Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ1979 17 Verkar 1. fL skerpukjöt á háaloftt í Reykjavík Skerpukjöt hefur um langan aldur verið eins konar þjóðarréttur Færeyinga, en um er að ræða vindþurrkað kindakjöt. Oft hefur því verið haldið fram að ekki væri hægt að verka f skerpukjöt á íslandi. en reynslan hefur leitt allt annað í ljós og einn þeirra sem hefur verkað í skerpukjöt um langt árabil með góðum árangri er Grímur Eysturoy Guttormsson kafari 1 Reykjavfk. Hann er Færeyingur að uppruna en hefur verið búsettur á íslandi í 30 ár. Grímur Eysturoy Guttormiwon „Já, það eru 20 ár síðan ég byrjaði sjálfur að framleiða mitt skerpukjöt hér og ég sé ekki eftir því. Aður hafði ég fengið skerpu- kjöt sent heiman frá Færeyjum en tollurinn var alltaf á eftir mér, svo að ég gafst upp á þeirri leið og tók til minna ráða. Fyrir stuttu síðan fékk bóndi að norðan skerpukjöt hjá mér og hann borðaði það með góðri lyst, kvaðst sjálfur ætla að verka skerpukjöt. Það geta allir gert þetta sem hafa efsta loft eða útihús og þetta er kjarngóð fæða, feikilega kjarngóð og menn eru lengi saddir og sælir af skerpu- kjöti. Sá sem borðar skerpukjöt að morgni blotnar ekki inn að skinni þann daginn þótt rigni.“ „Hvernig verkar þú skerpu- kjöt?“ „Þegar slátrun hefst á haustin fæ ég venjulega um 30 bóga af dilkum sem hafa vegið 12—15 kg. Það er hæfileg þyngd, því kjötið af þeim verkast bezt. Ég læt síðan kjötið liggja úti í skúr í eina viku áður en ég hengi það upp. Kjöt- bragðið kemur betur fram með þessu móti alveg eins og ostur verkast í sjálfum sér. Sumir strá aðeins salti í kjötið áður en þeir hengja það upp, en það geri ég ekki þar sem ég vil heldur salta eftir smekk um leið og ég borða. Nú, ég hengi bógana upp eins og fiskspyrður og jæt þá hanga í 2—2 Vi mánuð. Ég nota háaloftið hjá mér því þar er ekkert kynnt upp og hitastigið á þessum árs- tíma fyrir jól er oft frá 10 stigum og niður undir frostmark á háa- loftinu, því ég hef opinn glugga þar. Hitastig á þessu bili er hæfilegt, of heitt má það ekki vera og ekki heldur of kalt. Að öllu jöfnu er skerpukjötið því tilbúið á jólaborðið, en þegar það hefur hangið í 21/2 mánuð læt ég það í kæli, því það má ekki þorna of mikið. í kæli er hins vegar hægt að geyma það í marga mánuði og ég var að klára það síðasta frá haustinu í þessari viku. Mér hefur reynzt bezt að nota bógana eða frampart í skerpukjöt, lærin hafa viljað mislukkast. En þetta hefur gengið vel hjá mér og ég hef fengið 1. flokks skerpukjöt. Þegar ég hef skerpukjöt á borðum með öðru kjötmeti, vilja allir skerpukjötið helzt." Hún er fjögurra barna móðir, orðin amma, en lætur sig ekki muna um að rokka svo hressilega og fimlega að annað eins hefur vart sést á þessu landi og þótt víðar væri leitað. Undanfarin ár hefur hún sýnt rokk víða um land með Sæmundi Pálssyni og við erum auðvitað tala um hana Diddu, Jónínu Stefánsdóttur. „Ég byrjaði að dansa 5 ára gömul í ballett í Þjóðleikhúsinu, pabbi var svo mikill dansmaður og sendi mig í þetta, en síðan má segja að ég hafi vart stoppað. Á aldrinum 6—8 ára var ég í samkvæmisdönsum, ballet 9 og 13 ára byrjaði ég í sundballett. Mér bauðst skólanám í Bandaríkj- unum í sambandi við sundballett- inn, en þá náði hugur minn ekki að sjá glóru í því að fara alla leið til Bandaríkjanna. Síðan kom rokkið, jassballett á aldrinum 25—30 ára og þá 5 ára danskennsla hjá Sig- valda, en síðustu þrjú árin hef ég þjálfað í fimleikum hjá Fylki í Arbæ.“ „Hvenær kom rokkið fyrst inn í myndina?