Morgunblaðið

Date
  • previous monthJuly 1979next month
    MoTuWeThFrSaSu
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 22.07.1979, Page 18

Morgunblaðið - 22.07.1979, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 1979 Flugvélarnar sinntu m.a. sjúkraflugi þegar þær voru hér á landi. Hér er ein að koma úr slíkri ferð. lenda, sá hann glytta í hindrun framundan í gegnum snjókófið. Hindrun þessi er tangi sem skagar út í Þjórsá á þeim stað sem hún beygir aftur til suðurs. Flug- maðurinn beygði vélinni skyndi- lega til hægri til að forðast árekst- ur, en þar sem vélin var komin niður undir ofrishraða og var auk þess rétt við vatnsflötinn, rak hún hægra flotholtið, sem við það brotnaði af, í ána og skall síðan i vatnið. Vélin flaut auðveldlega, þó að annað flotholtið vantaði, og barst rólega undan straumnum niður ána. Að lokum strandaði hún á sandhrygg neðar í ánni. Bulukin og félagi hans ákváðu nú að freista þess að komast í land, en hvor um sig átti að hafa eins manns björgunarbát í fórum sín- um. Þá kemur í ljós að Bulukin var með sinn, eins og reglur gerðu ráð fyrir, en Leif Rustad hafði gleymt sínum heima. Þeim tókst þó báðum að hanga á bátnum og komust klakklaust í land, þó annar á sokkaleistunum. Þeir voru algerlega ókunnir staðháttum og vissu ekki um neina byggð í nánd. Þeir ákváðu því að freista þess að ganga til Reykjavíkur. Þeir tóku stefnu til byggða og einungis fyrir einskæra heppni gengu þeir fram á bæinn Ásólfsstaði, éftir aðeins hálftíma göngu. Snjókólfið var svo dimmt að þeir sáu ekki bæinn fyrr en þeir áttu örfáa metra ófarna til hans, og mega þeir teljast heppnir að hafa rekist á annan tveggja bæja, sem þarna eru á stóru svæði. Þar hlutu þeir góðar við- tökur og var hlúð að þeim eftir bestu getu. Flugvélin sökk ekki nærri strax og stóð afturhluti hennar upp úr ánni alit fram á miðjan sjötta áratuginn að því er talið er.“ Vélin í tvennu lagi — Hvernig verður björgunar- aðgerðum háttað? „Síðastliðinn vetur voiu gerðar kannanir á vélinni í gegnum ís. Þetta voru aðallega dýptar- mælingar og jarðvegskannanir, þar sem könnuð var efnasam- setning botnsins. í apríl var svo farinn köfunarleiðangur, en þá var ástand flugvélarinnar kannað nákvæmiega. Kom þá í ljós að flugvélin er brotin í tvennt um miðjuna og einnig var mótor hennar horfinn. Þetta skiptir þó hvorugt höfuðmáli, mótor má fá næstum því hvar sem er og grindina má tengja saman. Vélin er á kafi í sandi og leir en þeim efnum verður dælt upp með kraft- miklum sogdæium. Að því verki loknu verða settir undir vængina svokallaðir „liftings bags“, en það eru stórir pokar sem fylltir verða af lofti, en við það lyftist vélin upp á yfirborðið. Síðan verður hún dregin upp í nálæga vík, þar sem hún mun tekin sundur." — Hver verða svo afdrif vélar- innar? „Það er samkomulag um það milli allra aðila sem að björgun- inni standa. Flugvélin verður í upphafi flutt til Bandaríkjanna og komið þar í sýningarhæft ástand. Þessi vél er fyrsta flugvéiin sem bandarísku Northrop verk- smiðjurnar smíðuðu. Meðal gamalla starfsmanna verksmiðj- anna eru margir sem stóðu að smíði þessara véla og eru þeir, ásamt öðrum, tilbúnir að endur- byggja flugvélina. Þá mun fyrir- tækið leggja til allt efni til við- gerðanna, þannig að öll vinna er unnin í sjálfboðavinnu og efni fæst að kostnaðarlausu. Að viðgerðum loknum verður vélin sýnd í Bandaríkjunum um tíma. Að því búnu verður vélin flutt hingað til íslands og sýnd almenn- ingi. Að lokum liggur svo leið vélarinnar til Noregs og verður framtíðarstaður hennar í norska flugminjasafninu. Það vekur athygli erlendis að reynt skuli að bjarga flugvél á þennan hátt því flugvél hefur aldrei áður, svo vitað sé, verið bjargað úr slíkri aðstöðu. Erlendir fréttamenn verða á staðnum og fylgjast þeir með björguninni. Einnig verður gerð sjónvarpskvik- mynd um þennan atburð og verður hún trúlega sýnd víða um heim. Heyrst hefur að National Geographic muni senda mann til að fylgjast með og ætti það að gefa vísbendingu um hversu merkileg björgun þarna fer fram.