Morgunblaðið - 12.05.1979, Page 3

Morgunblaðið - 12.05.1979, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ1979 3 Bryggjuspjall á Stokkseyri: Höfnin góð en langt á miðin GRÁSLEPPA, handíæraveiðar, netaveiðar og skelfiskur, allar þessar veiðar má stunda frá Stykkishólmi á hinum ýmsu árstímum og þegar Morgunblaðsmenn voru þar á ferð á dögunum mátti sjá hvar sjómenn voru önnum kafnir við að gera báta sína klára til sjós. Meðal þeirra er staddir voru á bryggjunni eða „Stykkinu" eins og það er líka nefnt og Stykkis- hólmur er nefndur eftir, var Hinrik Hinriksson, en hann er fyrsti vélstjóri á Svani SH 111. — Við hðfum farið einn róður á handfærin, sagði Hinrik, og fengum kringum 4 tonn, en skipið hafði komið að landi þá snemma um morguninn eftir nokkra daga róður. — Héðan eru gerðir út 3 hand- færabátar núna, upplýsti Hinrik ennfremur, en svo eru menn með grásleppunet og við vorum áður á netum og skelfiski. Hinrik er spurður um afkom- una á báti hans: — Hún hefur verið ágæt þau ár sem ég hefi verið á sjó, en þetta er fjórða árið sem ég er að byrja um þessar mundir. Segja má að afkoman hafi verið nokkuð svipuð frá ári til árs síðan ég byrjaði og tel ég mig nokkuð ánægðan með minn hlut. Hafa friðunaraðgerðir haft einhver áhrif á afkomu hjá ykk- Dytta þurfti að ýmsu á bátunum áður en haldið var út. Grásleppusjómenn voru á íeið að vitja netanna, en stundum er vandasamt að koma bátunum út þegar þeir sem innst í höfninni eru lenda á grynningum á fiörunni. — Það er nokkuð erfitt að meta það, en sennilega hefur það verið mjög lítið. Friðunaraðgerð- ir og takmörkun á sókn í vissar fisktegundir eru réttmætar og sjómenn sætta sig oftast við þær. Og áður en Hinrik brá sér niður fyrir bryggjuna og í bátinn var hann spurður um hafnarskil- yrðin: — Þau eru ágæt hér og held ég að menn hafi ekkert undan þeim að kvarta. Hins vegar má segja að nokkuð langt sé fyrir okkur að sækja sjóinn og t.d. mun lengra en hjá þeim sem stunda sjó- mennsku frá Ólafsvík. Og þar með var ekki unnt að tefja Hinrik öllu lengur. Flestir bátanna leggja afla sinn upp hjá frystihúsinu Sigurður Ágústsson hf. sem einnig gerir út nokkra báta. Sögðu sjómennirnir þarna á bryggjunni að flestir þeirra 1260—1270 íbúa Stykkishólms hefðu atvinnu sína að einhverju leyti af sjónum, þ.e. sjósókn, fiskvinnslu og skipasmiðum, en þar starfar Skipasmíðastöðin Skipavík og var einmitt nýverið búið að sjósetja bát frá henni, sem hélt á veiðar um hádegisbilið í gær. Hinrik Hinriksson fyrsti vélstjóri á Svani SH 111 er hér að hverfa niður fyrir bryggjuna og um borð í Svan, sem liggur yzt, en þar beið félagi hans eftir honum. Ljósm. RAX. 242 skólanemendur á atvinnuleysisskrá 'AUGLYSING Netasalan h.f.: Verðlækkun á japönskum þorskanetum Netasalan h.f. kynnir nýja gerð girnisneta frá Hirata verksmiðjunum í Japan. Fellismöskvinn jafnframt styrktur vegna aukins slits við notkun blýteina. ‘ í FYRRADAG voru 242 unglingar á framhalds- skólastigi á atvinnuleysis- skrá hér í Reykjavík eða tæplega 100 fleiri en í fyrra. Skólum er almennt lokið, svo að búast má við því skólanemendum á at- vinnuleysisskrá fari fjölg- andi. Skólanemendur á skrá njóta ekki atvinnuleysisbóta. Samkvæmt upplýsingum Gunn- ars Helgasonar ráðningarstjóra Reykjavíkurborgar voru 10. maí s.l. 97 piltar á atvinnuleysisskrá IIUMARVEIÐAR eru leyfðar frá og með 21. maí næstkomandi og mega standa til 15. ágúst eða skemur ef ákveðnu hámarki er náð. Þegar hafa um 70 umsóknir borist til Sjávarútvegsráðuneyt- isins um leyfi til humarveiða, en umsóknarfrestur er ekki útrunn- inn. Humarafli á sfðasta ári varð og 145 stúlkur. Á sama tíma í fyrra voru 44 piltar á skrá en 100 stúlkur. Gunnar Helgason sagði að á næstunni myndi koma í ljós hvernig úr rættist með vinnu fyrir þá skólanemendur, sem leita til Ráðningarstofunnar með atvinnu hjá borginni og annars staðar. 10. maí höfðu 953 unglingar óskað eftir vinnu hjá borginni í sumar en á sama tíma í fyrra höfðu 894 látið skrá sig. Unglingarnir verða að staðfesta umsókn sína þegar skólum lýkur. I fyrrgreindum tölum eru ekki innifaldar umsókn- ir frá 14—15 ára unglingum, sem verða í Vinnuskóla borgarinnar. talsvert minni en áður, enda var sóknin til muna minni. Minni áhugi á humarveiðunum í fyrra var einkum rakin til afnáms yfirborgana og strangari mats- reglna cn áður. Árið 1978 stund- uðu 90 bátar einhverjar humar- veiðar en 140 árið 1977. Nú á tímum sífelldra olíu- hækkana er ótrúlegt að hægt sé að bjóða verðlækkun á vöru, sem unnin er úr olí- unni. Hið ótrúlega hefur þó gerst. Netasalan hf hefur nýverið lokið samningum um verð á HIRATA þorska- netunum frá Japan fyrir næstu vertíð og verðin hafa ekki hækkað, eins og víðast mun vera, heldur lækkað nokkuð. Auk eingirnisneta og neta úr snúnu girni (í daglegu tali nefnd krafta- verkanet) býður HIRATA nú í fyrsta sinn á íslandi girnis- net þar sem reynt er að ná fram kostum beggja áður- nefndra neta, þ.e. mýkt snúna girnisins og gegnsæi eingirnisnetanna. Netasalan hefur í vetur fylgst náið með reynslu af notkun NELSON blýtein- anna, sem fyrirtækið selur. Hafa margir skipstjórar bent á aukið slit niður við tein. Þetta er eðlilegt, þar sem netin liggja nú alveg í botni og nuddast því meira en áður. Til að ráða bót á þessu hefur Netasalan ákveðið að auka verulega styrkleika neðri fellimöskv- anna. Vonandi tekst þannig að auka endingu netanna og ná fram verulegum sparnaði í netakostnaði. Daníel Þórarinsson sölustjóri Netasölunnar. Humarvertídin á næsta leyti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.