Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 44
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ1979 — Mikil spenna í GR-mótinu í golfi en engin ók heim á nýjum bfl GOLF Hilmar sigr- aði í Eyjum IIILMAR Björgvinsson Golf- klúbbi Suðurnesja varð sigur- vegari á Unglingameistaramót- inu í golfi sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina. Golfkapparnir ungu fengu öil veður um helgina, sói og blfða var á laugardaginn en á sunnu- daginn var austan beljandi með tilheyrandi rigningu og fór vindhraðinn í Herjólfsdal í ein 10 vindstig er liða tók á sunnu- daginn. Leiknar voru 72 holur, átta hringir, svo golfararnir hafa gengið um 15 km hvorn daginn, með kerrur sínar í eftirdragi. Keppnin í eldri flokknum var mjög spennandi og miklar svipt- ingar. Eftir fyrstu 18 holurnar hafði Ómar Ö. Ragnarsson for- ystuna á 73 höggum, einu höggi á þá Eirík Jónsson GR og Magn- ús Birgisson GA. Þegar leiknar höfðu verið 36 holur hafði hins vegar Einar L. Þórisson GR tveggja högga forskot á Hilmar Björgvinsson GS. Einar var á 144 og Hilmar á 148. Einar lék ljómandi vel síðustu 9 holurnar fyrri daginn, fór þær á 33 högg- um og jafnaði vallarmetið í Herjólfsdal, 18 holurnar á 69 höggum. Magnús Birgisson hafði ekki sérstakt tilefni til að kætast á þessum fyrri degi mótsins, því hann tapaði þremur boltum, og varð því að taka sex víti. Enn átti keppni unglinganna eftir að harðna. Þegar leiknar höfðu verið 54 holur, hafði Einar L. Þórisson enn forystu í mótinu á 222 höggum, Magnús Birgisson var á 224 og Hilmar Björgvins- son á sama höggafjölda. Nú hafði veðrið heldur betur hlaup- ið í rudda, beljandi rok og lemjandi rigning. Við þessar aðstæður lék hinn ungi Suður- nesjamaður Hilmar Björgvins- son við hvern sinn fingur, enda blæs oft suður með sjó. Fór Hilmar tvo síðustu hringina á 36 og 37 höggum sem verður að teljast mjög gott við þessar aðstæður. Kom Hilmar inn á samanlagt 297 höggum, heilum sjö höggum betur en annar maður. Lokastaðan í unglinga- flokki varð þessi: Högg: Hilmar Björgvinsson GS 297 Einar L. Þórisson GR 304 Eiríkur Þ. Jónsson GR 307 Magnús Birgisson GA 308 Hannes Eyvindsson GR 309 Hálfdán Þ. Karlsson GK 312 Gylfi Garðarsson GV 313 Ómar Ö. Ragnarsson GL 314 Keppendur í unglingaflokki voru 22. Drengjakeppnin var einnig fjörug og skemmtileg. Jón Þ. Gunnarsson GA tók strax í upphafi forystuna og hélt henni í öruggum höndum keppnina út. Lokastaðan í drengjaflokki: Jón Þ. Gunnarss. GA Asgeir Þórðarson NK Héðinn Sigurðss. GK Magnús Stefánss. NK Sigurður Sigurðss. GS Drengirnir léku af kvennateig. Keppendur voru 23. Aðeins fjórar stúlkur tóku þátt í mótinu. í eldri flokknum sigraði Steinunn Sæmundsdóttir á 183 höggum (36 holur) og önnur varð Alda Sigurðardóttir GK á 191 höggi. Steinunni Sæmundsdóttur er ýmislegt til lista lagt á íþróttasviðinu, því þetta er sú sama Steinunn og er ókrýnd skíðadrottning íslands. í yngri flokknum kepptu tvíbura- systurnar Þórdís og Ásdís Geir- mundsdætur, sigraði Þórdís á 206 höggum. HKJ Feðgarnir Ari Guðmundsson og Atli Arason og þeir bræður Helgi og Sigurður Hólm bera saman bækur sínar undir lok keppninnar á sunnudaginn, en þá rigndi talsvert og veitti ekki af stórum himni regnhlífarinnar til að taka mesta vatnsveðrið. (Ljósm. RAX). Lftt þekktir tvíburar hirtu fyrstu verólaun högg 300 302 305 306 310 ALLS óþekktir kylfingar, tvíburabræðurnir Jóhannes og Gunnar Árnasynir, gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í opna GR-mótinu í golfi. sem fram fór í Grafarholti um helgina. Þeir skutu mörgum kunnum köpp- um aftur fyrir sig, en þátttaka í mótinu var mjög góð, alls 126 keppendur eða 63 pör. Engum tókst að fara holu í höggi í keppninni, en góð verðlaun voru fyrir slíkt og eitt stykki VW-golf fyrir að vinna það afrek á 17. braut vallarins. Litlu munaði að