Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBJLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12.-JUNÍ 1979 21 1. deild í kvöld: Stórleikir TVEIR stórleikir íara í kvöld fram í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Valur fær ÍBV í heimsókn á Laugardalsvöllinn, en á Hvaleyrarholtsvellinum eigast við Haukar og IA. Leikur Vals og ÍBV hefst klukkan 20.00. Valsmenn hafa ekki verið eins sannfærandi í sumar og oft áður, ÍBV hefur gengið upp og ofan og er því ekki gott að spá um úrslit þessa leiks. ÍA ætti hins vegar að teljast sigurstranglegra liðið í Hafnarfjarðarleiknum. Haukar eru enn án stiga og virðast ekki líklegir til að hreppa mörg stig. Skagamenn hafa hins vegar reynst drjúgir í stigaöfluninni og ættu að vinna örugglega. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Þá fer fram einn leikur í bikarkeppni KSÍ á Þórsvellinum á Akureyri, Þór mætir HSÞ klukkan 20.00. Sigurður sigldi fram úr Sveini DUNLOP-KEPPNIN í golfi fór fram á Leiruvellinum um helg- ina í frekar leiðinlegu veðri. Er ekki spurning, að rigningin hafði mikil áhrif á getu og frammistöðu keppenda. Keppn- in var þó nokkuð spennandi, einkum þar sem allt fram á síðustu holu virtist sigurinn blasa við Svcini Sigurbergssyni. Honum varð hins vegar illa á f messunni og þurfi 7 högg (á 4 par holu) til að ljúka sér af og það notfærðu sér 4 aðrir keppendur til þess að skjótast fram úr honum. Sigurður Ilaf- steinsson stóð uppi sem sigur- vegari, sló samtals 152 högg. Sigurður var einn hinna fjög- urra sem fram úr Sveini skaust á lokasprettinum. Sigurður hafði reyndar forystuna ásamt Þor- birni Kjærbo eftir fyrri keppnis- daginn, en báðir léku þá á 75 höggum. Þorbjörn dróst hins vegar dálítið aftur úr og varð að láta sér lynda fjórða sætið á 155 höggum. Jafnir í 2.-3. sæti urðu þeir Barry Lane, sem keppti sem gestur, og Sigurður Pétursson, sem léku á 153 höggum hvor. Sveinn Sigurbergsson hafnaði því í fimmta sæti með 156 högg, en Björgvin Þorsteinsson virðist vera að ná sér á strik, hafnaði í sjötta sætinu með 156 högg, rétt eins og Sveinn. Gunnar Schram sigraði í keppninni með forgjöf, með 138 högg nettó, 23 í forgjöf. Ægir Magnússon kom þar næst með 143 högg nettó, 22 í forgjöf. í þriðja sætinu var Jóhann Jósepsson með 145 högg, 6 í forgjöf. Mót þetta gaf stig til landsliðs, en það verður væntanlega valið á næstunni af einvaldinum Kjart- ani L. Pálssyni. • Sigurvegarinn í Dunlop keppninni í golfi var Sigurður Hafsteinsson, sem lék á 152 höggum. Hér mundar Sigurður golfkylfuna. # íslensku landsliðsmennirnir fagna ákaft marki Janusar Guðl- augssonar f landsleiknum við Sviss. Sjá á bls 24—25. Ljósmynd RAX. 12.000 á vellinum ALLS greiddu 10469 aðgang að landsleiknum í knattspyrnu á laugardaginn. Og ekki er frá- leitt að álíta að um 12.000 manns hafi verið á vellinum þar sem margir fá boðsmiða. Frið- jón Friðjónsson gjaldkeri KSÍ sagði eftir leikinn að hann væri mjög ánægður með aðsóknina sem gæfi um 16 milljónir í brúttótekjur. Kostnaðurinn við báða leik- ina við Sviss eru um 10,7 milljónir þannig að nokkur hagnaður verður. Staðan í riðlinum er nú þeNxi: Holland 5 4 0 1 11:2 8 Pólland 4 3 0 1 7:2 6 A-býskaland 4 3 0 1 7:5 6 Sviss 6 2 0 4 6:11 4 ísland 5 0 0 5 2:12 0 - þr- • Pétur Pétursson fagnar marki sínu með Teiti, sem liggur á sem missti boltann. jörðinni ásamt markverðinum, Ljósmynd Emilfa. „Markið var i alla staði löglegt' — MARKIÐ var að öllu leyti löglegt. sem ég skoraði, sagði Pétur Pétursson. þegar blm. Mb. spurði hann um markið. — Markvörðurinn náði ekki að halda föstu skoti Ásgeirs og missti boltann frá sér. Ég var heilan metra frá markmannin- um, þcgar ég náði að sparka boltanum í netið, og kom ekki við markmanninn. Þetta voru mikil mistök hjá dómaranum. Markið var 1 alía staði löglegt. Mér fannst vanta allan samleik í liðið hjá okkur. Þetta voru tómar kýlingar fram völlinn og vont fyrir okkur í framlínunni að ná boltunum. Þá fékk ég ekki boltann langtimum saman í síðari hálfleiknum. Hann var alltaf hægra megin. Það var slæmt að tapa þessum leik. Ilann átti að vinnast. Slagur er Bayern sigraói Hamburger MARGIR slösuðust, sumir al- varlega, og leikmönnum var bjargað burt af vellinum með þyrlum,, er nýja meistaraliðið Hamburger SV lék sinn síðasta leik á keppnistfmabilinu. Það var gegn Bayern á heimavelli þess. Bayern sigraði 2—1 og brutust þá út logandi áflog um allan völl og þúsundir manna ruddu sér braut inn á leikvang- inn. Alls voru rúmlega 60.000 manns á vellinum og var laus- lega áætlað að þriðjungur þess skara hefði ruðst inn á völlinn. Leikurinn út af fyrir sig var góður, Keegan skoraði fyrir Hamburger, en Janzon og Rummenigge svöruðu fyrir Bayern. Stuttgart mjakaði sér nær Hamburger með yfirburðasigri sínum, 7—1, á útivelli gegn Darmstadt. Olicher skoraði þrí- vegis, Dieter Höness tvö, Hans Muller og Georg Volkert hvor sitt. Köln lauk keppnistímabil- inu vel, tryggði sér UEFA-sæti eftir að hafa verið í fallbarátt- unni lengi framan af vetri. Liðið vann Herthu Berlin örugglega 3—1, Zimmermann, Okudera og Littbarski skoruðu mörk liðsins, Kremer svaraði fyrir Herthu. Aðrir leikir voru þessir: Bruns- wick 2 (Popivoda og Hand- schue)—Schalke 04 l(Fischer) Kaiserslautern—1 (Schwarz) — Bochum l(Abel). Nurnberg 2 (Schnieder og Teuber) — Werder Bremen 2(Röber og Lint) Dusseldorf 3(K Allofs 2, Schmitz) — Mönch.gladvach 3(Simonsen, Danner 2) Dort- mund 2(Segler og Voege)—Biele- feldt 0 Duisburg 0—Frankfurt 2(Pezzey og Schaub). Manfred Kaltz átti góðan leik með liði sínu Ilamburg SV um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.