“ „Þá var ég þrettán ára, en árið 1958 lá leiðin í Þórscafé og þá var rokkið allsráðandi. Upp úr því fórum við Gulli Bergmann að dansa saman á sýningum hingað og þangað og við vorum að þessu af og til fram undir 1963. Að vísu datt ég út úr þessu þegar ég gekk með Evu, elztu dóttur mína, sem nú er 18 ára og á lítið barn. Um 1963 hætti rokkið og „shake" dansinn varð vinsælastur, en þó dönsuðum við Sæmi stöku sinnum rokk. Ég sagði þó aldrei skilið við dansinn því djassballettinn var í bakhöndinni og svo kom rokkið aftur. Það var 1974 þegar bandaríska kvikmyndin American Graffity kom og rokk- bylgja fylgdi í kjölfarið. Sæmi ætlaði þá að fá mig til að dansa með sér en ég gekk þá með þá yngstu um veturinn, en um vorið byrjuðum við að sýna rokk aftur og höfum eiginlega ekki stoppað síð- an. Það var ekkert erfitt fyrir mig að byrja aftur því ég hafði alltaf verið í djassballett í leikfimiskóla Hafdísar Árnadóttur." „Hvað segja dæturnar um mömmu sem rokkar upp um alla veggi?“ „Þeim finnst þetta skemmtilegt og sjálfsagt, held ég, þær hafa þetta líka í sér og eru allar í fimleikum. Þær hafa lært að rokka, en aðallega eru þær þó í diskódöns- unum nú. Það má því segja að öll fjölskyldan hafi mikinn áhuga á dansi og tónlist, því að maðurinn minn, Jakob Jónsson, er einnig í þessu með fjögurra manna hljóm- sveit. Nú hægist hins vegar um í rokkinu hjá okkur Sæma ef að líkum lætur með vorkomunni og það er líka ágætt að slappa af fram á haustið." HELGARVIÐTALIÐ Á Þremur árum hefur velta Arnarflugs aukizt úr tvö hundruö milljónum á ári í tvö púsund og fimm hundruð milljónir og farÞegafjöldi úr 18 Þús. manns í liðlega tvö hundruð Þúsund á s.l. ári. Um Þessar mundir fljúga tvær vélar Arnarflugs í fjórum heimsálfum og Það er Því ærið umleikis hjá félaginu Þótt ekki fari mikið fyrir Því. Við röbbuðum við Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóra Arnarflugs. einnig unnin í samstarfi á milli starfsfólks félaganna." „Hver eru helztu vidfangseln- in hji Arnarflugi um Oesaar mundir?" „í framhaldi af okkar störfum s.l. þrjú ár höfum við haldiö áfram að vinna á hinum alþjóö- lega leiguflugsmarkaöi og viö höfum aflaö vélum Arnarfiugs verkefna þar. Aö undanförnu höfum við t.d. flogiö í fjórum heimsálfum fyrir Britannia Áir- ways, Tunisair og Braathens. Viö munum halda áfram aö afla verkefna fyrir þessar flugvéi- ar og þróa þau sambönd sem viö höfum og byggja upp meiri við- skipti og verkefnamöguleika." „Sambönd7“ „Við byrjuðum 1976 og fluttum þá 18 þúsund farþega og heild- arveltan var um 200 milljónir króna. Nú, þremur árum seinna, fluttum viö á þriöja hundraö þúsund farþega á árinu á vegum Arnarflugs og heildarveltan s.l. ár var tveir og hálfur milljaröur króna. Þaö hefur kostaö blóö, tár og svita aö afla algjörlega óþekktu nafni viöskiptasam- banda sem hafa þó leitt þetta af sér, en Arnarflug haföi engin sambönd ! flugheiminum þegar starfiö hófst. Hitt má einnig gjarnan minna á aö þótt þetta fyrirtæki sé lítil eining þá hefur þaö veitt á annað hundrað manns vinnu aö einhverju leyti og vaxið eins og raun ber vitni á þaö er erfiðara eftir því sem einingin er minni aö komast inn á markaðinn af fullum krafti. Hug- myndin á bak viö sameiningu þessara tveggja félaga var m.a. sú aö meö því aö stækka eining- una og styrkja hana á markaöin- um væri auöveldara aö þróa þennan rekstur í ríkari mæli en gert hefur veriö til þessa. íslend- ingar eru ( rauninni gífurlega stórir fiugrekstraraöilar og eiga yfir mikilli þekkingu aö ráöa á því sviöi. Er þar um aö ræöa starfs- fólks Loftleiöa, Flugfélagsins, Arnarflugs og Cargolux, en mikiil fjöldi íslendinga vinnur erlendis á vegúm Cargolux. Ef tryggja á einhverja þróun áfram í flugmál- um íslendinga á alþjóöavettvangi þá veröur það ekki gert meö því aö menn