Morgunblaðið - 12.06.1979, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1979
Sterk vm hækka um
13% - tóbakum 20%
Óbreytt verð á borðvínum
ÁFENGI og tóbak hækkar
frá og með deginum í dag
og er hækkun á tóbaki
almcnnt um 13%. Sígarett-
upakkinn hækkar almennt
úr 565 krónum í 680 krón-
ur en svo dæmi sé tekið af
hækkun á verði vindla
hækkar 10 stykkja pakki
af Fauna-vindlum úr 780
krónum í 940 krónur og 10
stykkja pakkinn af Lond-
on Docks hækkar úr 850
krónum í 1000.
Að ákvörðun fjármálaráðuneyt-
isins hækkar verð á borðvínum
ekki nú, þannig að verð á hvítvíni,
rauðvíni, rósavíni og freyðivíni
Miðstjórn
ASÍ ræðir
verkbann
vinnuveitenda
MIÐSTJÓRN Alþýðusambands
íslands kemur í dag kl. 15 saman
til fundar til að ræða viðbrögð við
verkbannshoðun Vinnuveitenda-
sambands íslands.
verður óbreytt. Sem dæmi um
hækkunina á verði áfengis má
nefna að flaska af íslensku brenni-
víni hækkar úr 6200 krónum í
7000, Tindavodkinn hækkar úr
7200 í 8100, algengt erlent vodka
hækkar úr 8600 í 9200, flaska af
algengri tegund af viskí hækkar
úr 8650 í 9800 og flaska af
Vermouth hækkar úr 3200 í 3600.
Jafnteflihjá
Guðmundi —
Helgi vann
GUÐMUNDUR Sigurjónsson,
stórmeistari, gerði jafntelfi við
Norðmanninn Helmers á skák-
mótinu í Luzern í Sviss í næst
sfðustu umferðinni sem tefld var á
sunnudag á mótinu. Helgi ólafs-
son vann Svíann Wedberg í sömu
umferð. Síðasta umferð mótsins
verður telfd í dag, þriðjudag og er
Guðmundur þá með svart gegn
GrUnfeld og Helgi hefur hvftt
gegn Karlsson.
Staðan í mótinu nú þegar ein
umferð er eftir er sú að efstur er
Hubner með 5Vfe vinning, Griinfeld
með 4, Kagan með 3 '/2, Guðmundur
með 3, Wedberg 3, Helmer 2, Helgi
1 ‘/2 og Karlsson með 1 '/2.
Farmannaverkfallið:
„Alvarlegar horfur fyr-
ir lagmetisútf lutning’’
Gaffalbitar o.fl. fyrir 400 millj. kr. bíða útskipunar
FYRIRTÆKIÐ Tungulax í Ölfusi seldi nýverið 30 þúsund laxaseiði til Noregs.
Voru seiðin flutt utan síðast liðinn sunnudag með flugvél frá íscargo. Verðmæti
þessa farms var um 13 milljónir. Að sögn Eyjólfs Konráðs Jónssonar, eins af
forvígismönnum Tungulax, gengu þessir flutningar í alla staði vel og Eyjólfur
bætti við: „Ég er sannfærður um að þetta er framtíðin og verður kannski stærsti
atvinnuvegur á íslandi eftir 10 til 20 ár.“ mw. Kristjá'n
Otto Jörgensen í
Siglufirði látinn
OTTO Jörgensen fyrrverandi um-
dæmisstjóri Pósts og sfma f
Sigluf jarðarumdæmi lézt í Sjúkra-
húsi Siglufjarðar á laugardaginn,
83 ára að aidri
Otto var fæddur á Seyðisfirði 13.
janúar 1896 sonur Anders Jörgens-
en bakara og konu hans Johanne
Jörgensen. Hann hóf ungur störf
hjá Landssímanum á Seyðisfirði og
lauk símaritaraprófi 1914. Hann
stundaði framhaldsnám erlendis
um hríð en árin 1919-’20 var hann
kennari í símritun í Reykjavík.
Hann varð póst- og símstjóri í
Siglufirði frá 1921 og þar til hann
hætti vegna aldurs, eða í tæpa
hálfa öld, og umdæmisstjóri varð
hann 1925 og var síðan. Hann var
bæjarfulltrúi 1937-’45 og stofnandi
Sósíalistafélags Siglufjarðar og
fyrsti formaður þess. Þá var hann
einn af stófnendum Kaupfélags
Siglufjarðar og formaður þess um
skeið.
Otto kvæntist 15. október 1921
Þórunni Þórðardóttur ættaðri af
Seltjarnarnesi. Þórunn lézt í marz
1961.
LAGMETISVÖRUR fyrir 400
milljónir króna bíða nú útskipun-
ar vegna farmannaverkfallsins
og er hluti þeirra niðurlagðar
vörur með takmarkað geymslu-
þol samkvæmt upplýsingum
Gylfa Þórs Magnússonar fram-
kvæmdastjóra Sölustofnunar
Lagmetisiðnaðarins. „Horfir
mjög alvarlega með þær vörur ef
þær komast ekki á markað á
næstunni,” sagði Gylfi í samtali
við Mbl. í gærkvöldi.
Hér er um að ræða gaffalbita og
ýmis konar lagmeti fyrir Rúss-
landsmarkað og Vestur-Evrópu og
er Mbl. kunnugt um að gaffalbitar
Tveirúrgæzlu
UM helgina var sleppt úr gæzlu-
varðhaldi tveimur Keflvíkingum,
sem setið höfðu inni í mánaðar-
tíma vegna rannsóknar á um-
fangsmiklu fíkniefnamisferli.
Fyrir skömmu voru tveir menn til
viðbótar úrskurðaðir í gæzlu-
varðhald vegna rannsóknar máls-
ins og sitja þeir ennþá inni.
