Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 »4£P MORöJK/- RAfp/nu w1 *» *3ac Ég vil eindregið hvetja þig til að fara þér hægt í áfengismál- um og kvennamálum — og spilamennsku. Vantar ekki fjórða mann í bridge? Peningaseðlar fyrir blinda BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Heldur varð lokastaðan nötur- ieg fyrir varnarspilarann í austri í spili dagsins. Sagnhafi hafði reynst ótrúlega framsýnn í upp- hafi og öruggir slagir urðu íærri en austur átti von á. Austur gaf, allir á hættu. Norður S. 542 H. 752 T. G9743 L. D6 Vestur Austur S. - S. DG97 H. D1084 H. G96 T. 85 T. 1062 L.ÁKG9743 L. 1082 Suður S. ÁK10862 H. ÁK3 T. ÁKD L. 5 Suður var sagnhafi í fjórum spoðum og vestur, en hann hafði sagt lauf, spilaði út ás og síðan kóng í laufi, sem suður trompaði með, já, hvað heldurðu, hann trompaði með sexinu. Seinna kom í ljós, að þetta skipti höfuðmáli. En framhaldið var trompás en þá kom legan í ljós, og síðan tígulslagirnir þrír og ás-kóngur og þriðja hjartað. Aust- ur fékk slaginn á gosann og staðan var þessi: COSPER ©PIB COMNHBCIN 8061 Ji tw COSPER Hvenær getur hann sjálfur farið að ganga um gólfin? Kæri Velvakandi. Ungur sonur minn, sem var á förum til útlanda til framhalds- náms, tók loforð af mér áður en hann fór, um að senda þér bréf og koma á framfæri miklu áhugamáli hans. Hann hafði síðastliðið vor séð í Hollandi peningaseðla, sem voru auðkenndir fyrir blint og sjóndapurt fólk á þann veg að það gat samstundis með snertingunni einni fundið hvort það hélt á 100 eða 200 gyllina seðli. í horni seðlanna var talan upphleypt þannig að auðvelt var fyrir þetta fólk að greina upphæðina. Spurningin sem vaknaði við þessa frásögn var sú, hvort nýju seðlarnir, sem í vændum eru yrðu prentaðir á þann veg sem hér er lýst. Vonandi eru þessar ábend- ingar óþarfar með öllu og fyrir málunum hugsað nú þegar. En ég vildi verða við ósk þessa áhuga- sama ungmennis, ef svo ólíklega skyldi vilja til að þetta hafi ekki verið athugað í sambandi við nýju seðlana okkar, sem mér skilst að ekki séu enn tilbúnir en verði settir í framleiðslu á næstunni. Eg hefi ekki orðið vör við þessar upphleyptu tölur á seðlum þeirra landa, sem ég hefi ferðast til, en það má vel vera að það sé athug- unarleysi, enda oftast notaðir ferða-tékkar og greitt jafnharðan á erlendri grund. En það gefur auga leið, hvílík hagræðing það er fyrir blinda að þurfa ekki að spyrja hverju sinni, hvort það sé með hundrað eða þúsund króna og jafnvel 5000 króna seðil, þegar stærð seðlanna er sú sama eða svo til. Mér finnst þetta sjálfsögð tillitssemi og kurt- eisi við blint fólk. Nóg er samt af erfiðleikum, sem það fólk þarf að glima við. • Tónlistin í útvarpinu Og fyrst ég er farin að skrifa þér, langar mig til að nefna tónlistina í útvarpinu vegna um- tals og blaðaskrifa í sambandi við hlustendakönnun, sem fram hefir farið. Ég vona innilega að útvarpið víki aldrei út af þeirri braut að flytja okkur það besta og fegursta úr tónbókmenntunum eins og það hefur gert frá upphafi vega. Nóg er af ómerkilegum hávaða og Norður S 54 H. - T. G9 Vestur L. - Austur S. - S. DG9 H. D H. - T. - T. - L. G97 Suður S. K1082 H. - T. - L. - L. 10 Sama var hvað austur gerði. í reynd spilaði hann lauftíu, sem suður trompaði með tvisti yfir- trompaði í borðinu og spilaði þaðan trompi þó það hefði einnig mátt vera tígull. Austur lét gos- ann og suður þá áttuna en fékk tvo síðustu slagina á trompkóng