Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 Dr. Gunnlaugur Þórðarson: Vegíð að myndlist Það hlýtur jafnan að vera list- unnendum og myndlistarmönnum fagnaðarefni, þegar sýnd eru verk eftir fremstu listamenn þjóðar- innar; ekki síður þegar um verk er að ræða, sem almenningur hefur ekki átt kost á að sjá áður. Enginn neitar því, að Gunn- laugur Scheving er einn af fremstu myndlistarmönnum, sem íslenska þjóðin hefur átt. Verk hans eru stórbrotin og margslung- in og það jafnvel ekki síður þau verk, sem ekki eru stór að flatar- máli. S.l. vetur var þess farið á leit af hálfu Norræna hússins, að það fengi lánaðar nokkrar myndir úr því mikla safni verka eftir Gunnlaug Scheving, sem mér hefur tekist að safna allt frá unglingsárum mínum — til sýn- ingar með myndum eftir list- málarana Hrólf Sigurðsson og Hafstein Austmann. Að sjálf- sögðu taldi ég mér skylt að taka vel í þessi tilmæli, en gat þess, að umrætt safn væri af persónu- legum ástæðum ekki lengur í eigu minni. Hins vegar ætti ég myndir eftir Gunnlaug Scheving, sem mér hefðu áskotnast í seinni tíð og væru meðal þeirra verk, sem ekki hefðu verið til sýnis hér áður. Væru þau til reiðu. Var þessu tilboði tekið og Sigurði Sigurðs- syni listmálara falið að velja úr þeim til sýningar. Við opnum á sumarsýningunni í Norræna húsinu varð mér að orði, að Gunnlaugur Scheving hefði kunnað vel að meta list þeirra Hrólfs og Hafsteins, ekki síst vegna þess hve einlægir þeir hefðu verið í list sinni. Hrólfur mikilhæfur í „figúratívri" list og Hafsteinn staðfastur í óhlut- kenndri myndtjáningu sinni. Gunnlaugur Scheving hefði vafa- laust fagnað að geta veitt þessum alvörugefnu listamönnum brautargengi á þennan hátt. Að sjálfsögðu eru þeir lista- menn of margir meðal okkar, sem sjá ofsjónum yfir velgengni annarra listmanna á einn eða annan hátt. Hins vegar átti undir- ritaður ekki voná því, að þessi öfund tæki á sig slíka mynd, sem raun bar vitni í grein Valtýs Péturssonar 19. júlí s.l. hér í blaði, enda þótt hann yrði hennar átakanlega var áður en greinin birtist. Grein Valtýs Péturssonar Það verður að segjast eins og er, að þessi grein Valtýs Péturssonar listmálara og aðalgagnrýnanda Morgunblaðsins hlýtur að hafa valdið öllum unnendum myndlist- ar miklum vonbrigðum. Grein gagnrýnandans kemur h'ka upp um undarlegan tvískinn- ungshátt. I byrjun greinar sinnar um sumarsýninguna í Norræna húsinu endurtekur Valtýr Péturs- son t.d. aðfinnslur í garð hins nýráðna forstöðumanns Lista- safns alþýðu fyrir útlán á verkum úr safni þess í Alþýðubankann, — en þetta hafði hann ekki aðeins látið óátalið af hálfu fyrirrennara nýja forstöðumannsins, Hjörleifs Sigurðssonar, heldur blátt áfram lofsungið hann fyrir. Slíkur tvískinnungsháttur er ógeðfeldur enda kemur þetta atriði umræddri sýningu ekkert við, en ber aðeins vitni um ólund og öfund. Hvers vegna fær stjórn Lista- safns íslands ekki ofanígjöf hjá Valtý Péturssyni, en það á um 400 listverk í útláni hjá ýmsum opin- berum stofnunum? Eru þessar stofnanir of góðar til þess að kaupa sér listaverk til uppheng- ingar og augnayndis? Það er greinilegt, að það er ekki sama hver í hlut á. I upphafi umsagnar sinnar um listaverk eftir Gunnlaug Scheving segir Valtýr Pétursson: „Auk þeirra Hrólfs og Hafsteins á Gunnlaugur Scheving verk á sýn- ingu Norræna hússins," Þetta er einkennilega að orði komist, því þau eru ekkert aukaatriði að mati þeirra, sem kunna skil á myndlist. Síðan í umsögninni segir um verk eftir Scheving. „Flest eru þau verk heldur veigalítil.." Samt kemst hann ekki hjá að segja að eitt og eitt þeirra væri: „gullkorn". Síðan segir: „en því miður verður að segja um aðrar myndir hans (Gunnlaugs) á sýn- ingunni, að þær séu tilviljana- kenndur samtíningur...