Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ1979 11 Ávarp Gísla Jónssonar við setningu 23. landsfundar leika að mönnum sé ekki refsað með yfirþyrmandi sköttum fyrir afburði í menntun, dugnaði og sparsemi. Við ætlum að láta skattleggja eyðslu, ekki vits- muni og vinnu. Við ætlum að veita öllum jafnan rétt til gæða lífsins og gagna, en ekki að gera alla jafna, hvort sem þeir hafa til þess hæfileika og dug eða ekki. Einstaklingurinn verður áfram að bera nokkra ábyrgð á sjálfum sér. Hann vill það, getur það oftast og hefur gott af því. Við ætlum ekki að hafa að markmiði einhvers konar Spörtuuppeldi á atómöld, ekki keppa að því að menn séu stofn- anaverur hálfa eða heila ævina. Við viljum standa vörð um fornar dygðir trúar, góðvildar og umburðarlyndis. Við viljum styrkja hornsteina þjóðlífsins, heimili og skóla. Við viljum að foreldrar og aðstandendur barna hljóti hliðstæða umbun samfélagsins, hvort sem þeir kjósa að ala önn fyrir börnum sínum heima eða leita til leik- skóla og dagheimila að einhverj- um hluta. Við viljum hefja húsmóðurstarfið til verðugrar virðingar í veruleikanum og láta hið alþjóðlega barnaár verða okkur hvatningu til þess að stilla í hóf fundahöldum, álykt- unum og kröfugerðarskjölum, en fjölga að sama skapi sam- verustundum fjölskyldunnar. Við trúum því það að myndi leiða til meiri lífsfyllingar og hamingju. Við viljum heldur tala mannamál en stofnanaíslensku. Við viljum varðveita menningu okkar, sérstæða og einstaka í heiminum. Við viljum ekki hætta að vera son og dóttir né gleyma þeirri göfugu list sem við leikum nú einir í veröldinni, að yrkja með stuðlum og höfuð'- stöfum. Við viljum ekki láta fyrir róða verðmæti, þó að ekki verði þau talin í vísitölustigum eða mæld til framfærslukostn- aðar. Og við viljum, ef svo ber undir, geta litið með samúðar- fullum skilningi til hins breyska og síbreytilega mannlífs sem hrærist allt í kringum okkur. Við viljum ekki hætta að vera mennsk, við viljum vera trú uppruna okkar, í senn íhaldssöm og frjálslynd. íhaldssöm í þeim skilningi að halda í og varðveita þann þjóðararf og þær dygðir sem best hafa enst okkur til farsældar, og frjálslynd gagn- vart öðrum mönnum, skilja þá og setja okkur í spor þeirra. Við viljum virða sérhvern einstak- ling, „lífshelgi hans og við- kvæmni“, þó að við vanmetum skoðanir hans og berjumst gegn framkvæmd þeirra. Við ætlum Sjálf- stæðis- flokksins honum tjáningarfrelsi eins og okkur. Það er manninum, menn- ingu hans og list, jafnnauðsyn- legt og andrúmsloftið. Og við viljum ekki láta kaldrifjaða rökhyggju rýma burtu trú og tilfinningum. JSjálft hui/vitid, þekkinyin, hjafmar sem sem blekkino, sé hjarta ei med sem undir sher.“(E.B) Það þurfti mikið a. trú og tilfinningu til þess að get.a látið frá sér bók undir heitinu Fagra veröld í Svartnætti og kulda heimskreppunnar og uppgangi násismans og kommúnismanns 1933. Þetta gat skáldið Tómas Guðmundsson, sem vitnað var til í upphafi þessara orða og aftur síðar. Og hann hlaut, og hlýtur jafnvel enn, bágt fyrir hjá ýmsum, af því að hann sá til sólar. Ég ætla að biðja ykkur að reyna ckki að telja í megavött- um eða gígavöttum allt það ljósmagn, sem sú ljóðabók flutti með sér út á á meðal manna, allt það fegurðarskyn sem hún glæddi, alla fögnuðinn sem hún vakti. En mörg voru þá skáld önnur sem brugðust svo við að bylta skyldi hér öllu og aðhyll- ast Kenninguna, sem reyndist að vísu hafa spillt grasvexti í Rússlandi. Eitt þeirra skálda átti eftir að reka sig óþyrmilega á Kremlarmúra Kenningarinn- ar: JSjátfur daudinn, sjálfur djöfullinn hefur byuí/t þessa beiymálslausu múra. Dimmir, kaldir oy óræbir umlykja þeir eld hatursins, upphaf lyginnar, 'imynd ylæpsins...