Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 I Á faraldsfæti í Noregi II Olíubærinn Stafangur Olía — gull! Fjarlægðin gerir fjöllin blá — og margir taía um olíuna og olíuvinnsluna í Noregi eins og gullæðið fyrr á tímum. Margir álitu, að olíuvinnslan mundi hafa gífurlegar breytingar í för með sér og breyta högum al- mennings að mun. Og víst er um það, að jafnvel margir Norð- menn héldu, að nú væru skatta- lækkanir í sjónmáli og „betra Jíf“ í vændum. En allt hefur sinn tíma — einnig olíuvinnslan og sá arður, sem fæst fyrir olíuna. En eins og margir vita eru flestir olíupall- arnir á Norðursjónum smíðaðir í Stafangri og þar hafa olíufélögin og hringarnir reist skrifstofu- bvggingar og stjórnunarstöðvar. Erlent vinnuafl — félagslegir erfidleikar Fyrir 5—6 árum fluttist mikið af erlendu vinnuafli til Stafang- urs. Margir útlendinganna áttu erfitt með að aðlagast siðum og háttum innfæddra og miklir félagslegir erfiðleikar og vanda- mál fylgdu í kjölfar mikillar mannfjölgunar, og nægði-greini- lega ekki að bjóða útlendingun- um aðeins upp á nokkra vikna ókeypis norskunámskeið. Erfitt var að fá húsnæði og margir notfærðu sér neyðina með því að spenna upp verð og fyrirframgreiðslur — og margt af húsunum, sem voru föl, lentu í höndum erlendra aðila olíufélag- anna, sem greiddu svimandi háar upphæðir fyrir húsin miðað við það sem áður þekktist í borginni. Svo mikill var húsnæð- isskorturtinn um tíma, að leigja þurfti stórt farþegaskip, sænskt, til að leysa mesta vandann! Nú er aðeins einn olíupallur í smíðum í Stafangri, sá stærsti og síðasti sinnar gerðar. Þegar við sigldum út að pallinum til að skoða nánar þetta tækniundur, var okkur tjáð, að steypuvinna væri nýhafin og mundi nú verða steypt stanslaust nótt og dag í 14 sólarhringa! Norðmenn hafa tekið mikil erlend lán vegna olíufram- kvæmdanna, nokkur verðbólga hefur verið þar í landi, en um eins árs skeið hefur verið algjör verðstöðvun þar í landi til að reyna að halda verðbólgunni í skefjum eins og þeir frekast mega. Hinn almenni borgari í Staf- angri verður ekki mikið var við framkvæmdir og áhrif olíu- vinnslunnar fyrir utan leiguverð og söluverð húsa — en það er þó nokkuð — og svo fréttum við reyndar af mörgum íslending- um, sem gagngert hafa komið til að vinna á ýmsum sviðum olíu- framkvæmdanna. Fíknilyf — ógnun ungu kyn- slóðarinnar I blöðum Rogalandsfylkis voru aðrar fréttir miklu meira áber- andi en um olíuna, góð og slæm áhrif hennar og skoðanaskipti um það, hvort svo miklar tekjur Norðmanna ættu að renna til hjálpar í þróunarlöndunum eða ekki. Það voru daglegar fréttir um eiturlyfjasmygl, fíkniefnasölu, eiturlyfjanotkun og hörmulegar afleiðingar ofnotkunar þessara lyfja bæði hass, marjuhana, LSD, heróíns og ópíums. Tvö dauðaslys áttu sér stað meðal unglinga af þessum orsök- um þá viku, sem við dvöldumst í borginni og tugir voru fluttir á sjúkrahús. Fundir hafa verið haldnir og sérfræðingar safnast saman til ráðagerða — og á sl. vetri var farin herferð í ungl- ingaskóla borgarinnar þar sem fræðslumyndir voru sýndar og fyrrverandi eiturlyfjasjúklingar, jafnaldrar nemendanna, skýrðu frá reynslu sinni á þessu sviði. Við