Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.07.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1979 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI f avujsartfK’aa'u ir En eins og varðandi svo margt sem við íslendingar tökum okkur fyrir hendur af miklum „stórhug" þá höfum við gleymt að hugsa út í smáatriðin sem svo miklu máli skipta. Ég varð vitni að því um daginn að útlendingur, líklega þýskur sem talaði þó ensku, var á leiðinni inn í strætisvagn. Honum reyndist erfitt að átta sig á því hvert vagninn var að fara enda mjög takmarkaðar upplýsingar útlendingum til handa hvernig skuli komast á milli staða hér í borginni. Vesalings útlendingurinn var svo óheppinn að strætisvagnabíl- stjórinn kunni næsta lítið í erlendri tungu og varð því lítið um svör af hans hálfu. Sú ábending sem ég vildi koma á framfæri er sú hvort strætisvagnar Reykjavík- ur geti ekki gefið út einhvers konar leiðbeiningar fyrir útlend- inga hvernig ferðast skuli með almenningsvögnum innan borgar- innar. Til allrar hamingju þá hafa á síðustu árum orðið talsverðar framfarir hjá okkur íslendingum við móttöku erlendra ferðamanna. En ennþá vantar herslumuninn. Ég vil ennfremur beina þeim tilmælum til fólks að það sé erlendum hjálplegt hvar sem þeir eru á ferð. Ég þekki það sem móðir þriggja fullorðinna barna að þakklát hugsa ég til þeirra ein- staklinga í útlöndum sem hafa rétt börnunum mínum hjálpar- hönd á ferðum þeirra erlendis. Það er okkur Islendingum til sóma sem þjóð og sérhverjum til sóma sem einstaklingi að við reynum að rétta okkar erlendu meðbræðrum hjálparhönd. Höfum það hugfast að oft getur verið erfitt að vera í ókunnu landi og geta sér enga björg veitt. Svo næst þegar við sjáum út- lendinga vera að velta fyrir sér korti með furðusvip þá skulum við ganga til þeirra og bjóða þeim hjálp okkar. Og ef við höfum laust pláss í bílnum okkar á leiðinni í sumarfrí því ekki leyfa putta- ferðalangi að njóta góðs af því og fá far? Móðir Þessir hringdu . . . • Hvað þýðir „nema SVR“ Bílstjóri hringdi og vildi fá svör við því hvernig væri fram- fylgt banni á vinstri beygju af Laugavegi og inn á Hlemmtorg. Þar stendur „Vinstri beygja bönn- uð nema fyrir SVR.“ Hann segist margoft hafa séð þar beygja aðra en SVR-bíla, meðal annarra SVK og Landleiða-bíla. Hver eru svör lögreglunnar við þessu? Baldvin Ottósson hjá Umferðar- deild lögreglunnar sagði að öllum öðrum en SVR væri bannað að beygja til vinstri á fyrrnefndum gatnamótum og við því væru viðurlög. Hann sagðist halda að hvorki SVK né Landleiðir þyrftu að fara um þessi gatnamót en ef einhverjar sérstakar aðstæður væru fyrir hendi, svo sem gatna- framkvæmdir, þá væri þeim aðil- um leyft það í tiltekinn tíma. En SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Fjölmennasta skákkeppni sem haldin er, er án efa keppnin um hvíta hrókinn í Sovétríkjunum, en í henni taka árlega þátt milljónir skólabarna. Mikið er því um upp- rennandi snillinga og þessi staða kom upp í úrslitum í skák þeirra Kljuchnevs, sem hafði hvítt og átti leik, og Finkelsteins. 