Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 39
/ MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1979 21 r Mótmæli Austra Stjórn og knattspyrnuráð Austra fordæmir harðlega þá akvörðun Mótanefndar KSÍ að fresta leik Austra og Magna, sem fram átti að fara á Eskifirði laugardaginn 14. júlí sl. og ákveða leikdag 16.07. Ástæðan fyrir frestuninni er sögð vera sú, að Magnamenn fengu ekki flugvél til ferðarinnar austur á laugardag og vildu ekki leggja á sig rútuferð til að komast á keppnisstað. Þetta hafa bæði Austfjarðarliðin í 2. deild, Austri og Þróttur, þurft að leggja á sig undanfarin ár þegar um leiki við Norðanmenn, Akureyringa eða Húsvíkinga hefur verið að ræða. Hér er því harla léttvæg afsök- un hjá Magnamönnum. Forráða- menn Magna höfðu samband við Guðna Þór Magnússon, formann Knattspyrnuráðs Austra, á miðvikudag og fóru fram á að leiknum yrði frestað til sunnudags af fyrrgreindum ástæðum. Guðni hafnaði beiðninni á þeim forsend- um, að úr því að flugin hefði brugðist væri Grenvíkingum engin vorkunn að koma landleið- ina til Eskifjarðar. Ekki undur Magnamenn þessum málalokum því á laugardag, rúm- lega 4 klukkustundum áður en leikurinn skyldi hefjast, barst okkur í hendur skeyti frá Móta- nefnd KSÍ þess efnis að leiknum milli Austra og Magna væri frest- að til mánudags. Með frestuninni gerði Mótanefnd okkur slæman grikk vegna þess að Eskifjarðar- völlur er mjög vel sóttur um helgar, ekki aðeins af heimamönn- um heldur einnig fjölda aðkomu- manna úr nærliggjandi byggðar- lögum. Eins og gefur að skilja er aðsókn að knattspyrnuleik hér eystra mun minni á mánudags- kvöldi, þar sem fólk fer síður í ferðalag fjarða á milli að aflokn- um löngum vinnudegi. Fyrir utan röskun á undurbúningi liðs okkar hefur ákvörðun Mótanefndar örugglega kostað okkur tugi þúsunda. Veitir litlu félagi þó ekki af að hvort tveggja, aðsókn og undirbúningur, megi verða eins og framast er hægt að reikna með. I vor fórum við Austramenn fram á frestun á fyrsta leik okkar í deildinni, sem var einmitt gegn Magna. M.a. vildum við frestun vegna þess, að nokkrir leikmanna okkar voru enn við nám fjarri heimabyggð og skorti því nokkuð á samæfingu liðsins. Ennfremur hafði liðið ekki æfingaaðstöðu sem skyldi á Eskifirði vegna slæms tíðarfars og þess hve vorið var seint á ferðinni. Beiðni okkar var lögð fram skriflega og munnlega með meira en viku fyrirvara, en henni ger- samlega hafnað með þeim rökum, að ekki mætti raska mótaskránni. Nú er ósk Magnamanna um frestun afgreidd með forgangs- hraði degi fyrir leik og móta- skránni því hnikað til eins og ekkert sé. Þegar Bergþór Jónsson Móta- nefndarmaður var inntur um rök nefndarinnar varð honum svara- fátt sem eðlilegt er, enda er afgreiðsla málsins með öllu óverj- andi fyrir Mótanefnd. Ein helzta röksemd Bergþórs Jónssonar var sú, að dómarinn, Þóroddur Hjalta- lín frá Akureyri, hefði þvertekið fyrir það, að fara með rútu á Eskifjörð. Bergþóri skal bent á, að við Áustfirðingar eigum nokkra dómara, sem hæglega hefðu getað dæmt þennan leik. Ákvörðun Mótanefndar er furðuleg og það hlýtur að vera krafa okkar sem í hlut eigum, að nefndin temji sér vandaðri vinnu- brögð í framtíðinni svo að mistök sem þessi endurtaki sig ekki. Fyrir hönd stjórnar og Knatt- spyrnuráðs Ungmennafélagsins Austra á Eskifirði. Gunnar Finnsson Guðni Þór Magnússon. • Sveinn Sveinsson jafnar metin í leik ÍBV og Víkings með föstu skoti. Markvarzla Diðriks bjargaði Víkingum ÍBV Víkingur ÍBV OG Víkingur gerðu jafntefli, 1 — 1, í fjörugum leik í Vest- mannaeyjum á laugardaginn þar sem frábær markvarzla tveggja stórgóðra markvarða hélt skorun niðri í opnum leik. Þegar á heildina er litið verða úrslitin að teljast harla sanngjörn, Víkingar voru atkvæðameiri í fyrri hálf- leik en Eyjamenn f þeim sfðari. Dómari leiksins, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. lék þó aðalhlut- verkið á vellinum. Margir dómar hans vöktu mikla undrun