Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 32
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ1979 vlff> MOR&JKr KAFffNO GRANI GÖSLARI Ék held að þetta sé athyglisverð tilraun, sem ég er hér að gera — hugsanlega markar hún tfmamót! Það kostaði offjár að fá aðstoð sérfræðinganna, en nú hef ég komizt upp á lagið með að tala við sjálfan mig, og hafa af því ánægju! „Kapphlaupið”- góð útvarpssaga og góður flutningur BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Kúnstir eru leiknar í kvenna- flokki Evrópumóta eins og f opna flokknum. Og veikara kynið er ekki síður harðvftugt í stigasókn sinni ef marka má spilið f dag en það var spilað f leik frskra og enskra kvenna á mótinu f Ostende árið 1973. Allar voru á hættu og suður gaf. Norður S. D84 H. K76 T. G96 L. Á1065 Vestur S. KG1092 H. 98 T. Á85 L. DG2 Suður S. 7 H. ÁG10432 T. K74 L. K98 Hvernig liði þér í fjórum hjört- um eftir þessar sagnir. Suður Vestur Norður Austur 1 H 1 S 2 L 2S 3 H P 4 H »• P**8 Ekki virðist þetta efnilegt. En konurnar voru ekki í vandræðqm eftir að vestur spilaði út spáða- £osa, fékk slaginn og spilaði aftur paða, sem suður tropmaði. Ás og kóngur í trompinu komu veg tfyrir tapslag þar og þvinæst trompaði sagnhafi síðasta spaða blinds heima. Og framhaldið var í sama örugga dúrnum þegar á báðum borðum voru teknir tveir hæstu í laufi og þriðja laufinu spilað. Vestur var þá í leiðindastöðu og átti ekki öruggt útspil. Spaði hefði leyft sagnhafa að trompa í borð- inu og láta tígul heima og tígulút- spil var ekki betra því þá hvarf eitt af tígulspilum suðurs í frí- spilað lauf, em beið tilbúið í blindum. Snaggaralega spilað hjá konunum þó að vestur hefði getað bjargað þessu með því að spila tígli eftir að hafa fengið fyrsta slaginn á spaðagosann. Austur S. Á653 H. D5 T. D1032 L. 743 COSPER Borða minna? — Er það það eina sem þér hafið að segja mér læknir? Sigurður Gunnarsson lauk 11. júlí lestri þýðingar sinnar á sög- unni Kapphlaupið eftir norska rithöfundinn Káre Holte. Nýverið las ég í Velvakanda smágrein eftir „Hlustanda," sem hrósar sögunni og flutningi þýðanda á henni. Ég vil taka í sama streng. Tel ég að þarna hafi vel tekist með efnisval. Lestur Sigurðar var skýr og hæfði flutningur hans efninu vel. Ég geri ekki ráð fyrir, að höf- undur líti á þetta verk sem sagn- fræði nema að takmörkuðu leyti, a.m.k. er frásögnin með skemmti- lega skáldlegum blæ. Og vissulega er þarna um að ræða einn af merkustu viðburðum landkönnun- ar á jörðinni og jafnframt stór- kostlegt drama. Sennilega hefur mörgum fleir- um en mér farið svo, að Amundsen birtist í nýrri mynd og henni ekki að öllu leyti hugþekkri. En hversu sönn hún er, treysti ég mér ekki að fullyrða neitt um. Ég vil þakka Sigurði fyrir það að hafa tekið sér fyrir hendur að koma þessu ágæta verki á móður- mál okkar og útvarpinu fyrir að taka það til flutnings. En „mikið vill meira.“ Nú vil ég taka undir með „Hlustanda" og óska þess að einhver bókaútgefandi sjái sér fært að koma þessu verki í bók sem fyrst. Þykir mér trúlegt, að ýmsir sem hlustað hafa á lestur- inn en misst úr kafla og kafla, svo sem oft vill verða, myndu fagna því að eiga þess kost að fáa hana til lestrar. Eiríkur Stefánsson • Hjálpsemi við erlenda ferðamenn Það hefur víst varla farið fram hjá nokkrum að á síðustu árum höfum við íslendingar reynt eftir fremsta megni að sækja í okkur veðrið sem ferðamannaþjóð. Annars vegar höfum við stóraukið utanferðir okkar af slíku offorsi að nú er nánast engin þjóð í heiminum sem getur verið óhult fyrir átroðningi okkar. Hins