Morgunblaðið - 12.06.1979, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 12.06.1979, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ1979 Um Suðurland liggur upptakalína jaröskjálfta, sem allir stóru jaröskjálftarnir á Suöurlandi raöa sér á, sllt austur aö Heklu. Hafa nýjar upplýsingar um fyrri alda jaröskjálfta á svæöinu meira aö segja fært frávik á upptökum inná pessa línu. Kortiö sýnir áætlaöa stærö og upptök jaröskjálfta á Íslandí síöan 1700. hefði minna verið hugsað. Þó er þetta eift mesta nautgriparæktar- svæði landsins, þar sem kýr eru inni mikinn hluta árs. En þar kemur fleira til. Dýr veröa hrædd í jarðskjálftum og erfitt að koma þeim í hús, þótt góö séu. Og hvað á þá að gera viö skepnurnar að vetrarlagi? Skepnur virðast skynja skjálfta áður en fólk finnur þá. Þorvaldur Thoroddsen segir: „Jarðskjálftarnir höfðu töluverð áhrif á skepnur og víst er þaö aö skepnur voru víða órólegar undan hviðunum og fældust mjög kippina þegar þeir komu. Á Hjalla í Ölfusi voru kýr dreiföar út um haga, þegar fyrsti jarðskjálftinn kom, en þutu svo saman í hnapp og stóðu lengi. Á Rangárvöllum og í Ölfusi voru kýr svo fælnar um jaröskjálftatímabilið, aö þær ætluðu aö ærast, ef hart var hlaupið kring um þær og svo mun víöa hafa verið. Eins voru kindur þá mjög styggar. Síra Ólafur Vigfússon lýsir áhrifum jaröskjálftanna á skepnur í Holtum þannig: „fénaöur fældist, féll eöa stóð nötrandi af hræðslu með alla fætur sem mest út undan sér, til aö detta ekki, og trylltu augnaráði; hestarnir frísuðu og fnæstu, kýrnar öskruöu hamslausar, kindurnar stöppuðu í jöröina og blésu og engin skepna þoröi undir þak." Fyrir kippinn 5. september ætlaði köttur á Móeiöarhvoli, sem var með kettlinga, alveg að tryllast og vildi hvorki lepja mjólk né rjóma en var alltaf á iöi mjálmandi þangaö til kippurinn kom. i Vindási á Landi voru nautgripir um kvöldiö fyrir jarðskjálftann 26. ágúst svo ókyrrir og órólegir, aö ekki var hægt aö koma þeim inn og varö að hætta við það, eins var á Stóranúpi, aö menn ætluðu ekki aö geta komiö kúm inn í fjós^en það tókst þó á endanum, þar drapst ein kýrin er fjósiö féll. Þar sem menn voru á ferö fældust hestar og slitu sig lausa og var síöan illt að handsama þá. í Flóa þóttust menn hafa tekiö eftir því aö sumarfuglar, sem þar voru margir í byrjun jarð- skjálftanna hurfu. Eins getur Símon Jónsson þess aö sundfuglar sem sátu á Ólfusá, flugu upp þegar kippirnir komu eins og skotiö væri á Þá“ Baðstofan heldur Samkvæmt heimildum virðist fólk enga aövörun hafa fengið. Höggið hafi bara riöið yfir, snöggt og fyrir- varalaust. Manntjón hefur verið furðanlega lítið í jarðskjálftunum miðað við styrkleika þeirra. — Ekki vitum viö hverju má þakka þaö, segir Sveinbjörn. í torfbæjunum virðist fólkið hafa fengið ráðrúm til að skríöa út um skjáina. Sperrurnar hafa falliö niður í miöju og myndast rúm milli sperra og veggja, og fólkið svaf í rúmum úti viö veggina. í jarðskjálftunum 1896 fórust aðeins þrír, maður sem var að spranga í Eyjum og hjón í Selfossbæ. Segir svo frá því hjá Þorvaldi Thoroddsen: „Úr bæ Arnbjarnar Þórarinssonar fékk fólk allt forðað sér nema hjónin Arnbjörn og Guðrún Mgnúsdóttir kona hans. Baöstofan féll svo fljótt aö enginn komst út um dyrnar, en þaö fólk, sem af komst, smaug út um rifur, sem komu á þekjuna viö fallið, en 2 drengir voru sóttir inn 'íöar. Nakinn fjósamað- ur með tóbaksf jöl SÉRA ólafur Ólaíwson í Arnar- bæli skrifaði grein í Lesbók Mbl. 1936 um skjálftana 1896. Þar sexir hann m.a. um skjálftana 5.