Morgunblaðið - 22.07.1979, Side 17

Morgunblaðið - 22.07.1979, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ1979 17 Northrop N-3PB rennt út úr verk- smiðjunum, en síðan komu þær hver af annarri. Á þessum tíma voru þetta hraðfleygustu herflug- vélar á flotum sem til voru í heiminum. Vegna stjórnarskipt- ana var ákveðið að senda vélar til Kanada í þjálfunarbúðirnar, en fyrst var þeim reynsluflogið í Kaliforníu, en þar voru verk- smiðjurnar staðsettar. I febrúar- mánuði árið 1941 var síðan sex vélum flogið til „Litla Noregs" í Toronto i Kanada. Á þessum tíma fóru fram viðræður milli Norð- manna og Breta um hvar hentug- ast væri að staðsetja fyrstu flug- sveitina. Það varð úr að flugsveit- in, sú fyrsta og eina sem búin var Northrop flugvélum, skyldi stað- sett á Islandi og lyti yfirstjórn breska flughersins. Ástæðan fyrir því að sveitinni var valinn staður á íslandi, var sú, að kafbáta- hernaður Þjóðverja færðist stöð- ugt út á Atlantshafið og æ norðar og því nær Islandi. Vélarnar koma til Islands Þann 19. maí voru síðan þær átján vélar sem enn voru eftir sendar með norska flutningaskij)- inu „Fjordheim" áleiðis til Is- lands. Skipið lagði upp frá Halifax og kom hingað í skipalest, en þessi skipalest varð fyrir hatrömmum Þremur dögum eftir konu „Fjordheim" til íslands var vélunum skipað upp og þær fluttar inn í Vatnagarða, en þar var eina flugskýiið sem til var á Islandi. Þar fór samsetningin fram, en þann 2. júní var samsetningu fyrstu vélarinnar lokið og flaug hún sitt fyrsta reynsluflug þá um daginn. 27. dag júnímánaðar fór flugvél úr sveitinni í sitt fyrsta flug í hernaðarlegum tilgangi (operational flight), en sú vél er einmitt sú sama og liggur nú á Þjórsárbotni, Verkefni hennar var að fylgja skipalest frá Reykjanesi fjórtán sjómílur austur af Eldey. Fiugsveitin hafði hér margþætt hlutverk. I fyrsta lagi var henni ætlað að stunda hernað gegn kafbátum Þjóðverja sem hér voru á sveimi, skipavernd var líka hluti af verksviði sveitarinnar. Einnig flugu þær á móts við þýskar könnunarflugvélar sem komu hér tíðum, en síðan var ljósmynda- flug, ískönnunarflug og sjúkraflug þáttur í hlutverki þeirra, m.a. kom það fyrir, að þessar vélar fluttu íslenska sjúklinga á sjúkrahús í Reykjavík. Sumarið 1941 var ákveðið að skipta flugsveitinni upp í þrjár sveitir. Sveit A, sem var í Naut- hólsvík, sveit B sem var á Akureyri og sveit C en hún hafði aðsetur á Búðareyri við Reyðar- fjörð. Sex vélar voru hafðar til „Dýrasti kamar í heimi“, gerður úr flotholti af Northrop flugvél sem fórst á Reyðarfirði. Drengurinn sem stendur fyrir utan var „lukku-drengur“ flugsveitar- innar. Hann heitir Kristinn Ásgeirsson, nú búsettur á ísafirði. árásum þýskra kafbáta. Vélarnar voru í kössum, sundurteknar, en ásamt vélunum komu hingað varahlutir, skotfæri og 500 tonn af djúpsprengjum, en slíkum sprengjum voru þessar vélar búnar, og voru þær ætlaðar gegn kafbátum. Þann 25. apríl var formlega stofnuð hér norsk flug- sveit búin þessum vélum og hlaut hún nafnið 330 (N), en þetta var fyrsta flugsveit „Frjálsra Norð- manna". Flugsveit þessi hafði aðsetur í Nauthólsvík, en þar hafði áður verið bresk flugsveit, 701. flugsveit breska flotans. vara. Sumarið eftir, árið 1942, fór fram endurnýjun á flugvélum tveggja sveita af þeim þremur sem hér voru. Sveitir A og B fengu Catalina flugbáta en sveit C hafði enn gömlu Northrop vélarnar. Aðalhlutverk þeirra sveitar var að taka á móti þýskum könnunar- flugvélum sem komu frá Noregi upp að austurströnd íslands. í lok ársins 1942 var síðan ákveðið að flugsveitin skyldi flutt til Skot- lands, en þar átti hún að hafa aðsetur til frambúðar. Sveit C, sem staðsett var á Reyðarfirði eins og áður sagði, átti hins vegar Ein vélanna í flugvélarbyrgi í Nauthólsvík. að vera hér áfram til vors ársins 1943. Vélin sem nú er í Þjórsá var ein þeirra þriggja véla sem eftir urðu á Reyðarfirði. Þær tvær sem að lokum voru nothæfar, flugu til Skotlands 11. og 12. júní sama ár, en sá sem flaug vélinni sem fórst í Þjórsá, flaug einmitt annarri þessara véla.