Morgunblaðið - 12.06.1979, Page 12

Morgunblaðið - 12.06.1979, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1979 „Vettvángur dags- ins” í 3iu útgáfu HELGAFELL heíur sent írá sér þriðju útgáfu af ritgerðarsafni Halldórs Laxness „Vettvángur dagsins“, sem fyrst kom út árið 1942. í bókinni eru 39 ritgerðir langar og stuttar, en bókin er 324 blaðsíður. Kristján Karlsson segir m.a. svo innan á bókarkápu um rit- gerðarsafnið: „Annars er Vett- vángur dagsins yfirgripsmikið og órólegt safn frá miklum umrótstíma í sögu vorri og höf- undarins. Á þeim árum er þjóðin nývöknuð í hringiðu stríðsins, og Halldór Laxness stendur í víg- stöðu gegn hættum, sem að þjóöerninu steðja bæði utanfrá og innan, um leið og hann upp- hefur viss íslenzk menningar- gildi í nýju ljósi. Hann víkur að furðu mörgu; hér eru ádrepur um mannasiði, drykkjuskap, dönskuslettur í máli, framburð, stafsetningu, híbýlagerð, land- búnaðarmál, margar greinar um samtímahöfunda og bækur.“ Bókin hefst á mikilli ritgerð um Hallgrím Pétursson og önn- ur höfuðritgerð safnsins er loka- ritgerðin, Höfundurinn og verk hans. / ORKUKREPPUNNI er snjallt að grípa til reið- hjólsins í stað þess að eyða miklum fjármunum í eldsneyti á bensínfrekar bifreiðar. Þessar líflegu stöllur á tveggja manna fararskjóta hitti blaða- maður á Eskifirði á dög- unum. (Ljósm. — áij). - Lýðveldið ísland 50.000.000 bandaríkjadollarar Lán með breytilegum vöxtum. Hambros Bank Limited Mitsui Finance Europe Limited/The Mitsui Bank, Limited Scandinavian Bank Limited Banque Canadienne Nationale Crédit Commercial de France (Bahamas) Limited Crédit Lyonnais The Mitsubishi Trust and Banking Corporation Þessi mynd var tekin af hópnum, er lagt var upp í ferðina á laugardagsmorgni. Sjálfstæðismenn í vestur- og miðbæjarhyerfi: Kynnisferð með aldr- aða í Mosfellssveit FÉLAG sjálfstæðismanna í vest- ur- og miðbæjarhverfi bauð eidri borgurum hverfanna í eftirmið- dagsferð laugardaginn 26. maí 8.1. Fjölmenni var í ferðinni. Farið var í Mosfellssveitþar sem endur- hæfingarheimili S.I.B.S. var kynnt undir leiðsögn Björns Ástmunds- sonar forstjóra og Odds Ólafsson- ar alþm. og fyrrv. yfirlæknis. Einnig var dælustöð hitaveitunn- ar á staðnum skoðuð. Björn H. Jóhannsson arkitekt kynnti verðlaunateikningu að skipulagi Mosfellssveitar og var ekið um Mosfellssveit og byggðin skoðuð. Að lokum drukku stjórn- armenn félagsins og gestir kaffi í Valhöll við Háaleitisbraut þar sem Meyvant Sigurðsson kvaddi sér hljóðs og þakkaði fyrir hönd gesta. Veglegar gjafir til Borgarspítalans Soroptimistaklúbbur Reykja- víkur hefur nýlega gefið skurð- deild Borgarspítalans tæki til viðbótar mæiitæki því sem klúbb- urinn færði stofnuninni fyrir 2 árum til mælinga á „intra cran- ial“ þrýstingi. Tækið sem nú var gefið skráir á pappír allar upplýsingar úr fyrr- nefnda búnaðinum og gerir hann þannig auðveldari og betri í notk- un. Þá hafa Borgarspítalanum borist góðar bókagjafir. Frá Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands, til sjúklinga- bókasafns, bækur að verðmæti kr. 450 þús. Voru þetta bækur sem út komu í lok síðasta árs og er bókagjöf þeirra orðin árviss at- burður og hefur deildin stóraukið bókakost safnsins. Frá Hafsteini Guðmundssyni bókáutgefanda stór bókagjöf til Borgarspítalans, en hann gaf ein- tak af öllum bókum sem bókafor- lag hans hefur gefið út. Jafnframt hét hann því að gefa eintak af þeim bókum sem hann kynni síðan að annast um útgáfu á. Þá hafa hjónin Anna Gunn- laugsdóttir og Brynjólfur Þor- steinsson fært skurðlækninga- deild Borgarspítalans stofnfram- lag til tækjakaupasjóðs, sem er í undirbúningi að setja á stofn við Borgarspítalann. Myndin var tekin er Soroptimistaklúbburinn afhenti gjöf sína til Borgarspftalans að viðstöddum nokkrum læknum á skurðlækninga- deild. Kastaði sendiferða- bíl 8 metra BÍLALEIGUBÍLL af Toyota-gerð gjöreyðilagðist í árekstri í Eyjum aðfararnótt föstudags þegar hon- um var ekið á kyrrstæðan sendi- ferðabfl. Kastaðist sendiferðabíllinn 8 metra. Þrír ungir menn voru í fólksbílnum og gekk erfiðlega að ná einum þeirra út þar sem hann festist í hræinu. Enginn þremenn- inganna slasaðist þó alvarlega, en einn liggur ennþá í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Grunur leikur á að um ölvun hafi verið að ræða. Þremenningarnir eru aðkomu- menn í Eyjum og bílaleigubíllinn er úr Kópavogi. The Sumitomo Bank, Limited Umboðsbanki Hambros Bank Limited. Júní 1979 Ungmennabúðir aðHúnavöllum Ungmennasamband Austur-Húnvetninga hefur ákveðið að gangast fyrir umg- mennabúðum að Húnavöllum í sumar eins og undanfarin sumur. Starfsemin hófst miðvikudaginn 6. júní og stendur í eina viku. Þátttakendur verða á aldrinum 8-12 ára. í ungmennabúðunum verður m.a. kennt sund, frjálsar íþróttir verða iðkaðar og farið verður í ýmsa leiki. Þá verða kvöldvökur hvert kvöld og sjá þátttakendur sjálfir um efni þeirra að miklu leyti. Dag hvern verður helgistund og sitthvað fleira verður boðið upp á þá daga, sem ungmennabúðirnar standa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.