Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 40
Síminn á afgreiðslunni er 83033 JH*r0iinbtnt>ib Síminn á afgreiðslunni er 83033 JtUrgunblnbib LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1979 Flugleidir: Samningar á lokastigi um pílagrímaflug í Indónesíu Reiknað med DC-10 í 46 ferdum með 8—9 þúsund farþega FLUGLEIÐIR hafa gert tilboð í pílaKrímaflug milli Jakarta f Indónesiu ok Jedda í haust þar Gasolía á bíla 1112 kr. GASOLÍA á bfla hækkar í verði í dag úr 93 í 112 krónur lftrinn og er hækkunin 20.4%. Til þessa hefur gasolfa á bfla verið söluskattsskyld en ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um það að fella niður söluskatt af gasolfu. Hækkunin er þvf minni en annars hefði orðið, þvf ef söluskattur hefði áfram verið greiddur af gasolíu á bfla hefði Iftrinn hækkað f 134 krónur. sem um er að ræða milli 8 og 9 þúsund farþega og eru góðar horfur á að gengið verði frá samningum innan tveggja vikna, samkvæmt upplýsingum Leifs Magnússonar framkvæmdastjóra Flugdeildar Fluglei^a. Indónesarnir hafa sérstakan áhuga á að fá DC-10 breiðþotuna í þetta flug og er reiknað með 23 ferðum aðra leið eða alls 46 ferðum. ,Yrði fyrri áfanginn í septemberlok og októberbyrjun, en seinni hlutinn í desember. Ekki hefur verið samið um verð ennþá, en allt útlit er fyrir að um það semjist næstu daga. Þá hefur verið óskað eftir því við Flugleiðir að þeir fljúgi píla- grímaflug á svipuðum tíma frá Nígeríu til Jedda og er það mál í athugun hjá flugfélaginu. Frá Stykkishólmi er stunduð útgerð á margs konar fiskimið og huga menn þar að grásleppuveiðum, skelfiski, auk hinna hefðbundnu neta- og handfæra- veiða. Sjómenn voru þar í gær að undirbúa báta sína til sjóferða og segir nánar af því á bls. 3. LjóHm. Rax Tillaga Trygginga- eftirlits: Kaskó- trygging- ar hækki um 62-70% Tryggingaeftirlitið hef- ur nú skilað áliti á beiðni tryggingafélaganna um hækkun á kaskótryggingu bifreiða (húftryggingu). Samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem Mbl. hefur aflað sér, er tillaga Trygg- ingaeftirlitsins sú að tryggingafélögunum verði heimiluð 62—70% hækkun kaskótrygginga og er þá gengið út frá mismunandi forsendum. Eins og fram kom í Mbl. fyrir skömmu óskuðu tryggingafélögin eftir 72,7% hækkun. Fyrr í vor óskuðu þau eftir 79% hækkun ábyrgðartryggingar bifreiða en var heimiluð rúmlega 44% hækk- un. Slæm afkoma kaskótrygginga mun fyrst og fremst orsök þess að sú grein trygginga þurfi meiri hækkun en ábyrgðartryggingin. Gasolía hækkar um 49% Gildistaka fiskverðs frá hækkunardegi? GASOLÍA til fiskiskipa og húshitunar hækkar frá og með deginum í dag úr 68.80 í 103 krónur lítrinn eða um 49%. Þá hækkar svartolía einnig í verði frá og með deginum í dag úr 40.500 í 52,900 krónur tonnið eða um 30%. Hækkun þessi var samþykkt í verðlagsnefnd fyrir nokkru og hún hefur hlotið staðfestingu í ríkisstjórninni. Ástæða hækkunarinnar eru erlendar verðhækkanir, að sögn Georgs Ólafssonar verðlagsstjóra. Gosbrunnurinn fer í gang á ný GOSBRUNNURINN á Reykjavík- urtjörn verður væntanlega tengdur á ný einhvern næstu daga sam- kvæmt upplýsingum hjá garð- yrkjustjóra. Taka varð brunninn upp s.l. haust vegna þess að hluti hans sem stóð upp úr þegar Tjörn- ina lagði var eyðilagður. Er nú verið að kanna hvort hægt verður að verja gosbrun dnn fyrir næsta vetur, en næst liggur þó fyrir að tengja hann og láta hann gjósa á ný. SAMKVÆMT upplýsingum Magnúsar II. Magnússonar fé- lagsmálaráðherra cru engar lík- ur á að lausn fáist á vandamálum kjaramálanna innan rikisstjórn- arinnar. fyrr en f íyrsta lagi á mánudag eða þriðjudag. Ekki var í gær ljóst. hvort boðað yrði til ríkisstjórnarfundar á mánudag til þess að ræða þessi mál og verði ekki af fundi þá, verða málin tekin fyrir á hefðbundnum fundi