Morgunblaðið - 12.06.1979, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1979
Barnaárs-
sjóður
FYRIRTÆKIÐ Gullkistan í
Reykjavík heíur stufnað
Barnaárssjóð til hjálpar þeim,
sem stuðla að uppeldi, hjálp og
fræðslu þcirra barna, er þurfa
sérstakrar aðstoðar við.
Fjáröflun sjóðsins verður
þannig háttað, að í hann renn-
ur ákveðin upphæð af hverjum
seldum hlut með barnaárs-
merkinu. sem fyrirtækið lætur
framleiða til ágóða fyrir sjóð-
inn.
Framleidd verða hálsmen og
prjónar úr silfri, sem nú eru að
koma á markaðinn. Einnig
koma síðar á árinu veggplattar
úr postulíni, teiknaðir af Egg-
erti Guðmundssyni listmálara
og unnir hjá postulínsverk-
smiðjunni Fúrstenberg í Þýzka-
landi. Þangað til þeir koma
verður hægt að fá gjafakort.
Gullkista hefur fengið leyfi
framkvæmdanefndar barnaárs
til að nota merki barnaársins á
þessa hluti til ágóða fyrir sjóð-
inn. Síðar á árinu verður svo
úthlutað úr þessum sjóði.
Iðnskóli
Akureyrar
brautskráir
119iðnnema
IÐNSKÓLANUM á Akureyri
var slitið 31. maí s.l. í sal
Iðnskólans. Þetta er 74. árið
frá upphafi skólans. I upp-
hafi máls síns gerði Aðalgeir
Pálsson skólastjóri grein
fyrir vetrarstarfinu. í skólan-
um voru 253 nemar, þar af
180 konur og 11 nemar utan
skóla en þreyttu próf í ein-
stökum greinum. Bekkjar-
deildir voru 19, þó kennt
sam.an að hluta. Húsasmiðir
voru flestir eða 38, bifvéla-
virkjar 22, ketil- og plötu;
smiðir 17, en aðrir færri. í
fyrsta skipti fengu málara-
nemar verknámskennslu.
Af brottskráðum nemum
voru húsasmiðir 31 og bifvéla-
virkjar 17. 7 luku rafsuðunámi
sem er tveggja ára iðjunám.
Hæstu einkunnir á brottfarar-
prófi hlutu Elín Gísladóttir,
nemi í húsgagnasmíði, 9,1, og
Ólöf Tryggvadóttir, nemi í
bifvélavirkjun, 9,0. Fastráðnir
kennarar við skólann voru 13
og stundakennarar15.
Um nýjungar í skólanum á
næsta vetri er það helst að
segja, að boðið verður upp á
meistaraskóla í byggingariðn-
aði, þ.e. vegna þeirra sem
stefna að löggildingu bygging-
arnefnda. Einnig verður
tækniteiknunarskóli starf-
ræktur ef næg þátttaka fæst.
Ellert B. Schram, alþingismaður:
Endurskoðun meiðyrðalöggjaíar
ALÞINGI samþykkti sl. miðvikudag þingsályktun, sem felur
rikisstjórninni að láta fram fara endurskoðun á löggjöf um
ærumeiðingar. Tillagan var samþykkt að viðhöfðu nafnakalli með
55 atkvæðum gegn 1 (Finns Torfa Stefánssonar), 1 sat hjá
(Vilmundur Gylfason) og þrír vóru fjarverandi.
Ellert B. Schram (S) flutti við aðra umræðu málsins eftirfarandi
þingræðu, þar sem gerð er grein fyrir afstöðu þingmanna
Sjálfsteeðisflokksins. Ilonum fórust m.a. svo orð:
Eg á sæti í hv. allsherjarnefnd
og skrifa undir þetta nefndarálit
þar sem mælt er með samþykkt
þeirrar tillögu, að endurskoðun
meiðyrðalöggjafar fari fram, en
ég tel nauðsynlegt að gera grein
fyrir afstöðu minni og koma í
veg fyrir hugsanlegan misskiln-
ing um það, að ég sé með þessu
að taka undir þá röksemda-
færslu, sem fram kemur í grein-
argerð með nefndri tillögu til
þingsályktunar eða taka undir
þau ummæli, sem fram komu í
ræðu framsögumanns með þessu
máli á sínum tíma. Bæði í
greinargerð og í framsögunni
var vísað til svokallaðra
VL-málaferla sem forsendu fyrir
því, að nauðsynlegt væri að
endurskoða löggjöf um æru-
meiðingar. En eins og allir vita
eru tildrög þeirra mála þau, að
vegna einarðrar og afdráttar-
lausrar skoðunar nokkurra
manna á varnarmálum og
öryggismálum og forystu þeirra
í því að efna til undirskrifta-
söfnunar, þá voru þeir bornir
svívirðingum, fúkyrðum og jafn-
vel landráðum með svo blygðun-
arlausum hætti, að fá dæmi eru
til um slíkt hér á landi.
