Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ1979 15 Karl Ragnars verkfrædingur: Framkvæmdirnar við Kröfluvirkjun Vegna ómaklegra skrifa Einars Tjörva í Morgunblaðinu 3. maí sl. um starfsfólk Orkustofnunar og Jarðborana ríkisins og rangra lýsinga hans og túlkunar á ástandi þeirra mannvirkja, sem stofnunin hefur staðið að, ber nauðsyn til að leiðrétta svo sem kostur er í stuttu máli. Eru fullyrðingar Einars raunar furðulegar þar sem mér er kunnugt, af áralöngu samstarfi við hann, að hann veit betur þar sem hann í mörgum efnum fer með hæpnar fullyrðingar og aðrar beinlínis rangar. Þegar Einar talar um, að ný bortækni hafi verið tekin upp þegar „við stjórnuðum sjálfir" eins og hann segir, á hann trúlega við þá nýlundu við gufuöflun í Kröflu, sem tekin var upp á síðasta ári, að fjárveitingar til borana gengu til Kröflunefndar í stað Orkustofnunar eins og tíð- kast hafði fram til þess tíma. Séð eftir á má segja, að heppilegra hefði verið að framkvæmdir við Kröflu hefðu allar verið á sömu hendi frá upphafi. Hefðu fram- kvæmdir þá e.t.v. orðið skipulegri og meira samstíga en raun varð á með þeirri þrískiptingu milli Kröflunefndar, Orkustofnunar og Rafmagnsveitna ríkisins sem ákveðin var, þar sem Kröflunefnd virtist eiga mun greiðari aðgang af fjármagni en Orkustofnun og rafstöðin reis og varð tilbúin til reksturs án þess að umtalsverð gufa væri til. Á þeim fimm árum, sem liðin verða við lok þessa árs frá þvi að framkvæmdir hófust, hefur Orkustofnun aðeins eitt ár fengið það fé til borana sem til þurfti. Er því síst að furða þótt gufuöflunin hafi dregist aftur úr. Einar minnist ekki á galla þrí- skiptingarinnar og misræmið í aðgangi að fjármagni, en þess í stað lætur hann í það skína, að þá fyrst hafi komist lag á bortæknina þegar féð til borana fór um hend- ur Kröflunefndar og hann sjálfui; fékk það hlutverk sem fram- kvæmdastjóri hennar að skrifa upp á borreikningana og telur hann upp nokkur atriði þessum málflutningi til stuðnings. Hér er um að ræða svo alvarlegar mis- Athugasemd við ummæli Einars Tjörva Elíassonar yfir- verkfræðings Kröflunefndar í Mbl. 3. maí færslur að nálgast atvinnuróg. Óhætt er að fullyrða að Einar Tjörvi eða Kröflunefnd áttu ekki frumkvæði að neinum þeim endur- bótum í bortækni, sem þarna voru notaðar, en hins vegar hefur bortækni jarðborana sífellt verið að þróast fyrir atbeina starfsfólks Orkustofnunar og á það jafnt við um boranir í Kröflu á árinu 1978 sem aðrar boranir á Islandi fyrir þann tíma. Einar staðhæfir, að nú fyrst hafi verið borað með leðju og lýsi kostum þeirrar aðferðar við borun. Til upplýsinga fyrir hann og aðra má geta þess, að a.m.k. 35 borholur á íslandi hafa verið boraðar með leðju sem skolvökva eingöngu, en auk þess fjölmargar aðrar holur með leðju og vatni og hefur borleðja alltaf verií? notuð þar sem ástæða hefur þótt til og því hefur verið komið við. Því er hins vegar ekki að leyna, að við höfum alltaf verið hikandi við að nota leðju á háhitasvæðum, bæði vegna kostnaðar og lélegs tækja- kosts, enda kom í ljós við síðustu borun í Kröflu, að ekki mátti tæpara standa að leðjan yfirhitn- aði vegna þess lélega kælibúnaðar sem við höfðum. Jafnfram eignar Einar sér það, að holur hafi fyrst verið halla- mældar á s.l. hausti. Þetta er ekki rétt, svokallaðir segulhallamælar hafa verið til hjá Orkustofnun allt frá því að Dofri kom til landsins 1958 og m.a. var einn slíkur keyptur árið 