“ Með þessum skrifum sínum vegur Valtýr ekki aðeins að list Gunnlaugs heldur einnig að þeim, sem að sýningunni standa. Hann veit vel, að þessi verk eru úr einu einkasafni og hefði verið eðlilegt að þess væri getið, enda þótt nafn eiganda hefði verið látið liggja milli hluta, því það var aukaatriði. Valtýr Pétursson reynir bersýni- lega að villa um fyrir þeim, sem lesa skrif hans með því að gefa í skyn, að starfsmenn Norræna hússins hafi „tínt saman*'einhver vart sýningarhæf verk eftir Gunnlaug Scheving. Hvers vegna mátti ekki segja satt? Enda þótt það komi ekki beinlínis fram í þessum skrifum Valtýs Péturssonar, þá mun ein ástæðan til þess, að hann telur verk þessi veigalítil vera sú að þau eru máluð með vatnslitum á umbúðapappír. Eins og það skipti einhverju máli um gildi listaverks. I því sambandi þykir rétt til fróðleiks að birta nokkur orð úr minningargrein Guðbergs Bergs- sonar í Þjóðviljanum, 16. des. 1972: „Að öllum likindum hefur hann verið mjög félitill á þessum árum, vegna þess að hann notaði nær eingöngu vatnsliti og blýant...." Hann málaði ísólfs- skálahúsið séð ofan af hjalla á umbúðapappír og gaf ömmu minni. Hún gat ekki notað hana utan um smér eða í flöskutappa og kastaði henni. Myndinni var síðar bjargað fyrir snarræði kennaramenntaðrar frænku minnar. Aðrar fórust." Þessi voru orð Guðbergs, en hvorki var hann með þeim að reyna að gera lítið úr ömmu sinni né list Gunnlaugs, en aðeins að benda á hve sárafáum var ljóst, hvílíkar perlur var um að ræða. Þetta minnir á söguna um eigin- konu Cezannes, eins mesta lista- manns heims, er hún notaði olíu- málverk hans fyrir mottur. Guðbergur getur þess, að aðrar slíkar myndir hafi farist. Á sýn- ingunni getur að líta verk, sem þrátt fyrir allt hafa bjargast. Hinn fátæki listamaður Gunnlaugur Scheving varð að notast við allt, sem tiltækt var til sköpunar í list sinni, eins og svo margir af meisturum heims í myndlistinni. Hann hafði orðið að fórna öllur fyrir list sína, jafnvel sjálfri lífshamingjunni. (í Vlkunni 28. júní s.l. segir frú Grete Linck Grönbech, sem var áður gift Gunnlaugi, frá örbirgð þeirra og skilnaði.) Þeir, sem aldrei hafa þurft að standa í slíkum sporum, eiga erfitt með að gera sér í hugarlund slíkar raunir. Þótt samtíð Gunnlaugs Scheving hafi ekki strax áttað sig Ba* á Höíða-strönd 31. júlí. Nú er þurrkur, en hálf kalt þegar blæs af norðri. Flestir bændur eru nú byrj- aðir slátt, og jafnvel farnir að hirða inn hey. Spretta er mjög misjöfn, og er hún best þar sem ekki var beitt á því hversu frábær verk hans voru, þá ætti maður, sem fæst bæði við myndlist hefur og atvinnu af að skrifa um sýningar, ekki að vera svo skyniskroppinn. Telji Valtýr málverk eins og „Strandatind" og „Frá Seyðis- firði“, máluð um 1931, og þau fyrrtöldu, þ.e. vatnslitamyndirnar á umbúðarpappírnum, jaðarsverk í list Gunnlaugs Schevings og óhæf til