Þessir menn áttu ekki annarra
kosta völ til þess að verja æru
sína en að höfða mál til að fá
ummæli í þeirrar garð gerð
dæmd dauð og ómerk. Þetta
svokallaða VL-mál er því engan
vegin tilefni til þess að endur-
skoða löggjöf um ærumeiðingar,
en það mál er þó frekar til þess
fallið að vekja upp umræðu um
æruna sem slíka og reyna þá að
haga löggjöf þannig, að hver sem
er geti ekki svívirt æru annarra
manna. Löggjöfin og siðgæðis-
verðir þjóðarinnar eiga miklu
fremur að vernda æru en að tala
um að breyta löggjöf til þess að
auðvelda ómerkilegum og lítil-
sigldum blöðum eða einstakling-
um að svipta menn æru fyrir það
eitt að hafa skoðun.
í framsögu með þessari tillögu
tók hv. flutningsmaður, Svava
Jakobsdóttir, þannig til orða, að
tjáningarfrelsi ætti að sitja í
fyrirrúmi og smásmuguleg
vernd ærunnar ætti að víkja,
eins og hún tók til orða. Þessum
ummælum hafna ég algerlega.
Tjáningarfrelsið er varið samkv.
stjórnarskrá en menn verða
auðvitað að vera ábyrgir orða
sinna og ég vil fyrir mitt leyti
standa vörð um æru manna,
þvíað hún er jafn mikilvæg eins
og tjáningarfrelsið.
í þessu sambandi, herra for-
seti, vildi ég vitna til þess að í
þingsályktunartillögu, sem sam-
þykkt hefur verið hér á hinu háa
Alþingi um aðild Islands að
alþjóðasamningi um mann-
réttindi segir svo í 19. gr.: „Allir
skulu eiga rétt á að ráða skoðun-
um sínum afskiptalaust. Allir
skulu eiga rétt til að láta í ljós
skoðanir sínar. I þessum rétti
felst frelsi til þess að leita, taka
við og miðla alls konar vitneskju
og hugmyndum án tillits til
landamæra, annaðhvort munn-
lega, skriflega eða á prenti í
formi lista eða eftir hverjum
öðrum leiðum að þeirra vali.“ Og
síðan segir í þessari grein: „Sér-
stakar skyldur og ábyrgð felast í
því að nota sér réttindi þau, sem
um getur í 2. mgr. þessarar gr.
Því má takmarka þessi réttindi
að vissu marki, en þó aðeins að
því marki, sem mælt er í 1. og er
nauðsynlegt til þess að virða
réttindi eða mannorð annarra,
til þess að vernda þjóðaöryggi
eða allsherjarreglu eða heil-
brigði almennings eða siðgæði."
Þessi grein er samhljóða í
mannréttindasáttmála Evrópu-
ráðsins og ég-vil leggja áherslu á
það, að ef um endurskoðun á
meiðyrðalöggjöf er að ræða nú
hér á landi, þá á hún að felast í
því að hafa þessi grundvallar-
atriði í heiðri. Þetta vildi ég láta
koma fram, herra forseti, til
þess að fyrirbyggja allan mis-
skining um það, að ég skrifi
undir samþykkt þessarar tillögu
með þeim rökstuðningi, sem
fram kemur í greinargerð eða
framsögu eins og ég gat um
áðan.
Laxalónsmálið:
Alþingi kýs nefnd
til málskönnunar
SAMEINAÐ þing kaus sl. þriðjudag þriggja manna
nefnd til úttektar á svokölluðu Laxalónsmáli, sam-
kvæmt tillögu frá allsherjarnefnd neðri deildar Alþing-
is. Kosnmgu hlutu: Jonas
ur, Jón Sveinsson, Lárósi,
verðlagsstjóri.
