Morgunblaðið - 12.06.1979, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ1979
Ahugamanna-
hljómsveitin
ÞAÐ er ekki víst að nafn hljóm-
sveitarinnar sé að öllu leyti heppi-
legt og má benda á nafn eins og t.d
Leikmannahljómsveitin. Hvað
sem því líður er hér verið að vinna
merkilegt starf er íslenskir tón-
listarmenn eiga að láta sig varða
og styðja. Tónleikarnir hófust á
forleik eftir Mozart og var hann
ekki óþokkalega leikinn. Annað
verkið á efnisskránni er eftir
Elgar, Serenada fyrir strengi,
afskaplega sviplaust og ómþýtt
verk, er var duaflega en þokkalega
leikið. Fyrri hluta tónleikanna
lauk með Hornkonsert í Es-dúr
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEERSSON
eftir Mozart og lék Gareth Molli-
son hornröddina mjög laglega.
Seinni hluti tónleikanna saman-
stóð af fimm Kleemyndum, eftir
P. Maxvell Davis, Aríum úr La
Traviata, eftir Verdi, Valse Triste,
eftir Sibelíus, og lauk á sérlega
leiðinlegum raddsetningum eftir
Britten, á tónlist eftir Rossini.
Klee-myndirnar eftir Davis eru
ekki merkileg tónlist en var
hressilega flutt. ó,öf R Harðar_
dóttir og Garðar Cortes sungu
saman atriði úr La Traviata, eftir
Verdi, og fyrir utan það, að þau
skiluðu sínu mjög vel, var ánæju-
legt að heyra hversu hljómsvetin
var samtaka undir stjórn Olivers
Kentish. Aðrir stjórnendur voru
Brian Carlile og Michael J. Clarke
frá Akureyri, en hluti hljóm-
sveitarinnar var þaðan. Það var
auðheyrt að stjórnendurnir höfðu
lagt mikla vinnu í æfingar og eftir
árangrinum, er ástæða til að ætla
að slík „leikmannasveit" geti orðið
mjög góð og verið heppilegur
vettvangur fyrir leikmenn á sviði
tónflutnings og hlustendum einnig
til ánægju.
Jón Ásgeirsson.
Harmonikku-
snillingur
SALVATORE di Gesualdo er
snillingur á harmonikku en ein-
mitt fyrir slíkan mann koma upp
vandamál er eiga rót sína að rekja
til þess munar sem er á megin-
hluta þess efnis er tilheyrir
harmonikkunni og þess efnis sem
hann vill leika á hljóðfærið. Tón-
leikarnir s.l. föstudag voru aðrir í
röðinni hér í Reykjavík en
Gesualdo hefur ferðast um landið
og haldið tónleika undanfarið.
Tónleikarnir hófust á Toccötu,
eftir Claudio Merulo, og á eftir
fylgdu Pavanne, eftir William
Byrd, og Toccata nr. 2 eftir
Frescobaldi. Það fer ekki illa að
leika slíka tónlist á harmonikku,
þó hljóðfærið sé 300 árum yngra
en tónlistin og tónblær þess nú-
tímalegur. Næstu þrjú verkefni
voru eftir Bach, tveir þættir úr
„List fúgunnar" og Toccata og
fúga í d-moll. Öllum verkunum
gerði hann góð skil, en það er
aðeins eitt sem er að og það er, að
verkin eru hugsuð fyrir önnur
hljóðfæri og þó hægt sé að leika
þau að mestu óbreytt á
harmonikku, eru verkin betri í
frumgerð sinni og að nokkru
sprottin upp úr þekkingu tón-
skáldanna á hljóðfærum síns
tíma. Harmonikkan nær aldrei
viðurkenningu með því að sanna
að hægt sé að leika á hana tónlist
annarra hljóðfæra, heldur fyrir þá
tónlist sem tónskáld finna hjá sér
hvöt til að semja fyrir hljóðfærið,
tónlist, sem hugsuð er í gegnum
hljóðfærið og einungis fær notið
sín á það.
Á seinni hluta tónleik-
anna lék Gesualdo reglulega
harmonikkutónlist, þ.e. verk sér-
staklega samin fyrir hljóðfærið.
Sérstaklega var áhugavert að
heyra tónsmíð eftir hann sjálfan
er hann nefnir Impromtu nr. 1.
Þar notar hann hljóðfærið á
skemmtilegan máta og hefði verið
áhugavert að heyra hann leika
eingöngu nútímaverk sem töluvert
er til af og nokkur, er sérlega hafa
verið samin fyrir hann.
Jón Ásgeirsson.
Vorfundur
FORSTÖÐUMENN fjörutíu
stærstu almenningsbókasafna í
landinu héldu dagana 31. mai og
1. júní vorfund um málefni al-
menningsbókasafna og verður
fundurinn í Reykjavík. Er
fundurinn haldinn fyrir tilstilli
bókafulltrúa rfkisins, Bóka-
varðafélags íslands og Deildar
starfsfólks f
almenningsbókasöfnum.
Samkvæmt löum um almennings-
bókasöfn er landinu skipt í 40
bókasafnsumdæmi, sem hver hafa
sitt miðsafn. Miðsöfn eru bæjar-
og/eða héraðsbókasöfn og eiga þau
að gegna forystuhlutverki í al-
menningsbókasafnakerfi landsins.
Forstöðumenn þeirra koma nú í
fyrsta skipti saman til fundar og
ræða sameiginleg áhugamál.
