Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 23 Brenni ví nsskömmtun í gildi á Grænlandi Kaupmannahöfn, 1. ágúst. Reuter. GRÆNLENDINGAR sem drekka „100 daga stjórn“ Mariu hafin í Portúgal LÍHsabon, 1. ágúst. Keuter. MARIA de Lourdes Pintassilgo forsætisráðherra Portúgals og 100 daga ríkisstjórn hennar tóku formlega við völdum í landinu f dag. Pintassilgo sagði í ávarpi til þjóðarinnar að hún vonaðist til að góð samskipti yrðu við pólitísku flokkana og skyldu þar allir gæta ítrasta hlutleysis og vinna fyrst og fremst að því að undirbúa kosn- ingarnar í október. Forsætisráðherrann og 16 manna stjórn hennar sóru Eanes forseta embættiseiða um miðjan miðvikudag og Eanes sagði að athöfn lokinni að hann treysti Pintassilgo mætavel til að leiða þjóðina á heilbrigðan og náttúr- legan hátt til kosninga. Pintass- ilgo sagði að hún vildi fyrir hvern mun forðast ágreining við flokk- ana en stjórn hennar myndi verða sjálfstæð og móta stefnu sína og fara þar ekki í neinu eftir pólitísk- um fyrirmælum. Veruleg óánægja er í röðum Sósialdemókrata PSD og Mið- demókrata CDS vegna vals Eanes- ar, þar sem talsmenn þessara tveggja flokka telja sig merkja vinstritilhneigingar hjá Pintass- ilgo. Búizt er við að þeir muni greiða atkvæði gegn málefna- samningi stjórnarinnar í þinginu, en þar sem CDS og PSD skortir um 50 atkvæði á meirihluta eftir að armur Sousa Franco, nú fjár- málaráðherra, klauf sig frá PSD er ekki talið líklegt annað en stjórnin komi málefnasamningi sínum í gegn. Begin að braggast öðrum þjóðum meira munu nú horfast í augu við þyrrkingslega framtíð. því að vínskömmtun var innleidd í Grænlandi frá og með deginum í dag. Grænlandsmála- ráðherrann mun gefa út skömmt- unarseðla fyrir alla þá Grænlend- inga sem komnir eru yfir átján ára aldur. Kostnaður stjórnar- innar vegna þessara skömmtun- araðgerða verða til viðbótar öðru um 30 milljónir danskra króna. Hins vegar óttast hin nýja heima- stjórn Grænlands að þetta hafi það í för með sér að heimabrugg færist í vöxt en Grænlendingar hafa löngum hneigzt töluvert til að gera sér sín vfn sjálfir. Skömmtunin nær einnig til hótela og veitingahúsa og hefur verið mótmælt mjög eindregið af forsvarsmönnum slíkra húsa. Þá er búizt við að þetta hafi einnig í för með sér að gisting og máltíðir á veitingahúsum hækki töluvert til að vinna upp það fjárhagstjón sem eigendur þeirra telja sig verða fyrir. Ferðamenn munu að mestu leyti undanþegnir vín- skömmtun gegn framvísun miða sinna. Rose Kennedy Kennedy leystur undan loforðinu við mömmuna? WashinKton 1. áRÚst Reuter EDWARD Kennedy, öldungar- deildarþingmaður, forðaðist í dag að staðfesta fregnir þess efnis að aldurhnigin móðir hans, Rose Kennedy, hefði ákveðið að leysa hann frá því heiti að hann byði sig ekki fram við forseta- kosningar í Bandaríkjunum. Hann sagði við fréttamenn að hann teldi að móðir hans sem er nú orðin 89 ára gömul myndi styðja þá pólitísku ákvörðun sem hann tæki, hver sem hún væri. En hann neitaði að fjalla nánar um málið og endurtók fyrri yfirlýsingar sínar um að hann byggist við að Carter myndi verða útnefndur forsetaefni demókrata og trúlega ná kjöri. Konur og börn létust í kvikmyndahússbruna Nýja Delhi 1. ágúst AP ÖRVITA karlmenn tróðu konur og börn undir og til bana er þeir voru að reyna að komast út úr brennandi kvikmyndahúsi í Tuti- corin, skammt frá Madras á sunnudag. Að minnsta kosti 104 brunnu eða tróðust