1975. Til skamms tíma þótti þó ekki ástæða til að tefja borverkið með því að halla- • mæla í borun þar sem álagsþungi á borkrónu var framan af lítill vegna skorts á álagsstöngum, en mikið álag samfara hraðri borun er helsta orsök til skekkju á stefnu holunnar. Eftir því sem álags- stöngum fjölgaði varð smám sam- an brýnna að mæla halla holunnar í borun og hafði Orkustofnun pantað sérstakan hallamæli til borana í ársbyrjun 1978 eða löngu áður en boranir í Kröflu á s.l. hausti voru ákveðnar. Einar segir að aðalorsök gufu- öflunarvandamála í Kröflu sé bortæknilegs eðlis og séu sex holur þar gallaðar af þessum sökum og ein í Bjarnarflagi, sem hafi eyðilagst af sömu ástæðu. Hér er gleyptur stór biti og virðist mér, að annarleg sjónarmið ráði hér ferðinni, þar sem mér er kunnugt um, eins og áður segir, að Einar Tjörvi Eliasson yfirverk- fræðingur Kröflu- virkjunar: .ÞaA ma 'i-gja. art þaö hafi grngiö áirælli-Ka hji okkur þaö -a-m a( rr þov'U ári Krá mánaAamótum janúar (chrúar hiifum við (ramli'ill um X M» aA mi-Aallali. aA ilAhallu M» lil Hgin nula." sagAi K.inar Tjiirvl KUassun yfir- vi'rkfraslingur hriiflu virkjunar er MiiricunhlaA- iA hilli hann þar nyAra (vrir 'kiimmu. AAspurAur sagAi Kinar Tjórvi aA moA þossari (ramleiAslu gæli virkjunin þvi srm na-sl Krrill allan (aslan rekstr arkusinaA. s.s. laun uk varahluli v mi" konar. rh þar viA ha-lisl auAvilaA allur (jármaKsnsknslnaA- ur ok afhorKanir. Hvað (ramhaldið? (rrkari U.r.*mr viA Kroflu i>k vegna Kísiliðjunnar og gufuafl- sstöðvar Laxárvirkjunar sex holur á árunum 1968—1971 og ein hola árið 1975. Allar þessar holur voru í góðu lagi með mikið gufurennsli allt þar til jarðumbrotin hófust á árinu 1977, þegar sá atburður varð, að hráun gaus upp úr einni þeirra og tvær aðrar eyðilögðust meðan á hrinunni gekk. Frá þess- um tíma hafa holurnar í Bjarnar- flagi eyðilagst ein af annari og er fullvíst að ástæður eyðileggingar- innar séu hreyfingar í jarðskorp- unni enda liggur virka umbrota- svæðið beint í gegnum borholu- svæðið þar. Er nú svo komið að allar holurnar i Bjarnarflagi eru skemmdar eða ónýtar og rekstur „Frekari boranir og raforki framleiðsla við Kröfl ótvírætt bezti kosturinn orkuöflun landsmanna i Einar veit betur. Hið rétta er, að beinar skemmdir hafi komið fram í fjórum holum í Kröflu, þ.e: holum 3, 4, 5 og 7. Ekki er hægt að fullyrða um, hvor sé orsök skemmdanna, bortækni eða jarð- umbrot, þó má telja víst að báðar ástæðurnar eigi þarna hlut að máli. Það að holurnar sem eftir standa gefa ekki gufu sem skyldi er sumpart vegna útfellinga í þeim og svo einfaldlega vegna þess, hve aðrennsli gufu til þeirra er tregt. Að sjálfsögðu er Einari fullkunn- ugt um þetta. I Bjarnarflagi voru boraðar þær voru í upphafi áætlaðar, og Lúðvík Jósepsson form. Alþýðu- bandalagsins taldi ágætar þreyt- ingar. Hvort heyrir nú nokkur fyrir eyrum ymja orð Guðmundar J., er hann „klökkum rómi“ sagði að það væri ekki kaupið til hins „gull- heiðarlega fólks", „þessa láglauna- fólks" sem skapaði verðbólguna. En hvers vegna lætur þessi sami Guðmundur nú ekkert í sér heyra þegar verið er að svipta þetta sama láglaunafólk 3% af umsömdu kaupi? Sei, sei, jú. Við höfum fengið skýringu á því. Það er sem sé ekki krónutala kaups sem skiptir máli núna! — Heyrir nokkur kuldahláturinn? Og forsætisráðherra segir okkur frá „hjöðnun verðbólgunnar" og hefur látið spekinga Þjóðhags- stofnunar reikna út kaupmáttaraukningu