fórum víðar í Noregi og iásum sams konar fréttir af hörmulegum slysum og vanda- málum meðal unglinga af völd- um fíkniefnanotkunar. En við kvöddum Stafangur, þennan friðsæla bæ í ausandi regni og kalsa með trega í hjarta. Gömlu húsin önduðu hlýju og vingjarnlegur blær borgarinnar kallaði fram orð innra með okkur: Sjáumst aftur! Texti: Þórir S. Guðbergsson Myndir: Kristinn Rúnar Þcssar myndir tók Ævar fréttaritari okkar á Eskifirði í síðustu viku af kolmunnalöndun á staðnum. cn það cr Víkingur AK 100 sem er að landa þarna í vcðurblíðunni. Á Reyðarfirði: Reydf irdingum var einnig neitað um endurný jun sinna báta - segir Helgi F. Seljan alþm. „Þetta mál er miklu víðtæk ara. Reyðfirðingar haía leitað eftir að fá að selja tvo báta héðan. en fengið neitun,“ sagði Helgi F. Seljan alþm., er blaðamaður heimsótti hann á heimili hans á Reyðarfirði fyrir skömmu og spurði áiits á skipa- kaupamálum þeirra Neskaups- staðarbúa. Hann sagði einnig, að málin væru mjög svipuð eðlis. Annar Reyðarfjarðarbát- anna væri um 20 ára gamall og hinn 14—15 ára og hefðu Reyð- firðingar verið tilbúnir að láta báða bátana fyrir lítinn skut- togara. „Afstaða Kjartans réð þar mestu um, að þessi skipti voru stöðvuð, eins og skiptin á Neskaupstað. Það eina sem hægt er að segja um framkomu Kjartans er, að þetta er ger- ræðislegt. Þessa finnast áreiðanlega engin fordæmi í sögunni. Þessi málaflokkur ætti einnig að heyra undir viðskipta- ráðherra og með tilliti til fyrri afskipta Kjartans aí skipa- kaupamáium er þetta enn undarlegra.“ Þyrfti að setja löggjöf til að fyrirbyggja slíkt „ Hvað segir löggjöfin um gildi slíkrar reglugerðar sem Kjartan setti? „Ég þekki löggjöfina ekki nægilega vel til að svara því til. En spurning er, hvað gengur lengra en reglugerð og hvað getur afnumið hana. Þetta er „Ég hef nú búist við því annan hvern dag frá því að ríkisstjórnin var sett á laggirnar, að hún springi, og það gæti reyndar gerst hvenær sem er,“ sagði Helgi. Ljósm. Mbl. Matthías Pefursson. einsdæmi sem þyrfti að láta reyna á lagalega. Ég er viss um, að málið verður tekið upp á þingi í haust. Ég held að því miður séu engin lög til, sem fyrirbyggja slíkar gerræðislegar aðgerðir eins ráðherra, en þau þyrfti þá að setja. Þessi reglugerð stöðvar alla uppbyggingu flotans, tilgangur- inn er eflaust að stöðva aukn- ingu, en hann stöðvar einnig eðlilega endurnýjun. Ég held, að flestir telji eðlilegt að endur- nýjun verði að eiga sér stað, annars gerum við út óhagkvæmt og tilkostnaður verður meiri. Kjartan hefur þarna tekið eitthvað í sig, sem hann vill ekki bakka með. Annars var kannski viðbúið að Kjartan hagaði sér þannig. í upphafi stjórnar- tímabils þessarar stjórnar var kosin samráðsnefnd í fiskveiði- málum og var henni falið að marka heildarstefnu í fiskveiði og verndarmálum. Samráðs- nefndin leystist upp og ekkert varð úr neinum störfum hjá henni. Brast þar forysta Kjartans og samstarfsvilji við þá, er áður höfðu starfað að þessum málum, og á ég þar við Matthías Bjarnason og Lúðvík Jósepsson. Ég er tvímælalaust samþykkur því að efla skipa- smíði innanlands, en lánakjör á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.