Morgunblaðið - 12.06.1979, Side 24

Morgunblaðið - 12.06.1979, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ1979 íslensk forysta dugði skammt Tvo gjafamork urðu íslandi að falli ísland «daÉ% Sviss lmáL ÍSLENDINGAR töpuðu í annað skiptið á skömmum tíma fyrir írekar slöku landsliði Svisslendinga í landsleik í knattspyrnu á Laujíardalsvellinum á laugardaginn. Tvö mörk með 4 mínútna millibili, það síðara eftir slæm varnarmistök, sáu um það. Janus Guðlaugsson bak- vörður íslenska landsliðs- ins hóf góða sóknarlotu á miðjum eigin vallar- helmingi og lauk henni með þrumugóðu marki eftir myndarlegan samleik við Arnór Guðjohnsen. Sannarlega vonbrigði eftir þær vonir sem bundnar höfðu verið við landsliðið fyrir leikinn, því að nú var sannarlega möguleiki á sigri í landsleik. Það segir kannski margt um breytta tíma, að íslenskt landslið skuli mæta landsliði aí meginlandi Evrópu og al- menningur beinlínis krefjast sigurs. En ís- Ienska landsliðinu hæfir ekki að reiknað sé með sigrum og þess það leikur leikur gjarnan best, er minnst er reiknað með af því. Eftir tap gegn Sviss með sterkasta landsliði sem hægt er að tefla fram íslensku, verða gerðar minni og raunhæfari kröí- ur. Sviss vann sem sé 2—1, staðan í hálfleik var 0—0. Einstefna í fyrri hálfleik Dagskipunin til íslensku lands- liðsmannanna var að sögn sóknar- leikur og aftur sóknrleikur. Sú var einnig raunin í fyrri hálfleik og í 45 mínútur áttu Svisslendingar ekki eitt einasta skot á íslenska markið sem heitiö gat því nafni. Á hinn bóginn voru Islendingar óheppnir að skora ekki fleiri en eitt. íslendingar voru strax í upphafi hvassari í ieik sínum, Svisslendingarnir voru nettir með knöttinn sem fyrr, en lengra náði það ekki hjá þeim, ekki nokkur skapaður hlutur kom út úr spili þeirra. Þversláin bjargar Sviss Fyrsta og eitt hættulegasta augnablikið við mark Sviss kom þegar á 7. mínútu en þá tók Arnór Guðjohnsen hornspyrnu frá hægri. Var hún baneitruð og skrúfaðist í átt að horninu fjær með markvörðinn á harðahlaup- um eftir skógarferð á móti knettinum. Honum tókst þó að slæma hendinni í knöttinn og stýra honum í þverslána. Þar tók varla betra við, því að knötturinn hrökk af svissneskum varnar- manni og tók enn stefnuna í netið, þar til að þriðja Svisslendinginn bar að og tókst honum að bjarga í horn. Var um þessar mundir mikill darraðardans í svissneska vítateignum og hver hornspyrnan rak aðra. Pétur skorar . . . eða hvað? Aðeins fjórum mínútum síðar lá knötturinn í svissneska netinu. Aukaspyrnu Ásgeirs Sigurvins- sonar rétt utan vítateigs varði Berbig markvörður, en hann missti knöttinn frá sér, Teitur sótti að honum, knötturinn hrökk til Péturs Péturssonar, sem þrum- aði honum í netið. Mark? Nei, írski dómarinn taldi Teit hafa sparkað knettinum úr höndum Berbigs og dæmdi markið því ógilt. Sýndist sitt hverjum um þann úrskurð. fslensk sókn, en bitlítil Islenska liðið sótti enn án afláts og hafði algerlega undirtökin í leiknum. En þrátt fyrir mikla og góða baráttu framlínumannanna, einkum þó Teits Þórðarsonar, voru virkilega góð tækifæri af skornum skammti. Það voru einkum nokkuð þrælgóð langskot sem hrelldu Berbig. Það besta kom á 15. mínútu og það átti Atli Eðvaldsson eftir góða skallasend- ingu Ásgeirs Sigurvinssonar. Fór skot Atla naumlega fram hjá. Mínútu síðar sló Berbig langskot Atla yfir, en var þó lítil hætta á ferðum. Bæði Arnór og Ásgeir áttu góð langskot sem fóru naum- lega fram hjá, á 29. og 44. mínútu, en á 30. mínútu skaut Teitur einnig fram hjá eftir sendingu Atla. Úr stúkunni að sjá var Atli þó í mun betra færi en Teitur og hefði betur skotið sjálfur. Svisslendingar hressari, ísland skorar Svisslendingar mættu áberandi