og tíu. Furðulegur vinningur. Sama var þótt vestur tæki þriðja hjartaslaginn og læt ég lesendur um að finna framhaldið eftir það. __Lausnargjald'í Persíu Eftir Evelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á islenzku 36 - Já. Fóstran snökti eilítið. Samúð og skilningur var henni kær- kominn á þessari stundu. — Mér hefur bara verið sagt upp. Og hananú. Móðirin hefur ákveðið að annast hana sjálf. Mér þætti fróðlegt að vita hvernig það gengur. Madeleine kreppti ósjálfrátt hnefana. — Skelfinðr er að heyra, sagði hún og á rödd hennar var engin geðbrigði að merkja. — Hvenœr ætlið þér að hætta? — Þetta er sfðasti dagurinn minn, sagði fóstran. — Ég sagði henni í morgun að ég sætti mig ekki við að svona væri komið fram við mig, eftir allt sem éjt hef gert fyrir barnið. Ég ætla að fara strax í fyrramálið. Ég sagði henni það. Hún var nú ekki hrifin af því ég hætti strax. Ég held hún hafi orðið hálfskelkuð. Það var svo auðvelt að hagræða sannleikanum að við borð lá hún tryði þessari útgáfu af sögunni sjálf. — Hún hefði ekki vogað sér að láta mig fara ef hr. Field hefði verið heima. Hann treysti mér fulikomlega. Eina skelfingarstund hafði Madeleine dottið í hug að Logan væri lfka kominn heim. Hún losaði um takið á veskinu sfnu og sá merki á því eftir að hún hafði gripið svo þéttingsfast um það. — Sjálfsagt fær hún aðra fóstru, sagði hún. — En þetta er illa gert gagnvart yður. — Nei, ekki aldeiiis, sagði fóstran illskulega. — Hún seg- ist ætla að fara með hana til Iriands. Þess voðastaðar. Ég hata íra. Við ættum að láta þá afskiptalausa og láta þá um að drepa hvern annan. Ég hef alltaf sagt það. HÚN er írsk. Svona Lucy, ekki þurrka í fötin þfn. Madeleine reis á fætur, litla stúlkan starði á hana eins og háiffeimin. írland. Móðirin var komin heim og nú vai* fóstran að hætta. Barnið var að fara til írlands. öll ráðagerðin var að fara út um þúfur. — Ég verð að fara, sagði hún. Hún var með skammbyssu í veskinu sínu. Eitt andartak hugsaði hún í trylltri örvænt- ingu að hún ætti kannski bara að skjóta konuna og grfpa barnið. En nú sá hún fólk koma í áttina til þeirra. Madeleine vissi að þetta var þýðingarlaust úrræði. Hún veifaði til litlu stúlkunnar og gekk á brott. Þegar hún var komin nokkra leið eftir stfgnum þar sem Peters beið eftir henni í bflnum herti hún gönguna. — Við fundum þetta, sagði aðstoðarmaður Ardalans hers- höfðingja. Það var pappfrs- ræma og sex tölustafir skrifaðir á. Papþirinn var snjáður og óhreinn. — Þetta var í buxnavösunum. sagði maðurinn. Ardalan leit á blaðið og sléttaði úr pappírnum. — Og það var allt og sumt? Ekkert annað hafði fundist hvorki á lfkinu né í fátæklegum eigum þeirra hjóna beggja. Þau voru ósköp venjulegt fólk, fátækt fólk. Hann hafði Verið þjónn á Hiltonhótelinu og spurzt hafði verið fyrir um störf hans og höfðu þau verið óaðfinnanlega af hendi leyst. Ardalen var að reykja vindil, hann virti vindilinn fhugull fyrir sér og sagði: — Konan hans sagði hann væri mjög gáfaður maður, sagði hershöfðinginn. Það hefði tekið hann drjúgan tíma að fá kon- una til að segja eitthvað. Hún hafði verið bæld og skefld. Loks hafði hún sagt þetta. Gáfaður — að hvaða leyti? Hann hafði vit á stjórn málum, sagði hún. Hann hafði reynt að tala við hana um það, en hann hafði sagt hún væri vitlaus og heimsk og skildi ekkert. Hún laut höfði, full blygðunar. Konur skildu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.