Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚgT 1979 Veiting hafnarstjórastarfs í Keflavík: „Mínar skoðanir og hafnarstjórnar fóru ekki saman“ — Það eru greinilega skiptar skoðanir um veitingu starfs hafn- arstjóra í Keflavík og í þessu tilviki hafa ekki farið saman skoðanir hafnarstjórnar og mín- ar á því hvern ætti að skipa í starfið, sagði Ragnar Arnalds samgönguráðherra í samtali við Mbl. — Ekki eru gerðar sérstak menntunarkröfur fyrir starf haí arstjóra og sá sem fékk starl uppfyllti þau skilyrði og þi kröfur, sem gera þarf til starfsi og því valdi ég hann úr hc þessara umsækjenda. Bolungarvík: Guðrún Á. Þorkelsdóttir við eitt verka sinna á sýningunni í Gallerí Suðurgata 7, en sýningin opnar klukkan 20 í kvöld og stendur til 15. ágúst. Ljósmynd: Ól.K.Mais. Siýriir í Gallerí Suðurgötu 7 SÝNING á verkum Guðrúnar Á. Þorkelsdóttur verður opnuð í dag klukkan 20 í Gallerí Suðurgötu 7 í Reykjavfk. Á sýningunni verða verk unnin útfrá grundvallaratr- iðum vefnaðar með ívaf og uppi- stöðu sem forskrift, en hugmynd- um fundinn búningur er þjónar þrívíðri framkvæmd jafnt sem frásögn á ljósmynd, eins og segir í fréttatilkynningu um sýning- una. Þá eru á sýningunni lífræn- ir skúlptúrar sem stöðugt breytast. Guðrún Á. Þorkelsdóttir stund- aði nám við Handíða- og mynd- listaskóla íslands árin 1971 til 1976, og síðan erlendis við Konst- fackskolan í Stokkhólmi og Gerrit Ritveld Akademie í Amsterdam. Undanfarin ár hefur Guðrún starfrækt Galerie Lóu í Amster- dam ásamt eiginmanni sínum, Kees Visser. Sýningin verður opin frá klukk- an 16 til 22 virka daga, en frá klukkan 14 til 22 um helgar. Henni lýkur þann 15. ágúst. Frá afhendingu raðhúsanna. Frá vinstri: Jón Friðgeir Einarsson, Ólafur Kristjánsson forseti bæj- arstjórnar, Guðmundur Krist- jánsson bæjarstjóri, Kristín Magnúsdóttir bæjarfuiltrúi, Stef- án Veturliðason byggingameist- ari og Hálfdán Einarsson bæjar- fulltrúi. Jóns Friðgeirs Einarssonar er unnið að margvíslegum verkefn- um bæði innan og utan Bolungar- víkur. í fyrra hófst Jón Friðgeir handa um að reisa fjölbýlishús við Stigahlíð 2—4 í Bolungarvík. í því húsi verða 20 íbúðir 2ja og 3ja herbergja. Þetta fjölbýlishús verð- ur fokhelt í haust og koma hinar nýju íbúðir til sölu þá. Þá hefur Jón Friðgeir nýlega hafið fram- kvæmdir við fjölbýlishús í Hnífs- dal. I húsinu verða 8 íbúðir og er gert ráð fyrir að þeim verði skilað fullfrágengnum um mitt næsta ár. Þessi framkvæmd er á vegum framkvæmdanefndar leigu- og söluíbúða á ísafirði. Jón Friðgeir Einarsson rekur auk þess bygg- ingavöruverzlun, þá stærstu á Vestfjörðum, sem mikið er sótt úr nágrannabyggðum. Einnig rekur Jón plastverksmiðju sem fram- leiðir einangrunarplast, rafdeild, málningarþjónustu og ýmsa aðra þjónustu fyrir húsbyggjendur. Jón Friðgeir Einarsson hefur nú rekið byggingarþjónustu í 23 ár og hefur undanfarin ár verið hæsti skattgreiðandi einstaklinga á Vestfjörðum. -Gunnar. Ríkisspítalarnir reknir fyrir fjárlagaframlög í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær, þar sem rætt var um erfiðleika sjúkrahúsanna við að greiða laun starfsfólks um þessi mánaðamót var ranglega sagt í fyrirsögn, að erfiðleikar væru hjá ríkisspítölunum. Eins og af lestri fréttarinnar má sjá, þar sem aðeins er rætt um sjúkrahúsin, er átt við þau sjúkra- hús, sem rekin eru á vegum sveitarfélaga með daggjalda- greiðslum frá ríkinu. Þannig er ekki háttað rekstri ríkisspítal- anna, sem reknir eru fyrir sér- stakt framlag á fjárlögum. Þetta leiðréttist hér með. Ríkisspítalarnir eru: Lands- spítalinn, ásamt kvennadeild og fleiri deildum, Kleppsspítali, Kópavogshæli, Kristneshæli, Vífilstaðaspítali, Gæzluvistarhæl- ið í Gunnarsholti og Blóðbankinn. Afhenti leiguíbúðir og byggingu fyrir aldraða Bolungarvík — 30. júlí í DAG afhenti Jón Friðgeir Einarsson verktaki í Bolungar- vík fjögurra fbúða raðhús við Móholt hér í bæ. Hér er um að ræða íbúðir sem byggðar eru á vegum framkvæmdanefndar um byggingu leigu- og söluíbúða, og er ætlað að bæta úr þeim mikla húsnæðisskorti sem verið hefur vfða á landsbyggðinni. Hinar nýju íbúðir eru 