henta þykir ' í hverju einstöku tilfelli þegar hún á í kasti við snarvitlausa öku- fanta. Að grípa til áhalda sem stöðvað geti hinn tryllta akstur án þess að tefla lífi og limum lögreglumanna í beina hættu. Ég er nærri viss um að þegar ökumenn alast upp við það frá því þeir hófu ökunámið að það geti haft alveg ófyrirsjáanlegar afleið- ingar að sýna umferðarlögregl- unni mótþróa og ætla sér að reyna að stinga bíla lögreglunnar af, muni það teljast til algjörra undantekninga að lögreglan þurfi að elta einhverja geggjaða menn á lífsháskalegum akstri um götur og þjóðvegi. Og segjum nú sem svo að allir bílar lögreglunnar væru búnir tækjum til að stöðva slíkan akstur, tækjum sem myndu stöðva hann á svipstundu, myndi slíkur aðbúnaður lögreglunnar skapa mikið aðhald. Hér á ég við að lögreglubílarnir væru t.d. útbúnir með naglamottur sem lögreglan gæti lagt í veg fyrir flóttabíla á svipstundu. Slíkur útbúnaður er ekkert spaug. Bílar sem lenda á slíkum mottum fara ekki lengra. Ég læt svo útrætt um þetta. Hér er um að ræða mál sem ekki aðeins snertir lögreglu, yfirvöld og lögreglumenn. Þó það geri það fyrst og fremst, þá snertir þetta mál allt öryggi í umferðinni og þar af leiðandi akandi og gang- andi fólk. Fróðlegt væri að heyra skoðanir annarra Velvakanda-les- enda á þessu. Ökuleyfishafi númer 6107. HÖGNI HREKKVISI McNaught Synd., Inc. " ÞAÐ Jz£ 'oÞAflfl AÐ l/ÞTA bWA J.ÚMb>Ku£{" Batahitarar „Wallas“ hitararnir brenna oliu og eru meö thermostati. Viöurkennd gæöavara. Benco, Bolholti 4. S: 91-21945. TYPE 1800 B TÆKNISKÓLI ÍSLANDS ÁÆTLAR ÞESSAR NAMSBRAUTIR SKOLAARID 1979—80 Menntun tæknifræðinga eftir raungreinadeildar- próf eöa stúdentspróf tekur í byggingum u.þ.b. 31/í> ár. í rafmagni og vélum tekur námiö eitt ár heima og tvö ár erlendis. Geröar eru kröfur um verkkunnáttu. Menntun tækna í byggingum, rafmagni og vélum fer fram á einu og hálfu ári eftir eins árs undirbúningsnám. Geröar eru kröfur um verk- kunnáttu. Menntun meinatækna fer fram á tveim árum eftir stúdentspróf eöa raungreinadeildarpróf. Námiö tekur eitt skólaár og aö því loknu starfsþjálfun meö fræöilegu ívafi. Menntun útgerðartækna er meö megináherslu á viöskiptamál. Hraöferð fyrir stúdenta tekur eitt ár. Eðlilegur námstími fyrir stýrimenn 2. og 3. stigs er eitt og hálft ár og námstími fyrir aöra fer eftir undirbúningsmenntun þeirra. Almennt undirbúningsnám. Lesiö er til raun- greinadeildarprófs á tveim árum. Áöur þarf aö vera lokið almennu námi (í tungumálum, stærö- fræöi, eölisfræöi og efnafræði) sem fram fer í iönskólum eöa er sambærilegt. Almenna undir- búningsnámiö fer einnig fram í Iðnskólanum á Akureyri, Þórunnarstr., sími (96)-21663 og lönskólanum á ísafirði, Suöurgötu, sími (94)-3815. Undirbúningsnámiö frá fjölbrautarskólum og öörum skólum er metiö sérstaklega. Skólaárið 79/80 stendur frá 3. sept. til 31. maí. Umsóknir ber aö skrifa á eyöublöð, sem skólinn gefur út. Eigi síðar en 10. júní þurfa umsóknir aö hafa borist skólanum og veröur þeim svaraö fyrir 15. júní. Eyðublöð fást póstsend ef þess er óskaö. Sími (91)-84933, kl. 8:30—15:30. Starfræksla ailra námsbrauta er bundin fyrirvara um þátttöku og húsrými. Iðnsveinar ganga fyrir eftir því sem viö á. Rektor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.