sýningar, ætti hann ekki að taka sér framar penna í hönd til þess að skrifa um myndlist. Um ágæti þessara verka ljúka allir upp einum munni, sem líta þau á sýningunni. Eftir að þessi hörmulegu skrif Valtýs höfðu birst, fór undirrit- aður þess á leit við hann, að hann leiðrétti verstu missagnir sínar með athugasemd í blaðinu, en hann var ófáanlegur til þess. Því finn ég mig knúinn ti að birta þessi orð. Annars skal þess getið, að grein mín varð upphaflega til vegna símtals Valtýs Péturssonar nokkrum dögum áður en grein hans birtist. Undirritaður hefði gjarna viljað sjá þau orð hans á prenti, en ekki er talið hlýða að vitnað sé til slíkra einkasamtala í blaðagrein og má vel virða þá afstöðu. Uppsópun á list Jóns Stefánssonar Því miður gætir neikvæðar afstöðu í garð myndlistar svo víða hjá okkur, og hún á litlum skiln- ingi að mæta hjá stjórnvöldum. Átakanlegt dæmi er að Listasafn Islands skuli ekki fá til afnota viðunandi húsnæði, fyrr en e.t.v. á næstu öld, ef endurbyggingu gömlu Herðubreiðar (Glaum- bæjar) heldur fram með sama lagi og verið hefur. Nokkru eftir fráfall ekkju Jóns Stefánssonar listmálara bauðst Listasafninu að kaupa öll verk á tún í vor. Eru víða komnar mjög góðar slægj- ur, þar sem tún sluppu alveg við beit, en ljóst er að sumir bændur verða með mun minni hey en undan- farin ár. Þrátt fyrir þetta hafa nokkrir bændur tekið dánarbúsins með mjög góðum kjörum. I þessu safni voru mörg frábær verk. fyrir einarðlega afstöðu okkar Jóhannesar Jóhannessonar listmálara, sem þá áttum saman sæti í safnráði Listasafns íslands tókst að fá þessu framgengt. Samt fór það svo, að einn myndlistargagnrýn- andi fór um þetta niðrandi orðum og kallaði „uppsópun". Hvaða dóm hefði það safnráð fengið hjá seinni kynslóðum, sem hefði látið sér slíkt tækifæri úr greipum ganga. Auðvitað er slík árás á list Jóns Stefánssonar jafn lítilmótleg og hún er vanhugsuð, sama má vissu- lega segja um þau skrif sem urðu tilefni þessar hugleiðinga. List Jóns Stefánssonar og Gunnlaugs Schevings er engin hætta búin af slíku, en það er samt nógu hvim- Ieitt til afspurnar. Neikvæðni „ Listasafns íslands Fyrst hér hefur verið stungið niður penna út af þeirri leiðu áráttu, sem þar er vikið að, skal hér bætt við nokkrum línum af öðru en skyldu tilefni. Þess ber að minnast, að sum voldugustu listasöfn heims (t.d. National Gallery í Washington) eru að miklu leyti byggð upp á gjöfum manna, sem voru unnendur myndlistar og fengu skattaívilnanir þeirra vegna. Listasafn íslands hefur ekki til þessa komið slíku á hjá sér. Hins vegar njóta margar menningar- stofnanir og mannúðar slíks velvilja skattayfirvalda gagnvart gjöfum til þeirra. Mun árlega birtur listi yfir þessar stofnanir í Lögbirtingarblaðinu. Þá er þess og að geta að jafnvel gjafir til Lista- safns Islands eru þegnar með mismunandi miklu þakklæti, hvað svo sem veldur. Það gæti orðið til uppörfunar, ef listaverkagjafir væru allar auðkenndar með nöfn- um gefenda. Undirritaður hafði lengi gælt við þá hugmynd að heiðra minn- ingu þriggja systkina með gjöf á málverki til Listasafns íslands. Ástæðan til þess var sú, að þessi sér fárra daga sumarfrí áður en heyannir hefjast. Nokkrir áhugamenn fóru til Drangeyjar í nótt til lundaveiða í háf. Sagt er að lundaveiði ferðafólksins sé mun minni en áður, og er