hressari til leiks í síðari hálfleik enda sennilega nýbúnir að hlýða á reiöilestur Leons Walker, hins snjalla þjálfara síns. Strax á 2. mínútunni áttu þeir t.d. sitt fyrsta meiriháttar markskot. Það átti hinn skemmtilegi og smávaxni bakvöröur liðsins, Jakob Brechbuhl. Þorsteinn Ólafsson varöi hins vegar af öryggi. Margir í stúkunni andvörpuðu mæöulega, greinilega smeykir um að nú væri að sækja í sama farveg og í Bern á dögunum', þegar íslenska liðið féll saman í síðari hálfleik eftir stór- góða frammistöðu í þeim fyrri . . . Janus á íerðinni . . . en andvörpin breyttust í tryllingsleg gleðióp 3 mínútum síðar, enda lá þá knötturinn í neti Sviss og nú var markið fullkom- lega löglegt og auk þess gull- fallegt. Janus Guölaugsson fékk þá knöttinn á miðjum eigin vallar- helmingi, brunaði upp völlinn, svissneskur varnarmaður sat eftir og Janus sendi knöttinn til hægri á Arnór rétt utan við vítateiginn. Arnór gerði þar fallega hluti með knöttinn, lék á svissneskan varnarmann og prjónaði sig inn í vítateiginn. Janus hafði hlaupið í eyðu og það sá Arnór, hann sendi hárnákvæma sendingu til Janusar, sem tók knöttinn niður, sneri sér við og skoraði með föstu skoti neðst í markhornið, 1—0 fyrir ísland! Veilurnar koma í ljós Með mark í pokahorninu og sigurinn því í sjónmáli, einkum þar sem svisslendingar höfðu enn ekki fundið umtalsverða smugu á vörninni, vonuðu allir, að íslensku leikmennirnir bættu jafnvel öðru við eða a.m.k. að þeir héngu í þessu eina. Nú tók hins vegar að gæta mikils taugaóstyrks. Ekki bætti úr skák, að þó að leikur íslenska liðsins hefði til þessa verið mjög góður, voru samt nokkrir leikmenn sem voru mjög slakir og fundu sig aldrei, einkum þó þeir Ásgeir Sigurvinsson og Guðmundur Þorbjörnsson. Sókn Svisslendinga þyngdist og mark lá í loftinu, þó að færin létu á sér standa fyrst um sinn. Góð mörk, en slysaleg Svisslendingar þurftu reyndar ekki að bíða lengi. Á 58. og 62. mínútu skoruðu þeir mörkin sem færðu þeim sigur. Bæði voru þau mjög glæsileg, en frá sjónarhóli íslendinganna hefðu þau aldrei átt að koma. Fyrst skoraði Raymondo Ponte, Glaude Andrey tók þá hornspyrnu frá hægri, Ponte náði knettinum inni í teign- um, var að væflast með hann án þess að Islendingarnir næðu að hreinsa frá, síðan sneri hann sér skyndilega við og þrumaði knettinum upp í þaknetið, 1—0. 4 mínútum síðar vippaði Ponte knettinum fram að vítateigslínu íslands og þar stóö Heinz Her- mann. Var hann iátinn gersam- lega afskiptalaus við það að leggja knöttinn fyrir sig og spyrna hon- um glæsilega í netið, eftir að hafa skollið bæði í þverslá og stöng, 2-1. Einkennilegur dómur Eftir að hafa náð forystunni, drógu Svisslendingar sig í vörn og áttu ekki skot á mark eftir það, frekar en allan fyrri hálfleik. íslendingar náðu því undir- tökunum á ný, þó aldrei næðu þeir að sýna svipaðan leik og í fyrri hálfleik. Aðeins 5 mínútum eftir síðara mark Sviss átti sér þó stað einkennilegt atvik. ísland hefði átt að skora, en fljótfærnisleg dómgæsla kom í veg fyrir það. Arnór var að kljást við svissnesk- an varnarmann úti við endalínu hægra megin, lék síðan á hann, sendi á Teit dauðafrían, Teitur renndi áfram á Pétur sem skoraði í tómt markið. En dómarinn kvað þá upp þann úrskurð, að knöttur- inn hefði farið aftur fyrir enda- mörk áður en Arnor kom honum fyrir markið. Þessu voru íslenskir áhorfendur ósammála, einnig þegar dómarinn dæmdi ekkert þegar svissneskur varnarmaður handlék knöttinn seint í síðari hálfleik, né þegar Pétri var gróf- lega hrint aftan frá inni í vítateig Sviss á 39. mínútu fyrri hálfleiks. Teitur út af Á 70. mínútu skipti Árni Sveins- son við Guðmund Þorbjörnsson, Guðmundur hafði aldrei fundið sig