Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ1979 5 Grundarfjörður: Reykur skemmir fisk- umbúðir hjá Sæfangi Grundarfirði, 16. júlí. UM KL. 24.30 á sunnudagskvöld heyrði íólk í þorpinu að bruna- lúður staðarins var þeyttur og skömmu síðar sást slökkvibií- reiðin á ferðinni. Hafði verið tilkynnt um reyk f fiskvinnslusal Fiskvinnslustöðvarinnar Sæ- fangs en við athugun kom í ljós að þessi reykur stafaði frá blás- ara í frystiklefa stöðvarinnar en engan eld var að finna á staðn- um, þegar að var komið. Skamma stund tók að komast fyrir upptök reykjarins. Talið er að einu skemmdirnar af völdum þessa bruna séu skemmdir á umbúðum utan um fisk, sem geymdur var í frystigeymslunni og verður að skipta um þær en fiskurinn er talinn óskemmdur. Starfsmenn tryggingarfélagsins, sem í hlut á eru væntanlegir til Grundarfjarðar í dag til að meta tjónið. Svo illa vildi til að skuttogarinn Runólfur kom hingað inn í gær með fullfermi eða um 150 tonn og átti að byrja að landa úr togaran- Riðuveiki komin upp á Barðaströnd Miðhúsum, 16. júlí. FYRIR síðustu helgi hélt Búnaðarsamband Vestfjarða aðalfund sinn að Hótel Bjarkar- lundi. Aðalmál fundarins var sauðfjársjúkdómar og sauðfjár- veikivarnir en riðuveiki er komin upp á Barðaströnd. Fjárhagur sambandsins er erfiður og var halli á rekstri þess á síðasta ári og sýnt er að hann verður ekki minni á þessu ári. Rætt var um að auka tekjur sambandsins og munu tillögur hafa gengið í þá átt að skattleggja bændur eftir búfjáreign þeirra, og gengi sá skattur til búnaðarsam- bandsins. Fundinum lauk með fjölsóttri kvöldvöku, sem haldin var í Voga- landi og var margt þar til skemmtunar. Þá voru veitt verð- laun fyrir góða umgengni og hlaut fyrstu verðlaun Þráin Hjálmárs- son, bóndi, Kletti, Geirdal. Stjórn sambandsins skipa Guðmundur Ingi Kristjánsson, Kirkjubóli, formaður, Valdimar Gíslason, Mýrum og Friðbert Pétursson, Botni. —Sveinn. um í morgun. Nokkur hluti aflans átti að fara til vinnslu í Sæfangi en vegna þessara reykskemmda treysta þeir sér ekki til að taka neinn fisk til vinnslu úr þessari ferð. Aðrar fiskvinnslustöðvar hér munu taka við þeim hluta afla Runólfs, sem átti að fara til Sæfangs. — Emil. HRAUN KERAMIK íslenskur listiðnaður GLIT HÖFÐABAKKA9 REYKJAVIK SIMI 85411 IIIIIMIIll^llll@llll!SII|im»ISIIIISlHHII@IIIIBWSI»IISI!l|IIWni9UIISIIUf5lllll. miisiiinsiiimiiwsiiiii. Ssetning á staðnum Verslióisétverslun meó , j UTASJÓNVÖRPog HLJÓMTÆKI 2980( l BUÐIN Skipholti19 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.