Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ1979 Knattspyrnulid Akranoss kom hcim ígærdat' úr lengstu keppnisferð sem íslenskur íþróttahópur hefur farið. Ileimferð hópsins frá Indónesíu tók 35 klukkustundir. Var liðsmönnum vel fagnað af eiginkonum og börnum er heim var komið og færðir hiómvendir. Ljósmynd Kristján. Sparisjóður Norðfjarðar: Aukning umsvifa meiri en nokkru sinni áður Vilja friða Faxaflóa fyrir botn- sköfum AkraneHÍ. 11. maí. KJARTAN Jóhannsson sjávar- útvegsráðherra hélt fund með útvegsmál hér á Akranesi í gærkvöldi. Guðmundur Pálma- son útvegsmaður setti fundinn og hélt ræðu, sem fjallaði um helstu áhugamál okkar Akur- nesinga á þessum sviðum. Ráðherrann skýrði málin frá sjónarhóli ráðuneytisins og svaraði spurningum, en margir fundarmenn tóku til máls og voru forvitnir um framtíðar- horfur. Það sem einkenndi þó fundiiin framar öðru var áhugi manna og rökfastar ræður byggðar á reynslu um að Faxa- flói yrði friðaður fyrir botnsköf- um í framtíðinni. - júiíuh. STARFSEMI Sparisjóðs Norðfjarðar efldist mjög á síðasta starfsári og umsvifin jukust meira en nokkru sinni í 59 ára sögu sjóðsins, segir í yfiriiti um starfsemi hans árið 1978. Aðalfundur Sparisjóðs Norðfjarðar var haldinn 21. aprfl síðastliðinn og flutti stjórnarfor- maðurinn Rcynir Zoega, gjaidkeri. skýrslu stjórnar fyrir liðið starísár. Sigfús Guðmundsson. sparisjóðsstjóri. iagði fram og skýrði ársreikn- inga sparisjóðsins. Innstæðuaukning varð á árinu meiri en nokkru sinni fyrr eða 225.4 milljónir króna, sem er 56.4% aukning og voru heildar- innistæður sparisjóðsins komnar í 624 milljónir króna um síðastliðin áramót. Innstæður sparisjóðsins hafa nær fjórfaldast á fjórum síðustu árum. Hlutfallslega hefur aukningin orðið mest á vaxta- aukareikningum, sem meira en tvöfölduðust á árinu. Þá jukust innistæður á ávísanareikningum um nær 67% á árinu. Einstakling- um og félögum, sem skipta við sparisjóðinn reglulega með inn- lánsviðskipti, fjölgaði verulega á árinu og voru 400 nýir reikningar stofnaðir á árinu. Heildarútlánaaukning jókst um 42.65%. og nam kr. 350.1 millj. í árslok. U.þ.b. 500 ný lán voru veitt á árinu og fjöldi víxilskuld- bindinga um 1.500. Meginhluti lánveitinganna eða um 70% af útlánum eru lán til íbúðabygginga og íbúðakaupa. í árslok var staða sparisjóðsins góð gagnvart Seðlabanka Islands og nam innstæða á viðskiptareikn- ingi þá kr. 150.4 milljónum og hafði hækkað um 86.5 millj. kr. Bundið fé sjóðsins í Seðlabanka jókst úr 95 milljónum í 139.9 milljónir eða um 42.7%. Þannig námu heildarinnistæður sjóðsins hjá Seðlabankanum í árslok um kr. 290.2 milljónum. Tekjur sjóðs- ins urðu samtals 193.2 miilj. og er þar um 131.4%. aukningu að ræða. Á sama tíma tvöfölduðust vaxta- gjöldin. Tekjuafgangur sparisjóðs- ins þrefaldaðist frá fyrra ári og rekstrarhagnaður nam 72.9 milljónum. Reynir Zoéga var endurkjörinn formaður sjóðs- stjórnar. Robert Havemann. Rudolf Bahro. Mótmæla opinberlega fang- elsun Havemanns og Bahros ísinn og ísnefnd- in í kapphlaupi til Raufarhafnar Raufarhöfn. 11. maf. HÉR er nú alit að fyllast af ís eina ferðina cnn og velta menn því helzt fyrir sér þessa stundina hvort verði á undan ísinn eða hafísnefndin. ísinn hefur í dag þrýstst út úr Þistilfirði undan austangolunni og ef svo heldur sem horfir vcrður höfnin hér lokuð um miðnætti. Haffsnefndin var í dag á Bakkafirði. Vopna- firði og Þórshöfn. en er væntan- leg hingað til fundar í dag. Trúlegast láta þorskveiðibát- arnir sig lokast úti ef höfnin lokast og landa í staðinn á Þórs- höfn, en þar hefur ísinn mjög minnkað í dag. Ef þetta færi eftir yrði að aka aflanum hingað frá Þórshöfn eins og Þórshafnarbúar hafa mátt sækja afla sinna b hingað að undanförnu. Afbragðsgóður afli hefur verið í þorskanetin hér að undanförnu miðað við árstíma og grásleppu- afli, sem venjulegast hefur verið farinn að minnka um þetta leyti, hefur verið mjög góður síðustu daga. Til dæmis kom einn bátur- inn að í gær með 10 tunnur, en á bátnum eru tveir karlar og ein kona. Þrjú skip eru væntanleg hingað um helgina, Rauðinúpur, mjölskip og lýsisskip. Þó svo að höfnin lokist fyrir bátana gera menn sér vonir um að þessi stærri skip geti brotist í gegn. Hér er mjög gott veður í dag, hæg austangola og fallegt veður, en hins vegar minnkar snjórinn ekkert hér á Raufarhöfn og nær víða upp á miðja húsveggi. — Helgi UM ÖLL lönd Vestur-Evrópu og vi'ðar í heiminum er nú að hefjast almenn undirskriftasöfnun undir áskorun á stjórnvöld í Aust- ur-Þýskaiandi. Þýska alþýðulýð- veldinu DDR, að þau lýsi yfir almcnnri sakaruppgjöf til handa pólitískum föngum. í áskorun- inni eru sérstaklega nefndir tveir kommúnistar sem háfa verið í haldi vegna pólitískrar afstöðu sinnar, þeir Robert Havemann eðiis- og efnafræðingur og Rudolf Bahro hagfræðingur og heim- spekingur. Sama dag og skipu- leggjendur greindu fjölmiðlum frá upphafi undirskrifta- söfnunarinnar. 