Morgunblaðið - 12.06.1979, Side 23
23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1979
KR —
Víkingur
ÞAÐ VAR lánleysi yíir Víkings-
liðinu í knattspyrnu í gærkveldi
er þeir töpuðu 1—0 íyrir KR í
íslandsmótinu er hálfgert slysa-
mark á 49 minútu leiksins gerði
út um leikinn. Sigurður Indriða-
son skaut háum bolta inn í
vítateig Víkings utan af kanti og
boltinn fór yfir Diðrik markvörð,
hafnaði á stönginni fjær innan-
verðri og þaðan í bak Diðriks og í
netið. Var þetta eina mark leiks-
ins, því að þrátt fyrir nokkur
allgóð tækifæri hjá báðum liðum
tókst leikmönnum ekki að koma
boltanum oítar í netið.
Lítið um tækifæri
í fyrri hálfleik
Fyrri hálfleikur var frekar
daufur á að horfa, lengst af var
mikið um miðjuþóf, og liðunum
gekk illa að ná upp samleik.
Víkingar voru þó fyrri til að skapa
sér færi og á 1. mínútu leiksins
náðu þeir góðri sókn sem endaði
með hörkuskoti frá Hinrik,
Magnús varði en hélt ekki boltan-
um og missti hann frá sér en varð
fyrri til að ná honum aftur, áður
en framlínumenn Víkings komust
að. Það er svo ekki fyrr en á 20
mínútu leiksins að Lárus
Guðmundsson, sem kom inn á sem
varamaður fyrir Óskar Tómasson
sem meiddist í hné, átti gott
tækifæri er hann komst einn í
gegnum vörn KR-inga. Magnús
hljóp vel út á móti, og náði að
trufla Lárus sem skaut framhjá. í
lok hálfleiksins áttj svo Sigurður
Indriðason gott tækifæri en var of
seinn að ná til boltans.
Lifnar yfir leiknum
í síðari hálfleiknum lifnaði yfir
leiknum og liðin virtust finna sig
betur. Á fjórðu mínútu síðari
hálfleiks fær Sigurður Indriðason
góða sendingu út á kantinn og
brunar upp völlinn. Þegar hann er
kominn á móts við hliðarlínu
vítateigsins sendir hann fyrir
markið háan bolta sem fór yfir
Diðrik í markinu og í innanverða
stöngina og í bak Diðriks, sem
virtist ekki reikna með boltanum,
og hrökk svo í netið. Sannkallað
slysamark. Reyndist þetta sigur-
mark leiksins.
Við markið lifnaði verulega yfir
Víkingum sem sóttu nú ákaft og
áttu tvö góð tækifæri. Það fyrra
kom á 51. mínútu er Lárus
Guðmundsson skaut þrumuskoti
af um 25 metra færi, og sleikti
boltinn þverslána í orðsins fyllstu
merkingu. Tveimur mínútum síð-
ar átti svo Heimir Karlsson mjög
svipað skot af löngu færi, og enn á
ný smaug boltinn yfir þverslána.
Er óhætt að segja að KR-ingar
hafi þarna sloppið með skrekkinn.
Sóttu nú liðin sitt á hvað og var
barist um hvern bolta. Heldur var
Pierre Robcrt bikar.
meiri broddur í sókn KR en þeim
gekk illa að nýta tækifæri sín. Á
14. mínútu bregst Sigurði Indriða
illa bogalistin er hann fær fyrir-
gjöf og er einn fyrir opnu marki.
Jón Oddsson kemst í gott færi á
29. mínútu en skýtur yfir. Og á 31.
mínútu er Sverrir Herbertsson í
opnu færi eftir fyrirgjöf Jóns en
hann hittir ekki boltann.
I lok leiksins pressuðu Víkingar
ákaft. Heimir Karlsson skallaði
rétt framhjá á 40. mínútu og
Hinrik Þórhallsson komst í gegn
um vörn KR á 43. mínútu en ávallt
vantaði herslumuninn.
Jafnræði með liðunum
Þegar litið er á liðin er ekki
hægt að segja annað en að jafn-
ræði hafi verið með þeim. KR-liðið
barðist þó öllu betur og gafst
aldrei upp. En hjá Víkingum var á
stundum eins og gætti vonleysis.
I liði Víkings var Sigurlás best-
ur þrátt fyrir að hann léki meidd-
ur, og var greinlegt að meiðslin
háðu honum. Þá var Lárus
Guðmundsson góður og víst er að
hann á framtíðina fyrir sér í
íþróttinni. Hann er lipur með
boltann og hefur mjög gott auga
• Gullið tækifæri rennur út í sandinn, þar sem Sverrir Herbertsson hittir ekki knöttinn í algeru
dauðaíæri.
Ljósm. Kristinn.
Slysamark færði
KR-ingum sigur
fyrir samleik. Varnarleikur Vík-
ings var ekki alveg nægilega
öruggur i leiknum, vantaði meiri
festu í hann. Sóknarleikurinn var
á köflum ágætur, en datt svo niður
á milli. Hið unga lið KR barðist
vel í leiknum og gafst aldrei upp.
