Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 17
1 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ1979 17 Það er eðlilegt að nokkurs ótta gæti hjá ýmsum um afleiðingar þessarar nýju stefnu. í því sam- bandi hefur komið fram sú skoð- un, að verðtrygging á peninga- markaðinum væri í raun verð- trýgging verðbólgunnar. Hins veg- ar var orðin svo brýn nauðsyn að stöðva samdrátt peningalegs sparnaðar að ekki var öllu lengur frestað aðgerðum á því sviði. Bætt ávöxtunarkjör til hagbóta fyrir sparifjáreigendur og til að minnka eignatilfærslu milli skuldara og sparifjáreigenda er eðlilegasta leiðin í þessu skyni. Með fréttatilkynningu frá 29. maí s.l. hefur Seðlabankinn til- kynnt þá ákvörðun sína að hann muni á 3ja mánaða fresti endur- skoða ávöxtunarkjörin á þann veg, að 1. desember 1980 samsvari þau fullri verðtryggingu á sparifé, sem bundið er til 3ja mánaða eða lengur. í ákvörðun Seðlabankans gætir sjálfssagðrar varkárni enda er hér um að ræða vandasamt mál. í ýmsum atriðum eru ákvæði laganna jafnframt það fastmótuð, að með þeim er framkvæmdin ákvörðuð. Með þetta í huga kemur vaxtaákvörðun Seðlabankans ekki á óvart. Um einstök atriði fram- kvæmdarinnar má hins vegar deila og hefur nokkurrar gagnrýni þegar gætt bæði innan bankakerf- isins og utan. Fundið hefur verið að því hversu stutt skref er stigið núna. Sérstaklega á þetta við um ávöxt- unarkjör sparifjár. Frá og með 1. júní síðastliðnum er heimilt að verðtryggja lánsfé að fullu en verðtrygging innstæðufjár verður ekki komin í gagnið fyrr en að 18 mánuðum liðnum. Full ástæða er til að gefa sparifjáreigendum kost á verðtryggðum innlánsleiðum mun fyrr en nú er stefnt að, til dæmis með innlánsskírteinum. Þá hafa bankamenn gagnrýnt, að eftir 1. júní 1979 skuli öll ný lán í skuldabréfaformi, þó ekki vísi- tölulán, vera í því formi, að verðbótarþáttur vaxta leggist við höfuðstól á gjalddögum og verði hluti hans og greiðist niður á sama hátt. Tilgangur þessarar greiðsluaðferðar er að líkja eftir greiðsluferli lána með lágum vöxt- um og vísitölubindingu. Gagnrýni bankamanna hefur fyrst og fremst beinst að því, að uppfærsla verðbótarþáttar vaxta væri bæði flókin og kostnaðarsöm aðferð. Bent hefur verið á, að ná má svipuðum árangri eftir öðrum leiðum, sem þegar er nokkur reynsla af í bönkunum. Með hinni nýju vaxtatilkynn- ingu hefur Seðlabankinn opnað bönkum og sparisjóðum nýja út- lánaleið, sem er fólgin í lánum til lengri tíma með fullri verðtrygg- ingu miðað við lánskjaravísitölu. Það er tvimælalaust til mikilla bóta, en ástæða hefði verið til að veita innlánsstofnunum enn meira frelsi í vali á lánaleiðum með tilliti til þarfa einstakra lánþega. Sama má segja um innlánsform, að eðlilegt er að gefa innlánsstofn- unum kost á meira frjálsræði til að ákveða og bjóða viðskipta- mönnum nýjar innlánsleiðir. Loks hefur nokkur gagnrýni komið fram á það, hvernig standa á að ákvörðun verðbólgustigsins hverju sinni, sem lánskjaravísital- an og verðbótarþáttur munu byggjast á. Gert er ráð fyrir að þetta mat verðbólgustigs byggi annars vegar á þróun vísitalna framfærslukostnaðar og bygging- arkostnaðar síðustu 6 mánuði og hins vegar á spá Þjóðhagsstofnun- ar um breytingar þeirra næstu 6 mánuði. Reynslan hefur sýnt, að spár opinberra aðila um þróun verðbólgu eru alltaf of lágar og í sumum tilvikum verulega. Þessi aðferð gæti því seinkað raunveru- legri verðtryggingu sparifjár og jafnframt dregið úr gildi láns- kjaravísitölu í lánssamningum. Þrátt fyrir aðfinnslur um fram- kvæmd einstakra þátta verðtrygg- ingarinnar er heildarstefnan til mikilla bóta. Ekki er að vænta snöggra breytinga á peninga- markaðinum en full ástæða er til að búast við vaxandi