10. maf s.l. bárust fregnir um það að Havemann væri frjáls ferða sinna. og er það merki þess að mótmæli vinstri sinna undanfarin ár gegn með- ferðinni á Ilavemann hafi nú skilað árangri. Stjórnmálamenn, rithöfundar og aðrir listamenn, menntamenn, vísindamenn og forystumenn verkalýðssamtaka standa að hinni nýju áskorun um sakaruppgjöf í Austur-Þýskalandi, sem tengd er 30 ára afmæli Þýska alþýðulýð- veldisins á komandi hausti. Níu íslendingar eru í hópi þeirra sem undirrituðu áskorunina áður en tilkynnt var um hana opinberlega. Þeir eru: Ragnar Arnalds mennta- málaráðherra, Svavar Gestsson viðskiptaráðherra, Atli Heimir Sveinsson tónskáld, formaður Tónskáldafélags íslands, Guðmundur J. Guðmundsson for- maður Verkamannasambands ís- lands, Kjartan Ólafsson alþingis- maður, varaformaður Alþýðu- bandalagsins, Njörður P. Njarðvík lektor, formaður Rithöfundasam- bands íslands, Ólafur R. Einars- son sagnfræðingur, formaður út- varpsráðs, dr. Páll Skúlason prófessor, forseti heimspekideild- ar Háskóla íslands, Thor Vil- hjálmsson rithöfundur, forseti Bandalags íslenskra listamanna. Þetta er í fyrsta skipti sem íslendingar mótmæla opinberlega fangelsun Havemanns og Bahros og skora á austur-þýsk stjórnvöld að láta þá og aðra oólitíska fanga lausa. Meðal aðila sem þar hafa látið til sín heyra eru þessir: L'Humanité málgagn Kommún- istaflokks Frakklands, L'Unitá málgagn Kommúnistaflokks Ita- líu, Carillo formaður Kommún- istaflokks Spánar, sagnfræðingur- inn Elleinstein og heimspekingur- inn Althusser fremstu hugmynda- fræðingar í franska kommúnista- flokknum, öll þrjú ítölsku verk- lýðssamböndin, franska verklýðs- sanbandið CGT sem er undir áhrifum kommúnista, Samband málmiðnaðarmanna í Vest- ur-Þýskalandi IG Metall, forystu- menn úr ítalska kommúnista- Norræna félagið og æskan Norræna félagið hyggst auka samskipti æskunnar á Norður- löndum. Reykjavfkurdeild félags- ins hefur ákveðið að efna til fundar f Norræna húsinu mánu- daginn 14. maí n.k. kl. 20.30 til að kynna námsmögulcika á Norð- urlöndum og styrkveitingar til sliks náms, einnig atvinnumögu- leika á Norðurlöndum. ódýrasta ferðamátann og hætturnar sem mæta ungu fólki í stórborgum. Innan Norræna félagsins er stór hópur æskufólks. Félagið hefur aðstoðað ungt fólk við að vistast á lýðháskólum á Norðurlöndum og haft milligöngu um styrkveiting- ar. Ungt fólk, eins og aðrir félag- ar, hefur átt aðgang að afsláttar- ferðum félagsins og félagið hefur oft aðstoðað einstaklinga og hópa við að sækja ráðstefnur ætlaðar ungu fólki. Á vegum Norræna félagsins og Æskulýðssambands Islands starfar nefnd er sér um norræn samskipti æskufólks. Reykjavíkurdeild Norræna fé- lagsins væntir þess, að ungt fólk af höfuðborgarsvæðinu sæki áður- nefndan fund, sem er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Aðalfundur Reykjavíkurdeild- arinnar verður svo miðvikudaginn' 30. maí í Norræna húsinu. flokknum svo sem Bolaffi ritstjóri Rinascita og Lombardo-Radice, Pietro Nenni forystumaður í Sósíalistaflokki Ítalíu, Martinet forystumaður í Sósíalistaflokki Frakklands, Gerhard Schröder formaður sambands ungra jafnaðarmanna í Vestur-Þýska- landi, fjölmargir þingmenn verka- mannaflokksins breska, mennta- menn, verklýðsleiðtogar og aðrir félagsmenn í Kommúnistaflokki Bretlands, heimskunnir rit- höfundar og lista-menn: Simone de Beauvoir, Heinrich Böll, Eduard Goldstúcker, Gúnter Grass, Gra- ham Greene, Arthur Miller, Mikis Þeodorakis. (Fréttatilkynning). Ragnar Lár sýnir á Akranesi Ragnar Lár opnar í dag, laugardaginn 12. maí, sýningu á verkum sínum í Bókasafns- húsinu á Akranesi. Sýningin verður opin til mánudagsins 14. maí frá kl. 15 til 22. Á sýningunni eru 50 myndir unn- ar á s.l. vetri í vatnsliti, akryl og olíukrít. T Sjálfsmynd eftir Ragnar. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.