Og baráttan fleytir mönnum langt
í öllum íþróttagreinum. Bestur hjá
KR var Sigurður Pétursson sem er
ódrepandi baráttujaxl sem gefur
ekkert eftir, þá áttu Sigurður
Indriðason Jón Oddsson góða
spretti. Og mikil ógnun er af því
hversu sprettharður Jón er.
Magnús reyndist nokkuð öruggur í
markinu og greip ávallt vel inn í
leikinn.
í stuttu máli: íslandsmótið 1.
deild Laugardalsvöllur 11. júní
Víkingur — KR 0—1. (0—0).
Mark KR. Sigurður Indriðason á
49. mínútu.
Gult spjald. Ragnar Gíslason
Víkingi.
Áhorfendur 506.
Dómari Sævar Jónsson.
- þr.
Heimsmet í
boðhlaupi
AUSTUR-þýskt boðhlaupslið
kvenna setti nýtt heimsmet í
4x100 metra boðhlaupi ó móti í
Karl Marx Stadt um helgina. Fór
þar fram landskeppni við
Kanada. Mettíminn var 42,09
sekúndur, en gamla metið átti
Austur-Þýskaiand einnig, 42,27
sekúndur.
Austur-þýsku sveitina skipuðu
um helgina þær Marita Koch,
Romy Schneider, Ingrid Auers-
wald og Marlies Göhr.
Frestað
Elnkunnagjfifin
^ ■ :.. ''_'' _______:___________ '
KR: Magnús Guðmundsson 2, Guðjón Hilmarsson 2, Sigurður Pétursson 3,
Jósteinn Einarsson 1, Börkur Ingvarsson 2, Örn Guðmundsson 2, Vilhelm
Fredriksen 2, Jón Oddsson 2, Birgir Guðjónsson 2, Sæbjörn Guömundsson 2,
Sigurður Indriðason 3, Sverrir Herbertsson (VM) 2, Elías Guðmundsson (VM)
2.
Víkingur: Diðrik Ólafsson 2, Ragnar Gíslason 2, Magnús Þorvaldsson 1,
Jóhannes Báröarson 2, Róbert Agnarsson 2, Gunnar Örn kristjánsson 2,
Heimir Karlsson 2, Ómar Torfason 2, Sigurlás Þorleifsson 3, Hinrik
Þórhallsson 2, Óskar Tómasson 1, Lárus Guðmundsson (Vm) 3.
Dómari: Sævar Jónsson 2.
Lið KA: Aöalsteinn Jóhannsson 1, Steinþór Þórarinsson 2, Gunnar Gíslason
3, Einar Þórhallsson 3, Haraldur Haraldsson 2, Ásbjörn Björnsson 1, Óskar
Ingimundarson 1, Njáll 2, Gunnar Blöndal 2, Jóhann Jakobsson 1, Elmar
Geirsson 3.
Lið Þróttar: Ólafur Ólafsson 2, Rúnar Sverrisson 1, Úlfar Hróarsson 2,
Jóhann Hreiðarsson 2, Sverrir Einarsson 2, Halldór Arason 2, Daði Harðarson
2, Sverrir Brynjólfsson 2, Baldur Hannesson 2, Ágúst Hauksson 2, Ársæll
Kristjansson 3, Þorgeir Þorgeirsson (vm) 1, Ásgeir Árnason (vm)1.
LEIK ÍBK og Fram, sem leika
átti í Keflavík í 1. dcild í
gærkvöldi, var frestað. Gras-
völlurinn í bænum hefur verið
eins og svampur í vætunni, en
malarvöllurinn slíkt forað, að
ekki er út á hann hægt að fara,
hvað þá að leika mikilvægan
leik í 1. deild.
Real og Sevilla
gerðu það gott
REAL Madrid og Sevilla tryggðu sæti sín í undanúrslitum spænsku
bikarkeppninnar í knattspyrnu um helgina. Leikið er heima og
heiman í keppni þcssari á Spáni og var hér um síðari viðureignir að
ræða. Úrslit leikjanna urðu sem hér segir, en innan sviga fylgja úrslit
úr fyrri viðureignum félaganna.
Zaragoza — Real Madrid 1—0 (0—2)
Santander — Sevilla 0—2 (1—2)
Eftir eiga að leika Valencia og Alves annars vegar og Osasuna og
Pamplona hins vegar. Valencia hefur þegar unnið 1—0 á útivclli og
fer að öllum líkindum áfram, Pamploid vann fyrri leik sinn gegn
Osasuna 2—0 og Iék á hcimavelli. Fyrri leikurinn í undanúrslitunum
fer fram næstkomandi sunnudag, Real Madrid mætir þá Sevilla.
GOLFMÓT blaðamanna fór fram siðastliðin föstudag. Þar var keppt í
þremur flokkum, meistaraflokki, 1. flokki og 2. flokki. Voru
snilldarbrögð framin á leikvellinum, ekki síst í 2. flokki, þar sem
Bjarnleifur Bjarnleifsson fór 9 holur á 93 höggum.
Sigurvegari í meistaraflokki var Kjartan L. Pálsson, Rúnar
Gunnarsson sigraði í 1. flokki og Sigtryggur Sigtryggsson í 2. flokki.
A myndinni eru flestir keppenda, en það var Saab-umboðið á íslandi,
Töggur hf„ sem stóð fyrir mótinu. Ljósm: SÞ.