sparnaði og þar með meira jafnvægi á mark- aðnum. Þegar áhrifa verðtrygg- ingarinnar fer hins vegar að gæta fyrir alvöru, má búast við veruleg- um breytingum á starfsemi inn- lánsstofnana og fjárfestingalána- sjóða. Það verður verkefni þessara aðila á næstu misserum að laga sig að þessum nýju viðhorfum. En hin jákvæðu áhrif verð- tryggingar á peningamarkaðinum geta stjórnvöld auðveldlega eyði- lagt, ef ekki verður á næstunni tekið til á öðrum sviðum í efna- hagslífinu. Taka verður skatta- stefnuna til gaumgæfilegrar athugunar á nýjan leik og er augljóst að verðtrygging inn- og útlána innlánsstofnana knýr á um nýja stefnumörkun á því sviði. Þá verður ekki öllu lengur vikist undan því að taka verðlagsákvarð- anir nýjum tökum. A sama hátt og nú er stefnt að verðtryggingu á peningamarkaðinum verður að stefna að verðmyndun á vörum og þjónustu, sem tekur tillit til verð- bólguaðstæðna. En í raun skiptir það tiltölulega litlu máli í barátt- unni við verðbólguna að verð- tryggja sparifé og lánsfé eða að taka tillit til verðbólguaðstæðna við ákvarðanir á sviði skattamála og verðlagsmála, ef fjármál ríkis- ins eru ekki tekin föstum tökum. Vaxandi greiðsluhalli og skulda- söfnun ríkissjóðs hefur í för með sér vaxandi verðbólgu. Þar liggur hundurinn grafinn." GreiösU Afborganlr höfuð- atóla og varó- bótaÞóttar Vaxtir Samtals graiöslur Höfuóatóll og varóbótabóttur aftir graiðalu 1000.000 höfuöstól og greiöist eins og hann. Nr. Hlutföll greiöslu Dæmi 1 Dæmi 2 (1)/(2) 1. 113.500 42.500 156.000 1021.500 1 277.500 156.000 1,78 2. 128.822 43.414 172.236 1030.580 2 259.750 172.236 1,51 3. 146.214 43.800 190.014 1023.495 3 242.000 190.014 1,27 4. 165.952 43.499 209.451 995.714 4 224.250 209.451 1,07 5. 188.356 41.318 230.674 941.780 5 206.500 230.674 0,90 6. 213.784 40.026 253.810 855.136 6 188.750 263.810 0,74 7. 242.645 36.343 278.988 727.934 7 171.000 278.988 0,61 8. 275.402 30.937 306.339 550.804 8 153.250 306.339 0,50 9. 312.581 23.409 335.990 312.581 9 135.500 335.990 0,45 10. 354.780 13.285 368.065 0 10 117.750 368.065 0,32 Þróun afborgana og vaxta í nýja vaxtakerfinu Töflur þessar, sem Seðlabankinn hefur sent frá sér sýna þróun afborgana og vaxta vaxtaaukalána miðað við 8,5% vexti og 27% verðbótabátt. Lánstími er 5 ár og greiðsla tvisvar sinnum á ári. 5 ára vaxtaaukalán, endurgreitt með jöfnum misserislegum afborgunum. Vextir 8,5% (4,25% á hálfu ári) og veröbótabáttur 27% (13,5% á hálfu ári) sem leggst við höfuðstól og greiðist eins og hann. Samanburður á endurgreiöslum tveggja 1000.000 kr. vaxtaaukalána til 5 ára, með 10 jöfnum afborgunum dæmi 1: 35,5% vextir á ári (17,75 á hálfu ári) dæmi 2: Sömu heildarvextir, en verðbótaþáttur (27% á ári, 13,5% á hálfu ári) leqqst viö þús.kr. 250- 200- 150 - 100— 50 - i 'A k m m. m p 11 I II || s Greiðslur (á föstu verðlagi lántökuársins) af tveim 1.000.000 kr. vaxtaaukalánum til 5 ára með 10 jöfnum afborgunum. Miðað er við 33% jafna verðbólgu á ári. 35,5% vextir á ári (17,5% á hálfu ári) Sömu heildarvextir, en verðbótaþáttur, 27% á ári (13,5% á hálfu ári) leggst við höfuðstól og greiðist eins og hann. □ ii II i p 1 II É m % !f I I iMi II ' ■ l|: SKS, m m I « cÆ 81 í ia . 8. 10. Nr greióslu taktu símann strax eru óóum aó fyllast - nú er um aó gera aó Spánn Júgóslavía Jamaica 8. júní - örfá sæti laus 24. júní - nokkur sæti laus júní - uppselt 22. júní - laus sæti 1. júlí - laussæti ágúst - uppselt 29. júní - laus sæti 8. júlí - laus sæti september - örfá sæti laus 6. júlí - laussæti 13. júlí - uppselt / biðlisti 15. júlí - uppselt / biðlisti Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 - símar 27077 og 28899 ib 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.