Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ1979 25 • Hverjir eru bestir? sagði Kristinn Ijósmyndari Mbl. um leið og hann smellti af. Og ekki stóð á svarinu hjá strákunum „Fram“. Ljósm Rristinn „Frammarar eru bestir" TVÖ knattspyrnufélög, Víkingur og Fram, hafa tekið upp á þeirri nýbreytni í sumar að starfrækja knattspyrnuskóla á félags- svæðum sfnum fyrir unga drengi. Hefur þetta mælst vel fyrir, og stór hópur notið tilsagnar. Við litum inn á námskeiðið hjá Fram í fyrri viku, en þar var stór hópur drengja önnum kafinn að gera alls kyns æfingar undir stjórn íþróttakennaranna Rafns Rafnssonar og Ásgeirs Elfas- sonar og sem báðir eru þekktir meistaraflokksleikmenn með Fram í knattspyrnu. Ánægjan og áhuginn skein út úr hverju and- liti, og kappið var mikið. Að sögn Ásgeirs Elíassonar eru drengirnir látnir framkvæma ýmsar æfingar, og stefnt er að því að láta þá spreyta sig á knatt- þrautum KSÍ, er námskeiðinu lýkur. Það hefur mikið að segja fyrir þessa ungu pilta að byrja snemma að spreyta sig með bolt- ann, sagði Ásgeir. Við ræddum lítillega við tvo vaska kappa, þá Helga Eiríksson 6 ára og Kolbein Einarsson 8 ára. Helgi sagðist ekki vera í neinu sérstöku félagi, sagðist láta sér nægja að vera á námskeiðinu. — Ég fer oft á völlinn, og sennilega eru Framarar bestir, sagði Helgi ltili, sem var frekar fámáll, þar sem boltinn átti hug hans allan. Kolbeinn var öllu brattari, sagðist æfa með Fram það væri uppáhaldsfélag sitt. — Reyndar keppi ég stundum með Fram í 6. flokki. — Ég ætla að halda áfram að æfa knattspyrnu, hún er svo skemmtileg. — Það er gaman að vera á svona námskeiði, við lærum að skjóta á mark, æfum sending- ar, og knattrak, en skemmtilegast er þegar skipt er í tvö lið og keppt, sagi kappinn í lokinn. — Þr. • Helgi Eiríksson (tv) sagðist oft fara á völlinn þó svo að hann ætti ekkert uppáhaldslið. Kolbeinn (th) var þó ekki f neinum vafa að Frammarar væru með besta liðið í Mfl. í dag. Ljósm. Kristinn Barnes til WBA? TALIÐ er fullvíst að í þessari viku verði enski landsliðsútherj- inn Peter Barnes seldur frá Manchester City til West Bromwich Albion og er kaupverðið talið verða 650 þúsund sterlingspund. Viðræður hafa farið fram undanfarna daga milli félaganna og er aöeins beðið eftir því að Ron Atkinson, fram- kvæmdastjóri WBA komi heim úr sumarleyfi og verður þá geng ið frá kaupunum, að sögn brezkra blaða. Barnes hefur verið óánægður hjá City lengi eins og fleiri leikmenn og hefur hann verið á sölulista síðan í apríl. Barnes hefur verið orðaður við mörg félög, þar á meðal Liverpool. Peningarnir, sem Manchester City fær fyrir Barnes stoppa varla lengi í kassanum hjá félaginu því það hyggst kaupa Steve Daley frá Wolverhamton en hann er nú á sölulista og er uppsett verð 750 þúsund pund. Fjölmargir þekktir knattspyrnumenn hafa verið seldir frá Manchester City að undanförnu, Gary Owen til WBA, Asa Hartford til Nottingham Forest og Dave Watson til Werder Bremen. Mikið hefur verið um sölur leikmanna milli félaga í Englandi síðustu daga. Verður getið hér nokkurra: Mick Lampert frá Ipswich til Peterborough fyrir 50 þúsund pund, Mike Saxby frá Mansfield til Luton fyrir 200 þúsund pund, John McLaughlin frá Swindon til Portsmouth fyrir 40 þúsund pund, Brian Chambers frá Millwall til Bournemouth fyrir 20 þúsund pund, John Evanson frá Fulham til Bournemouth fyrir 20 þúsund pund, Tommy Graig frá Aston Villa til Swansea fyrir 150 þúsund pund, John Margeirsson frá Fulham til Orient fyrir 75 þúsund pund, Alan Buckley frá Birmingham til Wallsall, þar sem hann verður leikmaður og fram- kvæmdastjóri, Phil Walker frá Millwall til Charlton fyrir 12í þúsund pund, Billy Ronson frá Blackpool til Cardiff fyrir 13( þúsund pund og loks berast af því fréttir að líklegt megi telja að landsliðsmaðurinn Emlyn Hughes verði innan skamms seldur frá Liverpool til Wolverhampton fyrir 75 þúsund pund, en Hughes hefur misst stöðu sína í