í leiknum og Árni sýndi einnig frekar lítið. Umdeildari skipting átti sér hins vegar stað á 77. mínútu. Karl Þórðarson kom þá inn á, ekkert út á það að setj.a, en Youri kippti Teiti Þórðarsyni út af í hans stað og áttu áhorfendur varla til krónu. Teitur hafði nefni- lega leikið einn sinn besta lands- leik fyrr og síðar, sjálfur var hann greinilega undrandi. Youri færði þá Atla fram og Karl á miðjuna í hans stað Atli átti síðan síðasta færi íslands á að jafna, komst einn í gegn eftir undirbúning Arnórs, en Berbig truflaði hann með góðu úthlaupi og Atli lyfti yfir þverslána. Síðan fjaraði leikurinn út, en áhorfendur voru löngu farnir að streyma vonsvikn- ir af hólmi. Margir góðir, aðrir ekki eins íslenska liðið átti misjafnan dag. Liðið lék eins og það best getur í fyrri hálfleik og vantaði þá aðeins herslumúninn að mörkin fylgdu eftir. Eftir mark Janusar kom lognmollutímabil, sem lauk stundvíslega þegar Svisslendingar höfðu svarað marki Janusar með tveimur. Bestu menn íslenska liðsins voru Atli Eðvaldsson, sem vex með hverjum leik, Teitur Þórðarson, Arnþór Guðjohnsen og Janus Guðlaugsson. Það getur ekki verið langt í að einhvert stórfélagið tryggi sér Atla, það yrðu góð kaup. Arnór vah viðriðinn flestar hættulegustu sóknaraðgerðir íslands, svo og Teitur, sem aldrei hefur verið jafn frískur með íslenska landsliðinu. Voru menn hneykslaðir þegar Youri tók þá ákvörðun að skipta honum út af, ýmsir hefðu frekar mátt fjúka. I markinu stóð Þorsteinn Ólafs- son, hann verður ekki sakaður um mörkin, aðrir hafa þau á samvisk- unni, og hann stóð sig nánast lýtalaust. í vörninni voru Marteinn og Jóhannes slakari en við eigum að venjast, einkum þó Jóhannes, sem orðinn er býsna þungur. Þeir voru ekki lélegir, en ekki eins góðir þó og oftast áður. Janus var mjög sterkur í stöðu hægri bakvarðar og Trausti stóð fyrir sínu vinstra megin, án þess þó að sýna neinn stórleik. Fram- línunnar er þegar að nokkru leyti getið, Teitur og Arnór voru spræk- ir, en minna bar á Pétri. Það má hins vegar segja Pétri til uppbót- ar, að sárasjaldan fékk hann sendingar sem hann gat moðað eitthvað úr, hánn er ekki leikmað- ur sem gerir hluti upp á eigin spýtur og ef hann á að gera eitthvað af viti, verður að láta hann fá boltann fyrst. Árni Sveinsson kom sem fyrr segir inn á fyrir Guðmund Þorbjörnsson á 71. mínútu, en áorkaði litlu. Karl Þórðarson kom inn fyrir Teit á 77. mínútu og gildir sama um hann og sagt var um Árna, enda lítill tími til stefnu hjá þeim báðum. Svisslendingarnir „tekniskir‘‘ Svissneska liðið er algert meðal- lið, markvörðurinn Berbig var taugaóstyrkur framan af, vörnin var ekki meira en þokkaleg og sóknarleikurinn með öllu bitlaus. Leikmenn liðsins eru allir gæddir góðri knattmeðferð, en nákvæm- lega ekkert kom lengst af út úr leik liðsins, annað en laglegar leikfléttur sem allar runnu út í sandinn við vítateigslínunna. Það er leitt að sterkasta lið sem ísland getur teflt fram skuli ekki vera fært um að rassskella lið ekki sterkara en það svissneska. Dómari var Farrel frá írska fríríkinu og dæmdi hann þokka- lega lengst af, þó voru nokkur umdeild atvik þar sem Sviss- lendingar högnuðust se^ hinn brotlegi aðili. — gg- 'J • Janus Guðlaugsson snýr sér vii íslandi. T.h. á myndinni er Jakob • Farrell dómari. „Svara ekki spurningum“ — Ég hef ekki leyfi til að svara spurningum eftir leikinn. Svo mælti írski dómarinn Farell við blaðamcnn, cr ætlunin var að fá svar við því hvers vegna hann héfði dæmt af mark Péturs Péturssonar. Reglur UEFA leyfa það ekki, að rætt sé við blaða- menn eftir leiki. Og þar við sat þótt hart væri gengið að Farell að svara spurningum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.