Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDÁGUR 12. MAÍ1979 Deyjandi dýra- tegundir ísbjörninn er á margan hátt skemmtilegt dýr. Margir hafa séð og skoðað ísbirni í Sædýrasafninu í Hafnarfirði. Aðal heimkynni ísbjarna eru þó á heimskautasvæðum, fjarri öllum mannabyggðum. En þrátt fyrir það, eru nú margir, sem óttast, að ísbjarnarstofninum sé mikil hætta búin. Nú er talið, að samtals séu ekki meira en um 10.000 ísbirnir í heiminum eða tæplega það! Teikningar Myndir þessar virðast afar einfaldar við fyrstu sýn. Ef þið setjist niður og reynið að teikna eftir þerm, mun mörgum reynast það fremur erfitt í fyrstu. Oft er mjög vandasamt að teikna hendur, en reynið, hvað þið getið og gefist alls ekki upp eftir 10—15 tilraunir. Allt hefur sinn tíma. Hjálp — hjálpið allir: Maður nokkur var á ferð yfir fjall. Hann fór veginn, enda varð ekki komizt aðra leið yfir fjallið. A einum stað hafði stórt bjarg hrunið á veginn, svo leiðin var lokuð. Maðurinn sá, að hann komst ekki leiðar sinnar fyrir , bjarginu. Hann reyndi nú af öllum mætti að velta því burt, en það tókst ekki. Leikir Hvers vegna? Vegna þess Best er að leikendur sitji í hring. Sá fyrsti (sem valinn er úr hópnum) byrjar að spyrja þann, sem situr honum til vinstri handar hvers vegna eitthvað sé svo eða svo. Þegar spurning þessi er borin upp, svarar sá næsti: Vegna þess, að... En spyr svo aftur næsta mann sér tii vinstri handar, þangað til þetta hefur gengið allan hringinn — og allir hvísla. Dæmi: Sá fyrsti spyr: Hvers vegna vaknarðu alltaf svona seint á morgnana? — og því er svarað: Vegna þess að vekjaraklukkan er biluð... og svo heldur hann áfram að spyrja: Hvers vegna notarðu gleraugu? Og sá svarar: Vegna þess, að þá sé ég þig betur (þú ert svo sætur...) Hann settist þá niður dapur í bragði og mælti: — Ég er hér einmana, matarlaus og skýlislaus og hefi ekkert mér til varnar. Hvað ætli verði um mig, þegar nóttin skellur á og villidýrin koma á kreik að leita sér að bráð? í þessum svifum bar þar að annan ferðamann. Hann fór að eins og hinn, sem á undan var kominn. En bjarginu bifaði hann ekki. Hann settist þá líka niður dapur í bragði. Á eftir honum komu margir ferðamenn, en enginn þeirra gat velt bjarginu burt. Loks tók einn þeirra til orða og mælti: — Bræður góðir, hver veit nema okkur takist það, sem einn fékk ekki orkað, e/ við hjálpumst allir að. Þeir stóðu nú upp og tóku allir á bjarginu í einu. Það dugði, og þeir komust leiðar sinnar. Vorvísur Ég bíð eítir vori í brekkunni minni, því bærinn er lítill og þröngt finnst mér inni. Á sólgeisla vængjum úr suðrinu hlýju er sumarið komið og heilsar að nýju. Ljósið loftin fyllir og loftin verða biá. Vorið tánum tyllir tindana á. Og lambagrasið ljósa litar mel og barð. Og sóeyjar spretta sunnan við garð. (Þorsteinn Gfslason).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.