-6. september: „Þá — alt í einu skall á kirkjunni óttalegur jarðskjálfta- kippur, svo að hún ljek öll á reiðiskjálfi. Við stukkum öll upp og út, sem í kirkjunni vorum. Þóttumst við eiga fótum fjör að launa. En þegar út kom sáum við að komið var svarta myrkur, sótsvört þoka og sá varla handaskil. Jeg gekk upp á hlaðið. Þar var þá komið alt fólkið úr baðstof- unni, að mestu allsnakið upp úr rúmunum. Hafði það brotið alla glugga vestan á baðstofunni og skirðið þar út. Nú voru sendir menn inn aftur til að fleygja út öllum rúmfötum og fatnaði. Síðan klæddist fólkið og nú fórum við öll í kirkjuna. Meðal þeirra, sem komust út um gluggana allsnaktir, var fjósakarlinn minn. Jeg rakst á hann í myrkrinu með tóbaks- fjölina mína og tóbaksjárnið í fangi sjér. Jeg vjek eitthvað orðum að honum, að hann hefði ætlað að bjarga þessum tækjum með sjer. „já, húsbóndi góður“, sagði karl, „þó að himinn og jörð forgangi, þá ætla jeg að passa það, sem mjer er trúað fyrir“. Mjer þótti svarið gott hjá ekki vitrara manni. Nú bjuggumst við öll um í kirkjunni. Og við fórum enn að reyna að sofa; en suma af piltunum sendi jeg út í hverfi til að vita hvernig þar liði. Svo smáleið nóttin þangað til um það bil kl. 2. Þá kom loka- hríðin, og þeim ósköpum, sem þá gengu á, er ekki unt að lýsa. Þá flýðum við öll úr kirkjunni og höfðumst við úti á túni, þangað til birtan kom. I þessum voðalega kipp hrundi hvert einasta hús á prestsetrinu í Arnarbæli, nema kirkjan. Það hafði komið fyrir einu sinni áður 1706.“ Baðstofan datt fram en hjónin lágu fyrir framstafni; hélt bóndi aö öllu væri óhætt og er sagt að honum hafi farist svo orð: „fólk þárf ekki aö æörast, baðstofan heldur". Súöin lagöist ofan á þau hjón í rúminu og sperrukjálki lenti á þeim miðjum. Voru haföar svo haröar hendur á aö skera ofan af þeim þakið sem auöiö var í náttmyrkrinu og þó eftir nokkra leit aö tólum til þess, því nærri öll hús á bænum lágu í rústum, en þekjan álnarþykk eöa meira.“ Komið skjálftaveður Jarðskjálftarnir á Suðurlandi virð- ast hafa haft töluverð áhrif á fólk þegar frá leið.Fram að áramótum voru smákippir alltaf aö rifja upp óttastundina frá kippunum miklu.Þegar skjálftarnir urðu var logn og mjög gott veöur og það sat lengi í minni fólks. Sagði gamalt fólk ef stillt var og heitt, að komið væri skjálftaveður. — Vonandi reynast húsin okkar í dag ékki síður í jaröskjálfta en torfbæirnir, segir Sveinbjörn. Þau eru áreiðanlega betri að þessu leyti en hús víða erlendis. Hins vegar vitum við það ekki af reynslu og erfitt er að áætla hvernig ný hús muni standa sig. Þess vegna eru rann- sóknir Sigurðar Þórarinssonar á afieiöingum skjálftanna á Dalvík áriö 1934 