líti á markaöinn til og frá íslandi sem eina grundvöllinn til þess aö halda flugrekstri íslendinga gnagandi. íslenzka þjóöin er búin aö fjárfesta þaö mikiö í menntun á íslenzku starfsfólki í flugi aö viö hljótum aö leggja kapp á aö sú fjárfesting og reynsla borgi sig sem bezt. Hlutur islands í flugrekstri á alþjóöavettvangi í dag tryggir ekki vinnu fyrir alla sem aö þessu hafa unnið, hvaö þá ef samdrátt- ur kæmi til. Viö verðum því aö nýta störf aö flugrekstri sem nýja tegund af íslenzkum útflutningi, útflutningi á þekkingu í flugheim- inum. Viö getum borgaö þessa fjárfestingu meö því aö selja sambönd sem viö höfum komiö okkur upp og traust á fyrjrtækinu sem hefur kappkostaö aö standa vel viö geröa samninga." „Hefur Arnarflug tengiö slarfsfriö?" „Þaö er erfitt aö segja til um þaö, en ég hef stundum sagt aö umtal um einkaleyfi á flugleiöum og eílífar árásir á Arnarflug t.d. úr rööum íslenzkra fiugmanna minni nokkuö á afstööu manns sem er á sökkvandi skipi en ætlar aö bjarga sér meö því aö halda sér fast í skipið. Möguleikinn til styrktar stööu í þessum málum er fyrst og fremst sá, aö mínu mati, aö reyna aö þróa þetta sem mest og fjölbreyttast í frjáisri samkeppni í staö þess aö kæfa niður og einskoröa." „Telur 0ú rætur íslenzkrar flugslarfsemi orönar fastar i alÞjóöa vetlvangi?" „Mín skoöun er sú aö sam- keppnin á sviði leiguflugsins og vöruflutninga færist í aukana eins og í áætlynarfluginu og það er aö mínu mati grundvallaratriöi fyrir íslendinga ef þeir ætla aö halda sinni hlutdeild í alþjóölegu flugi, hvaö þá aö þróa þaö meira, aö menn sameinist um eitt stórt átak til þess aö halda strikinu og gera veg íslenzkra flugmála sem mestan og öruggastan á alþjóða- vettvangi. í stað eilífrar sundr- ungar og fortíöargráts þá er þaö mikilvægast aö horfa fram á viö.“ — á.j. „Hafa fargjöld Arnarflugs í almennu leiguflugi lækkaö hlut- fallslega síöan fálagiö var sam- einaö Flugleiöum ?“ „ Þaö er í rauninni ekki hægt aö tala um fargjöld hjá okkur, því viö ieigjum vélina út í heilu lagi meö 149 sætum. Þaö hefur fyrst og fremst verið feröaskrifstof- anna sem leigja vélina að ákveöa veröiö og miöa þaö viö þann hóp af fólki sem þeir treysta sét til aö láta í vélina.,, „Hverjir sji nú um samninga i leigu véla ArnarflugsT‘ „Þaö er gert í samvinnu viö markaðsdeild Flugleiöa." “Senda Loftleiöir, Arnarttug og Flugfélag íslands aöskilin tilboö i verkefni?" „í Ijósi sameiningarinnar hefur veriö reynt aö samræma nýting- una á vélunum og tilbiöin eru Spjallað við Magnús Gunnarsson fr.stj. Amarflugs þetta skömmum tíma." „Nií er segt eð petta sé mjög erfiöur markaöur sem piö vinniö i?" „Þaö er líkiega hægt aö segja án þess aö draga nokkuö undan aö þetta sé erfiðasti markaöur sem menn vinna á og þau eru mörg fyrirtækin sem ætla sér að ná ákveðnum árangri á þessu sviöi." „Er Þetta markaöur sem hetur miklar sveiflur?" „Sveiflur eru ávallt nokkrar, en ístenzka þekkingu á þessu sviöi á alþjóðavettvangi og efla þannig flugrekstur íslendinga." „Er vilji tyrir Þessu hji riöamönnum?" „Þetta veröur ekki gert nema þaö sé almennur skilningur á því hjá þeim aöilum sem starfa aö þessum málum, bæöi fyrirtækj- um, stéttarfélögum og einstakl- ingum og aö allir geri sér grein fyrir því aö þessi rekstur er í eðli sínu allt annar en rekstur í föstu •áætlunarflugi milii tveggja staða." „Hvernig er verkefna ettaö fyrst og fremstT' „Bæöi er þaö aö vidV leitum verkefna og einnig er leitaö til okkar. Þaö sem viö byggjum fyrst og fremst á eftir því sem tíminn líöur eru þau persónulegu „íslenzk þekking í flug- rekstri til útflutnings”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.