liði Liverpool. ÍR-ingar sterkir í yngri flokkum FYRIR skömmu fór fram á Laug- ardalsvelli sveina-, meyja-, stráka- og stelpnameistaramót Reykjavíkur í frjálsfþróttum. Misjöfn þátttaka var í greinun- um, en unga fólkið náði athyglis- verðum árangri í sumum grein- anna. Áberandi var hversu ÍR-ingar voru sigursælir, hlutu 29 meistara af 32, en hjá félaginu er að koma upp harðsnúinn hóp- ur, einkum í sveina- og meyja- flokki. Einkum eru efnilegir þeir Stefán b. Stefánsson, Jóhann Jóhannesson, Hermundur Sig- mundsson og Agnar Steinarsson, svo og þær Sigríður Valgeirsdótt- ir og Margrét Óskarsdóttir. í strákaflokki varð Gunnlaugur Ólafsson meistari f öllum grein- um, en Gunnlaugur er sonur frjálsíþróttaþjálfarans og fyrr- um frjálsfþróttakappa, ólafs Unnsteinssonar. Úrslit urðu annars: SVEINAR: lOOm: Stefán Þ. Stefánsson ÍR 11,7 sek. 200m: Jóhann Jóhannesson ÍR 24,0 sek. 400m: Anton Jörgensen ÍR 800m: Agnar Steinarsson ÍR 2:26,8 mín 1500m: Anton Jörgensensson ÍR 4:44,0 mín lOOm grind: Stefán Þ. Stefánsson IR 14,4 sek. (sveinamet) 4x100: Sveit ÍR 50,4 sek. Hástökk: Stefán Þ. Stefánsson ÍR ' 1,91 m. . Langstökk: Stefán Þ. Stefánsson ÍR 6,15 m. Kúluvarp: Hermundur Sigmunds- son ÍR 38,65 m. Spjótkast: Stefán Þ. Stefánsson ÍR 44,98 m. MEYJAR: ÍOOm: Sigríður Valgeirsdóttir ÍR 13,5 sek. 200m: Sigríður Hjartardóttir Á 28,0 sek. 400m: Sigríður Hjartardóttir Á 65,4 sek. 800m: Ástdís Sveinsdóttir ÍR 2:33,4 mín. lOOm grind: Jóna M. Guðmunds- dóttir IR 19,5 sek. 4x100: Sveit ÍR 57,4 sek. Hástökk: Sigríður Valgeirsdóttir ÍR 1,43 m. Langstökk: Margrét Óskarsdóttir ÍR 4,56 m. Kringlukast: Margrét Óskarsdótt- ir ÍR 28,40 m. Spjótkast: Margrét Óskarsdóttir ÍR 27,96 m. STRÁKAR: 60m: Gunnlaugur Ólafsson ÍR 9,6 sek. 800 m: Gunnlaugur Ólafsson ÍR 3:11,0 mín. Hástökk: Gunnlaugur Ólafsson ÍR Langstökk: Gunnlaugur Ólafsson IR 3,73 m. STELPUR: 60 m: Hafdís Hafsteinsdóttir ÍR 9,0 sek. 800m: Hafdís Hafsteinsdóttir ÍR 2:57,3 mín. 4x100: A-sveit ÍR 70,1 sek. Hástökk: Hafdís Hafsteinsdóttir ÍR 1,20 m. Langstökk: Margrét Jóhannes- dóttir Á 3,83 m. Völsungar a skotskonum 2 LEIKIR fóru fram í E-riðli 3. deildar í knattspyrnu um helgina. Á Árskógsströnd sigraði Reynir Árroðann 2—1. Koma þau úrslit mjög á óvart. Úlfar Steingrímsson kom Reyni yfir með sjálfsmarki og Pétur Sigurðsson jók forystu heimamanna. Örn Tryggvason minnkaði síðan muninn fyrir gestina. Hann brenndi síðan af í vítaspyrnu, og er það önnur vítaspyrnan sem Árroðinn misnotar í 2 Ieikjum. Þá léku Völsungar og HSÞ á Húsavík og sigruðu heimamenn með yfirburðum, 7—1. Magnús Hreiðarsson skoraði 3 mörk fyrir Völsung, Ingólfur Ingólfsson skoraði 2, og Einar Friðþjófsson og Sigurkarl Aðalsteins- son eitt mark hvor. Mark HSÞ var sjálfsmark Völsunga. Leik Höfðstrendinga og Leifturs í D-riðli var frestað. Mætum Finnum í EM unglinga DREGIÐ hefur verið í riðla í undankeppni Evrópumeistaramóts unglinga í knattspyrnu, en lokakeppnin fer fram í Austur-Þýzkalandi 16.—25. maf næsta ár. íslendingar leika í 4. riðli á móti Finnum. Leikið er heima og heiman nú í haust og sigurvegarinn kemst í lokakeppnina. íslenzku unglingalandsliðin hafa staðið sig mjög vel í þessari keppni undanfarin ár og oft komizt í úrslitin. í fyrra fengu okkar strákar hins vegar mjög erfiða mótherja, Hollendinga, og urðu að lúta í lægra haldi. - SS Rossi seldur KNATTSPYRNUSTJARNAN Paolo Rossi var seldur um helgina til 1. deildar liðsins Perugia. Upphæðin sem greidd var fyrir kappan var aðeins um 300.000 pund og kemur nokkuð á óvart hversu lítið það er. Félag Rossi var búið að setja upp 3,5 milljónir sterlingspunda. En félag Rossi fær nú líka tvo leikmenn með peningunum svo að þegar öll kurl eru komin til grafar hækkar upphæðin. Ástæðan fyrir sölunni var fyrst og fremst mikil pressa frá ftalska knattspyrnusambandinu. sem fannst ekki tilhlýðilegt að Rossi léki með liði í 2. deild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.