“ Svo kvað Steinn Steinarr, sárri reynslu ríkari. Fyrsta maí stóðu varðstjórar Gulageyjanna á þessum múrum og töluðu í krafti Kenningarinn- ar í nafni alþýðu og öreiga allra landa, því að þeir eru öreigarnir holdi klæddir, og það talsverðu, svona eins og Hitler gerði allt „mit dem Volk, durch das Volk, fúr das Volk“. Jafnvel hér uppi á íslandi höfum við heyrt bergmál þess- ara orða. Stjórnarherrunum er tamt að tala fyrir munn þjóðar- innar, sem nú er reynslunni ríkari en fyrir kosningar af umhyggju þessara mánna fyrir þjóðinni sinni. Við ætlum því að skipta um ríkisstjórn. Sú sem nú er, ber nokkur ógeðfelld merki alræðishyggjunnar. Aðgerðir hennar, eða aðgerðaleysi eftir atvikum, veldur nú æ meiri háska með degi hverjum. Þó ýmsir hafi látið blekkjast í síðustu kosningum, er það ann- arra sök fremur en þeirra, og þeir eiga þar fyrir ekki þessa stjórn skilið, né heldur aðrir. En eins og Geir Hallgrímsson sagði í sinni frumræðu, verðum við að byggja á eigin störfum, en ætla okkur þann einn hlut að eflast að fylgi á ráðleysi annarra. Við hljótum að miða störf okkar við það á þessum fundi, að Sjálf- stæðisflokkurinn verði sem endranær kvaddur til stjórnar þegar mestur vandi er á hönd- um, og þess ætti því að vera skammt að bíða. Við höfum tekið eftir því að þá er mikilla tíðinda að vænta, er ártalið endar á 9. Látum saníiast, hvenær sem er, að flokkur sá, sem íslendingar hafa langan tíma gert stærstan, sé reiðubú- inn að takast á við vandann og le.vsa hann. Ég vona, góðir fundarmenn, að einmitt þetta verði leiðarljós okkar hér, um leið og ég ber fram þá ósk að okkur auðnist í öllu að vera mennsk, í besta skilningi orðsins, að við getum tamið okkur þá góðvild og það umburðarl.vndi sem er talandi tákn frjálshyggjunnar og skýr- asta andstæða alræðishyggj- unnar. Draug hennar ætlum við að kveða niður — við ætlum að gefa okkur og öðrum það í afmælisgjöf — við hér á fundin- um, við öll í flokknum, allir sem vilja ljá okkur lið á hvaða sviði sem er — við öll, nær og fjær, einhuga, baráttuglöð og sterk. Engar síldveiðar við Noreg í haust? NEFND sú í Noregi, sem gerir tilliigur til stjórnvalda um æski- lega veiði á hverri fisktegund. hefur lagt til að vciðar á norsk-ís- lenzka síldarstofninum verði ekki leyfðar í haust. Ncíndin styður í þessari samþykkt sinni skoðanir fiskifræðinga, sem lögðu til að vciðar ú sfldinni yrðu ekki leyfðar í haust. Samtök síldarverkenda í Noregi hafði lagt til að hámarks- aflinn yrði 200 þúsund hektólítr- ar. Síðastliðið ár kröfðust þeir sama veiðimagns, cn fengu þá leyfi til að veiða 75 þúsund hektólítra. í ár cr hins vegar útlit fyrir að aðeins vcrði leyft að veiða lítilræði í beitu. Harðar deilur hafa staðið undanfarið á milli fiskifræðinga og sjómannanna um norsk ís- lenzka síldarstofninn, en sá hluti Mæðradagsins minnst í Kópavogi Mæðrastyrksnefnd Kópavogs mun minnast mæðradagsins 13. maí nk. með kaffisölu og köku- basar þann dag að Hamraborg 1, niðri, kl. 15—16. Þar verður einnig sýnishorn af handavinnu skóla- barna. Konur úr kvenfélögum bæjarins munu aðstoða við messugjörð í Kópavogskirkju kl. 14 á mæðra- daginn. hans, sem hér um ræðir hrygnir við Noreg og er þar kallaður „Atlantoskandíski-síldarstofn- inn“. Sjómennirnir halda því fram að mikið sé af síld í norsku fjörðunum, en fiskifræðingarnir segja að rannsóknir þeirra sanni hið gagnstæða. Benda þeir á að ef sjómennirnir hefðu ekki veitt svo mikið af síld framhjá leyfilegum kvóta væri ástandið e.t.v. ekki svo slæmt’ sem raun ber vitni. Þeir telja þó ekki að síldarstofninn sé í beinni hættu, heldur að veiði í haust seinki uppbyggingu stofns- ins hættulega mikið. AUGLÝSINGASÍMENN ER: 22480 JM*r0unbIní>ít> R O Y A L SKYNDIBÚÐINGARNIR ÁVALLT FREMSTIR ENGIN SUÐA Tilbúinn eftir fimm mínútur 5 bragðtegundir óskar eftir blaðburðarfólki AUSTURBÆR: □ Hverfisgata 4—62 □ Skipholt 1—50 □ Hverfisgata 63—125 □ Laugavegur 1—33. ÚTHVERFI: □ Selás Uppl. i sima 35408 Ný veiðistöng með inn- byggðu hjóli — Ávallt tilbú- in í bílhólfinu eða úlpuvas- anum. — Kynnið ykkur þessa frá- bæru nýjung. Kostar aðeins kr. 9.700- — Sendum í póstkröfu. RAFBORG, Rauðarárstíg 1, sími 11141.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.