Morgunblaðið - 12.06.1979, Side 45

Morgunblaðið - 12.06.1979, Side 45
45 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1979 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 10—11 , FRÁ MÁNUDEGI nf i\y útvarpa allan daginn, svo ég álít að vel mætti stytta útvarpstímann um einhverja klukkutíma, ekki hvað síst fyrir þetta fjárvana fyrirtæki, þó okkur finnist gjöldin alveg nógu há eins og er. Þulirnir bæði hjá útvarpi og sjónvarpi finnst mér ágætir, þó finnst mér að einn af útvarps- þulunum, frú Ragnheiður Ásta Pétursdóttirm mætti mjög gjarn- an lesa nokkru hægar, einkum fréttirnar, þó hún sé eins og hinir þulirnir annars ágæt. En ég skil ekki almennilega hvers vegna útvarpið er að ráða prest sem aukaþul, þegar fullt er af atvinnu- lausu fólki t.d. skólafólki, að því er fjölmiðlar herma. Hann les annars mjög skýrt og mátulega hratt, en ég hélt að prestur fyrir stóran söfnuð hefði nóg annað að gera en hafa sem „aukasporslu" þularstarf við útvarpið. Að endingu kærar þakkir til vinar míns Sverris Þórðarsonar fyrir grein hans 6. þ.m. um að vernda fuglana gagnvart því eitri sem sprautað er í trjágarða. Þyrftu fleiri að hugsa svo vel til fuglanna og reyndar allra dýra, sem mér finnst almenningur skeyta of lítið um, þó Dýra- verndunarsambandið, og félög þess og — sem betur fer — margir aðrir hugsi vel um það sem í náttúrunni er, og þjóðin alls ekki má missa. M.H. 64824716. • Brunavarnir í sumarbústöðum Nú fer sá tími í hönd, er fjöldi barna og unglinga dvelst um stundarsakir í sumarbúðum um land allt. Börn og unglingar sofa yfirleitt fast eftir ærsl og leiki dagsins. Því hvarflaði að mér, hvort í gildi væru sérstakar reglugerðir um brunavarnir á slíkum stöðum, en sumardvalarstaðir eru flestir byggðir úr timbri. Ég óttast það, að kröfum um brunavarnir og þó öllu heldur eftirlit með þeim á stöðum þessum sé mjög áfátt. Það myndi gleðja mig og sjálfsagt aðstandendur allra barna að fá að vita, að þessi ótti er ástæðulaus. Því vil ég beina fyrirspurn til fyrirstjórnar brunavarna lands- ins, svo og stjórna hinna ýmsu sumardvalarstaða, um hvað gert sé í þessum málum. Einnig vil ég spyrja, hvort svo sjálfsögðum öryggistækjum, sem reykskynjar- ar eru, sé komið fyrir í svefn- skálum húsanna. Er það von mín, að svör berist sem víðast að og meðal annarra verði svör um Skíðaskálann í Kerlingarfjöllum, sumarbúðir KFUM og K, þjóðkirkjunnar, skáta og skála Ferðafélags ís- lands. Ég vil að lokum taka fram, að ég er mjög þakklátur fyrir starfsemi þá, sem fer fram á þessum stöðum og vona að hún megi vaxa og dafna sem bezt. Með kveðju, faðir. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Sovétríkjunum í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Koz, og Cheremisinovs, sem hafði svart og átti leik. 20.... Dxfl+! og hvítur gafst upp, því að hann tapar óumflýjanlega drottningúnni til baka og verður þá heilum hrók undir. • Knattspyrna er ekki bara fyrir karla Mig langar til að leggja spurningu fyrir íþróttafréttamenn fjölmiðlanna: Hvers vegna er aldrei sagt frá leikjum í kvennaknattspyrnu? Ég hef séð marga leiki hjá stúlkunum og liðin geta leikið skemmtilega knattspyrnu, t.d. Breiðablik og Valur. Ég held að fólk almennt geri sér litla grein fyrir því hvað gróskan er mikil hjá kvenfólkinu. í 1. deild kvenna eru nú 5 lið en mörg félög úti á landi hafa ekki efni á að senda lið til keppni. Eg hvet fólk til þess að reyna að fylgjast með og fjölmiðla til að segja frá, það yki örugglega áhuga almennings og stúlknanna, því knattspyrna er ekki bara íþrótt fyrir karlmenn. G.