17. RÍ6+! (Tætir sundur svörtu kóngsstöðuna) gxf6 18. g6! (Lakara var 18. gxf6+ — Kf8 og svartur verst enn um sinn). Í5 19. gxf7+ — Kxí7 20. Dxí5+ og svartur gafst upp, því að eftir 20. ... Bf6 21. Re5+ - Ke7 22. Hg7+! — Bxg7 23. Df7 er hann mát. hann sagði að öðrum en SVR væri vinstri nema með sérstöku leyfi ekki leyfilegt að beygja þarna til lögreglunnar. HÖGNI HREKKVÍSI ,, SA/ATl jne. ALPTVF &J>KUL&kUIZ ...! ,.þAe> VA£- éOTT AO vt-o ffÖTVM U)FrPi)e» Evrópumótinu í bridge lokið: ítalir„stálu” sigrinum í síð- ustu umferð ÍTALIR unnu Dani í síðustu umferð Evrópumeistara- mótsins í bridge sem staðið hefur sl. hálfan mánuð í Lausanne í Sviss og tryggði sér þar með Evrópumeistara- titilinn. Fyrir síðustu um- ferðina voru Danir efstir í mótinu og ítalir náðu aldrei að komast í efsta sætið í keppninni fyrr en í síðustu umferðinni. Frakkar sem „þjófstört- uðu“ í keppninni og leiddu hana mest allan tímann töp- uðu í síðustu umferðinni fyrir írum sem komu mjög á óvart og urðu í þriðja saeti með jafnmörg stig og Frakk- ar. ítalska liðið var skipað þekktum spilurum. Þeir eru: Girogio Belladonna, Benito Garozzo, Arturo Franco, Vito Pittala, Lorenco Lauria og Dano Falco. Belladonna hefir verið talinn einn snjallasti spilari vorra tíma. Hann hef- ur verið í landsliði Ítalíu í áratugi og meðlimur i „Bláu sveitinni" sem var ósigrandi á árunum 1950—1960. Lauria og Falco hafa ekki áður orðið Evrópumeistarar. Fyrirliði Italska liðsins ut- an leikvallar var Sandro Salvetti, en hann stýrði liðinu 1975 þegar tveir ítölsku spilaranna voru ásakaðir um óeðlilegar fótahreyfingar á Evrópumótinu. Skv. reglum Al- þjóða-bridgesambandsins eiga ítalir rétt á að taka þátt í heimsmeistaramótinu í bridge sem fram fer í Rio de Janeiro í októbermánuði. Þó gæti sú staða komið upp að þeir fengju ekki að taka þátt í keppninni vegna ásökunar- innar um „svindl“ 1975. Al- þjóðabridgesambandinu lík- aði ekki hvernig ítalska bridgesambandið meðhöndl- aði málið og dæmdi Italska bridgesambandið um tíma úr Alþjóðasambandinu. Það skal tekið fram að spilararnir sem styrinn stóð um eru ekki í liði ítala nú. Danir urðu í öðru sæti í keppninni og hafa aldrei náð svo langt í Evrópumótum á undanförnum árum. Áttu þeir mjög góðan lokasprett og unnu hvern leikinn á fætur öðrum. Um miðbik keppninn- Brldge Umsjónt ARNÓR RAGNARSSON ar voru þeir í miðjum hópi keppenda. Liðið var skipað sömu spilurum og komu á Norðurlandamótið hér í vetur og spiluðu sömu spilararnir alla síðustu leikina að einum hálfleik undanteknum. Lokastaðan í keppninni varð þessi: Ítalía 292, Dan- mörk 280, írland 275, Frakk- land 275, Noregur 264, Bret- land 262, Pólland 251,5, Sví- þjóð 248, Austurríki 238, Israel 227, Sviss 217, ísland 210,5, Ungverjaland 198, Hol- land 195, Þýzkaland 193,5, Portúgal 167, Belgía 156, Finnland 141, Tyrkland 111, Spánn 100, Júgóslavía 78. Eins og fram hefur komið í blaðinu sigruðu brezku kon- urnar örugglega í kvenna- flokki, enda þótt þær töpuðu síðasta leiknum með mínus 3 stigum. Hlutu þær 225 stig, ítölsku konurnar urðu aðrar með 215 stig og hollenzku konurnar hlutu bronsið með 192 stig. fMtogtmfrlitfetfe óskar eftir iðburðarfólki Úthverfi: □ Selás □ Dalsel Vesturbær: □ Meistaravellir Uppl. i sima 35408

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.