Morgunblaðið - 22.07.1979, Side 16

Morgunblaðið - 22.07.1979, Side 16
16 MORGUNÓLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ1979 Eina flugvélin, sem til er, liggur á botni Þjórsár Northr Flugvélin í Þjórsá. Stél hennar stóð upp úr ánni allt fram á miðjan sjötta áratuginn. ÍSLENSKA flugsöf'ufólat'id mun, í byrjun ágústmánað- ar, veita forystu leiðangri sem hefur það að markmiði, að bjarga herflugvél sem hér fórst á stríðsárunum, upp af botni Þjórsár. Ásamt íslendingum munu taka þátt í leiðangrinum aðilar frá Norcgi og Bandaríkjunum. Flugvélin sem bjarva á, er sú eina sinnar tegundar sem til er í hciminum. i tilefni þessa sneri Morgunhlaðið sér til Ragnars J. Ragnarssonar varaformanns íslenska flugsögufélagsins, en hann er jaínframt leiðangurs- stjóri, og innti hann eftir aðdraganda þessarar leitar. „Eg hef vitað af þessari flugvél þarna í nokkur ár,“ sagði Ragnar. „Það var árið 1972, er ég veitti leiðsögu breskum leiðangri sem bjargaði „Fairey Battle" flugvél af Fjórðungssandi, suður undan Hofsjökli, að ég hitti Guðmund Jónasson, hinn alkunna fjalla- og ferðamann, en hann sagði mér af þessari flugvél. A þessum tíma var ég í sambandi við norska flugsögu- félagið og kannaði ég, hvort þeir hefðu áhuga á að bjarga vélinni. Vissulega var áhugi fyrir hendi, en þeim hinsvegar ljóst að þetta væri geysimikið fyrirtæki." — Hvenær var svo tekin um það ákvörðun að freista þess að bjarga flugvélinni? „Þegar Islenska flugsögufélagið var stofnað árið 1977, var ákveðið að reyna að finna vélina í ánni, kanna ástandið og allar aðstæður t-il að bjarga henni. Með þessu móti var auðveldara að gera sér grein fyrir hversu mikið fyrirtæki það yrði að bjarga vélinni. Flugvélin fundin Síðan var það um haustið 1977, nánar tiltekið þann 15. október, að leiðangur var gerður út til að finna flugvélina. Við fengum til aðstoðar sprengjuleitarsveit frá bandaríska flotanum en hún hafði yfir fullkomnum málmleitartækj- um að ráða. Við leituðum á því svæði þar sem talið var að vélin væri niðurkomin, og brátt fengum við svörun frá tækjunum sem sýndi svo ekki var um að villast að flugvélin væri fundin. Hún lá á botni Þjórsár á 1.5—2.0 metra dýpi og með öllu hulin sandi og leir. Að þessum niðurstöðum fengnum við ljóst að afar erfitt væri að bjarga vélinni. Auk þess yrði það mjög kostnaðarsamt, því það er nú einu sinni þannig að þó að svona hlutir hafi sögulegt gildi, þá fást fáir til að leggja krónu í fyrirtækið. Við brugðum á það ráð að tala við norska menn sem störfuðu hér á stríðsárunum við flugsveitina, m.a. manninn sem flaug flugvélinni, en margir þess- ara manna eru nú hátt settir í norska hernum, en aðrir eru hætt- ir störfum. Einnig töluðum við við menn frá Northrop verksmiðjun- um, en þessar verksmiðjur smíð- uðu vélina, og aðila frá Norsk Sjöfartsmuseum. Við vöktum upp mikinn áhuga hjá öllum þessum mönnum og voru allir einhuga um að standa að þessari björgun." Northrop N-3PB „Patrol Bomber“ — Hver er saga þessarar flugvélar? „Þessi flugvél er af gerðinni Northrop N-3PB „Patrol Bomber", en það má kalla hana sprengju-könnunarflugvél. Upp- haf vélarinnar er það að maður hét John K. Northrop og var flugvélaverkfræðingur að mennt. Hann bjó í Bandaríkjunum en var af dönskum ættum. A árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina starfaði hann hjá Lockheed verk- smiðjunum, en varð síðar hátt