Morgunblaðið - 12.06.1979, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ1979
Sjómenn framtíðarinnar? — UnglinKar stunduðu siglinKar á Sjómannadaginn í Nauthólsvík Myndir: Kristián.
Pétur Sigurðsson, formaður Sjómannadagsráðs, afhendir Herði Kristjánssyni viðurkenningu fyrir
framúrskarandi námsárangur í Vélskólanum.
Reykjavík:
Veðurguðimir
í aðalhlutverki
HÁTÍÐAHÖLD sjómannadagsins í Reykjavík fóru fram
í Nauthólsvík eins og venja hefur verið til síðastliðin ár.
Veðurguðrirnir voru ekki aldeilis í verkfalli, veður var
afar óhagstætt til útihátíðahalda og setti það sitt mark
á hátfðahöldin. Vindur var talsverður og einnig rigndi.
Þetta olli því að þátttka í hátíðahöldunum var með allra
minnsta móti að þessu sinni.
Dagskrá hátíðahaldanna var
með hefðbundnu sniði og nægir
þar að nefna róðrakeppni, sigling-
ar og koddaslag. I róðrakeppninni
var keppt í 3 flokkum. I flokki
skipshafna voru skipverjar á
Brúarfossi fyrstir í mark en skip-
verjar á Suðurlandi komu þar á
eftir. í flokki landkrabba sigruðu
bílstjórar af Sendibílastöðinni og
er það í fjórða árið í röð, sem þeir
ná þeim árangri. Siglingamála-
stofnunin varð í öðru sæti í
þessum flokki, Hraðfrystistöðin í
þriðja sæti og BÚR tryggði sér
fjórða sess í flokki landkrabba.
Kvenþjóðin lét ekki sitt eftir
liggja og í þeirra flokki voru
valkyrjurnar frá BÚR hraðskreið-
astar en konur frá Hraðfrystistöð-
inni voru aðrar í röðinni. Sigur-
vegurum úr hverjum flokki var
afhentur farandbikar til varð-
veislu fram að næsta sjómanna-
degi.
Kappsigling seglbáta vakti
mikla athygli en fleyjunum stýrðu
ungmenni úr siglingaklúbbum í
Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og
Hafnarfirði. Sund átti að fara
fram, en einungis einn skráði sig
til keppni þannig að ekkert varð
úr. Félagar úr Sportbátaklúbbn-
um Snarfara sýndu ennfremur
báta sína.
Öldruðum sjómönnum voru síð-
an veittir heiðurspreningar Sjó-
mannadagsins og að þessu sinni
hlutu þá Óskar Guðfinnsson, há-
seti, Lýður Guðmundsson, loft-
skeytamaður, Jón Björnsson,
skiptstjóri í Ánanaustum og
Hilmar Jónsson fyrrverandi for-
maður Sjómannafélags Reykja-
víkur. Einnig var afhentur
svonefndur Fjalarbikar og kom
hann í hlut Harðar Kristjánsson-
ar fyrir framúrskarandi námsár-
angur á 3. stigi Vélskólans.
Erindi sjómannadagsins fluttu
Kjartan Jóhannsson, sjávarút-
vegsráðherra, Ingólfur Ingólfsson,
formaður Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands og Sverr-
ir Leósson, útgerðarmaður frá
Akureyri.
Framkvæmdastjóri Sjómanna-
dagsins 1979 er Garðar Þor-
steinsson og kvaðst hann vilja
skila þakklæti til allra þeirra sem
lögðu hönd á plóginn við undir-
búning sjómannadagsins.
ísafjörður:
w
Ovenju-
bað er betra að vera volkinu vanur þegar keppt er í koddaslag eins og þessi mynd Irá Þingeyri sýnir.
Ljóxm. FinnboKÍ Uermannsson.
gott sjó-
manna-
dagsveður
ÍSFIRÐINGAR hófu hátíða-
höld sín með hópsiglingu báta
á sunnudagsmorgni. Siglt var
út í ísafjarðardjúp með far-
þegana, sem voru milli 5 og 6
hundruð. Messa var í Ilnifsdal
kl. 10 en síðan var lagður
blómsveigur að minnisvarða
drukknaðra sjómanna. Safn-
ast var saman, þar sem gamla
bæjarbryggjan var áður á ísa-
firði og gengu fánaberar fyrir
fylktu liði að minnisvarða
sjómanna þar sem formaður
Sjómannadagsráðs, Kristján
J. Jónsson, lagði blómsveig.
Séra Jakob Hjálmarsson
predikaði við messu í
Isafjarðarkirkju.
Skemmtun hófst við bátahöfn-
ina kl. 14. Tveir aldnir sjómenn,
Hólmgeir Líndal Magnússon og
Jón Helgason, voru heiðraðir.
Hátíðarræðu flutti Guðjón A.
Kristjánsson, skipstjóri. Úrslit í
kappróðri urðu þau að í flokki
skipshafna sigraði Víkingur III,
en Björgunarsveitin Skutull í
flokki landkrabba. í kvennaflokki
sigraði harðsnúið lið frá Hrað-
frystihúsinu Norðurtanga, og er
þetta í þriðja sinn í röð, sem það
gengur með sigur af hólmi. Sigur-
vegari í kappbeitingu varð Sævar
Gestsson, landmaður á vélbátnum
Orra.
I fyrsta skipti fór nú fram á
Isafirði sportbátakeppni og voru 9
bátar skráðir til leiks. Fyrstur í
þessari keppni var bátur undir
stjórn Eiríks Kristóferssonar og
Einars Vals Kristjánssonar.
Björgunarsveitin Skutull sýndi