hjá lág- launafólkinu, þvi allir vita að þeir sem hæstu launin hafa þurfa hæstu launabæturnar. og það í krónutölu. svo ekki geta þeir hafa orðið varir við „kaupmátaraukninguna“. Enda hlýtur það að vera allt önnur verðbólga sem hann talar um en sú sem við eigum við að stríða hér um slóðir. Eða hvað?!!! En hvað er svo sem allt þetta hjá stærstu „kjarabótinni", sem hin guðdómlega „stjórn hinna vinnandi stétta" hefur veitt okkur landshornabúum? Þar á ég vitan- lega við þá sérstöku náð að fá að greiða hæstu skattana á landinu. Olíuskattana. En að öllu gamni slepptu verð- ur það versta svívirða þessarar óhappastjórnar að níðast frek- legast á þeim, sem verst eru settir í þjóðfélaginu, s.s. sjúku fólki, gamalmennum og þeim sem þurfa að kynda hús sín með olíunni. Sjúklingarnir þurfa á sjúkra- hjálp og lyfjum að halda, ef þeir vilja lifi halda, svo þeir munu borga blóðpeningana. Gamla fólk- ið sem staðið hefur undir upp- byggingu þjóðfélagsins og þar með uppeldi og menntun þess fólks, sem nú situr við að reyta af því síðasta sem það á eftir, íbúðina eða húsið, sem það kom sér upp með þrotlausu erfiði til að geta látið fara betur um börnin sín, sem nú sitja í embættisstólum við að reikna út síhækkandi skatta og ný gjöld af þessari einu eign þess og gera það að bónbjargarmönn- um með því að veita því af náð að greiða lægri skatt af því það sé svo gamalt. Þeir sem þurfa að kynda hús sín með olíu borga hæstu skatta á landinu. Það er hrein svívirða, að ríkisstjórn skuli mis- muna þegnum sínum svo hroða- lega sem hér er gert. Þegar þvingunarverð olíuframleiðslu- ríkjanna er af stjórninni notað til að féfletta þá sem þurfa að nota óliu til upphitunar húsa er mælir- inn sannarlega fullur. Margir hafa þó um þetta talað og fordæmt það. En nú bregður svo við, að stjórnin með fjármála- ráðherra í broddi fylkingar telur það svo erfitt úrlausnar að ákveða hvernig með skuli fara, af því, þó óforskammaðir séu, eiga þeir ekki gott með að forsvara þessa skatt- heimtu. En þeir voru fljótari að ákveða hækkun á launum sínum, þingmennirnir og bílakaupalánin sín. Það vafðist ekki fyrir þeim í þinginu að ganga frá því. „Megi þín skömm lengi uppi“ var forðum sagt. En að lokum langar mig til að þeir sem nú skammta sjálfum sér ótæpilegast í askinn og gera stærstu kröfurn- ar, hugleiði vísuna þá arna, og læri ef þeir kunna hana ekki nú þegar. Auðs þó beinan arkir veg ævin treinist meðan. Þú flytur á einum, eins og ég, allra seinast, héðan. Kísiliðjunnar þess vegna mjög óviss, vægast sagt. Telur Einar að ástæða þessa sé bortæknilegs eðlis og þ.vkir mér hann þar gera mikla kröfur til bortækninnar. Einar gerir lítið úr reynslu af borunum á háhitasvæðum fram til þess tíma er boranir í Kröflu hófust. Talar hann um, að þær takmörkuðu boranir, sem gerðar höfðu verið, hafi verið fram- kvæmdar með lághitabúnaði, enda hafi bergið aldrei verið heitara en 230°C. Hér er að sjálfsögðu al- rangt farið með staðreyndir, bor- aðar höfðu verið um 25 holur á ýmsum háhitasvæðum þar sem hitastig í holunum var allt að 290°C. Við allar þessar boranir voru notaðir þrefaldir gosvarar, en Einar segir að tvöfaldir gosvar- ar hafi fyrst verið teknir í notkun eftir 1975. Eg er þó ekki með þessu að segja að búnaðurinn hafi verið sá ákjósanlegasti, það er langt í frá. Þegar boranir hófust í Kröflu kom i ljós að hitastig og þrýsting- ur í borholum þar var verulega miklu hærri en áður