systkini, börn Stefáns heit. Gunnarssonar, sem alin voru upp í ást á listum og menningu, arf- leiddu Listasafn Islands af hluta eigna sinna. Sesselja og Guðríður arfleiddu það að listaverkum, en Gunnar heitinn arfleiddi það að öllum eignum sínum, frábæru listasafni og mjög verðmætri fast- eign. Fyrir samstarf okkar Gunnars tókst að láta listasafnið eignast húsið Austurstræti 12 og það án þess að ríkissjóður þyrfti að kosta krónu til. Danskur kunningi minn átti magnað olíumálverk eftir Gunn- laug Scheving frá Seyðisfirði, málað 1931. Listasafn íslands á fá verk frá þeim tíma eftir hann. Málverkið er 60x80 sm og birtist hér með í fyrsta sinn íslenskum lesendum. Það var auðsótt mál að fá málverkið keypt í þessu skyni og meira að segja skyldi verð þess verða lægra en ella, ef gefa ætti það listasafni. Var bundið fast- mælum, að þegar listaverkið hefði verið þegið, skyldi seljanda send úrklippa úr blaði með mynd af málverkinu, svo sem gera mátti ráð fyrir að gert yrði, líkt og við ýmsar aðrar málverkagjafir. Nú er unnt að standa við þá hlið samnings okkar líka. Málverkið var boðið listasafn- inu að gjöf með bréfi 9. okt. 1975. Ekki barst neitt svar frá safninu við gjöfinni. Þegar nærri ár var liðið frá því að málverkið hafði verið afhent til skoðunar, var ætlun mín að það hefði ekki verið þegið og hugðist ég afturkalla það og gefa öðru listasafni, sem betur kynni að meta. Svarbrjeí frá Listasafni íslands var svohljóðandi. 15. október 1976. Dr. Gunnlaugur Þórðarson hrl. Bergstaðastræti 74 Reykjavík. Safnráð Listasafns íslands hefur móttekið bréf yðar dags. 23.9. 1976 þar sem þér aftur- kallið gjöf yðar á olfumálverki eftir Gunnlaug Scheving, sbr. gjafabréf yðar dags. 9. október 1975. Sem svar við fyrrgreindu bréfi vill safnráð tilkynna yður að á fundi þess þann 9. febrúar var samþykkt að þiggja gjöfina. sbr. fundargerð, Það hefur dregist að tilkynna yður um þessa akvörðun safnráðs, enda er í gjafabréfinu rætt um afhendingu siðar. Þetta tilkynnist yður hér með. Virðingarfyllst. f.h. safnráðs Listasafns íslands, Selma Jónsdóttir. Við svo búið hlaut ráðstöfun þessi að standa. í bréfinu er minnst á afhendingu málverksins, en ætlun mín hafði verið að minnast þeirra systkina, sem gjöf- in var helguð, sérstaklega við það tækifæri. Hins vegar fórst form- leg afhending fyrir og er aukaatr- iði úr því sem komið er. Málverkið hefur verið almenningi til sýnis í listasafninu á s.l. vetri. Til fróðleiks skal það tekið fram, að húseigninni Austurstræti 12, sem undirritaður átti mestan þátt í að Listasafn Islands eignað- ist sér að útgjaldalausu, var farg- að með makaskiptum við Fram- sóknarflokkinn. Vegna fyrri af- skipta minna af málinu og lög- mannsreynslu óskaði ég eftir að fá að taka þátt í samningum um makaskiptin, sem voru þau, að Listasafnið fékk brunarústina Glaumbæ, en Framsóknarflokkur- inn Austurstræti 12. Eigi var orðið við þeim tilmælum og tel ég að hlutur listasafnsins hafi verið fyrir borð borinn í þeim viðskipt- kennt um kulda. Þá eru vegir taldir harðir og hol- óttir og varasamir í harð- akstri. Vel hefur aflast hjá togurum að undanförnu en talað er um aflatregðu inni á Skagafirði. — Björn í Bæ. um. Mis jöfn spretta á Höfdaströnd Málverkið. sem um er fjallaö í greininni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.