og furðu og voru bæði liðin heldur óhress með frammistöðu Vil- hjálms. Fimm sinnum í leiknum brá hann á loft gula spjaldinu, þrívegis að Víkingum, tvisvar að Eyjamönnum, flest spjöldin fyrir kjafthátt. Til að byrja með var jafnræði með liðunum, en Eyjamenn áttu fyrsta góða færi leiksins á 5. mín. þegar ómar Jóhannsson skaut geysiföstu jarðarskoti sem Dið- rik Ólafsson varði snilldarlega niðri í bláhorninu. Sfðan náðu Vfkingar góðum tökum á leikn- um og fóru að láta verulega að sér kveða upp við mark heima- manna, mest með snöggum stungusendingum inn á hina fljótu og leiknu framherja sína, Sigurlás og Lárus. Á 20. mfn. komst Lárus þannig f mjög gott færi en Ársæll Sveinsson var vel á verði og bjargaði snaggaralega. Fjórum mín. síðar bjargaði örn óskarsson á línu Eyjamarksins eftir að mjög svo greinilega hafði verið brotið á Ársæli þar sem hann stökk upp f boltann en dómarinn gaf ekki púst úr flautu sinni f það skiptið. Enn liðu fjórar min. og þá skoruðu Víkingar mark sitt. Gunnar Örn náði útsparki Ársæls á vallarmiðjunni og sendi viðstöðulaust inn á Lárus Guðm- undsson sem lék í gegn, gaf vel fyrir markið á Eyjamanninn Sig- urlás Þorleifsson sem skoraði auð- veldlega, enda algjörlega á fríum sjó. Eftir markið komu Eyjamenn meira og meira inn í leikinn á ný og á 33. mín. hafði Þórður Hall- grímsson nærri jafnað metin er hann kastaði sér fram og skallaði fyrirgjöf Snorra en naumlega framhjá. Víkingar gengu því til leikhlés með eitt mark í forustu. Eyjamenn komu ákveðnir til leiks í s.h. og strax á 46. mín. varði Diðrik glæsilega skallabolta Ósk- ars Valtýssonar uppi í vinklinum. Og svo á 54. mín. jöfnuðu Eyja- menn verðskuldað. Ómar Jó- hannsson tók þá hornspyrnu mjög vel, Óskar Valtýsson skallaði bolt- anri inn að markteig Víkings og eftir mikinn darraðadans þar náði Sveinn Sveinsson að senda bolt- ann í netið. Eyjamenn voru mun meira með boltann í s.h. en Víkingar oftast með 7—8 menn í vörninni en skutust síðan snögglega í skyndi- sóknir þegar færi gafst á. Var greinilegt að Víkingar ætluðu sér að hanga á jafnteflinu úr því sem komið var og það tókst þeim. Mega þeir þó fyrst og fremst þakka það markverði sínum, Diðrik Ólafs- syni, sem varði hvað eftir annað snilldarlega og rétt í lokin með sannkallaðri heimsklassa björgun þegar hann stökk fimlega upp í markhornið og varði geysifast viðstöðulaust skot Jóhanns Georgssonar, sem hafði mark stimplað á sig alla leiðina, þar til Diðrik kom til skjalanna. Eyjamenn urðu þarna að horfa á eftir enn einu stiginu á sínum heimavelli en eru þrátt fyrir það enn með í toppbaráttunni. Mikil meiðsli hrjá liðið þessa dagana, einn er frá keppni og ekki færri en fjórir voru á sjúrkalista daginn fyrir leikinn. Besti maður liðsins á laugardag var hinn ungi fram- herji, Ómar Jóhannsson, sem sýn- ir nú stórstígar framfarir. Hann er geysilega skotfastur og spilandi leikmaður og hefur ótrúlega gott vald á boltanum. Ársæll Sveinsson var mjög góður í markinu, Örn og Valþór sterkir í vörninni og Tóm- as ávallt jafn hættulegur frammi. Víkingar hafa mjög breitzt til batnaðar frá því í fyrra, mun meiri knattspyrna er nú í liðinu. Handbragð rússneska bjarnarins. Diðrið Olafsson var yfirburða- maður í liðinu á laugardaginn og sýndi snilldartök við markvörzl- una. Hann á þetta stig Víkinga. Sigurlás Þorleifsson var fyrrum félögum sínum erfiður viðureignar en hann hefur tapað niður nokkru af markheppni sinni frá því hann lék með ÍBV. Heimir Karlsson átti ágætan leik á miðjunni, sérlega í fyrri hálfleik. Róbert Ágnarsson var sterkur sem aftasti varnar- maður. í stuttu máli Hásteinsvöllur 14. júlí 1979. 1. deild ÍBV — Víkingur 1—1 (0-1), Mark ÍBV: Sveinn Sveinsson á 54. mín. Mark Víkings: Sigurlás Þorleifs- son á 28. mín. Áminningar: Þórður Hallgríms- son og Oskar Valtýssonar ÍBV. Heimir Karlsson, Sigurlás Þor- leifsson og Ragnar Gíslason Vík- ingi. Áhorfendur: 811.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.