Morgunblaðið - 12.06.1979, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JUNÍ1979
Morgunblaðið
hefur leitað til
nokkurra manna og
óskað eftir því að
þeir svari spum-
ingunni: ,Jlvað
finnst þér um hið
nýja vaxtakerfi,
sem tekið hefur
verið upp?“ Þeir,
sem spurðir voru,
eru Bjami Bragi
Jónsson, hagfræð-
ingur, Eyjólfur
Konráð Jónsson, al-
þingismaður,
Gunnar Hálfdan-
arson, viðskipta-
fræðingur, og Valur
Valsson, aðstoð-
arbankastjóri.
Svör þeirra fara
hér á eftir:
Hvert er álit þeirra á
vaxtakerfisbreytingu?
Bjarni Eyjólfur Gunnar Valur
Bragi Jónsson Konráð Jónssor. Hálfdanarson Valsson
Bjarni Bragi
Jónsson, hag-
fræðingur sagði:
„Vaxtabreytingin, sem nú var
gerð, ásamt rýmkun heimildar til
verðtryggingar lána á almennum
vettvangi, er áfangi á leið til
almennrar og fullrar verðtrygg-
ingar sparifjár og lánsfjár. Leið
þessi er nú mörkuð með lögum og
á því að vera tryggt, að ekki verði
hvikað frá settu marki.
Verðtrygging á lánsfjármark-
aði, ásamt verðbótavöxtum
skammtímafjármagns, sem eru
sama eðlis, er í sjálfu sér nauð-
vörn peningakerfisins gegn hinni
stjórnlausu verðbólgu, sem fram
til þessa hefur valdið stórfelldri
skerðingu á raungildi innlends
sparnaðar, verðlaunað verðbólgu-
brask og spillingu og hrundið
þjóðinni mun lengra út á nöf
erlendrar skuldasöfnunar en hollt
eða tryggt má teljast.
. Breytinguna til hins nýja vaxta-
og verðtryggingarkerfis má því
skoða frá gagnstæðu og jákvæðu
viðhorfi. Það mun halda atvinnu-
fyrirtækjum og framkvæmdaaðil-
um til ábyrgðar um vandaðar og
arðsamar framkvæmdir og skil-
virkni í rekstri ekki aðeins gagn-
kvæmt launþegum, heldur og þeim
aðilum, einka- og samfélagsaðil-
um, sem leggja til fjármagnið.
Hinn almenni þjóðfélagsþegn mun
endurheimta rétt sinn til tryggrar
varðveizlu launa sinna og annars
fjárafla og gera kleift að safna
fyrir stærri fjármunum í stað þess
að vaða skuldasúpuna stöðugt upp
í klof eða mitti.
Fyrir heildarástand fjármagns-
markaðar og þjóðarbús mun þetta
ekki síður skila stórfelldum ár-
angri. Æskilegt jafnvægi mun
nást á fjármagnsmarkaði og það
mun setja sitt mót á stöðuna út á
við og almennt jafnvægi þjóðar-
búsins. Afstaða lánastofnana til
viðfangsefna sinna og viðskipta-
manna mun breytast stórum til
batnaðar.
Með þessu er því ekki neitað, að
vandamálin munu enn vera með
okkur. Þau sem fyrst munu koma
upp, varða sjálfa fullnaðarbygg-
ingu kerfisins með samræmingu
verðlags- og skattakerfis að meg-
inreglum verðtryggingar. Enn-
fremur kann að reynast brýnt að
styðja með beinum framlögum
sum þau málefni, sem hingað til
hafa verið studd með ómarkviss-
um hætti eftir leiðum verðbólg-
unnar, svo sem frumþörf efnalítils
fólks fyrir húsnæði. A hinn bóginn
má með tímanum létta af byrðum
hins opinbera af að styðja fjár-
magnsmarkaðinn."