svo mikilvægar. Þar voru torf- bæir, hlaöin hús og steypt. Þau stóöu sig vel hvað öryggi snertir, en um fjórðungur húsanna var ekki íbúðar- hæfur á eftir vegna leka. Tjónið var því mikið. Sigurður var staddur á Akureyri er þetta varð og fór strax síðdegis 2. júní til Dalvíkur. Hann hafði enga skjálftamaela en lét þaö ekki á sig fá. Var sögö sú saga, aö hann heföi tímasett skjálftana þar sem hann sat og fylgdist með ketti. Þegar kisi lyfti skottinu, merkti Siguröur tímann. Hvað þéttbýli snertir kemur þekkingin á upptökum skjálftanna aö miklu gagni. Til dæmis er nú vitaö aö Hella og Hvolsvöllur eru utan við upptakabeltið, Hverageröi í útjaðri þess, en Selfoss innan þess. — Selfoss kaupstaöur er vel í sveit settur hvaö jaröhita snertir, en aftur á móti illa vegna jarðskjálfta, segir Sveinbjörn. Bæjarstjórnin hefur sýnt skjálftarannsóknum mikinn áhuga og hyggst taka tillit til þeirra í skipuiagi og hún er mjög virk í okkar starfi. Tjölduöu á Austurvelli Eftir að brotalömin í Reykjanes- skaga er þekkt og þar meö upptök stærri jarðskjálfta, er Ijóst aö Reykja- vík og Hafnarfjöröur eru í um 20 km fjarlægö frá upptakalínunni og því öryggari en vitað var áöur. Þó sýna gamlar frásagnir að nokkur hræðsla gæti oröiö í höfuðborginni í jarð- skjálfta. Þrovaldur Thoroddsen segir þannig frá jarðskjálftunum 1896: „í Reykjavík voru kippirnir all- snarpir. 26. ágúst um kvöldiö kl. 9.50 fannst þar snarpur landskjálfti, fyrst allharður kippur, svo titringur og svo aftur harðari kippur og ekkert full- komið hlé á milli kippanna. Þó stóö öll hreyfingin ekki yfir nema rúma V4 mínútu. Fólk þusti út úr húsum, smádót datt niöur og skorsteinar löskuðust hér og hvar... Hinn 5. september fannst kippurinn kl. 11V4 í Reykjavík, hann var eigi alveg eins snarpur eins og sá, sem kom aö kvöldi hins 26. ágúst, en engu styttri. Kippurinn kl. 2 um nóttina 6. sept. var allharöur og titringur fannst við og við alla nóttina. Fór Reykvíkingum nú ekki að verða um sel, svo sumir þorðu ekki að vera í húsum og var tjaldaö úti á Austurvelli, þó voru tjöld þessi lítiö notuö." — Aukinn skilningur á skjálfta- svæöinu á Reykjanesskaga gæti þó orðið til hagnýts gagns við hús- byggingar í Reykjavík, segir Svein- björn. Angar af gossprungukerfinu vestan Kleifarvatns liggja um Elliöa- vatnssvæðið og ná í útjaöar Hóla- og Fellahverfis í Breiðholti. Þessar sprungur eru þéttar og þótt þær séu venjulega kyrrar, gæti sterkur jarð- skjálfti hrist upp í staflanum, þannig að hreyfing komi á gömul misgengi og þau hnikist til. Þess vegna þarf aö kortleggja þessar sprungur og gæta vel að því hvort greina megi sprungur í húsagrunnum. Þannig getur ýmislegt gagnlegt leitt af auknum skilningi á gosvirkni og jaröskjálftamynstri landsins. — E.Pá. Auður Bjarnadóttir dansar hér eitt hlutverkanna í Hnotubrjótn- um á sýningu í MÚnchen í fyrra. Auður Bjarnadóttir dansar í baUettkeppni íFinnlandi Dagana 4. —14. júní er haldin dans og tónlistarhátíð í borg- inni Kuopio í Finnlandi. Þar sýna margir helstu dansflokkar í Evrópu ýmis verk, svo sem Finnski óperuballettinn, Rúmenski