til bana, Mengele ekki í Paraguay Jerúsalem, 1. ágúst. AP. Vínarhorg, 1. ágúst. AP. HINN nafntogaði „nazistafangari" Simon Wiesenthal sagði f dag að hann hefði fengið bréf frá Kurt Waldheim, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og hefði Waldheim fengið þau skilaboð frá rikisstjórn Paraguay að stríðs- glæpamaðurinn Josef Mengele hefði verið sviptur borgararétti sínum þar í landi fyrir æði löngu og væri farinn frá Paraguay fyrir sautján árum. Bréf Waldheim var svar við beiðni sem Wiesenthal sendi honum til að fá aðstoð við að fá Mengele fram- seldan. Wiesenthal sagði að þetta mætti sýna ýmsum öðrum gömlum stríðsglæpamönnum það svart á hvítu að þeir ættu ekkert hæli öruggt, ekki einu sinni í ýmsum ríkjum S-Ameríku sem löngum hafa haft orð á sér fyrir að hýsa eftirlýsta stríðsglæpamenn. Mengele er nú 69 ára. Hann er sakaður um að bera ábyrgð á dauða að minnsta kosti 200 þúsund barna og ekki færri fullorðinna. í Auschwitz gerði hann ýmsar hrottalegar tilraunir á föngum, einkum tvíburum. alltung börn eða kvenfólk og svo einn karlmaður. Ekki reyndist unnt að bera kennsl á neitt líkanna, svo illa voru þau leikin. Tugir manns skaðbrenndust. í fréttum segir að konur hafi sýnt ólíkt meiri hreysti meðan á þessum harmleik stóð, en aðeins var gerlegt að komast út um einar dyr og voru þær ætlaðar karl- mönnum. Kona nokkúr komst út með tvö börn sín og stökk síðan inn í eldinn aftur til þess að bjarga börnum nábúa síns. Þá komst hún ekki út og brann inni, að því er fréttir herma. Um eitt þúsund manns voru í kvikmyndahúsinu þegar eldurinn kom upp. í fyrstu héldu menn að eldsúlurnar sem læstu sig fljót- lega um kvikmyndatjaldið væri hluti af kvikmyndinni en þegar menn gerðu sér grein fyrir hvað var að gerast greip um sig ægileg skelfing. Rannsóknarnefnd starfar nú að því að reyna að komast að því hver voru upptök eldsvoðans. Engin slökkvitæki voru í húsinu. HEILSUFAR Begins forsætis- ráðherra ísraels er nú óðum að batna og mun hann fara heim af sjúkrahúsinu á föstudagsmorg- un, að sögn talsmanns Hadass- ahsjúkrahússins. Síðan á hann að halda kyrru fyrir heima hjá sér vikutíð eða svo, en að því búnu getur hann hafið störf af fullum krafti. Sjón hans hefur lagazt á ný, og læknir hans sagði að einu menjar þessa kvilla yrðu að Begin myndi ekki sjónarinnar vegna geta tekið bílpróf. „En þar sem hann hefur aldrei lært að aka bíl kemur það sennilega engum illa héðan af“, sagði læknirinn. Begin hefur nú verið á spítalan- um í tíu daga og var fluttur þangað upphaflega til rannsóknar vegna máttleysis og sjóntruflana. Reyndist þá vera blóðtappamynd- un í slagæð til heilans og hefur þann fengið meðferð við því. 1974 — John Dean fv. starfs- maður Hvíta hússins dæmdur til fangelsisvistar fyrir hlutdeild í Watergate-málinu. 1945 — Potsdam-ráðstefnunni lýkur. 1943 — Elzti Kennedy-bróðir- ínn, Joseph P. Kennedy sjóliðs- foringi, ferst þegar flugvél hans springur í loft upp yfir strönd Belgíu. 1939 — Albert Einstein segir í bréfi til Franklin D. Roosevelts Bandaríkjaforseta að Banda- ríkjamenn’ ættu að hefja kjarn- orkurannsóknir. 1934 — Adolf Hitler verður , éinvaldur. 1928 — ítalir gera vináttusamn- íng til 20 ára við Eþíópíu. 1918 — Japanski herinn sækir fram í Síberíu. 1858 — Brezka Kólumbía verður krúnunýlenda — Brezka krúnan fær í hendur völd Austur-Indíu- félagsins. 