Fyrri fundardaginn verður rætt
um hlutverk miðsafna og ábyrgð
þeirra gagnvart smærri almenn-
ingsbókasöfnum og skólasöfnum.
bókavarða
Tekið verður á ýmsum þáttum
skipulagningar og stjórnunar, sem
æskilegt er ^ð samræma milli
safna, svo sem flokkun bóka og
spjaldskrárgerð, opnunartíma
safna, skýrslugerð, o.s.frv. Enn-
fremur verður rætt um tengsl
bókasafnanna innbyrðis, við ein-
staklinga og við stofnanir í þjóð-
félaginu. Ennfremur verður kynn-
ingarerindi um Þjónustumiðstöð
bókasafna.
Síðari daginn flytur Þorbjörn
Broddason stutt erindi um félags-
legt hlutverk almenningsbóka-
safna, rætt verður um stöðu al-
menningsbókasafnanna í landinu
og reifaðar framtíðarhorfur í mál-
efnum þeirra.
Að kvöldi 31. maí verður fundur í
Deild starfsfólks í almenningsbóka-
söfnum og verða þar rædd mennt-
unarmál og launamál. Deildin
gengst fyrir sýnikennslu í plöstun
og viðgerðum bóka á föstudags-
morgunn.
Uppreisnarmenn á sovézkri þyrlu.
Uppreisnarmaður vopnaður Kalashnik-
ov-riffli.
Rússar
í vanda
í Afghanistan
Uppreisnarmaður með sovézk vopn.
Gert er ráð fyrir því að Rússar hafi sent
3,000 „ráðunauta" til Afghanistans og
íhlutun þeirra þar hefur komið þeim í
svo miklar ógöngur, að Bandaríkja-
menn líkja því við þá erfiðleika sem
þeir komust í sjálfir í Víetnam.
Samkvæmt fréttum frá Kabul, höfuðborginni,
hafa tugir Rússa fallið fyrir uppreisnarmönnum,
sem eru aðallega trúaðir múhameðstrúarmenn og
reyna að kollvarpa eins árs gamalli ríkisstjórn
marxista. Rússar senda því um þessar mundir
mikið magn vopna til landsins til að treysta
stjórnina í sessi því að þeir óttast að önnur bylting
á landamærum þeirra geti komið af stað ólgu í
lýðveldum sovézkra múhameðstrúarmanna.
Sovézk hermálanefnd fór til Kabul í apríl undir
forsæti Alexei Ypishev hershöfðingja, eins helzta
skipuleggjanda innrásarinnar í Tékkóslóvakíu
1968 sem nú er aðalyfirmaður stjórnmáladeildar
sovézka heraflans. Með honum voru sex hershöfð-
ingjar og þeir dvöldust í vikutíma og kynntu sér
hið versnandi ástand.
í marz var sovézkum ráðunautum í fyrsta sinn
sýnt banatilræði i borginni Herut í vesturhluta
landsins þar sem gerð var uppreisn í líkingu við
írönsku uppreisnina.
Fréttir bárust um að mikill fjöldi hermanna og
lögreglumanna hefði svikizt undan merkjum og
fólk réðst inn í vopnageymslur og stal vopnum.
Fréttir hermdu að allt að 300 manna herflokkar
hefðu gerzt liðhlaupar.
Svo gerðist það 20. apríl, skömmu eftir að
sovézka nefndin fór, að hermenn gerðu uppreisn í
setuliðsborginni Jalalbad nálægt pakistönsku
landamærunum.
Stöðugar hreinsanir, léleg laun og tregða við að
skjóta á múhameðska trúbræður hafa gert það að
verkum að mikil ólga hefur verið undir niðri.
Rússar felldir
Síðustu vandræðin hófust þegar höfuðsmaður
neitaði að fara með menn sína aftur til dalsins
Kunar sem er á valdi uppreisnarmanna. Hann var
ákærður fyrir óhlýðni, en hefndi sín með því að
skjóta yfirmann setuliðsins til bana og stjórna
uppreisn í fjórum stórum hersveitum. I bardögun-
um sem fylgdu í kjölfarið misstu Rússar tvo
ráðunauta.
Þar sem æ fleiri hermenn gerast liðhlaupar
hefur afghanski heraflinn orðið að treysta á
aðstoð Rússa í miklum mæli og samkvæmt sumum
fréttum fljúga Rússar nú þotum og þyrlum frá
flugvellinum í Jalalabad að staðaldri. Þeir sáust
að verki þegar miklar loftárásir voru gerðar á
uppreisnarmenn í Herat í marz.
Fullkomin vopn
Nýlega héldu uppreisnarmenn því fram að þeir
hefðu í fyrsta sinn grandað sovézksmíðaðri
MIG-herflugvél, sem afghanski flugherinn hefur
fengið frá Rússum. Þetta sögðu uppreisnarmenn
að hefði tekizt vegna þess að mikill fjöldi
liðhlaupa úr fastsahernum hefði meðferðis full-
komin vopn. Þannig hefur orðið umtalsverð
breyting á stríðinu því að til þessa hafa
uppreisnarmenn nær eingöngu notað gamaldags
riffla.
I Washington segja embættismenn að engar
órækar sannanir séu fyrir því að flugvélar
afghanska flughersins séu mannaðar Rússum, en
þeir vilja heldur ekki útiloka þennan möguleika.
Vitað er í Washington, að Rússar hafa nýlega
útvegað stjórninni í Kabul orrustuflugvélar af
gerðunum MIG-21 og SU-7, þyrlur af gerðinni
Mi-24 og skriðdreka af gerðinni T-62. Ekki hefur
fengizt staðfest að Rússar hafi einnig sent MIG-23
flugvélar.
Jafnframt eykst spennan í sambúð Afghanist-
ans og grannríkisins Pakistans. Tarakki forseti
hefur veitzt harkalega að Pakistönum sem hann
sakar um árásir yfir andamærin og önnur afskipti
af innanríkismálum Afghanistans.