Niðurstaða nýrrar skoóanakönnunar:
Sjálfstæðisflokkurinn
fengi hreinan meirihluta
í SKOÐANAKÖNNUN sem Dag-
blaðið hefur gert og birt var í
gær urðu niðurstöður þær að
Sjálfstæðisflokkurinn hlyti
hreinan meirihluta atkvæða yrði
gengið til Alþingiskosninga nú.
Framsóknarflokkurinn myndi
einnig bæta við sig fylgi frá
kosningunum í júní í fyrra en
Alþýðuflokkur og Alþýðubanda-
lag myndu tapa verulegu fylgi.
Samkvæmt skoðanakönnun
Dagblaðsins fengi Sjálfstæðis-
flokkurinn nú 50,6% atkvæða og
31 þingmann, bætti við sig 17,9%
atkvæða og 11 þingmönnum.
Framsóknarflokkurinn fengi
21,5% atkvæða og 14 þingmenn,
bætti við sig 4,6% atkvæða og
tveimur þingmönnum. Alþýðu-
bandalagið hlyti 13,3% atkvæða
og 8 þingmenn, tapaði 9,6% at-
kvæða og missti 6 þingsæti.
Alþýðuflokkurinn hlyti 12,7% at-
kvæða og 7 þingmenn, tapaði 9,3%
atkvæða og missti 7 þingsæti.
Á undanförnum mánuðum hafa
verið gerðar fimm skoðana-
kannanir á fylgi stjórnmálaflokk-
anna. Síðdegisblöðin Vísir og Dag-
blaðið hafa gert tvær skoðana-
kannanir hvort blað og nemendur
MR gengust fyrir skoðanakönnun
í skólanum. Vísast til meðfylgj-
andi töflu, þar sem fylgi flokk-
anna er sýnt í hverri einstakri
könnun og til samanburðar birtar
hlutfallstölur flokkanna fjögurra í
kosningunum 1978.
Alþýðuflokkur
F ramsóknarf lokkur
Sjálfatæðlaflokkur
Alþýðubandalai;
, u- c Jj£ o ■® OO u- c 08
11 « £ T.
22,0% 21,1% 15,3%
16,9% 15,6% 5,1%
32,7% 42,2% 44,2%
22,9% 21,1% 28,4%
S o 05 U- *o
J c I! Vfairí marzlok 11
15,1% 16,7% 12,7%
13,5% 20,7% 21,5%
49,2% 44,3% 50.6%
22,2% 17,3% 13,3%
frá Sigló-síld með takmarkað
geymsluþol hafa tafist í nær tvo
mánuði vegna farmannaverkfalls-
ins. Er þar um að ræða útflutning
fyrir um 180 millj. kr. til Rúss-
lands.
Fyrir nokkru var skipað út í
flutningaskipið Berglindi lagmet-
isvörum fyrir 90 millj. kr. til
Bandaríkjanna og létti það nokk-
uð á þeim lagmetisvörum sem bíða
útflutnings þangað.
fsl. kartöflur
á markaði fram
í ágústmánuð?
„MIÐAÐ við þær birgðir,
sem við eigum frá fyrra
hausti af kartöflum ættu
þær að duga út júlí og ef
til vill lengur en við höfum
hins vegar aldrei geymt
íslenskar kartöflur svo
langt fram á sumar, þann-
ig að við vitum ekki hvort
þær þola þetta langan
geymslutíma,44 sagði Jó-
hann Jónasson, forstjóri
Grænmetisverzlunar land-
búnaðarins, í samtali við
Mbl. í gær. Jóhann sagði
að þeir hjá Grænmetis-
verzluninni hefðu lengst
geymt íslenskar kartöflur
ut juni.
„Það bendir margt til þess að
það séu takmörk frá náttúrunnar
hendi hvað kartöflurnar geta
geymst lengi," sagði Jóhann, „og í
fyrra var vaxtartíminn mjög
stuttur. Við þáð að vaxa á svo
stuttum tíma verða þær ekki eins
þéttar og þar af leiðandi ekki eins
þolnar í geymslu. Reynslan verður
því að segja til um hvað við getum
boðið íslenskar kartöflur lengi í
sumar."
Jóhann sagði að þegar komið
væri fram í júní væru ekki erfið-
leikar á að fá kartöflur á markaði
erlendis t.d. frá Ítalíu en þær
væru að vísu dýrar fyrst á upp-
skerutímanum.
„Meðan ekki er búið að setja
niður kartöflur er ekki hægt að
segja neitt fyrir um uppskeruhorf-
ur. Þeir fyrstu eru að setja niður
þessa dagana og ég á von á því að
uppskeran verði heldur með
seinna móti í ár. Á bestu árum
hafa íslenskar kartöflur komið á
markað um 10. ágúst en yfirleitt
þó ekki fyrr en upp úr 20. ágúst og
oft ekki í einhverju magni fyrr en
um mánaðamót," sagði Jóhann.
INNLENT
Hálfri millj-
ón kr. stolið
í Hollywood
þJÓFNAÐUR var framinn í veit-
ingastaðnum Hollywood nokkru
eftir miðnætti s.l. laugardags-
kvöld. Unnið var uppgjöri á
einum barnum og tókst þá einum
ballgesta að stinga á sig 4-500
þúsund krónum án þess að eftir
væri tekið.
Lögregla var kvödd á staðinn og
var gestum ekki hleypt út um
nokkurn tíma. Til athugunar kom
að leita á öllum gestum við
útgöngu en frá því var fallið, þar
sem það þótti ekki framkvæman-
legt. Málið er óupplýst en unnið er
að því af fullum krafti.