Eyjólfur Konráð
Jónsson, alþingis-
maður sagði:
„Hvaða álit ég hafi á vaxta-
stefnunni? Því er fljótsvarað. Ég
hef ekkert álit á henni, fremur en
öðru því, sem ríkisstjórnin er að
bardúsa við. Það er alveg sama,
hve marga vaxtaauka — verðbóta-
þætti — raunvaxtafóta-fætur, já-
kvæða og neikvæða, þeir búa til,
allt verður þetta lappalaust, eða í
bezta falli á brauðfótum. Þessi
raunalega vaxtastefna kratanna
miðar að því að efla verðbólguna í
ein tvö ár og keyra hana áfram
með sívaxandi hraða, og þannig er
raunar farið flestum eða öllum
aðgerðum stjórnarinnar í efna-
hagsmálum, eins og t.d. nýja
aðlögunargjaldinu, sem flottustu
betlarar sögunnar fengu að gjöf í
öllum höfuðborgum EFTA-landa.
Samkvæmt upplýsingum Tím-
ans, er það lokaúrræði forsætis-
ráðherrans að „þreyta laxinn", án
þess að setja í ’ann. Það er álíka
smellið og buslið í bæjarlæknum,
sem hann sagðist ætla að tipla
yfir í mörgum smáum skrefum.
Auðvitað eru allar aðgerðir ríkis-
stjórnar, sem rúin er trausti hvers
einasta manns, fyrirfram dauða-
dæmdar, kák. Þeir geta í hæsta
lagi stokkið út yfir gjána miðja,
með augljósum afleiðingum, þó að
tilhlaupið fyrir dauðastökkið sé
orðið býsna langt.
Annars er ég víst spurður nú,
vegna þess að ég benti á það í
blaðagrein í fyrrasumar, að liður í
baráttunni við verðbólgu gæti
verið gengistrygging afurðalána
útflutningsframleiðslunnar, en
jafnframt væri sparifjáreigendum
heimilað að sjá fyrir þessu fjár-
magni á gengistryggðum reikning-
um. Fyrri lið þessara tillagna
henti ríkisstjórnin á lofti, en hinn
síðari og mikilvægari hins vegar
auðvitað ekki. Nú borgar útvegur-
inn því gengistöpin, en Seðlabank-
inn frystir spariféð á hálfum
vöxtum og ríkissjóður valsar með
féð (Áður þurfti ríkið að bera
gengisáhættu). Þannig eru yfirráð
nokkurra milljarðatuga færð frá
einstaklingum og atvinnuvegum
til ríkisins og borgarinnar sviptir
eignarrétti að milljörðum á
milljarða ofan, án þess að nokkur
taki eftir! Þar er vel staðið að
verki. Þetta er feigðarflan, og hæg
er ieið ...
En sem betur fer eru önnur
úrræði til, og þau hafa verið
kynnt. Kannski er tíminn en ekki
alveg kominn, en stundin er
skammt undan. Þá dugar ekki að
brjóta í blað, heldur verður að
snúa við blaðinu. Og þá gerist
„íslenzka undrið" í efnahags- og
atvinnumálum."
Gunnar H.
Hálfdanarson,
viðskipta-
fræðingur, sagði:
„Sá hluti sparnaðar lands-
manna sem stefna í vaxtamálum
hefur mest áhrif á, er hinn frjálsi
peningalegi sparnaður, sem fer
um bankakerfið.
Hækkun vaxta og heimild til
verðtryggingar mun því, að því
gefnu að dregið sé úr neikvæðum
raunvöxtum, auka framboð inn-
lánsfjár til innlánsstofnana, ef
miðað er við hlutfall af þjóðar-
framleiðslu. Með þessari stefnu er
skapað eitt skilyrða fyrir því að
jafnvægi náist á fjármagnsmark-
aðinum og í efnahagsmálum, en
ljóst er að fleira þarf að koma til,
ef árangur á að nást.
í fyrsta lagi má nefna t.d. að
óvíst er að hægt verði að halda
nýmótaðri stefnu í vaxta- og
lánskjaramálum til streitu nema
gerðar verði viðeigandi ráðstafan-
ir í gengis- og verðlagsmálum,
þannig að rekstur útflutningsat-
vinnuveganna sé tryggður og fyr-
irtæki hafi frjálsari hendur með
verðlagningu afurða sinna. í
öðru lagi verður ríkið að halda að
sér höndum, þannig að það magni
ekki verðbólguna frekar en orðið
er.
