Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 í /í ; ; , ■' Þing- vellir I Spölkorn útí buskann Flestir íslendingar, sem komnir eru til vits og ára, hafa komið á Þingvelli. Líklegt má telja að ferðin hafi verið farin eitthvað á þessa leið: Stansað við hringsjána á Hakinu við Kárastaðastíg, ekið sfðan eftir þjóðveginum norður á Leirurn- ar og þaðan heim að Vaihöll. Stansað þar um stund, ekið svo að Peningagjá og kastað nokkr- um skildingum 1 hana, gengið upp f Almannagjá og litið á rústir hinna fornu búða. Ef til vill hefur kirkjan verið skoðuð og leiði þeirra Einars Bene- diktssonar og Jónasar Hall- grfmssonar í krikjugarðinum. Sfðan ekið burtu af staðnum. En Þingvellir hafa upp á margt annað að bjóða en þetta, en til að njóta þess verða menn að yfirgefa bflinn um stund og ferðast um á hestum postul- anna. Við skulum leggja bílnum á bílastæðinu við Kárastaðastíg- inn og ganga að hringsjánni. Hún stendur á Hakinu, en svo nefnist klettaraninn, sem skagar út í Almannagjá, til hægri hand- ar, þegar gengið er niður í hana. Eftir að hafa virt fyrir okkur útsýnið og áttað okkur á helstu kennileitum, sem þar blasa við augum, skulum við ganga norður eftir vestri barma Almannagjár, áleiðis að Öxarárfossi. Þessi leið býður upp á margt forvitnilegt, sem ekki verður tíundað hér, en fólki skal bent á að fara með gát því barmurinn er mjög sprung- inn. Þegar komið er að fossinum er sjálfsagt að stansa um stund, kasta mæðinni og litast um. Talið er að fornmenn hafi veitt ánni í þennan farveg, svo þeir hefðu nóg vatn til neyslu, meðan þinghald stæði yfir. Merki um hinn fyrri farveg sjást vestan við veginn hjá brúnni. Við höldum síðan göngunni áfram, en nú verður að gera annað tveggja: vaða ána eða krækja fyrir hana upp á brú. Þegar við höfum klifrast yfir stigana á girðing- unni komum við brátt að skarði, sem gengur inn í gjárbarminn. Þar hjá er smá grjótvarða, svo enginn hætta er á að villast. Við beygjum nú til hægri og höldum niður í gjána um þetta skarð. Þá kemur í ljós, að hlaðinn stígur úr grjóti liggur hér upp skarðið. Fyrrum var ekki auðvelt að komast niður á Vellina, þegar komið var á Þingvöll að vestan. Frá fornu fari lá aðalleiðin meðfram vatninu, en árið 1789 urðu miklir jarðskjálftar á Þing- völlum, svo landið seig um alin (rúml. 60 sm) segir Sveinn Páls- son. Þá fór gamla gatan undir vatn, svo hún varð ófær. Fóru menn þá að klöngrast niður Kárastaðastíginn, en hann var svo þröngur, að baggahestar komust ekki þar niður. Urðu menn þá að ríða hingað að skarðinu, sem við erum stödd í, og þá var leiðin lagfærð og gerð hestfær. Heitir stígurinn Langi- stígur. Við göngum nú niður Langa- stíg og síðan suður eftir gjánni, sem nú ber nafnið Stekkjargjá. Brátt komum við að klettum í henni. Eru þeir á hægri hönd. Þetta eru Gálgaklettar, en í þeim voru þjófar hengdir áður fyrr, eftir að líflátsdómur hafði verið kveðinn upp yfir þeim á Alþingi. Nokkru fyrir sunnan Gálgakletta eru rústir af stekkn- um, sem gjáin dregur nafn af. Við göngum síðan að fossinum, þá eftir Almannagjá og upp Kárastaðastíginn að bílnum. Ef tími vinnst til er sjálfsagt að lengja gönguna nokkuð með því að ganga áfram úr Almanna- gjá og í Hestagjá, en svo heitir gjáin á bak við Valhöll. í Hesta- gjá hefur trúlega verið mikið fjör og læti fyrr á tímum, þegar höfðingjar voru að búa sig til heimferðar með fjölmennu liði eftir langa þingsetu. En þá var gjáin notuð sem hestarétt og gerast þær ekki veglegri annars staðar. Við látum hér staðar numið að sinni, en í næstu viku skulum við ferðast meira um þjóðgarðinn og auðvitað gangandi. Ci AMkasumar 79 BANKASTRÆTI 7 & AÐALSTRÆTI4 / ár er Metkasumar i Herrahúsinu. Því flöggum við geysilegu úrvali af léttum og þægilegum sumarfatnaði frá Melka. M.a. blússum, buxum, stuttbuxum, / skyrtum, stutterma skyrtum / o.m.fl. Allt sómaklæði enda frá / Melka komin. / i AUGLYSINGASTOFA KRISTINAR 7.88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.