hafði þekkst í jarðhitaborunum, ekki bara hér á landi heldur einnig í öðrum lönd- um. Varð gufuþrýstingur í holu- toppi í borun allt að 100 loft- þyngdir, sem er tvöfalt hærra en áður hafði þekkst og varð þá ljóst að tækjakostur sá, sem notaður hafði verið við boranir hér var ekki nógu sterkur. Varð þetta til þess að hola 4 braust út óbeisluð og eyðilagðist. Eftir að þetta kom í ljós, var undinn bráður bugur óbeysluð og eyðilagðist. Eftir að þetta kom í ljós, var undinn bráður bugur að því að styrkja öryggistæki borsins og holu- toppanna og munu holutoppar í Kröflu nú vera þeir sterkustu, sem þekkjast í heiminum. Þó er ekki aö efa, að margt má enn bæta í bortækninni hvað varðar tækja- kost, stjórnskipulag og þjálfun. Kemur hér til, að öll útgerð til borana er mjög fjárfrek og eins hitt að við höfum búið við mikla mannfæð á þessum vettvangi auk þess sem nýting bortækjanna og starfsfólksins hefur ekki verið nógu góð vegna þess hve verkefnin eru stopul og oft með litlum fyrirvara. Miklar sveiflur í bor- verkum og þar með afkomu Jarð- borana ríkisins og lítill markaður er stærsta hindrunin í vegi þess að þær geti borið þann fasta kostnað, sem því fylgir að efla starfslið og tækjakost þeirra eins og æskilegt væri. Það er hins vegar ástæðulaust fyrir Einar Tjörva að gera lítið úr verkum þessara manna, sem hafa unnið störf sín af samviskusemi og dugnaði, oft við erfið skilyrði bæði tæknilega og stjórnskipu- lega, og það hefur aldrei þótt stórmannlegt að reyna að upp- hefja sjálfan sig á kostnað félaga sinna. Ég skil vel viðleitni Einars Tjörva til að kynna málefni Kröfluvirkjunar í þeim tilgangi að sannfæra fjárveitingarvaldið um, að skynsamlegt sé að halda fram- kvæmdum áfram, og held ég að flestir, sem þarna hafa átt hlut að máli séu sömu skoðunar. Það er hins vegar óþarfur málflutningur að reyna að telja almenningi og stjórnvöldum trú um, að nú fyrst geti það verið óhrætt um pen- ingana sína vegna þess að hann hafi tekið við stjórninni og því sé ekki lengur hætta á, að starfs- menn Orkustofnunar, með glópsku sinni, spilli því í ónýtar borholur. Ég held, að það sé óþarfi fyrir Einar að reyna að draga fjöður í sinn hatt á þennan hátt, þar sem hann hefur sjálfur unnið ágætt starf við virkjunina þótt það hafi ekki verið á sviði bortækni. Ferming á morgun Börn fermd í STRANDAR- KIRKJU 13. maí kl. 11 árd: Anna Kristín Sigurðardóttir, Eyjahrauni 17 Þorl.höfn. Árný Steinunn Sigurðardóttir, Eyjahrauni 17 Þorl.höfn. Brynja Bergdís Þrastardóttir, ■ Hjallabraut 8 Þorl.höfn. Erna Jónsdóttir, Reykjabraut 21 Þorl.höfn. Harpa Hilmarsdóttir, Setbergi 17 Þorl.höfn. Hlín Sverrisdóttir, Reykjabraut 19 Þorl.höfn. Guðmundur Einarsson, Skálholtsbraut 5 Þorl.höfn. Ingimundur Kristinsson, Oddabraut 24 Þorl.höfn. Ingigerður Ingimarsdóttir, Andrésfjósum, Skeiðum Jóna Guðlaugsdóttir, Knarrarbergi 5 Þorl.höfn. Þóra Bjarnadóttir, Skálholtsbraut 7 Þorl.höfn. Börn fermd í STRANDAR- KIRKJU 13. maí kl. 1.30 síðdegis: Ármann Sigurðsson, Reykjabraut 9 Þorl.höfn. Björgvin Þór Þórhallsson, Laufskógum 19 Hverag. Eiríkur Þórarinsson, Vogsósum Selvogi. Guðmundur Gíslason, Oddabraut 6 Þorl.höfn. Ólafur Þorleifsson, Lyngbergi 12 Þorl.höfn. Sturlaugur Vilberg Guðnason, Klébergi 15 Þorl.höfn. Andrea Hilmarsdóttir, Eyjahrauni 39 Þorl.höfn. Vilborg Þórhallsdóttir, Laufskógum 19 Hverag. Andri Ólafsson, Setbergi 31 Þorl.höfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.