Þ. • Hamingjuóskir Helga Weishappel hringdi: Mig langar til þess að senda Guðrúnu Símonar hamingjuóskir í tilefni tónleika hennar. Þeir voru það sem ég kalla gamantónleika og Guðrún stóð sig stórkostlega. Eftir að ég sá þáttinn um hann Bing Grosby hugsaði ég „Aumingja Guðrún, því var hún ekki fædd í Ameríku". HÖGNI HREKKVÍSI Myndin er af Bessa og Margréti í hlutverkum sínum í gamanleikn- um Á sama tíma að ári. Síðustu sýningar á „ A sama tíma að ári” NÚ ERU aðeins eftir örfáar sýningar á bandaríska gaman- leiknum Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI, sem Þjóðleikhúsið hefur sýnt í allan vetur við miklar vinsældir. Sýningar eru að nálgast 130 og hefur ekkert gamanleikrit verið sýnt jafn oft á vegum leikhússins. Eins og flestum mun kunnugt eru það leikararnir Bessi Bjarna- son og Margrét Guðmundsdóttir, sem fara með hlutverkin tvö í leikritinu. Ástæða er til að taka fram, að þetta eru allra síðustu sýningar á leikritinu — það verður ekki tekið upp aftur í haust. Þá fer sýningum einnig að fækka á leikriti Guðmundar Steinssonar, STUNDARFRIÐ, sem sýnt hefur verið fyrir fullu húsi í allt vor. Verður leikritið sýnt til loka leikársins en því lýkur 24. júní. Gagnfræðaskóli Akureyrar: Fyrstu sjúkralið- arnir brautskráðir GAGNFRÆÐASKÓLA Akureyr- ar var slitið 5. júní. Skólastjóri, Sverrir Pálsson, minntist fyrst tveggja fyrrverandi kennara við skólann, Freyju Antonsdóttur og Indriða Hallgrímssonar, sem lét- ust á skólaárinu, en gat sfðan helstu þátta í starfi skólans. Innritaðir nemendur voru alls 676, 190 í 10 deildum framhalds- skólastigs og 486 í 21 deild grunnskólastigs. Kennarar voru 62, 40 fastakennarar og 22 stundakennarar. Á vetrinum brautskráðust fyrstu 10 sjúkraliðarnir frá skól- anum með fullum starfsréttind- um, en verklega kennslan var í höndum Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Nú við skólaslit fengu fyrstu nemendurnir, 11 að tölu, skírteini um sérhæft verslunarpróf að loknu þriggja ára námi á við- skiptasviði, en þeir luku fyrstir almennu verslunarprófi við skól- ann 1978. Þessir nemendur eiga þess kosta ða þreyta stúdentspróf að viðbættu einu námsári. Hæstu einkunn hlaut Laufey L. Árna- dóttir, 8,4. Hæstu einkunn í 2. bekk heil- brigðissviðs hlaut Ragnheiður Sigfúsdóttir, 9,0, í 2. bekk upp- eldissviðs Hansína Einarsdóttir, 8,6, og í 2. bekk viðskiptasviðs (á almennu verslunarprófi) Elín J. Jónsdóttir, 8,8. — Hæstu einkunn í framhaldsdeildum hlaut Lisbeth Grönvaldt Björnsson, 1. bekk heil- brigðissviðs, 9,6. 177 nemendur luku grunnskóla- prófi, og 117 náðu réttindaeinkunn til framhaldsnáms eða 66,1%. Nokkrir nemendur fengu verð- laun frá skólanum fyrir námsaf- rek og forystu í félagsmálum nemenda. — Einnig veitti Kaup- mannafélag Akureyrar farandbik- ar fyrir hæstu meðaleinkunn á almennu verslunarprófi árlega og vegleg bókaverðlaun fyrir hæstu meðaleinkunn á sérhæfðu verslun- arpfófi. — Lionsklúbbur Akureyr- ar veitti bókaverðlaun fyrir hæstu einkunn í íslensku á almennu verslunarprófi. — Þá hlutu .6 nemendur bókaverðlaun frá sendi- ráði Sambandslýðveldisins Þýska- lands fyrir góða þýskukunnáttu. Gagnfræðingar frá 1959 sendu skólanum rausnarlega peninga- gjöf í listaverkasjóð. Auldn kinda- kjötssala VERULEG söluaukning hefur orðið á kindakjöti á þessu verðlagsári miðað við árið á undan. Frá því í september í haust og fram til 1. maí var salan 14.3% meiri en sömu mánuði árið á undan, að jafn- aði seldust um 120 tonnum meira á mánuði, segir í frétt frá Upplýsingaþjónustu bænda. Birgðir af kindakjöti 1. janú- ar s.l. voru 11.393 lestir, sem var tæpum 1200 lestum meira en árið áður. Fyrstu 4 mánuði ársins voru seldar innanlands 3.195 lestir, fluttar voru út 2.466 lestir af kindakjöti. Birgðir 1. maí voru 5731 lest, sem var tæpum 500 lestum meira en í fyrra á sama tíma. Mjög mikil sala var í síðasta mánuði, það má gera ráð fyrir að salan í mánuðinum hafi verið um 1000 lestir. Gert er ráð fyrir að flytja út fram til 1. september um 1700 lestir af dilkakjöti. Leiðrétting Misritun varð í síðasta laug- ardagsblaði í grein um kostnað við jarðvarmahitun íbúðarhúsn- æðis, bls. 18. Þar stendur að mánaðarleg útgjöld fyrir hitun húss í Reykjavík eða nágrenni sé kr. 99.603 á mánuði. Þessi upp- hæð er greidd fyrir hitunina á ári. Mánaðarlegur kostnaður er aðeins kr. 8V300.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.