settur hjá Douglas verksmiðjun- um bandarísku. Hann hafði hann- að nokkrar flugvélar, m.a. vélar sem slegið höfðu ýmis met, t.d. hæðar- eða hraðamet. Árið 1939 hætti hann hjá Douglas og stofn- aði sína eigin verksmiðju. Ástæða þess að hann hætti var sú að þær vélar sem hann hannaði voru orðnar geysi vinsælar og mikið notaðar. Þessar vélar var farið að fjöldaframleiða, en það var ekki honum að skapi, því hugur hans stefndi til að skapa nýjungar í flugvélavísindum. Sem dæmi um uppfinningar hans má nefna „Fljúgandi vænginn" en það var nokkurs konar flugvélarvængur sem gat flogið og helgaði hann líf sitt að mörgu leyti þessari upp- finningu sinni. Á þessum tíma var að skella á stríð í Evrópu, en ekki voru allar þjóðir tilbúnar til átaka og m.a. voru Norðmenn í þeirra hópi. Flugfloti Norðmanna var á þess- um tíma gamall og úr sér genginn og því fóru Norðmenn að leita fyrir sér um endurnýjun þessa flota síns. Á þessum árum áttu þeir ekki sérstakan flugher, en landher og sjóher höfðu báðir sinn flugflota. Aðal uppistaðan í flug- her flotans var eins hreyfils tvíþekja, MF-11, en hún var norsk- hönnuð og smíðuð af flugvélaverk- smiðjum í Noregi, Marinens Flyfabrikk. Norðmenn leituðu m.a. fyrir sér í Þýskalandi um nýjar flugvélar og festu þeir kaup á sex vélum af gerðinni Henkel HE-115. Síðan sneru þeir sér til Bandaríkjanna og leituðu að flug- vél sem þeir gætu notað innan skerja í Noregi, svokallaðri „Inshare patrol" vél. í þessum tilgangi sendu þeir mann Capt. Östby, til Bandaríkjanna, en það var í árslok árið 1939. Hafandi leitað til allra helstu flugvélaverk- smiðja Bandaríkjanna þessara erinda þá hafnaði hann loks hjá hinum nýstofnuðu Northrop verk- smiðjum. Er hann þá svo lánsam- ur að Northrop er með, á teikni- borðinu, flugvél, eins hreyfils flotflugvél, sem virtist geta fallið að kröfum Norðmanna. Þeir gera í sameiningu smávægilegar breytingar á hönnun vélarinnar, og þann 12. marz 1940 undirritar Norska ríkið samning við Nort- hrop flugvélaverksmiðjurnar, um smíði á 24 vélum af gerðinni Northrop N-3PB. Þetta eru fyrstu og einu vélarnar af þessari gerð sem nokkurn tímann hafa verið smíðaðar í heiminum. Noregur her- tekinn — flug- sveit „frjálsra Norðmanna“ Á þessum tíma urðu þeir at- burðir sem reyndust afdrifaríkir fyrir allt mannkyn, Þjóðverjar gerðu innrás í Pólland og seinni heimstyrjöldin hófst. Stuttu eftir undirritun samningsins milli Norðmanna og Northrop verk- smiðjanna réðust Þjóðverjar inn í Noreg, nánar til tekið þann 9. apríl árið 1940. Þann 7. júní gáfust Norðmenn upp og við uppgjöfina virtist samningurinn vera að fara í vaskinn. En svo fór þó ekki. Noregskonungur og norska ríkis- stjórnin flýðu til Lundúna og settu þar á fót útlagastjórn. Þar var síðan norski flugherinn endur- reistur og voru höfuðstöðvar hans í Lundúnum en þjálfunarbúðir fyrir flugmennina I Toronto í Kanada og var sá staður kallaður „Litli Noregur." Með tilliti til þessa var ákvéðið að halda samninginn við hið bandaríska fyrirtæki og manna vélarnar af svokölluðum „Frjálsum Norð- mönnum" en það voru þeir lands- menn kallaðir sem ekki voru undir stjórn Þjóðverja. Níu mánuðum og einum degi eftir undirritun samningsins var fyrstu flugvélinni af gerðinni Á stllltum sjó í Skerjafirði. Ein örfárra mynda sem til eru af flugvélinni sem fórst í Þjórsá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.