Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ1979 Texti og myndir GRÉTAR EIRÍKSSON ^ hugi fólks á náttúrufræði hefir verið mjög iA vaxandi á undanförnum árum, og þá ekki síður á /M fuglum og lifnaðarháttum þeirra, en öðru í náttúrunnar ríki. Fuglaskoðun sem tómstunda- /iðja er því alltaf að verða almennari með hverju í ári sem líður. Síðan 1967 hefir Ferðafélag íslands t farið fuglaskoðunarferð um Miðnes og Hafnaberg í maímán- I uði, þegar farfuglarnir eru flestir komnir. Þessi árlega ferð F.í. verður nú farin sunnudaginn 13. maí. Áætlað er að leggja upp frá Umferðarmiðstöðinni, að | austanverðu, kl. 10 árdegis, og verður fyrst ekið út á Álftanes | og hugað að fuglum þar. Sérstaklega verður skyggnst eftir margæs, en hún er hér á ferð um þetta leyti á leið sinni til §§. varpstöðvanna á Grænlandi. Þá verður ekið til Grindavíkur 1 og litið yfir Hraunsvíkina, en þar má sjá margar tegundir f- sjófugla, en auk þess eru selir oft þarna í sjónum. Þá verður I farið að rústum gamla vitans á Valahnúk á Reykjanesi, en í 1 hnúknum er verpandi silfurmáfur, svo eitthvað sé nefnt. Auk . þess hefir stundum verið í þar verpandi hrafn. Að þessu loknu 3| verður farið á Hafnaberg, og þykir mörgum það skemmtileg- I asti kafli ferðarinnar. Á bjargið er um það bil 15 mínútna i rólegur og greiðfær gangur frá veginum. Hafnaberg er aðgengilegasta fuglabjarg fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. I íbúar þessa fallega bjargs eru nú sestir að og er undirbúning- g| ur hafinn að vorverkunum. I Hafnabergi má sjá allar bjargfuglategundir landsins, að haftyrðlinum undanskildum, : S en hann er aðeins að finna í Grímsey og þá ekki nema örfáa | fugla. Af bjargbrúninni sér til Eldeyjar, þar sem þúsundir súlna halda sig, en þær fljúga oft nálægt bjarginu og er : tilkomumikið að sjá þær steypa sér lóðrétt í sjóinn eftir æti. T' Þá má ef til vill sjá skrofuna syndandi í grennd við bjargið, en | hún verpir í Vestmannaeyjum. Hugsanlega má sjá þarna fleiri tegundir fugla, ef heppnin er með. Dvalist verður á bjarginu í um það til 2 tíma. Þá verður staldrað við í höfnum og skyggnst um eftir straumönd, sem heldur sig töluvert fram á vor í brimrótinu í Ósum. Straumandarsteggurinn þykir mörgum skrautlegastur íslenskra fugla. Úr Höfnum verður : ekið til Sandgerðis, en þar á ströndinni, allt til Garðskaga, er |1 fjölbreytt fuglalíf um þessar mundir, og oft má búast við að hitta á sjaldséða fugla, sem flækst hafa hingað til lands með farfuglunum, og er því aldrei að vita hvað maður kann að sjá í 1 slíkum ferðum sem þessari. Frá Sandgerði verður svo ekið hejm og er áætlaður komutími til Reykjavíkur kl. 18—19. í ferðinni 1970 hóf Gestur Guðfinnsson rithöfundur, sem farið hefir allar ferðirnar, að skrásetja þær tegundir fugla, sem sáust í ferðinni, en 1976 lét Ferðafélagið gera sérstakt eyðublað til þessara nota, sem öllum þátttakendum er afhent í upphafi ferðar. Er þar skráð hvaða fuglar hafa sést á hverju ári frá 1970 til 1978, en auk þess er reitur fyrir þá fugla, sem | kunna að sjást 1979. Flestir urðu þeir 1978, en þá sáust 53 §! tegundir fugla. Fyrstu árin voru fararstjórarnir áhugamenn um fuglaskoð- un, en tvö síðastliðin ár hafa verið fengnir fuglafræðingar sem leiðbeinendur. Fararstjóri í þessari ferð verður Jón Baldur Sigurðsson lektor, en honum til aðstoðar verða Grétar Eiríksson og Þórunn Þórðardóttir. Fólki skal bent á, að æskilegt er að hafa sjónauka meðferðis, og þeir, sem eiga Fuglabók Almenna bókafélags- ins, ættu að taka hana með. Hér er lómur med unga, en henn er annar íslenski varpfuglinn af brúsasett, hinn er himbríminn, en hann verpur hvergi f Evrópu nema á íslandi. Spóinn kemur einna síóastur farfuglanna, eða um mánaða- mótin apríl-maí. Hann er vaó- fugl, en af peim eru 12 tegundir verpandi hér é landi, og er pé vepjan talin með, en hreiöur hennarhefur aöeins fundist einu sinni hér, var pað í Keldu- hverfi i N.-Þing. érið 1963. Þó er taliö næstum öruggt, aö hún hefir orpið hér é landi stöku sinnum. Eru ekki allir é pví að telja hana til íslenskra varp- fugla. Hringvían, sem viö komum naestum örugglega tll með aö sjé i Hafnabergl, er ekki sérstök tegund, heldur algengt afbrigði langvíu. Stokköndin en sennilega sú önd, sem flestir pekkja, enda er hún ein algengasta önd landsins. Tíl andaættar, en sú a»tt er fjölskrúóugust íslenskra varpfugla, teljast sex tegundir busl- anda, en stokköndin er é meðal peirra, átta tegundir kafanda, tvær fiskiendur, tvær tegundír gæsa og élftin. Hér er fýll við hreiður, en hann og skrofan eru einu íslensku fuglarnir af fýlingjaætt. FUGLASKOÐUNA Flórgoöinn er eini goöinn meöal íslenskra varpfugla. Hann er líka eini fuglinn, sem gerir sér flothreiöur. Sefgoöi og toppgoði hafa sést hér sem flækingar. Ljósm: Grétar Eiríksson. Ferðafélags íslands á sunnu- daginn Þórshaninn, sem er úthafsfugl, kemur síóastur farfuglanna og fer sennilega fyrstur. Hann er einn fégætastur ís- lenskra fugla, sennilega um 100 pör. Hann verpur viö suöur- og vesturströnd landsins. Fugtinn er alfrióaóur. Fyrstur farfugianna kemur sílaméfurinn. Kemur ( janúar/febrúar. Hann byrjaói varp hér á landi milli 1920 og 1930 og telst pví til nýrri landnema meðal ísienskra varpfugla. Paö eru ekki allir, sem greina sílamáf fré svartbak, en sílamáfurinn er minni, auk pess er hann ekki svartur aö ofan, heldur dökksteingrár, en fætur eru gulir. Átta tegundir máfa eru hér verpandi, og krían par talin meö, en hún telst til máfaættar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.