á þriðjudag. Engin afstaða hefur enn verið tekin til tillagna Al- þýðubandalagsins í ríkisstjórn- inni. heldur hafa málin verið rædd fram og aftur. Magnús H. Magnússon kvað útilokað að leysa hnút kjaramál- Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær mun fréttin um að gasolíuhækk- unin taki gildi um þessa helgi hafa anna með öðrum hætti en lögbind- ingu í einhverju formi um ein- hvern tíma. Yrði þá sett á hörð verðstöðvun, samhliða lögbindingu kaupgjalds, nema verðbólguhækk- anir væru til komnar vegna er- lendra áhrifa. Þakmarkið í tillög- um Alþýðubandalagsins sagði Magnús að væri 360 til 380 þúsund krónur, en hann kvaðst persónu- lega hafa lýst því, að markið ætti að vera hærra og brúttóþak. Þá næði þakið einnig til þeirra, sem væru með tiltölulega lág grunn- laun, en miklar tekjur. Þá næði þakið til iðnaðarmanna í uppmæl- ingu og til loðnuskipstjóra svo að dæmi væru nefnd. Engar formlegar tillögur hafa valdið hörðum viðbrögðum hjá forystumönnum útgerðarinnar. Að þeirra sögn munu ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa lýst því komið frá framsóknarmönnum eða alþýðuflokksmönnum innan ríkis- stjórnarinnar. Hins vegar hafa viðhorf beggja komið fram í við- ræðum. Morgunblaðið spurði félags- málaráðherra, hvað ríkisstjórnin hygðist gera í farmannaverkfall- inu og vegna yfirvofandi verkfalls mjólkurfræðinga. Hann sagði: „Ef eitthvað verður gert í þessa átt, sett á einhvers konar frysting launa eða binding, þá þýðir það að á meðan þau lög gilda, geta þeir ekki haldið áfram á sömu braut. En enn er ekki hægt að tala um neina ákveðna stefnu ríkisstjórn- arinnar í þessum málum. Forsæt- isráðherra stefnir í að fá meiri margsinnis yfir að útgerðin myndi ekki látin bera þann kostnaðar- auka, sem olíuhækkunin veldur útgerðinni. Mbl. hefur það eftir botn í þessi mál á þriðjudag eða á aukafundi á mánudag." Magnús sagði að á ríkisstjórnar- fundi hafi verið lögð áherzla á að samráðsráðherrarnir hefðu við- ræður vð verkalýðshreyfinguna. Hins vegar kvaðst hann ekki vita til þess að þær viðræður væru hafnar. Á fundi þingflokks, fram- kvæmdastjórnar og verkalýðs- málaráðs Alþýðubandalagsins í vikunni, voru allar hugmyndir um frystingu kaupgjalds eða lögbind- ingu kolfelldar og virðist því mikið gipnungagap milli stjórnarflokk- ánna um það hvernig leysa eigi þennan hnút kjaramálanna, sem þau eru í. áreiðanlegum heimildum að þeir hafi gert ríkisstjórninni það ljóst í gær að ef ekki yrði staðið við það loforð myndi það leiða til hörku og að flotinn yrði jafnvel látinn sigla til hafnar. Ráðherrarnir munu hafa íhugað það í gær að fresta gildistöku olíuhækkunarinnar í nokkra daga en frá því mun hafa verið fallið. Morgunblaðið sneri sér í gær- kvöldi til Kristjáns Ragnarssonar formanns LÍÚ og leitaði álits hans á gasolíuhækkuninni. Kristján hafði eftirfarandi að segja: „Hækkun olíuverðs um 50% veldur 6 milljarða útgjaldaauka hjá útgerðinní á ári. Ríkisstjórnin hafði heitið því að hækka ekki olíuverð nema gera samtímis ráð- stafanir, sem tryggi útgerðinni tekjuauka til jafns við olíuverðs- hækkunina. Mér er ekki kunnugt um hverjar þær ráðstafanir eru en til athugunar mun vera að taka fiskverðið upp með lögum þannig að nýtt fiskverð taki gildi frá sama tíma og nýtt olíuverð og olíugjaldið, sem greitt hefur verið frá 1. mars verði hækkað frá sama tíma. Nýtt fiskverð hefði átt að taka gildi 1. júní. Augljóst er að veiðar á ódýrari fisktegundum eins og karfa, ufsa, grálúðu og kolmunna verða úti- lokaðar með þessarri olíuhækkun nema til komi sérstakar ráðstaf- anir af hálfu hins opinbera, því lítil eða engin hækkun hefur orðið á þessum fisktegundum erlendis". Ríkisstjórnin ræðir um lög- bindingu kaupgjalds og verðlags

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.