Gísla Sigurðs- syni, Keilismanni og ritstjóra Lesbókar Morgunblaðsins, tækist það, en bolti hans lenti á holubarminum. í stað þess að enda flugið ofan í holunni hopp- aði boltinn og stöðvaðist 73 cm frá holunni eða 73 cm frá nýjum bíl. Verðlaun í þessu móti voru þau verðmætustu, sem um hefur verið keppt í golfmóti hér á landi og þá var því við hæfi að fjár- Þrátt fyrir heldur sla-mt gengi síðari keppnisdaginn er ekki annað að sjá en Olafur Bjarki sé í góðu skapi á þessari mynd og Ragnar sonur hans, ólafur Skúlason og Sæmundur Pálsson geta ekki annað en hrosað að tilburðum „gamla mannsins**. málaráðherrann, Tómas Árna- son, hæfi leikinn á laugardags- morgunn ásamt meðspilara sín- um Sveini Snorrasyni, Magnúsi Jónssyni formanni GR og John Nolan golfkennara í Grafarholti. Síðan fóru kylfingarnir út hver á fætur öðrum og var gott veður allan laugardaginn. Því var því miður ekki að heilsa á sunnudag- inn, en er leið á daginn gerði slagveðursrigningu, sem gerði mörgum lífið leitt. Mikil spenna var um öll verð- launasætin, en veitt voru verðlaun 17 beztu pörunum og auk þess þeim er næstir voru holu eftir upphafshögg á fjórum stytztu brautum vallarins. Þurfti umspil langt fram eftir sunnudagskvöldi. Um sex fyrstu sætin þurfti þó ekki að leika. Tvíburarnir sigruðu með 89 punkta, en fyrirkomulag keppn- innar var þannig að betri bolti var talinn á hverri holu og notuð 7/8 forgjöf, þó ekki yfir 18 högg. Þeir Sæmundur Pálsson og Ólafur Skúlason urðu í 2. sæti í keppninni á 88 punktum og voru grátlega nærri 89. punktinum en notuðu ekki möguleikann til að ná honum. Sæmundur var í þremur höggum röska 2 metra frá holu á 18. braut er Ólafur lauk holunni á 4 höggum. I stað þess að pútta sjálfur fyrir parið, tók Sæmundur boltann sinn upp og þakkaði meðspilara sínum fyrir spilamennskuna. Um leið og hann gerði það, áttaði hann sig á því, að hann átti forgjöf á honuna og hefði því getað fengið einum punkti meira en Ólafur fékk með sínu pari. Klaufalegt hjá Sæmundi, sem leikið hafði eins og herforingi. Þeir bræður Jóhannes og Gunnar er tiltölulega nýbyrjaðir að leika golf og eru báðir með í kringum 20 í forgjöf. í keppninni um helgina, eða þegar mestu máli skipti, small allt saman hjá þeim og með sigrinum unnu þeir sér fyrir sólarlandaferð með Úrval. Ólafur og Sæmundur þurfa ekki að kvarta þar sem þeir fengu golfsett frá Austur- bakka og af verðlaunum má nefna málverk, rafmagnstæki, niðursuðuvörur, pennasett, jakka, bækur, kvöldverð á góðum veitingastað og bílinn góða, sem þó gekk ekki út. Mikið var um það í keppninni að feður léku með sonum sínum eða þá að bræður léku saman. Þannig urðu þeir Helgi og Sigurður Hólm í þriðja sæti í keppninni, en þeir tóku reyndar forskot á sæluna með því að fara báðir holu í höggi í Grafarholti í vikunni. Sú upphitun dugði þeim þó ekki til að endurtaka afrekið um helgina. í fjórða sæti komu svo feðgarnir Atli og Ari Guðmundsson, áður formaður GR. Efstu pör í GR-keppninni urðu: Jóhannes og Gunnar Árna- synir 89 punktar, Sæmundur Pálsson og Ólafur Skúlason 88 — Helgi og Sigurður Hólm 84 — Atli og Ari Guðmundsson 83 — Sigur Már og Bragi Jónsson 80 — Loftur Ólafsson og Jóhann Einarsson 79 — Guðmundur Hafliðason og Gauti Indriðason 78 — Magnús Halldórsson og Ágúst Húbertsson 78 — Hrólfur og Hjalti Þórarinsson 77 — Júlíus R. Júlíusson og Þorsteinn Magnússon 77 — Geir Svansson og Björgvin Þorsteinsson 77 — Sigurður Pétursson og Stefán Ágústsson 77 — Jakob Gunnars- son og Gunnar Haraldsson 77 — Pétur Elíasson og Ólafur H. Ólafsson 77 — Helgi Viggósson og Viggó Viggósson 77 — Næstir holu á verðlauna- brautunum voru: Hola 2 — Stefán Unnarsson 58 cm Ilola 6 — Sigurður Hólm 90 cm Hola 11 — Smári Jóhannsson 92 cm y Hola 17 — Gísli Sigurðsson 73 cm -áij.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.