í þriðja lagi heimila núgildandi
skattalög að verðbótaþáttur vaxta
og verðbætur séu frádráttarbærar
til skatts, en það dregur verulega
úr áhrifum vaxtabreytinga og
munu raunvextir verða áfram
neikvæðir fyrir einstaklinga og
þau fyrirtæki sem skila hagnaði.
Það þýðir að verðbólguhagnaður
mun enn halda áfram að myndast
hjá fyrrgreindum lántakendum og
því er óvíst hvort eftirspurn eftir
lánsfé mun dragast saman, sér-
staklega þegar tekið er tillit til
lengri lánstíma sem boðaður er
samfara strangari vaxtakjörum.
Breytinga á skattalögunum er
því þörf, þar sem greint yrði á
milli verðbóta og verðbótaþáttar
vaxta annars vegar og vaxta og
grunnvaxta hins vegar, þannig að
einungis vextir og grunnvextir, en
ekki verðbætur eða verðbótaþátt-
ur vaxta teljist til gjalda eða
tekna. Slíkt fyrirkomulag myndi
hindra myndun verðbólguhagnað-
ar. Jafnframt þessu yrði að draga
úr skattamismunun sparnaðar-
forma í þjóðfélaginu.
Af kostum þessarar nýskipanar
má m.a. nefna að viðskipti með
ýmsa fjármuni t.d. fasteignir og
verðbréf munu verða auðveldari
þar sem verðlagning mun verða
raunhæfari en áður. Ennfremur
mun meira svigrúm skapast að
jafnaði fyrir kaupendur og selj-
endur til að semja um greiðslukjör
sín í milli. Þó má nefna að
verðbótaþáttakerfið er flókið og
því spurning hvort leikmenn nái
tökum á þeirri reikniaðferð sem
beita þarf við útreikning
greiðslna. Bein verðtrygging er
einfaldari og hefði verið heppi-
legri sem aðalaðferð.
Aðalkostur þessarar nýju stefnu
í vaxta- og lánskjaramálum sem
mörkuð var með lögum um stjórn
efnahagsmála o.fl. nr. 13/1979 er
þó sá að nú fæst í fyrsta sinn
viðurkenning allra stjórnmála-
flokka á því, að vextir skuli fylgja
verðbólgustigi eða því sem fjár-
magnsmarkaðurinn býður upp á
hverju sinni.
Þar sem framangreind lög um
efnahagsmál gera ekki ráð fyrir
sérstökum samhliða aðgerðum í
t.d. skatta-, verðlags- og gengis-
málum og yfirvofandi er aukin
verðbólga vegna olíuverðshækk-
ana, tel ég ólíklegt að vaxta- og
lánskjarastefna þessi nái fram að
ganga að öðru óbreyttu."
Valur Valsson,
aðstoðarbanka-
stjóri sagði:
„Peningalegur sparnaður hefur
farið síminnkandi á undanförnum
árum sé miðað við þjóðarfram-
leiðslu. Þannig hefur ráðstöfunar-
fé bankanna minnkað stöðugt að
tiltölu og hefur almenn lánastarf-
semi byggst í æ ríkari mæli á
erlendu fjármagni. Þá sýna töluF
um þróun innlána á vaxtaauka-
reikningum, að ávöxtunarkjör
hafa verulega þýðingu fyrir pen-
ingalegan sparnað. Með 7. kafla
laga nr. 13 frá 10. apríl 1979 um
stjórn efnahagsmála o.fl., er gerð
alvarleg tilraun til að taka á þessu
vandamáli. Verðtrygging spari-
fjár og lánsfjár, sem lögin ákveða
að skuli komin til framkvæmda
fyrir árslok 1980, stefnir að jafn-
vægi á peningamarkaðinum og á
að tryggja jákvæða ávöxtun spari-
fjár, sem bundið er til 3ja mánaða
og lengur.