vegar höfum við nú síðustu ár haft tilburði í frammi við að hasla okkur völl á alþjóðlegum vett- vangi við móttöku erlendra ferða- manna. Lausnargjald í Persíu Eftir Evelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslenzku 22 gefa Logan.til kynna að hann skyldi ekki segja meira. En Logan lét eins og hann sæi ekki merkin írá honum. Hann hali- aði sér aftur í stólnum og virtist hinn rólegasti. — Ég geng sem sagt út frá því að þér tcljið tilboð okkar ekki fuilnægjandi, sagði hann. — Hvað hafið þér annað fram að færa? — Þér talið um að byggja olíuleiðslu til Abadan, sagði Khorvan. — Fjarlægðin frá Imshan til oliuhreinsunarstöðvarinnar er of mikil. Miðað við það olfu- magn sem verður framleitt í Imshan teljum við ástæðu til að önnur olíuhreinsunarstöð verði reist. Að fyrirtæki yðar reisi hana fyrir þann gróða sem þið munuð hafa af olfuverðlækkun- inni. Logan leit á James. Hann sneri sér að Khorvan. — Ekki var orðað við hr. Kelly að nauðsynlegt væri að reisa sérstaka olfuhreinsunar- stöð fyrir Imshan. — Nei, samþykkti ráðherr- ann. — En það var orðað við mig. Hans keisaralega tign er staðráðinn í að olfuhreinsun- arstöð verði byggð við Bandar Muqam, skammt frá Imshan, — við' ströndina. Og hver sá aðili sei^ gengur til samvinnu við olíufélagið okkar skal fjár- magna það. Hann lítur svo á að þetta sé ekki nema sanngjarn skerfur. Auðvitað hafði hugmyndin komið frá Khorvan sjálfum. Hann vissi að keisarinn átti þá hugsjón helzta að kreista síð- asta dollarinn út úr þeim vest- rænu fyrirtækjum sem fjárfestu í íran. Þessi fjárfesting yrði meiri háttar skrcf í langtíma iðnvæðingu landsins. Ef Imper- ial olíufélagið vildi fá öll ráð á Imshan og koma þar upp þeirri aðstöðu sem hin mikla olfa á svæðinu gaf tilefni til skyldu þeir líka þurfa að punga hressi- lega út. Logan kveikti sér í sfgarettu. — Kostnaðurinn við að reisa olíuhreinsunarstöð sem væri nægilega stór til að anna þó ekki væri nema helmingi olíu- framleiðslu svæðisins myndi kosta þrjú hundruð milljón dollara tii viðbótar, sagði hann. Hafandi í huga verðbólgu og aðra þróun yrði niðurstaðan sú að þessi mikla íjárfesting myndi gera að engu allar áætl- anir um hagnað að minnsta kosti næstu tfu ár. Khorvan ansaði engu. Hann sló fingrunum létt á borðplöt- una og virtist annars hugar. — Eg er hræddur um að þetta sé ógerningur, sagði Log- an. — Ekkert fyrirtæki í heim- inum myndi semja upp á þessi býti. Stjórn fyrirtækis míns myndi ekki leggja blessun sína yfir þetta, jafnvel þótt ég mælti með því. Ég vænti þess að þér skiljið það. — Ég geri það vitanlega, sagði Khorvan. — En því er nú miður: þetta er bara ekki mitt mál. hr. Field. Eg er ekki að semja um olfuna okkar — þér eruð að því. Ef þér sjáið yður ekki fært að byggja olfuhreins- unarstöðina. þá verður öðrum gefinn kostur á að koma þarna inn f málið. — Það er fulikomlega eðli- legt. sagði Logan. — En hvaða fyrirtæki gæti hugsanlega ráð- ist í þetta? Þér skuluð ckki segja mér að það sé Exxon vegna þess þér vitið eins vel og ég að írarnir vilja ekki að Bandaríkin eignist önnur eins ítök hér í landi og Imshanáætl- unin yrði ef hún kæmist í framkvæmd. Ég veit að þér og ráðamenn telja að yfrið nóg sé bæði af bandarfskum herstöð- um hér, svo og hermönnum. Þér gætuð ekki leyft þeim að kom- ast í nánd við Imshan, því að þá myundu Rússar hreinlega murka úr ykkur lífið. Khorvan leit á hann haturs- fullum svip. Ilann var orðinn rjóður í framan og það var merki þess að hann væri í þann veginn að missa stjórn á skapi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.