Áður hafði Þórarinn Sigur-
jónsson (F) lagt til, að tillögu
um kjör nefndarinnar yrði
vísað til þingnefndar, sem á
þessu stigi máls, á síðasta degi
þings, hefði þýtt að málið næði
ekki fram að ganga nú. Sú
tillaga var felld að viðhöfðu
nafnakalli með 38 atkvæðum
gegn 14, 5 sátu hjá og 3 voru
fjarverandi. Með vísun tillögu
til nefndar greiddu atkvæði:
Eðvarð Sigurðsson (Abl),
Alexander Stefánsson (F),
Halldór E. Sigurðsson (F),
Helgi F. Seljan (ABl), Hjör-
leifur Guttormsson (Abl),
Ingvar Gíslason (F), Jón
Helgason (F), Lúðvík Jóseps-
son (Abl), Stefán Jónsson
iarnason, efnaverkfræðing-
og Kristján Gíslason, fv.
(Abl), Stefán Valgeirsson (F)
og Vilhjálmur Hjálmarsson
(F). Allir viðstaddir þingmenn
Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
flokks greiddu tiltögunni mót-
atkvæði og auk þeirra Gils
Guðmundsson (Abl), Einar
Ágústsson (F), Ólafur R.
Grímsson (Ábl) og Tómas
Árnason (F).
Deilur stóðu um, hvort til-
lagan um skipan nefndar
þýddi það, að Alþingi kysi
nefndina, eða ríkisstjórn kysi
hana. Forseti s.þ. úrskurðaði,
að höfðu samráði við skrif-
stofustjóra Alþingis, Friðjón
Sigurðsson, að kjósa bæri
nefndina.
Kosningar í Sameinuðu þingi;
Auð athvæði
stjómarliða
Sameinað þing kaus í ýmis
trúnaðarstörí á lokadegi sl.
miðvikudag. Kosningu hlutu:
• Þingvallanefnd: Geir Hallgríms-
son, Gils Guðmundsson og Sighvat-
ur Björgvinsson.
• Orkuráð: Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, Þóroddur Th. Sigurðs-
son, Aage Steinsson (ísafirði), Finn-
ur Torfi Stefánsson og Daníel
Ágústsson. Tveir fyrst töldu kjörnir
af B-lista, er hlaut 19 atkvæði (allra
viðstaddra sjálfstæðismanna). Hin-
ir af A-lista, sem hlaut 37 atkvæði,
allra viðstaddra stjórnarþingmanna
(utan tveggja, sem skiluðu auðu,
með þeim afleiðingum að 4. maður á
A-lista, Bergþór Halldórsson verk-
fræðingur féll).
• Viðlagatrygging íslands:
Jóhannes Árnason (til vara Víg-
lundur Þorsteinsson), Ólafur Jóns-
son (Erling Viggósson) og Friðjón
Guðröðarson (Benedikt Sigurðsson).
• Endurskoðendur reikninga
Landsbanka (til 2ja ára): Ragnar
Jónsson og Sveinn Aðalsteinsson.
• Endurskoðendur reikninga
Útvegsbanka (til 2ja ára): Ingi R.
Jóhannsson og Davíð Guðmundsson.
• Stjórn Kísiliðjunnar: Magnús
Jónsson bankastjóri, (Ingvar Þórar-
insson Húsavík til vara), Sigurður
Rúnar Ragnarsson (Tryggvi
Finnsson) og Pétur Pétursson (Guð-
mundur Hákonarson).
• Kosningu 5 manna í stjórn stofn-
unarinnar Aðstoðar íslands við
þróunarlöndin var frestað til
haustþings.
Lög frá Alþingi
Lög um Rafmagnseftirht rík-
isins.
Breyting á lögum um Fjárfest-
ingarfélag íslands hf. (framleng-
ing á sama rétti í skattamálum
og aðrar fjármálastofnanir hafa
— til ársloka 1982).
Breyting á lögum um al-
mannavarnir (um skipan yfir-
stjórnar þeirra mála).
Ríkisreikningurinn 1977.
Lög um ríkisborgararétt, sem
greint verður nánar frá á þing-
síðu Mbl.
Lög um sölu notaðra lausa-
fjármuna (þ.m.t. bifreiða).
Lög um landflutningasjóð
(lánasjóð til vöruflutninga).
Meðal þingmála, sem döguðu
uppi, en gert var ráð fyrir að fá
myndu fullnaðarafgreiðslu, eru:
„gereyðingarfrumvarpið" um öl-
gerðarefni o.fl., frumvarp um
framhaldsskóla, frumvarp um
eftirlaun aldraðra og frumvarp
um breytingu á framleiðsluráðs-
lögum landbúnaðar.