Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 Framsalsmálið enn óútkljáð: Fór fjölda ferða til ýmissa landa til fíkniefnakaupa ÁKVÖRÐUN IIEFUR ckki verið tckin um það enn hvort gæzluvarð- haldsfanKÍnn í hassmálinu stóra, scm komizt hefur upp um í Svíþjóð, verður framseldur héðan til Svíþjóðar. Málið er nú í höndum ríkissaksóknara en dómsmálaráðuneytið mun hafa endanlegt úrskurðarvald í málinu. Eins ok fram hefur komið í Mbl. hefur Hæstiréttur staðfest þann úrskurð sakadóms Reykjavíkur, að skilyrði séu fyrir hendi til framsals, en þau eru aðeins fyrir hendi ef hin meintu fíkniefnabrot teljast stórfelld ok þyngri refsinjí en 4 ára fangelsi Hkkí við hrotunum að íslenzkum iögum. íslenski gæzluvarðhaldsfanxinn kom hingað til lands 13. júní s.l. o« var hann handtekinn þegar við komuna til landsins. Við yfirheyrslur síðan hjá fíkniefnadeild lögreKÍunnar hefur hann viðurkennt fyrir dómi að hafa. ýmist cinn eða í félajíi við aðra. Kerzt sekur um eftirtalin fíkniefnabrot, samkvæmt því sem fram kemur í úrskurði sakadóms Reykjavíkur, en þar kennir margra grasa eins og upptalningin her með sér: 1. Að hafa á tímabilinu janú- ar-marz 1978 farið ásamt öðrum manni 3 ferðir frá Gautaborg til Kaupmannahafnar og keypt þar um 100 gr. af hassi í hverri ferð, sem þeir seldu síðan ótilteknum aðilum í Gautaborg. 2. Að hafa ásamt tveimur nafn- greindum mönnum farið í júlí 1978 frá Gautaborg til Kaup- mannahafnar til hasskaupa án árangurs, og að hafa nokkru síðar átt þátt í neyzlu og sölu um 50 gr. af hassi í Gautaborg. 3. Að hafa í júní/júlí 1978, ásamt nafngreindum manni, farið frá Gautaborg til Amsterdam í Hol- landi og keypt þar um 500 gr. af hassi sem þeir seldu síðan ókunn- um aðilum í almenningsgarði í Gautaborg með hagnaði. llafi kaupverðið í Amsterdam verið 4—5 gyllini hvert gramm, en söluverðið í Gautaborg 20—30 skr. hvert gramm í stærri ein- ingum, en um 40 skr. í smærri einingum. 4. Að hafa 2—3 vikum síðar farið aðra ferð til Amsterdam með sama manni og áður og keypt um 700 gr. af hassi, sem þeir seldu í Gautaborg á sama hátt og greint er undir lið 3. 5. Að hafa í ágúst 1978 í þriðja sinn með sama manni og áður til Amsterdam og keypt um 1 kg af hassi, sem þeir fluttu til Gauta- borgar og seldu á sama hátt og segir í 3 lið. 6. Að 1978, hafa £ INNLENT farið í september enn með hinum sama manni og áður, í ferð, m.a. til Ankara í Tyrklandi, þar sem þeir keyptu 650 gr af hassi, sem þeir ætluðu að flytja til íslands eða Svíþjóðar, en voru handtekn- ir í Engíandiog hassið gert upp- tækt þar. 7. Að hafa farið frá íslandi í desember 1978 einn síns liðs til Amsterdam og keypt þar um 140 gr af hassi og flutt það hingað til lands. Hassið hafi hann selt ýmsum aðilum, yfirleitt á um kr. 4.000 hvert gramm. 8. Að hafa veitt viðtöku snemma á þessu ári frá nafngreindum manni í Gautaborg um 2 gr af hassi. 9. Að hafa keypt af manni í Gautaborg í marz s.l. 250 gr af mariuhana á 15 skr. hvert gramm, sem hann seldi ókunn- um aðilum á 35—40 skr. hvert gramm. Var þetta gert í hagnaðarskyni. 