óperuballettinn, Tans-Forum frá Köln þar sem Sveinbjörg Alexanders er einn helsti dansarinn og Raatikko-flokkurinn sem sýnir nýjan ballett eftir Mario Kuusela, sem nýlega samdi ball- ettinn Tófuskinnið fyrir íslenska dansflokkinn. Vegna 10 ára afmælis þessara hátíðahalda í Kuopio er efnt til keppni milli norrænna dansara á aldrinum 10—22 ára. Fyrir hönd Islands keppir þar Auður Bjarnadóttir sem undanfarna 16 mánuði hefur verið í leyfi frá Islenska dansflokknum og starf- að við óperuballettinn í Munchen, þar eru um 80 dansar- ar og var Auður ráðin sem sólóisti strax frá byrjun og hefur dansað í fjölda verka, mótdans- ari Auðar í þessari keppni verð- ur dansari frá Míinchen-óper- unni. Meðal dómara í keppninni er einn Islendingur, Ingibjörg Björnsdóttir. Laun í unglinga- vinnu 470kr. til 799kr. á tímann TALSVERT á annað þúsund börn hafa sótt um vinnu hjá Vinnuskóla Reykjavíkurborgar í sumar, en Vinnuskólinn hóf starfsemi sína 5. júní síðastlið- inn. Árgangarnir sem eiga að- gang að vinnu á vegum Vinnu- skólans að þessu sinni eru þeir, sem fæddir eru 1964 og 1965, eldri árgangurinn fær vinnu 8 tíma á dag með 590 krónur í laun á tfmann, en yngri árgangurinn fær vinnu 4 tíma á dag með 520 krónur á tímann. í Kópavogi tók Vinnuskóli Kópavogs til starfa 5. júní, en þar munu vera um 400 börn við vinnu í júní. Árgangarnir sem eiga kost á vinnu hjá Vinnuskóla Kópavogs eru börn fædd 1963, 1964 og 1965 en börn fædd 1966 munu fá vinnu í júlí. Eldri árgangarnir tveir fá vinnu allan daginn, börn fædd 1963 frá 799 krónur í laun á tímann en börn fædd 1964 fá 706 krónur á tímann. Börn fædd 1965 fá 627 krónur á tímann og börn fædd 1966 munu fá 470 krónur þegar þau hefja störf í júlí, en í júlímánuði verða hátt í 500 börn við vinnu hjá Vinnuskóla Kópa- vogs. I Vinnuskóla Hafnarfjarðar hóf árgangur barna fæddra 1964 störf 5. júní, þau fá 590 krónur á tímann og vinnu allan daginn, börn fædd 1965 hófu störf 11. júní og verða hálfan daginn með 520 krónur í laun á tímann. Yngsti árgangur- inn í Vinnuskóla Hafnarfjarðar hefur störf 18. júní og mun fá 410 krónur í laun á tímann og vinnu - hálfan daginn. í vinnuskóla Hafnarfjarðar verða um 400 börn við vinnu í sumar. Vinnuskólarnir munu starfa út júlí samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér hjá skrif- stofum vinnuskólanna í gær. Ahöf num tveggja báta í Þorlákshöf n sagt upp Þorlákshtífn, 11. júní. HELDUR dauflegt er hér hvað viðkemur útgerð og aflabrögðum bátanna, mannskapnum hefur verið sagt upp á tveimur bátum Meitilsins hf. Það mun ekki vera talið svara kostnaði að gera þá út eins og sakir standa, vegna hás olíuverðs og annarrar óáranar. Tíu til tólf bátar landa hér humri og er afla þeirra ekið burt héðan til Eyrarbakka, Stokkseyr- ar og fleiri staða. Afli humarbát- anna var tregur en hefur heldur glæðst síðustu daga. í dag er verið að landa úr togaranum Þorláki 140—150 tonnum. Uppistaða afl- ans er karfi. Samfelld vinna hefur verið í frystihúsinu að undanförnu og er það afli togaranna sem þar er unninn. Ragnheiöur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.