“ Örlög flugvélanna — Hver urðu afdrif hinna vélanna? „Þær ýmist fórust eða voru brotnar niður. Þrjár vélar fórust í þjálfun í Kanada og með þeim sex menn, en hinar þrjár sem eftir voru þar, komu hingað í aprílmán- uði árið 1942, í stað þeirra sem farist höfðu. Ellefu vélar fórust á Islandi. Ein þeirra var að koma úr flugi og fórst á Vattarnesi við Reyðarfjörð, og með henni þrír menn. Þrjár týndust á hafi úti og með þeim níu menn. Tveimur hlekktist á hér í Skerjafirðinum, aðrar tvær fórust í flugtaki á Akureyri og ein fórst í landingu á Reyðarfirði. Enginn maður týndi lífinu með þessum vélum. Ein vél sprakk í loft upp á Reyðarfirði fyrir mistök og ein nauðlenti í Þjórsá og er þar enn. Átta aðrar vélar voru rifnar niður hér á íslandi. Tveimur vélum var flogið til Skotlands, eins og áður gat, og voru þær geymdar þar til stríðs- loka. Að stríðinu loknu var þeim flogið til Noregs, þar var önnur rifin niður en hinni var komið fyrir í flugskýli, en hún átti að fara á flugminjasafn, sem í fram- tíðinni átti að rísa í Noregi. Allt fram til ársins 1956 var þessi vél inni í flugskýli til allrar óhamingju hrundi flugskýlið um veturinn og fjöldi véla sem í því voru eyðilögðust. Þó var ekki svo um þessa vél, hún var tiltölulega lítið skemmd. Því miður virtust ekki allir á þeirri skoðun, því vélin var rifin niður þá un veturinn og sjálfsagt notuð í brotajárn." — Hvernig reyndust þessar flugvélar hér á íslandi? „Þær stóðu sig ágætlega miðað við hinar erfiðu aðstæður sem hér voru. Þær gerðu sjö sinnum árásir á kafbáta, en sökktu engum svo vitað sé. Þessar vélar voru vopnað- ar djúpsprengjum sem beitt var gegn kafbátunum. í átta skipti gerðu vélarnar árásir á þýskar könnunarflugvélar og hæfðu þær með skotum. Ekki er vitað með vissu hvort þessar árásir báru nokkurn árangur, en samkvæmt óstaðfestum heimildum er talið að ein þeirra véla sem Northrop flugvélarnar gerðu árás á hafi ekki komið fram hjá Þjóðverjum. Þetta kom fram við yfirheyrslur yfir þýskum flugpiönnum í Noregi, að styrjöldinni lokinni." Feigðarför vélarinnar — Hvennig fór með Northrop vélina sem nú stendur til að bjarga? „Þann 21. apríl var sú vél í sínu síðasta flugi frá Búðareyri við Reyðarfjörð til Reykjavíkur, þar sem átti að rífa hana í brotajárn. Flugmaður vélarinnar var W.W. Bulukin liðþjálfi, en hann er norskur af rússneskum ættum. Loftskeytamaður í þessari síðustu ferð var Leif Rustad, en siglinga- fræðingur eða leiðsögumaður var ekki í vélinni. Vélin lagði af stað frá Búðareyri í góðu veðri en einnig var veðurspáin á væntan- legri flugleið vélarinnar yfir hálendið hagstæð og taldi því flugmaðurinn ástæðulaust að hafa leiðsögumann með í förinni. Þegar þeir voru komnir norður fyrir Vatnajökul versnaði veðrið, skyggni minnkaði, ský voru lágt á lofti og þeir urðu að lækka flugið. Flugmaðurinn, W.W. Bulukin, hafði kynnst íslensku veðri og taldi hann að brátt myndi birta til, í samræmi við síðustu veður- spá. En svo fór ekki. Því lengra sem vestar dró, þeim mun verra varð veðrið, þó að flugliðarnir héldu enn í vonina um batnandi veðurfar. Alltaf varð dimmara og dimmara og að lokum var komið snjókóf og bylur. Flugmaðurinn tók þá ákvörðun um, að breyta stefnunni til suðurs og ná strönd- inni, því hana þekkti hann og gat fylgt til Reykjavíkur. Er hér var komið sögu flaug hann algerlega blindandi og sá alls ekki til jarðar. Allt í einu rofaði þó til og sá hann ármót, tvær ár mætast, en þetta voru ármót Þjórsár og Tungnaár. Flugmaðurinn taidi að þetta væru ármót Hvítár og Sogs, hélt sig á réttri leið og ákvað að fylgja ánni til sjávar. Samkvæmt því hefðu þeir átt að komast til strandar á fimm mínútum. Nú var skyggni 200—300 metrar og kafaldsbylur. Að fimm mínútum liðnum skildi Bulukin ekki af hverju þeir hefðu ekki náð til strandar, en á þeirri stundu varð honum litið á áttavit- ann og sá að hann vísaði í hánorð- ur. Þjórsá rennur til norðurs á stuttum kafla, skammt neðan Búrfells. Var nú flugmaðurinn ekki lengur viss í sinni sök, hann taldi sig villtan og ákvað að lenda á ánni við fyrsta tækifæri. Rétt í þann mund sem hann var að Ein þeirra véla sem fórst á Reyðarfirði. Sjá má að annað flotholtið vantar á vélina. en úr því var smíðaður „dýrasti kamar í heimi“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.