100 fer- metrar að grunnfleti og er þeim skilað fullfrágengnum og er frá- gangur allur til fyrirmyndar. Samningur um byggingarnar var undirritaður 24. ágúst á siðasta ári og var gert ráð fyrir að íbúðunum yrði skilað í lok ágúst á þessu ári. Einnig afhenti Jón Friðgeir Einarsson verktaki bygg- ingu fyrir aldraða í fokheltu ástandi. Um það verk var gengið frá samningum milli Jóns Frið- geirs og Bolungarvíkurkaupstaðar í október sl. Hér er um að ræða 6 íbúðir, 2 hjónaíbúðir og 4 einstakl- ingsíbúðir. Á vegum Byggingarþjónustu Raðhúsin við Móholt. Arabinn leysti Margeir út með gjöfum eftir tapið ÁTJÁNDA heimsmeistaramót unglinga hófst á laugardaginn hér í Skien. Við setningu fluttu Arnór J. Eykrem forscti norska Skáksambandsins og Friðrik ÓI- afsson forseti FIDE stuttar ræð- ur. Svo skemmtilega vill til að þeir voru báðir keppendur á fyrsta heimsmeistaramóti ungl- inga en það fór fram í Birming- ham á Englandi árið 1951. Frið- rik rifjaði upp nokkrar skemmti- legar minningar frá því móti og sagði sfðan mótið sett. Skákmótið fer fram í Ibsen húsinu hér í Skien en það var reist í minningu stórskáldsins Hinriks Ibsen, sem sleit barnsskónum í þessum bæ. Húsið er stórt og vel fallið til skákkeppni. Hér mega því keppendur una vei við sinn hag. Skömmu eftir að mótið var sett hófst fyrsta umferð, en þær verða alls þrettán. Margeir Pétursson sem keppir hér fyrir hönd íslands lenti á móti Kínverjanum Hong Ding Ma. Okkur er enn í fersku minni þær ófarir sem við urðum að þola þegar við mættum þessum kurteisu Kínverjum í fyrstu um- ferð á Olympymótinu í Buenos Aires í fyrra. Stund hefndarinnar virtist runnin upp. Margeir hafði svart og valdi Drekaafbrigði Sikil- eyjarvarnarinnar en Margeir hef- ur lagt marga af velli með aðstoð „Drekans" að undanförnu. Hong Ding var mjög fáfróður í „Dreka- fræðum" og tefldi undarlega. Margeir tefldi vel og fekk betra tafl, vann peð og allt lék í lyndi. En Margeir slakaði aðeins á klónni og Hong Ding naði að jafna taflið. Margeir fórnaði síðan manni til að ná kóngssókn, en Kínverjinn varð- ist vel og nýtti síðan liðsyfirburði sína tii sigurs. Slæm byrjun, — en fall er farar heill. í annarri umferð tefldi Margeir með hvítu gegn Ahmed Saeed, en hann er frá Sameinuðu arabísku Frá Guðmundi Sigurjónssyni stórmeistara í Skien furstadæmunum. Þessi ungi og viðkunnalegi Arabi féll í eina af gildrum Margeirs í byrjuninni og tapaði peði. Þess má geta að Margeir hefur fjöldann allan af gildrum á taktinum handa and- stæðingum sínum, og flestar þeirra er býsna erfitt að varast. Eftir mikil umskipti kom upp hróksendatafl þar sem Margeir hafði peð yfir og það er skemmst frá því að segja að Margeir tók andstæðing sinn í kennslustund og sýndi honum á lærdómsríkan hátt hvernig vinna skal slíka stöðu. Þakkaði Arabinn fyrir sig með því að leysa Margeir út með gjöfum. Gengu báðir glaðir á braut. í þriðju umferð tefldi Margeir með svörtu gegn Lau frá Vestur- Þýzkalandi en hann er einn af sterkustu mönnum mótsins. Hann tók þátt í stórmótinu í Munchen sem fram fór fyrr á þessu ári og sýndi á köflum góð tilþrif. Margeir fékk nú annað tækifæri til að tefla Drekaafbrigðið og leið ekki á löngu þar til hann fékk þægilegra tafl en andstæðingurinn. Þjóðverjinn féll nú í djúpa þanka og leitaði með logandi ljósi að jafnteflisleið og fann hana að lokum. Skákin endaði með jafntefli eftir 26 leiki. Keppendur eru alls 56, erfitt er að segja um hver þeirra sé líkleg- astur til að vinna mótið en nokkrir keppenda hafa nú þegar getið sér gott orð á alþjóðlegum vettvangi. Skulu nú nokkrir þeirra nefndir: ALexander Jusupov núverandi heimsmeistari unglinga frá Sov- étríkjunum, Seiravan frá Banda- ríkjunum, Broszpeter Ungverja- landi, Margeir, Chernin Sovétríkj- unum, Gazik Tékkóslavakíu, Nils- en Danmörku, Plaskett Englandi, Lau Vestur-Þýzkalandi, Nicolic Júgóslavíu og Pasman ísrael. Margir fleiri hafa vakið athygli hér á mótinu og má þar nefna Hong Ding Ma frá Kína, Beidar Sýrlandi og Ravi Kumar Indlandi. Hugsanlega er heimsmeistarinn enn ónefndur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.