1830 — Karl X af Frakklandi leggur niður völd. 1824 — Tyrkir taka eyna Ipsara af Grikkjum. *________ 1815 — Bretum falið að gæta Napoleons sem er útskúfað til St. Helenu. 1718 — Fjórveldabandalagið stofnað í London. 1665 — Frakkar gera út leiðang- ur gegn sjóræningjum í Túnis og Alsír. 1592 — Bretar taka spænsku galeiðuna „Madre de Dios“ með farm að verðmæti 850.000 pund. 1589 — Jacques Clemente, jakobínamunkur, myrðir Hinrik III Frakkakonung. Afmæli — Edward A. Freeman, brezkur sagnfræðingur (1823-1892) - Arthur Bliss, brezkt tónskáld (1891— ). Andlát — Thomas Gainsbor- óugh, listmálari 1788 — Meþem- et Ali af Egyptaiandi 1849 — Enrico Caruso, óperusöngvari, 1921 — Paul von Hindenburg, hermaður & stjórnmálaleiðtogi, 1934. Innlent — Þjóðhátíð 1874 — Fyrst flogið yfir Atlantshaf til íslands 1924 — f. Baldvin Einarsson 1801 — d. Benedikt Sveinsson 1899 — Benedikt Gröndal 1907 — ólafur konung- ur Hákonarson 1387 — f. Gunn- ar Pálsson 1714 — Jörundur skipar Peter Malmquist beyki æðstbjóðanda á Phelpsskansi 1809 — Vinnumaður í Dalasýslu dæmdur til dauða fyrir peninga- fölsun 1817 — Fyrsta mót Is- lendinga vestanhafs 1874 — Iðn- sýning í Reykjavík 1883 — Þjóö- frelsisfélagið stofnað 1884 — Hvítblái fáninn fyrst dreginn að húni í Reykjavík 1897 — Konungsglíman á Þingvöllum 1907 — Eyja finnst í öskju 1926 — Niels Bohr í heimsókn 1951 — 17% gengishækkun 1974 — d. Helgi Tómasson 1958 — Bjarni Þorsteinsson 1938 — f. Pétur Ottesen 1888. Orð dagsins. Ríkra manna brandarar eru alltaf fyndnir — Thomas Brown, enskur rithöf- undur (1830-1897). . Brown í þann veginn að ákveða sig Los Angeles, 1. ágúst. Reuter. JERRY BROWN, ríkisstjóri í Kaliforníu, sagði í dag að hann væri aðeins hársbreidd frá því að verða frambjóðandi í forsetakosn- ingunum. Hann hefur látið ráð- gjafa sína athuga og meta hvaða möguleika hann hefði ef hann gæfi kost á sér og virðist nú svo sem sú niðurstaða hafi verið jákvæð. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég myndi sigra Kennedy. En ég tek orð Kennedys góð og gild og hann hefur sagt að hann muni ekki fara frarn," sagði Brown. Hann hefur verið óspar á að gagnrýna veika stjórn Carters og í forkosningunum síðast náði Brown mjög glæsilegum árangri í fimm ríkjum og það svo að Carter var þatnokkuð uggandi um sinn þag. Veður Akureyri 10 skýjaó Amsterdam 20 bjart AÞena 35 bjart Barcelona 28 léttskýjaö Berlín 22 bjart Brussel 20 bjart Chicago 28 skýjaö Denpasar, Bali 32 bjart Feneyjar 27 skýjaöl Frankfurt 25 skýjaó Genf 26 bjart Helsinki 18 skýjaó Hong Kong 31 bjart Jerúsalem 29 bjart Kaupmannahöf n 20 skýjaó Kairó 34 bjart Las Palmas 25 léttskýjaó Lissabon 24 skýjaó London 21 rigning Los Angeles 31 bjart Majorka 30 léttskýjaó Malaga 30 heióríkt Madrkf 36 skýjaó Montreal 29 mistur Moskva 22 bjart Nýja Delhi 34 skýjaó New York 32 skýjaó Osló 16 rigning París 20 skýjað Reykjavlk 11 hálfskýjaó Rio de Janeiro 30 bjart Rómaborg 22 skýjaö San Francisco 18 bjart Stokkhólmur 19 bjart Sydney 17 léttskýjaó Teheran 35 bjart Tel Aviv 30 bjart Tókíó 32 sólskin Vancouver 29 sólskin Vínarborg 28 sólskín Kirkjubrúð- kaupum snar- fækkar á Ítalíu Rómaborg 1. ágúst AP KIRKJUBRÚÐKAUPUM á Ítalíu hefur hríðfækkað síðasta áratug- inn segir í niðurstöðum rannsókn- ar sem birt var í dag í málgagni prestastéttarinnar á Italíu. Er þar skýrt frá því að borgaralegar hjónavígslur hafi á sl. ári verið 11 prósent giftinga en árið 1967 aðeins 1.2 prósent.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.