10. Að hafa í apríl s.l. keypt af sama manni og greinir í lið 200 gr. af hassolíu á 57,50 skr. hvert gramm. Samkvæmt síðasta framburði gæslufangans fyrir dómi varðandi hassolíuna, af- henti hann nafngreindum ís- lenzkum manni um 90 gr af hassolíunni að hann telur, 10 gr fóru til spillis, 10 gr fóru til eigin nota, en afganginn seldi hann ýmsum ókunnum aðilum í Gautaborg á 80 kr. hvert gramm. Ljósm.:Bjarni Guömundsson. 12 ára golþorskur bað er ekki á hverjum degi að svona golþorskar koma í vörpurnar hjá togurunum. Þcssi væni þorskur kom í vörpu Ingólfs Arnarsonar þegar togarinn var á veiðum á Vestfjarða- miðum í sumar. bað er Páll Sigmundsson háseti, sem heldur á þorskinum, sem talinn er 10—12 ára gamall.__ Seldu í Bretlandi TVEIR togarar seldu í Bretlandi í gær. Vest- mannaey VE seldi 150,5 tonn í Hull fyrir 56.6 milljónir króna, meðalverð 375 krónur hvert kíló, og Stálvík SI seldi 184.4 tonn í Fleetwood fyrir 51,7 milljónir króna, meðalverð 281 króna. Nýr kaup- félagsstjóri HREIÐAR Karlsson hefur verið ráðinn kaupfélags- stjóri hjá Kaupfélagi Þing- eyinga á Húsavík. Núver- andi kaupfélagsstjóri er Finnur Kristjánsson, en ekki hefur verið ákveðið hvenær Hreiðar tekur við af honum. Hreiðar Karlsson, sem er 34 ára að aldri, hefur starfað hjá Kaupfélaginu í um 10 ára skeið. Lauk hann prófi frá Samvinnuskólanum árið 1965 og hefur m.a. dvalist erlendis við framhaldsnám. Vatnsyfirborð í Þórisvatni 1 metra lægra nú en í fyrra: Þarf að skammta rafmagn í vetur? „ÞAÐ MÁ reikna með því miðaðyið núverandi ástand og sömu þróun og verið hefur á síðustu vikum, að þá verði vatnsyfirborð í bórisvatni 1 metra lægra. 1. október næstkomandi en það var á sama tíma í fyrra.“ sagði Ingólfur Ágústsson rekstrarstjóri Landsyirkjunar. Hann sagði, að nú væri vatnsyfirborð í Þórisvatni. sem er vatnsmiðlun fyrir Sigöiduvirkjun og Búrfellsvirkjun, 90 sentimetrum lægra en það var í ágúst í fyrra. Standa vonir til þess, að 1. október næstkomandi verði vatnsyfirborð í bórisvatni í 574 metra hæð yfir sjávarmáli en var 574.95 mctrar á þeim tíma í fyrra. „Það hefur verið áætlað að þessi eins metra lækkun á vatnsyfir- borði samsvari 2% af orkuþörf- inni á orkuveitusvæði Landsvirkj- unar á tímabilinu og þar til í lok aprílmánaðar. Hvort þessi 2% minnkun þýðir að grípa verður til raforkuskömmtunar eða hvort nægilegt rafmagn er tryggt, er ómögulegt að segja fyrir um að svo stöddu. Það fer eftir því hvernig veturinn verður," sagði Ingólfur. Hann sagði að nú vantaði 6 metra upp á fulla yfirborðshæð vatnsins. Hann sagði að víða annars staðar mætti sjá áhrif lítillar úrkomu. Nú í júlímánuði hefði rennsli í Þjórsá verið um 353 rúmmetrar á sekúndu en var 400 rúmmetrar á sama tíma í fyrra. Ingólfur sagði, að sömu söguna væri að segja af Soginu þar sem rennslið hefði verið 88 rúmmetrar í fyrra en væri nú minna en 80 rúmmetrar á sekúndu, sem væri minnsta rennslu í Soginu sem mælst hefði í langan tíma að undanskildum árunum ’51 og ’65. Þegar Ingólfur var spurður um ábrif hugsanlegrar seinkunar á byggingu Hrauneyjafossvirkjunar eins og rætt hefur verið um innan ríkisstjórnarinnar sagðist hann telja seinkun „alveg útilokaða ef við eigum að standa við þær skuldbindingar um orkusölu sem nú þegar hafa verið gerðar”. Hann sagðist telja brýna nauðsyn reka til þess að Hrauneyjafossvirkjun yrði lokið haustið 1981. Dr. Kristján Eldjárn um næstu forsetakosningar: „Ótímabært að gefa nokkra yfirlýsingu til eða frá“ Allar líkur á forsetaframboði, gefi forseti ekki kost á sér til endurkjörs, segir Albert Guðmundsson MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til íorseta íslands, dr. Kristjáns Eldjárns, vegna frétta og umræðna um, að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs við forsetakosning- ar, sem fram eiga að fara á næsta ári. Forsetinn sagði: „Ég tel ótímabært að gefa nokkra yfirlýsingu til eða frá um þetta efni, þar sem svo langur tími er til stefnu. Meðan ég gef ekki sjálfur yfirlýsingu um þetta á annan hvorn veginn verða Ekki tímabært að ræða málið, segja aðrir .nenn að líta svo á, að þetta sé enn óráðið." í viðtali við Dagblaðið í gær segir Albert Guðmundsson, alþm., að allar líkur séu til, að hann fari í forsetaframboð á næsta ári, gefi dr. Kristján Eldjárn ekki kost á sér til endurkjörs. í sama blaði segja dr. Gylfi Þ. Gíslason og Ármann Snævarr, forseti Hæstaréttar, að þeir telji ekki tímabært nú að ræða þessi mál og Ármann Snævarr tekur sérstaklega fram, að hann vonist til þess að núver- andi forseti gefi kost á sér á ný. Guðlaugur Þorvaldsson, sátta- semjari ríkisins, kveðst ekki hafa leitt hugann að að forseta- framboði. Við forsetakosning- arnar 1952 voru þrír frambjóð- endur í kjöri, en við forsetakosn- ingar 1968 voru þeir tveir. Kjaradeila milli ríkis og rannsóknarlögreglu ÁGREININGUR er kominn upp milli rannsóknarlögreglumanna og fjármálaráðuneytisins um túlkun kjarasamninga. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins mun ágrein- ingurinn snúast um hálfa klukku- sti.nii sem greidd er aukalega fyrir úlkall utan dagvinnutíma og aðra hálfa klukkustund, sem greidd er að auki, standi útkallið í meira en tvær klukkustundir. Fjármálaráðuneytið hefur fellt niður þessar aukagreiðsl- ur, sem lögreglumennirnir hafa túlkað sem tíma fyrir þá að koma sér á útkallsstað. Morgunblaðið spurði Eggert N. Bjarnason, formann Fél- ags rannsóknarlögreglumanna um þessa deilu í gær og vildi hann þá ekkert tjá sig um hana, sagði aðeins að ágreiningur væri uppi um túlkun samninga. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins mun mikill urgur vera meðal starfsmanna Rannsóknar- lögreglu ríkisins vegna þessa máls. Eggert neitaði því þó eindregið í gær, að lögreglumennirnir hygðu á einhverjar aðgerðir í málinu. Þeir myndu að sjálfsögðu sinna útköllum eftir sem áður hvenær sólarhrings sem væri. Jón L. í öðru sæti JÓN L. Árnason vann Rundberg í 7. umferð Norðurlandamótsins í skák í gær og er Jón nú I öðru sæti í mótinu með 6 vinninga. Á Heims- meistaramóti unglinga urðu úrslit m.a. þau í fimmtu umferð, að Margeir Pétursson gerði jafntefli við Finnann V'álkealmi. Að sögn Guðmundar Sigurjóns- sonar hafði Margeir lengst af mun hagstæðara tafl en lék af sér í tímahraki. Cherning og Seirawan eru efstir í mótinu með 41/2 vinning en Margeir hefur 3 vinninga. Á Norðurlandamótinu urðu úrslit m.a. þau, að Bragi Halldórsson vann sína skák og sömuleiðis Áskell Kár- ason, Ingvar Ásmundsson á ha- gstæða biðskák en Ásgeir Þ. Árnas- on tapaði. Svíinn Niklasson er efstur með 6'/2 vinning. Áskell og Bragi hafa 5 vinninga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.