“ Bulukin — fyrir- liði Norðmannanna — Hvað munu margir menn taka þátt í leiðangrinum? „Þetta verður um þrjátíu og fimm manna hópur sem þarna mun vinna að staðaidri, og kannski eitthvað fleiri um helgar. Ellefu meðlimir Flugsögufélagsins munu vinna við björgunina, en leiðangurinn lýtur yfirstjórn Flugsöguféiagsins og mun ég verða leiðangursstjóri. Þá mun björgunarsveitin Albert á Sel- tjarnarnesi sjá um allt sem snýr að öryggismálum, einnig munu þeir annast eldamennskuna. Munu líklega verða átta menn frá björgunarsveitinni á staðnum að staðaldri. Átta menn koma frá Noregi og eru þeir á vegum norska flughersins og Norsk Sjöfarts- museum. Þrír þessara átta manna voru hér á stríðsárunum og voru í flugsveitinni. Tveir þeirra eru flugvirkjar en einn er flugmaður og enginn annar en W.W. Bulukin, sá sem síðastur manna flaug vélinni. Hann er fyrirliði Norð- mannanna. Bulukin er áhugakaf- ari og mun hann verða fyrstur til að kafa niður að vélinni. Þrír menn frá Bandaríkjunum munu verða í leiðangrinum. Tveir þeirra eru verkfræðingar og er annar þeirra íslendingur, Sveinn Þórðar- son, Þorsteinssonar á Sæbóli, en Sveinn er meðal fremstu flugvéla- verkfræðinga Northrop verk- smiðjanna. Þá mun einn kvik- myndatökumaður verða í leiðangrinum. Bandaríski flotinn mun leggja til fjögurra manna sprengjuleitarsveit, en þeir menn eru allir kafarar. Alls munu átta kafarar starfa að björguninni, þar af einn íslenskur, Sigurður P. Harðarson. Öll vinna í leiðangrin- um er sjálfboðavinna og öll tæki eru fengin að láni hjá ýmsum aðilum. Norski herinn lánar mikið af tækjum, en einnig hefur banda- ríski herinn reynst okkur hjálp- legur. Eina vandamálið, að björguninni sjálfri undantekinni, er fæðisöflun fyrir allan þennan mannskap. Munum við sem að björguninni stöndum fara fljót- lega til ýmissa innlendra fyrir- tækja sem að matvælaframleiðslu standa og vonumst við til að okkur verði vel tekið." — Hafa þessar aðgerðir ein- hverja hættu í för með sér? „Vissulega er nokkur hætta á ferðum, eins og aðstæðum er háttað þó að ýtrustu varúðarráð- stafanir hafi verið gerðar. Aðal hættan stafar þó af óviðkomandi fólki sem kann að koma og fylgj- ast með aðgerðum. Við viljum hvetja fólk til að halda sig í hæfilegri fjarlægð, svo það tefji ekki leiðangurinn að störfum og bendum á að við erum með mörg hættuleg tæki og getur stórslys hlotist af, ef óvarlega er gengið um. Einnig vil ég koma því að, að við hvetjum alla þá sem kunna að hafa einhverja hluti úr vélinni undir höndum, að láta okkur Baldur Sveinsson, formann Flug- sögufélagsins, vita hið fyrsta." - oj. Kort sem sýnir leið þá sem flugvélin fór frá Búðareyri við Reyðarfjörð áleiðis til Reykjavíkur. Krossinn sýnir staðinn þar sem vélin fórst og er enn þann dag í dag. MUSAVtK 1SPjO"ÐUt KAvrsij MAf NAWFJQWOUWj (tfLAVjK, (SLAND VEGiR OG VEGALENGDIR ROADS ANO DISTANCÍS *~k pí]P*. 7 )> ~7 \ s. /ý yt j* y ý, r— / W /. Pr. //, \ j / / -*L V gi '&’.L.i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 166. tölublað (22.07.1979)
https://timarit.is/issue/117545

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

166. tölublað (22.07.1979)

Actions: